Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 37
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LISTRÆNN SIGUR
BJARKAR
FRAMI Bjarkar Guðmundsdóttur hefur orðið með ólík-
indum hraður og mikill frá því hún hóf feril sinn á er-
lendri grund ein síns liðs. Tónlist hennar hefur hlotið afar
góðar viðtökur, bæði gagnrýnenda og almennra hlust-
enda. Fyrsta platan hennar, Debut, sem kom út í maí árið
1993, kom henni í fremstu röð í tónlistarheiminum, seldist
í meira en þremur milljónum eintaka og þótti bera ferska
og framandi tóna inn í kraumandi tónlistarlíf Bretlands.
Má segja að með velgengni þessarar fyrstu plötu hafi hún
lagt grunninn að framhaldinu þar sem hún hefur náð að
halda listrænu sjálfstæði sínu, sínum einlæga og einstaka
stíl.
Sú viðurkenning sem Björk hlotnaðist í Cannes á sunnu-
dag er mikill listrænn sigur, auk þess sem hún á vafalaust
enn eftir að auka á vinsældir Bjarkar og frama. Það hlýtur
raunar að vera til merkis um óvenjulega listræna hæfi-
leika Bjarkar, sem einu sinni áður hefur leikið í sjónvarps-
mynd, að hún skuli valin besta leikkona í aðalhlutverki á
kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem er ein sú virtasta, ef
ekki sú virtasta í heiminum. I því samhengi vöktu athygli
ummæli bæði Lars von Triers, leikstjóra myndarinnar, og
meðleikkonu Bjarkar, Catherine Deneuve, sem er ein af
þekktustu kvikmyndaleikkonum heims, þess efnis, að hún
hefði ekki leikið hlutverk sitt heldur upplifað það. Sagðist
von Trier telja að það að hún hefði ekki leikið væri eitt af
því góða við myndina en jafnframt hefði það verið erfið og
sársaukafull reynsla fyrir þau bæði.
Frami Bjarkar Guðmundsdóttur í Cannes er staðfesting
á hæfileikum hennar. Enginn vafi leikur á því að Björk
dregur jafnframt athygli að þessari litlu þjóð norður í hafí.
I þeim efnum hefur Björk sennilega unnið meira verk en
flestir, ef ekki allir, samtíðarmenn hennar, og það af lát-
leysi mikils listamanns. Um leið og henni er óskað til ham-
ingju með hinn glæsta árangur af starfi sínu má æskja
þess að Björk haldi áfram einlægni sinni, sjálfstæði og lát-
leysi.
ísland hefur eignast heimsstjörnu, sem hefur náð því
marki í krafti eigin verðleika, hæfni og persónuleika, en
ekki markaðssetningar sérfræðinga á því sviði. Til hennar
streyma hlýjar tilfínningar frá landsmönnum öllum á
þessum tímamótum á ferli hennar.
KVIKMYNDAGERÐ ER
ORÐIN ATVINNUGREIN
ÞÓTT kvikmynd Lars von Triers sé að sjálfsögðu dönsk
koma íslendingar töluvert við sögu myndarinnar auk
framlags Bjarkar Guðmundsdóttur. Þar er bæði um að ræða
framlag annarra íslenzkra listamanna til einstakra þátta
myndarinnar svo og fjárframlög frá íslenzkum aðilum, sem
líklegt má telja, að reynist góð fjárfesting.
Þessi íslenzka aðild að kvikmynd, sem hlotið hefur slíka við-
urkenningu, er undirstrikun á þeirri staðreynd, að kvik-
myndagerð er orðin ein af þeim atvinnugreinum á Islandi,
sem ástæða er til að taka eftir. Það er töluverður hópur fólks,
sem hefur vinnu mikinn hluta úr ári við kvikmyndagerð og ís-
lenzku kvikmyndagerðarmennimir hafa flutt umtalsverða
fjánnuni inn í landið í formi styrkja og annarra fjárframlaga
erlendis frá.
Jafnframt því, sem íslenzkir kvikmyndagerðarmenn hafa
öðlast aukna reynslu í starfí hefur fagmennska aukizt í fjár-
mögnun myndanna og á viðskiptahlið kvikmyndafyrirtækj-
anna. Þótt mikil áhætta íylgi jafnan kvikmyndagerð er sú
áhætta ekki jafn mikil og í upphafi og afleiðingarnar af því ef
illa gengur þess vegna ekki jafn alvarlegar fyrir þá einstakl-
inga, sem að gerð myndanna standa.
Það er alveg ljóst, að íslenzku kvikmyndagerðarmennirnir
eru að ná faglegum árangri, sem ekki skyldi vanmetinn þótt
eftir sem áður sé erfitt að gera kvikmyndir, sem byggjast á ís-
lenzku efni og íslenzku tali, til markaðssetningar í öðrum
löndum. Það verður alltaf erfitt fyrir fámenna þjóð, sem talar
tungumál, sem fáir skilja, að koma list sinni á framfæri á
stærri mörkuðum. Staðreyndin er sú, að hver þjóð hefur
mestan áhuga á því, sem að henni snýr og þegnar hennar gera
en sýna öðrum minni áhuga. Þess vegna þurfa íslenzkir lista-
menn að sýna enn meiri árangur en ella til þess að brjótast í
gegn í fjölmenni milljónaþjóðanna.
Af þessum ástæðum öllum ber að sýna íslenzkri kvik-
myndagerð þá virðingu og athygli, sem hæfir í senn atvinnu-
og listgrein, sem hefur sýnt árangur í verki.
Matsnefndir gáfu umsagnir um þrjár stöður framkværndastjóra við Landspítala - háskólasjúkrahús
Fjölmiðlar hafa gert frammistöðu Bjarkar rækileg skil
ÞRJÁR matsnefndir fóru yflr
umsóknir þeirra sem sóttu
um þrjár af fimm stöðum
framkvæmdastjóra við
Landspítala - háskólasjúkrahús. Eru
það stöður framkvæmdastjóra lækn-
inga, sem Jóhannes M. Gunnarsson
var skipaður í, framkvæmdastjóra
hjúkrunai', sem Anna Stefánsdóttir
hefur verið skipuð í, og framkvæmda-
stjóra kennslu og fræða, en í hana var
skipaður Gísli Einarsson.
Þegar matsnefndir höfðu lokið störf-
um voru umsagnir sendar skrifstofu
forstjóra og þær ræddar á fundum
stjómar Landspítala - háskólasjúkra-
húss. Stjómin ræddi ásamt forstjóra
einu sinni við alla umsælqendur og síð-
an í annað sinn við þá sem helst þóttu
koma til greina í stöðurnar. I framhaldi
af því vora heilbrigðisráðherra sendar
tillögur stjómarinnar sem féllst á þær
og var gengið frá ráðningunum 15. maí.
Framkvæmdastjóramir þrír hafa þeg-
ar hafið störf ásamt tveimur sem vora
ráðnir 19. apríl, sem era þau Anna Lilja
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
fjárreiðna og upplýsinga og Ingólfur
Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og
eigna.
Framkvæmdastjóri lækninga
Stöðunefnd mat umsælqendur um
stöðu framkvæmdastjóra lækninga
(lækningaforstjóra), en hún starfar
samkvæmt lögum um heilbrigðismál
nr. 97/1990. Nefndin hefur aðsetur hjá
landlæknisembættinu og hefur aðstoð-
ai’landlæknir, Matthías Halldórsson,
setið í nefndinni fyrir hönd hans. Auk
hans sitja í nefndinni læknamir Hall-
dóra Ólafsdóttii’ og Þorvaldur Jónsson.
Nefndin fékk umsóknargögn 31. mars
og óskaði einnig viðbótargagna og skil-
aði umsögn sinni til forstjóra Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss með bréfi 2.
maí sl. I umsögn nefndarinnai’ um um-
sækjendur segir:
„Birgir Guðjónsson, 61 árs, er sér-
fræðingur í almennum lyflækningum
og meltingarfærasjúkdómum. Hann
hefur 27 ára kennslureynslu. Hann
hefur takmarkaða reynslu af störfum á
sjúkrahúsi, þar sem hann hefur rekið
stofu lengst af auk þess að hafa gegnt
störfum yfirlæknis við hjúkrunarheim-
ili. Stjórnunarreynsla hans takmarkast
að mestu við það. Vísindastörf hans eru
ekki mikil af vöxtum, en hafa vakið at-
hygli. Hann gegndi kennslustarfi við
háskólasjúkrahúsið í Bandaríkjunum á
árum áður.
Birgir Jakobsson, 52 ára, sérfræð-
ingur í baraalækningum. Hann hefur
lokið doktorsprófi í sérgrein sinni og
hefur rúmlega 17 ára starfsreynslu frá
bai'nadeildum í Svíþjóð. Hann hefur
síðustu ár verið í stjórnunarstöðu
stórrar sjúki-ahúsdeildar á breytinga-
tímum og nú upp á síðkastið sviðsstjóri
með stjómunarlega ábyrgð á þremur
deildum.
Bjami Valtýsson, 42 ára, er sérfræð-
ingur í svæfingum og gjörgæslulækn-
ingum. Sérfræðireynsla hans er tæp 11
ár, að mestu við háskólasjúkrahús í
Bandaríkjunum. Hann hefur lokið
meistaraprófi í stjómun innan heil-
brigðiskerfisins frá háskóla í Banda-
ríkjunum, en hefur ekki gegnt fastri
stjórnunarstöðu. Hins vegar hefur
hann gegnt kennslustöðu við svæfinga-
deild háskólasjúkrahússins. Vísinda-
reynsla hans takmarkast að mestu við
mastersritgerð.
Jóhann Heiðar Jóhannsson, 53 ára,
sérfræðingur í líffærameinafræði.
Sérfræðireynsla hans er tæp 23 ár, að
mestu leyti á rannsóknarstofu Háskól-
ans í líffærameinafræði. Hann hefur að
auki sérfræðileyfi í barnameinafræði
sem undirgrein. Jóhann Heiðar lauk
nýlega námi í stjórnun og rekstri heil-
brigðisþjónustunnar á vegum Endur-
menntunarstofnunar Háskóla Islands.
Hann var dósent við Háskóla Islands í
ein 15 ár og hefur að auki reynslu af
stundakennslu. Hann hefur ekki gegnt
formlegri stjórnunarstöðu, en haft með
höndum stjómun á litningarannsókna-
deild rannsóknarstofu Háskólans frá
1979.
Jóhannes M. Gunnarsson, 54 ára, er
sérfræðingur í almennum skurðlækn-
ingum. Sérfræðireynsla hans er 17'/2
ár. Hann hefur takmarkaða reynslu af
kennslu og vísindastörfum en hins veg-
ar mikla stjórnunarreynslu sem lækn-
ingaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur í
rúm 6 ár og þar áður formaður lækna-
ráðs og yfirlæknir í 4 ár. Hefur lokið
námi í stjórnun og rekstri heilbrigðis-
Sigríður Snæbjörns-
dóttir og Steinn Jóns-
son sett í fyrsta sæti
Verðlaunin til Bjarkar
vekja hrifningu
Morgunblaðið/Kristinn
Frönsk dagblöð kepptust í gær við að mæra Björk Guðmundsdóttur og
frammistöðu hennar í myndinni Dancer in the Dark. Á forsíðu Nice-Matin
gaf að líta fyrirsögnina „Sigur Bjarkar", og á forsíðu France Soir stóð ein-
faldlega „ A Star is Björk“, og þar með vísað í kvikmyndina A Star is born. f
blaðinu segir að Björk hafi unnið mesta sigurinn í Cannes þetta árið. Og á
forsíðu stórblaðsins Le Figaro var mynd af Björk undir fyrirsögninni
„Cannes, pálmi dirfskunnar".
Þrjár matsnefndir gáfu
umsagnir um umsækj-
endur í stöður fram-
kvæmdastjóra lækninga,
hjúkrunar og kennslu og
fræða við Landspítala -
háskólasjúkrahús. Stjórn
spítalans ræddi við alla
umsækjendur og lagði
tillögur um ráðningu fyr-
ir heilbrigðisráðherra.
þjónustunnar á vegum Endurmennt-
unarstofnunar Háskóla íslands. Að
auki gegnt ýmsum öðram trúnaðar-
störfum bæði á vegum opinberra aðila
og í félagsmálum.
Kristján Sigurðsson, 56 ára, sér-
fræðingur í kvensjúkdómum með
krabbameinslækningar kvenna sem
undirsérgrein auk nýfenginna sér-
fræðiréttinda í heilbrigðisstjómun.
Sérfræðireynsla hans spannar rúm 20
ár og hann hefur lokið tveimur
doktorsprófum. Hann hefur stjórnun-
armenntun frá Norræna heilsuháskól-
anum, umtalsverða stjómunarreynslu
frá Krabbameinsfélagi íslands og tals-
verða gegnum yfirlæknis- og sviðs-
stjórastörf á Landspítala.
Þorvaldur Ingvarsson, 39 ára, sér-
fræðingur í bæklunarskurðlækning-
um. Sérfræðireynsla hans er um 6 ár.
Hefur síðustu tæplega 2 ár verið lækn-
ingaforstjóri FSA. Hann hefur lokið
námi í stjómun frá Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands. Hann hefur
ekki gegnt fastri kennslustöðu. Miðað
við fremur stuttan starfsaldur hefur
hann verið virkur við vísindastörf.
Þórarinn Gíslason, 48 ára, er sér-
fræðingur í lungnasjúkdómum og hef-
ur um 13 ára starfsreynslu á sjúkra-
húsum, einkum Vífilsstaðaspítala.
Hann hefur gegnt yfirlæknisstarfi á
Vífilsstaðaspítala undanfarin 2 ár auk
umfangsmikilla nefndarstarfa. Hann
er dósent að nafnbót frá Uppsalahá-
skóla í Svíþjóð, en hefur ekki gegnt
fastri kennslustöðu. Talsverð reynsla
af stundakennslu. Vísindastörf hans
era mikil að vöxtum.“
Þrír í fyrsta til þriðja sæti
Niðurstaða nefndarinnar varð sú að
allir umsækjendur uppfylltu almennar
kröfur sem gerðar vora í auglýsingu.
Eina sértæka krafan væri á sviði
stjómunar og telur stöðunefnd þar
vega þyngst stjómunarreynsla í sam-
bærilegu starfi. Er þremur umsækj-
endum raðað í fyrsta til þriðja sæti, þ.e.
Birgi Jakobssyni, Jóhannesi M. Gunn-
arssyni og Kristjáni Sigurðssyni.
Staða framkvæmdastjóra
hjúkrunar
Hjúkranarráð tók fyrir umsóknir
um störf framkvæmdastjóra hjúkran-
ar á tveimur fundum, 19. og 25. apríl og
sendi niðurstöður sínar til forstjóra
spítalans 27. apríl. I hjúkrunarráði
sitja Vilborg Ingólfsdóttir, deildar-
stjóri, sem jafnframt er formaður,
Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags
íslenskra hjúkranarft-æðinga og Árún
Sigurðardóttir, lektor við heilbrigðis-
deild Háskólans á Akureyri. Vilborg
vék sæti við umfjöllun um umsækjend-
ur, þar sem hún starfar hjá landlæknis-
embættinu, en landlæknir er kvæntur
einum umsækjanda. Sæti hennar tók
dr. Kristín Bjömsdóttir, dósent við
námsbraut Háskóla íslands í hjúkr-
unafræði.
Umsækjendur voru þrír: Anna Stef-
ánsdóttir hjúkranarforstjóri, Sigríður
Snæbjömsdóttir hjúkranarforstjóri og
Sæmundur Knútsson aðstoðardeildar-
stjóri. Við röðun hæfra umsækjenda
lagði hjúkranarráð eftirfarandi viðmið
til grandvallar:
Tekið er mið af stjómunarreynslu,
sérstaklega í efstu stigum stjómkerfis-
ins og fjölbreytni þeirra verkefna sem
falist hafa í stjómunarstörfum um-
sækjenda. Litið er til menntunar um-
sækjenda, bæði menntagráðu og
námslengdar, auk viðleitni umsækj-
enda til að viðhalda og breikka þekk-
ingu sína samhliða starfi. Loks er litið
til þess að hve miklu marki umsækj-
endur hafa verið framkvöðlar í starfi.
Við mat á umsækjendum vora innsend
gögn lögð til grandvallar.
Anna virk í þróunarstörfum
og stefnumótun
Umsögn hjúkrunamáðs um Önnu
Stefánsdóttur er svofelld: „Hjúkranar-
ráð telur Önnu Stefánsdóttur mjög vel
hæfa til að gegna stöðu hjúkranarfor-
stjóra Landspítala - háskólasjúkra-
húss. Hún hefur lokið meistaraprófi í
hjúkranarfræði með áherslu á stjóm-
un. Jafnframt hefur hún sótt fjölda
námskeiða og ráðstefna á sviði stjóm-
unar. Megin starfsvettvangur Önnu
hefur verið Landspítalinn, en þar hefur
hún starfað í aldarfjórðung. Ánna hef-
ur mjög mikla klíníska reynslu, bæði af
almennum hjúkranai’störfum og á sviði
gjörgæsluhjúkranar. Jafnframt hefur
hún yfirgripsmikla stjómunarreynslu
sem deildarstjóri, framkvæmdastjóri
og sviðstjóri í fjórtán ár alls. Hún hefur
starfað sem hjúkranarforstjóri í fimm
ár. Því er ljóst að Anna hefur yfirgrips-
mikla þekkingu á innri starfsemi Land-
spítala við Hringbraut og býr yfir mik-
illi stjómunarreynslu af öllum stigum
stjórnkerfisins. Anna hefur verið virk í
þróunarstörfum innan spítalans og
haldiðfyölmörg erindi fyrir starfsfólk
hans. í starfi sínu sem forstjóri hefur
hún tekið virkan þátt í mótun stefnu
spítalans. Hún hefúr sýnt faglegri upp-
byggingu háskólasjúkrahúss mikinn
áhuga. Þannig hefur hún lagt sig fram
um að efla samstarf og tengsl við
hjúkranarfræðina innan Háskóla Is-
lands. Nefnir hún fjölmörg verkefni á
sviði rannsókna og kennslu sem hún
hefur stutt.“
Auk þessa segir m.a. svo um Önnu
Stefánsdóttur í samantekt hjúkranar-
ráðs: „Eitt af meginverkefnum Önnu í
starfi hjúkranarforstjóra, auk almenns
reksturs og starfsmannastjórnunar,
hefur verið að leita leiða til að efla sér-
fræðiþekkingu í hjúkran. í þeirri við-
leitni hefur hún haldið fjölmarga fyrir-
lestra á Landspítala fyrir starfsfólk. I
bréfi hennar til forstjóra sem fylgir
umsókninni kemur fram að hún hefur
leitast við að efla tengsl við hjúkranar-
fræðina í Háskóla Islands með sér-
staka áherslu á þróunar- og rannsókn-
arverkefni. Þannig hefur hún haft
frumkvæði að tilraun um rafræna
skráningu, breytingar á skipulags-
formi hjúkrunar og sjúkrahústengda
heimaþjónustu."
Umsögn hjúkranarráðs um Sigríði
Snæbjörnsdóttur er svofelld:
„Hjúknmarráð telur Sign'ði
Snæbjörnsdóttur mjög vel hæfa til að
gegna stöðu hjúkranarforstjóra Land-
spítala - háskólasjúkrahúss. Hún hefur
lokið meistaraprófi í hjúkranarfræði
með áherslu á stjómun. Jafnframt hef-
ur hún sótt fjölda námskeiða og ráð-
stefna á sviði stjómunar. Sigríður
starfaði sem hjúkranarframkvæmd-
astjóri á lyflækningasviði Landspít-
alans í þrjú ár og sem hjúkranarfor-
stjóri, fyrst Borgarspítalans, síðan
Sjúkrahúss Reykjavíkur, í tólf ár. Jafn-
framt hefur hún gegnt ýmsum ábyrgð-
arstörfum sem lúta að stefnumörkun í
heilbrigðiskerfinu fyrir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið og fyrir Fé-
lag íslenskra hjúkranarfi-æðinga. Sig-
ríður hefur langa reynslu í að vera í for-
svari fyrir hjúkrun á almennu
sjúkrahúsi, sem felst í því starfi sem
hér er til umfjöllunar. Hún tók þátt í
sameiningu Landakotsspítala og Borg-
arspítalans og hefur unnið að þróunar-
verkefnum um aukna samvinnu og
verkaskiptingu sjúkrahúsanna á veg-
um heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
uneytisins. Framtíðarsýn hennar end-
urspeglar yfirgripsmikla þekkingu og
góðan skilning á þeim verkefnum sem
bíða hjúkranarforstjóra Landspítala -
háskólasjúkrahúss."
Auk þessa segir m.a. svo um Sigríði
Snæbjömsdóttur í samantekt hjúkran-
arráðs:
„Sigríður gerir grein fyrir framtíð-
arsýn sinni varðandi störf hjúkranar-
forstjóra á hinu nýja sjúkrahúsi. Sú
greinargerð endurspeglar yfirgrips-
mikla þekkingu og skilning á þeim við-
fangsefnum sem bíða þeirra sem verða
í forystu við eflingu hins nýja sjúkra-
húss. Sigríður nefnir fjölmörg verkefni
sem hún telur brýnt að vinna að, s.s.
endurskipulagningu þjónustunnar,
skilgreiningu á kennsluhlutverki
starfsfólks, aukna áherslu á fræðistörf
starfsmanna og virðingu fyrir þekk-
ingu þeirra, ásamt gæðamálum. Jafn-
framt setur hún fram sínar hugmyndir
um verklag og aðferðir við uppbygg-
ingu sjúkrahússins.“
Hjúknmarráð taldi Sæmund ekki
hæfan þar sem stjómunarreynsla hans
stæðist ekki lágmarkskröfui-. Ráðið
taldi Önnu og Sigiíði báðar hæfai- en
setti Sigríði í fyrsta sæti og Önnu í ann-
að sæti.
Staða framkvæmdastjóra
kennslu og fræða
Sjö sóttu um stöðu framkvæmda-
stjóra kennslu og fræða: Auðna Ágúst-
dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri,
Eiríkur Öm Amarson sálfræðingur,
Gísli Einarsson yfirlæknir, Gísli Ragn-
arsson aðstoðarskólameistari, Helga
Bragadóttir hjúkranardeildarstjóri,
Ólöf Sigurðardóttir læknir og Steinn
Jónsson læknir.
Matsnefnd læknadeildar fór yfir um-
sóknir og sendi álitsgerð til forstjóra
Landspítala - háskólasjúkrahúss 13.
apríl. I nefndinni sátu: Jóhann Ágúst
Sigurðsson prófessor og formaður
hennar, Þórður Harðarson prófessor,
Gunnar Sigurðsson prófessor, Kristín
Bjömsdóttir dósent og Ásta Thorodd-
sen lektor. í samanburði og áliti nefnd-
arinnar segh-:
„Það er sameiginlegt álit allra nefnd-
armanna að eðlilegt sé að umsækjandi
uppfylli kröfur um dósentshæfi skv.
reglum Háskóla Islands. Þar er tekið
fram að dósent skuli hafa lokið
doktorsprófi, eða sýnt fram á hæfni
sína til að gegna slíkri stöðu með vís-
indastörfum sínum. Tveir umsækj-
enda, þeir Eiríkur Öm Arnarson og
Steinn Jónsson, hafa þegar hlotið slík-
an hæfnisdóm. Auk þess hafa þau
Auðna Agústsdóttir, Gísli Einarsson
og Ólöf Sigurðardóttir lokið doktor-
sprófi. Þau hafa öll sýnt fram á rann-
sóknarvirkni auk doktorsprófs. Auðna
Ágústsdóttfr hefur þó enn sem komið
er ekki náð að birta þann fjölda vís-
indarita sem þarf til að uppfylla kröfur
um dósentshæfi skv. ofannefndum
reglum, en hún hefur hins vegar starf-
að mikið að því að skapa umhverfi
rannsókna og kennslu í sínu fagi.
Það er skoðun nefndarmanna að um-
sækjendumir Gísli Ragnarsson og
Helga Bragadóttir uppfylli ekki þær
kröfur sem læknadeildin telur æskileg-
ar fyrir stöðu framkvæmdastjóra
kennslu og fræða.
Nefndaimenn hafa því lagt frekara
mat á umsóknargögn Auðnu Ágústs-
dóttur, Eiríks Arnar Amarsonar, Gísla
Einarssonar, Ólafar Sigurðardóttur og
Steins Jónssonar.
Menntun. Af þeim umsækjendum
sem nefndin fjallar um nánar, hafa allir
staðgóða menntun á heilbrigðissviði.
Það er mat nefndarmanna að menntun
í læknisfræði og hjúkran endurspegli
best menntun og rannsóknarstörf
stai-fsstétta í heilbrigðisþjónustunni og
eigi því best við um það starf sem sótt
er um.
Rannsóknir. Tveir umsækjenda,
þeir Eii-íkur Örn Amarson og Steinn
Jónsson, era starfandi dósentar við
læknadeild. Þeir hafa báðfr mest afköst
á sviði rannsókna. Steinn hefur birt
fleiri fræðagi-einar en Eiríkur Örn í er-
lendum riti-ýndum tímaritum. Steinn
hefur einnig sýnt fram á mikla breidd í
sínum rannsóknum á sviði læknisfræði.
Eiríkur hefur verið drýgri sem leið-
beinandi við rannsóknavinnu.
Kennsla: Steinn Jónsson og Gísli
Einarsson hafa mesta kennslureynsl-
una. Þai- á eftir eru Eiríkm' Örn og
Auðna Ágústsdóttir. Ólöf Sigurðar-
dóttir hefur minnsta kennslureynslu af
þessúm fimm umsækjendum.
Stjómun: Steinn Jónsson og Gísli
Einarsson hafa lengsta stjómun-
rreynslu, þar á eftir Eú-íkur Öm.
Stjórnunarferill Steins hefur einkum
verið á sviði kennslumála og stjómun í
læknadeild, einkum síðari ár, en Gísla
við stjómsýslu ríkisspítala. Auðna
Ágústsdóttir hefur einnig fengist mikið
við stjórnun á sviði kennslu og rann-
sókna.
Matsnefnd klofnar
Matsnefndin var sammála um þessa
samantekt, en hún klofnaði í afstöðu
sinni við forgangsröðun umsækjenda
þar sem áhersluatriði nefndarinnar
vora mismunandi. Meirihluti nefndar-
innar, læknamir Jóhann Ágúst Sig-
urðsson, Þórður Harðarson og Gunnar
Sigurðsson, raðar Steini Jónssyni í
fyrsta sæti en Gísla Einai-ssyni í annað.
I nefndarálitinu segir um Stein: “Hann
hefur hlotið hæfnisdóm sem dósent og
starfar sem slíkui' við læknadeild.
Hann hefur mikla og góða klíníska
reynslu. Steinn hefur sýnt sjálfstæði,
framkvæði og breidd á rannsóknarferli
sínum. Hann hefur góða reynnslu í
kennslu- og stjómunarstörfum.“
Minnihlutinn, hjúkrunai’fræðjng-
arnir Kristín Björnsdóttir og Ásta
Thoroddsen, setja Gísla Einarsson í
fyrsta sæti og Stein Jónsson í annað. í
umsögn minnihlutans segir að Gísli sé
tvímælalaust hæfastur til að gegna
starfinu: „Hann hefur afar breiða
menntun í sérgreinum læknisfræðinn-
ar, bæði á sviði lyf- og handlækninga.
Hann hefur mikla reynslu af fjölfa-
glegu starfi í endurhæfingu og hefur
sýnt samstarfsgreinum læknisfræð-
innar mikinn stuðning. Að okkar mati
er sá eiginleiki afar mikilvægur í starfi
framkvæmdastjóra kennslu og fræða á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
Hann hefur verið farsæll í samstarfi og
sýnt góða stjómunarhæfileika. Að okk-
ar mati er Gísli sá leiðtogi sem gæti
leitt uppbyggingu þessa afar mikil-
væga, en jafnframt vandmeðfarna
sviðs.“
Erlendir fjölmiðlar hæla
Björk Guðmundsdóttur
mikið fyrir frammistöðu
hennar í kvikmyndinni
Dancer in the Dark.
EFTIR tárin og reiðina kemur
sigurinn fyrir íslenska álfinn
Björk,“ sagði í fréttaskeyt-
um á sunnudag þar sem
fjallað var um úrslit kvikmyndahátíð-
arinnar í Cannes og Björk Guðmun-
dsdóttur, sem var hælt fyrir einstaka
frammistöðu í hlutverki sínu í mynd-
inni Dancer in the Dark. Var mikið
fjallað um sigur myndarinnar í
evrópskum dagblöðum í gær og var
það á flestra máli að óvéfengjanlegir
hæfileikar Bjarkar hefðu ráðið miklu
um sigur Dancer in the Dark.
Kvikmyndarýnir Lundúnablaðsins
The Times sagði að Björk, sem fékk
verðlaun sín fremur fyrir djúpstæða
hluttekningu með hlutverki sínu en yf-
irburða leikhæfileika, hefði verið lykill-
inn að ótrúlegum sigri myndarinnar og
með frammistöðu hennar hefði kvik-
myndin snert áhorfendur djúpt.
„Dansarinn" hefði stolið senunni og
frammistaða Bjarkar í myndinni hefði
slegið við ekki ómerkari leikkonu en
Liv Ullman, í sænsku myndinni Tro-
losa, sem einnig keppti til verðlauna.
Rýnirinn segir val dómnefndarinnar í
ár hafa verið afar erfitt en hvað áræði
og þor varði þá hafi Dancer in the Dark
borið af í samanburði við aðrar kvik-
myndir á hátíðinni.
I greininni segir að það sem hafi gert
myndina svo sérstæða og eftirminni-
lega sé notkun tónlistar Bjarkar og að
dómnefndin, undir forystu fi'anska
leikstjórans Lucs Bessons, hafi sýnt
mikið áræði með því að veita Dancer in
the Dark þessa viðurkenningu.
The Daily Telegraph hælir frammi-
stöðu Bjarkar og segir að lokaatriði
Dancer in the Dark, sem sýni Björk
leika móður sem dæmd sé til dauða, sé
svo áhrifaríkt að áhorfendur séu lang-
an tíma að jafna sig. í myndinni, sem
gerast á í Bandaríkjunum á sjöunda
áratugnum, hafi Björk heillað áhorf-
endur í hlutverki sínu sem Selma,
tékkneskur innflytjandi sem fómar
öllu til þess að kosta son sinn í augnað-
gerð og koma þannig í veg fyrir afleið-
ingar arfgengs sjúkdóms og sömu ör-
lög og hún mun hljóta.
Kvikmyndagagnrýnandi Financial
Times segir að Dancer in the Dark boði
góðar fréttir. Myndin sé áræðin, heill-
andi, víki með djarflegum hætti frá við-
teknum venjum og þori að blanda sam-
an mismunandi hughrifum og tónum.
Hann segir að leikur Bjarkar veki
tregablandna samúðarkennd og að
hann einkennist af töfram og ólgandi
hreinskilni. Segir hann að þegar mynd-
in nálgist kvalafullan endi sinn þá sé
það líkt og að tónlistin sé slitin úr raun-
verulegu hjarta og að atriðin bjóði við-
teknum gildum smekkvísinnar byrg-
inn.
Þvermóðskufullur engill
Joan Dupont, kvikmyndagagnrýn-
andi Intemational Heráld Tribune,
tekur í sama streng er hún segir að
Björk leiki ekki aðeins í myndinni held-
ur sé hún raunveraleg. „Hinn raun-
veralegi engill er Björk: Myndin snýst
að öllu leyti um hana og andlit hennar
er í hveijum myndramma. Andlitið er
ófrýnilegt til að byrja með en heldur
manni hugföngnum í staðföstum ásetn-
ingi hennar [Selmu] að bjarga syni sín-
um. Því hún verður ónæm fyrir hörku
heimsins, þvermóðskufullur engill sem
hlustar aðeins á eigin raddir.“
Fréttamaður Reuters-fréttastof-
unnar segir að Björk hafi, með leik sín-
um í sinni fyrstu og síðustu mynd, að
eigin sögn, náð að fullkomna veiga-
mestu reglu leiklistarinnai' - að skilja
við áhorfendur hungraða.
Ánægja á íslandi yfir verðlaunum til
Bjarkar Guðmundsdóttur fyrir besta
leik í kvenhlutverki á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes varð að fréttaefni í há-
degisútvarpi danska útvarpsins. Mun-
ur á evrópskri og bandarískri afstöðu
til kvikmynda er annars helsta skýring
danskra fjölmiðla á því þótt norrænir
og evrópskir fjölmiðlar hrósi almennt
„Dancer in the Dark“ og ekki síst
frammistöðu Bjarkar Guðmundsdótt-
ur þá heyrist aðallega gagnrýnisraddfr
frá bandarískum gangrýnendum.
Það er óþarfi að segja að Björk hafi
slegið í gegn á Norðurlöndunum með
verðlaunum í Cannes, því hún er þegar
vinsæl þar og mikil eftirvænting ríkj-
andi að sjá frammistöðu hennar sem
leikkonu. Þess verður þó drjúgt að bíða
því myndin verður ekkýframsýnd fyrr
en í byrjun september. I útvarpsviðtali
í gær sagði Vibeke Windelov, fram-
kvæmdastjóri hjá Zentropa, að líklega
yrði framsýningin 8. september. Fvrr
gengi það ekki þar sem myndin væri
nýlega frágengin, og lögin úr myndinni
yrðu ekki tilbúin til dreifingar fyrr en
um það leyti sem framsýningin væri
fyrirhuguð.
Tvöfaldur sigur Von Triers
Það var Bjarki Sveinbjarnarson,
starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu, sem á
glæsilegri dönsku svaraði skemmtilega
spm'ningum danska útvarpsins um við-
tökur fréttanna um hver viðbrögðin
væra á Islandi við fréttunum um verð-
launin til Bjarkar. Hann sagði þau ekki
koma á óvart. Hún gerði vel það sem
hún tæki sér fyrir hendur. Nú væri
verið að fagna heimkomu fyrsta ís-
lenska pólfarans og vísast yrði Björk
fagnað vel þegar hún sneri heim.
Dönsku blöðin gerðu verðlaunaaf-
hendingunni rækileg skil í gær og í
gæi'kvöldi sýndi TV2 sjónvai’psþátt um
Von Trier og verðlaunin. Rækilega var
sagt frá því hversu góðar viðtökur
Björk hefði fengið og þá Von Trier
einnig. Á forsíðu Berlingske Tidende
segir að Von Trier hafi unnið tvöfaldan
sigur, þar sem mynd hans hafi bæði
borið sigurorð af öðram myndum há-
tíðarinnar og eins hafi Björk unnið
verðlaunin sem besta leikkonan. Allir
töluðu um að framkoma þefrra tveggja
í Cannes hefði eindregið bent til þess
að samstarfserfiðleikar og erjur væra
gleymdai' og grafnar þótt Björk stæði
á því fastar en fótunum að hún ætlaði
ekki að leggja leikarastarfið frekar fyr-
fr sig, heldur halda sig við tónlistina.
„Politikerí' bendir á að Von Trier
hafi verið firnaglaður enda hafi hann í
sextán ár biðlað til gullverðlaunanna.
Þrisvar hafi hann fengið verðlaun í
Cannes, en gullverðlaunin ekki fyir en
núna. Von Trier er annar danski leik-
stjórinn, sem vinnur gullverðlaunin í
Cannes. Bille August hefur fengið
verðlaunin tvisvai', fyrst í 1988 fyrir
Pelle sigurvegara og svo 1992 fyrir
„Den gode vilje“. Sjálfur gleymdi Von
Ti-ier ekki að nefna þetta misvægi á
milli þeirra og nú yrði hann sjálfur að
gera betur.
Blaðið veltir síðan fyrir sér hvort
Von Trier eigi verðlaunin skilið.
Skoðanfr á myndinni séu mjög skipt-
ar en í mati á hátíðinni hafi allfr skipað
henni ofarlega í samanburði við aðrar
myndfr á hátíðinni. Hin óvenjulega
blanda venjulegi’ar kvikmyndar og
söngvamyndar og eins sérstök saga
geri hana glæsilega átakamikla. And-
stætt því sem verið hafi í fyrra hafi val-
ið í ár greinilega verið vinsælt ef marka
megi undirtektir viðstaddra.
Það kemur að mati Politiken á óvart
að hvorki mynd Coen-bræðranna, „O
brother -were art thou“, sem einnig er
söngvamynd né „Trolös", mynd Liv
Ullman byggð á handriti Ingmars
Bergmans skyldi vinna til verðlauna.
Ýmsir hafi búist við að verðlaunum
til bestu leikkonunnar yrði skipt á milli
Bjarkar og Lenu Endre, sem lék í
mynd Ullman. Handritið skrifaði
Bergman sérstaklega með Endre í
huga og hún þótti sýna afburða leik.
Hrífandi frammi-
staða Bjarkar
í „Dagens NyheteF segir að nú
sjóði á bandarískum gagnrýnendum,
sem hafi dæmt mynd Von Triers úr
leik og einnig stjörnu myndai-innai-
fyrir viðvaningshátt. En hvað sem
segja megi um myndina og galla henn-
ar þá hafi hún komið við tilfinningar
fólks innan um myndir, sem annai’s
hafi ekki gert það, þó þar hafi verið
margar góðar myndir. Frammistaða
Bjarkar sé kannski ekki mjög slípuð,
en tvímælalaust mjög hrífandi.
Bent er á að sé litið á listann yfir
myndir, sem fengu verðlaun þá virðist
svo sem dómnefndin hafi látið sér fátt
um finnast um bandarískar hugmyndh’
um hvernig góðar myndir eigi að vera.
Myndir, sem í hefðbundnum skilningi
séu vel gerðai’, eins og til dæmis mynd
Ullman, hafi ekki fengið neitt.
í „Svenska Dagbladerí segir að þó
sitt sýnist hveijum um mynd Von
Triers þá sé myndin alveg í sérflokki,
þar sem kolsvört saga sé blönduð tón-
list og dansi. Við hliðina á þessari mynd
blikni allar aðrar myndii’ hátíðarinnar.
Af skiljanlegum ástæðum hafi Von
Trier þakkað henni af hjarta og salur-
inn staðið á fætur til að fagna henni, en
þær móttökur hafi aðrir ekki fengið.
Þrátt fyrir litlar hrifningu í banda-
ríska kvikmyndablaðinu „Variety",
sem kallaði Björk viðvaning þá sé það
staðreynd að hún beri myndina uppi á
mjóslegnum öxlum sínum. Hún fari
með hlutverk sitt með slíkri nánd að
sjaldgæft sé.
I „Aftenposten" er rifjað upp að—
„Trolös" hafi verið spáð sigri bæði at
Norðmönnum og Svíum, auk þess sem
áhrifamiklfr gagm-ýnendur hafi bent á
hana sem tilvalda verðlaunamynd. Val-
ið á gullverðlaunahafanum og bestu
leikkonunni hafi þó greinilega verið
vinsælt. Blaðið tekur fram að hvorki
Ullman né Endre hafi verið viðstaddar
verðlaunaafhendinguna. *-