Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 41
1
uma á því, hvað þetta hefðu verið
þroskaðir einstaklingar og áhuga-
samir um að aðstoða aðra.
Starf gegn einelti
Erla Tryggvadóttir og Elín Jó-
hannsdóttir em nemendur í 8. bekk
Garðaskóla. Þær hafa setið nám-
skeiðið um jafningjastarf og undir-
búið sig sem nemendaráðgjafar.
Erla segist hafa boðið sig fram eft-
ir að Helga María kennarinn þeirra
kynnti þetta fyrir þeim. Við höfum
lært mikið um samskipti á námskeið-
inu og getum kannski aðstoðað aðra
þess vegna.
Við vorum 30 nemendur á nám-
skeiðinu, en bara 3 strákar. Erla
segist ekki hafa neina skýringu á því
hvers vegna voru svona fáir strákar,
aðra en þá kannski að það voru svo
margar stelpur sem sóttu um að þeir
hafi kannski orðið feimnh’, svo em
strákar stundum tregh’ til að prófa
eitthvað nýtt, bætir hún við.
Elín segir ástæðuna fyrir því að
hún sótti námskeiðið hafi verið að sig
langaði til þess að hjálpa krökkum
sem hafa lent í einelti, ég þekki
krakka sem hafa lent í því. Vinir mín-
ir leita oft til mín, þeim finnst gott að
tala við mig, þannig að það er eigin-
lega þeim að þakka að ég fór á nám-
skeiðið. Vinkona mín bað mig um að
sækja um þetta. Hún kemur í skól-
ann á næsta ári, - hún er árinu yngri
en ég. Elín segist sjálf hafa lent í
svona hálfgerðu einelti. Ekki
kannski einelti heldur stríðni.
Erla segist aldrei hafa verið lögð í
einelti, en hún þekki marga krakka
sem lagðir hafa verið í einelti. Erla
er frá Akureyri og talaði það sem
hún kallar t-mál þegar hún byrjaði í
skólanum og þá hafi henni oft verið
strítt þess vegna. Það var svolítið
erfitt. Ég var spurð að því hvort ég
kynni ekki að tala og svona ýmislegt.
Svo það var svolítið óþægilegt.
Þær Erla og Elín era sammála því
að sögur sem þær hafi heyrt af grófu
einelti hafi ýtt við þeim og gert það
að verkum að þær vildu taka þátt í
því að koma í veg fyrir það.
Erla segist hafa komið inn í skól-
ann í 8. bekk eins og aðrir Álftnes-
ingar, en ekki 7. bekk eins og úr skól-
unum í Garðabæ. Okkur var tvístrað,
ég var til dæmis bara með tveimur
bekkjarfélögum mínum áfram. Ég
held samt þetta sé skárra en að hafa
okkur áfram saman í bekk af því þá
tæki það okkur miklu lengri tíma að
kynnast hinum krökkunum í skólan-
um. Við sitjum oftast saman í frímín-
útum. Krakkarnir í Garðabæ era oft-
ast með okkur. Þannig að þetta
gengur allt upp.
Elín segir að mörgum krökkum
finnist betra að tala við aðra krakka
um það sem þau upplifa, heldur en
fullorðið fólk. Næsta vetur verðum
við í 9. bekk og þá eram við nýbúin
að ganga í gegnum allt það sem þau
era að upplifa. A námskeiðinu lærð-
um við bæði að kynnast okkur sjálf-
um og tjá okkur án þess að nota orð.
Erla segii- að þau hafi lært að bera
virðingu fyrir öðrum og vera traust.
Maður má t.d. alls ekki tala um það
sem krakkarnir segja okkur, nema
með þeirra leyfi og svo þarf maður
að kunna að hlusta.
Reinald Guðmundsson og Ingvar
Árnason era tveir af þeim þremur
strákum sem tóku þátt í námskeið-
inu. Þeir era báðir í 9. bekk. Ingvar
telur ástæðuna fyrir því að ekki voru
fleiri strákar á námskeiðinu þá, - að
þetta sé bara eitthvað viðkvæmt mál
hjá strákum. Þeir séu feimnir og þori
ekki að stíga fram og vera öðravísi
en hinir strákarnir.
Reinald telui- það aðallega félags-
legt atriði. Það er strákarnir beijist
við að halda sjálfsímyndinni. Töff-
araímyndinni, bætir Ingvar við.
Þeir Reinald og Ingvar vora samt
á því að það væri svolítið flott að vera
nemendaráðgjafi, það era ekki allir
sem fá að vera það. Þeir sögðu nám-
skeiðið vera búið að vera mjög fínt.
skólar/námskeið
nudd
■ www.nudd.is
Arkitekt-
úr - ný
námsleið
A myndlistarbraut í
Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti var í fyrsta
sinn boðið upp á undir-
búningsnám í arki-
tektúr. Gunnar
Hersveinn fór og kynnti
sér námsleiðina.
UNDIRBÚNINGUR fyrir arki-
tektanám er nýjung í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti. Fjórða árs nemar
á myndlistarbraut þai- geta tekið eina
önn í þeim fræðum, m.a. áfanga í hug-
myndafræði hönnunar og tölvu-
studdri hönnun. Áfanginn er 18 ein-
ingar.
Á myndlistarbraut FB er boðið
upp á nám í framgreinum myndlista
en vegna aukins fjölda nemenda á
listasviði og þarfar atvinnulífsins fyr-
h- þekkingu í hagnýtum greinum hef-
ur verið ákveðið að auka námsfram-
boðið og áherslur. Aðfaranámið í
arkitektúr er hluti af þeirri viðleitni.
Listhönnun, sviðshönnun, gullsmíði
og ljósmyndun eru einnig þættir sem
huga á að. Fyrst um sinn verður lögð
áhersla á arkitektúr, form og rýmis-
hugsun og snertiflöt arktitektúrs við
aðrar Iistgreinar þar sem nemendur
kynna sér fagið út frá nokkrum for-
sendum; tilftnningum, listasögu,
heimspeki, efnahag, fagurfræði.
Skipulögð kennsla í arkitektúr á
framhaldsskólastigi heíúr ekki átt
sér stað hérlendis áður og styrkti
menntamálaráðuneytið undirbúning
þess, undir liðnum Nýskipan náms á
listasviði. Starfshópur kennara í FB
var myndaður vegna þessa þróunar-
verkefnis og varð leitað fanga hjá
starfandi arkitektum hér á landi og
hjá skólum erlendis. Stuðst var einn-
ig við skýrslu sem unnin var fyrir
Listaháskóla íslands um arkitekta-
deild, og Helgi Gíslason og Ingiberg
Magnússon kennarar fóra utan fyrir
tilstuðlan styrks úr Leonardo verk-
Morgunblaðið/Golli
Sigríður Ásgrímsdóttir (upplýsinga- og tæknibraut FB), Ingiberg
Magnússon og Magnús Ingvason sem hefur umsjón með Sumarskóla FB.
Morgunblaðið/Golli
Gíraffahús eftir Ingibjörgu Evu Pálsdóttur.
menntaáætlun ESB og kynntu sér
þetta nám í Danmörku og Svíþjóð. Þá
var einnig haft samráð við rektor Há-
skóla Islands. Jafnframt var leitað
fanga hjá Krabbesholm Hojskole í
Danmörku sem þekktur er fyrir góð-
an árangur í kennslu að fornámi arki-
tektúrs. Sérstaða hönnunamáms í
FB verður sú að vera mjög listtengd,
en nemendur taka sama aðfaranám
og á myndlistarbraut. Nemendur
hafa áður lokið 38 einingum í mynd-
listargreinum.
Hvernig eru gíraffahús?
Ingiberg Magnússon myndlista-
kennari segir að önnin hafi heppnast
mjög vel, enda hafi undirbúningurinn
verið góðim. „Eftir að nemendum tók
að fjölga á myndlistarbraut gafst
tækifæri tO að vinna að nýjum náms-
leiðum innan hennar,“ segir hann,
„við höfum undirbúið nemendur í fag-
urlistum fyrir háskólanám og brautin
jafngilt fornámi í Mynd- og handlista-
skólanum, nú Listaháskóla íslands.“
Á þessu skólaári vora 44 nemendur
á fjórða ári og ákváðu 10 þeirra að
leggja stund á þessa nýju námsleið í
arkitektúr, 18 einingar og 36 stundir
á viku. Námsleiðin tók mið af fjög-
urra ára undirbúningi og sérstaklega
kennsluáætlunum Krabbesholm
Hojskole í Danmörku. Einnig var
Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt hjá
Gláma/Kím, ráðgjafi vegna námsins.
Helstu þættir þess vora: Mælingar
og hlutfallsteikningar í húsakynnum
Arbæjarsafns. Verkleg Ijós- og rým-
isfræði. Hugmyndafræði og form-
rannsóknir. Verkstæðisvinna/mód-
elsmíði.
Lokaverkefnið fólst í því að hanna
og smíða gíraffahús, sem bæði væri
hentug fyrir dýrin og þá sem kæmu í
heimsókn að skoða dýrin, en húsið
var hugsað sem hluti af dýragarði.
Mjög skemmtilegar byggingar urðu
til af þessu tilefni, m.a. hús sem hang-
ir yfir tjöm, og önnur bygging sem
þar sem formhugmyndin var sótt í
járnklippur.
Sumar-
skóliFB -•
SUMARSKÓLI FB verður
starfræktur í sumar, 7. árið
frá 1990. Mikil reynsla hefur
fengist með árunum og eru
nemendur á þriðja hundrað á
hverju ári og fer ijölgandi.
Kennt er í skólanum frá 29.
maí til og með 23. júní, en
kennslan hefst kl. 17:30.
Boðið er upp á 50 áfanga í
skólanum. Meðal kennslu-
greina má nefna alla al-
menna áfanga, s.s. íslensku,
stærðfræði, ensku, dönsku,
þýsku, frönsku, spænsku,
bókfærslu, flestar raungrein-
ar, tölvufræði, félagsfræði,
grunnteikningu, markaðs-
fræði, sagnfræði, tjáningu,
upplýsinga- og tölvufræði,
vélritun, stafsetningu og við-
skiptareikning.
Ymislegt nýtt er á döfínni í
sumar. Tölvufræðsla er fyrir-
ferðarmikil í kennsluskrá
skólans. Boðið er upp á
nokkra tölvuáfanga, þ.á m.
fyrir byrjendur og nýjan
áfanga sem heitir upp-
lýsinga- og tölvunotkun.
Markmiðið er að hægt sé að
finna áfanga við hæfí.
Þá fer Sumarskóli FB af
stað með athyglisverða til-
raun í sumar sem er 0-
áfangar í kjarnagreinum fyr-
ir 10. bekkinga. Margir nem-
endur úr 10. bekk þurfa og
vilja undirbúa sig vel fyrir
nám í framhaldsskóla og
þarna sé tilvalin leið til þess.
I fyrra hafi stærðfræði fyrir
10. bekkinga verið kennd og
hafi færri komist að en vildu.
Núna eru fleiri áfangar eru í v
boði.
Innritað er í skólanum 18.,
23., 24. og 25. maí frá kl.
16:00 til 19:00 og einnig 27.
maífrákl. 10:00 til 13:00.
Finna má frekari upp-
lýsingar um Sumarskóla FB
á vefsíðunni fb.is. Magnús
Ingvason og Einar Arnalds
Jónasson, umsjónarmenn
Sumarskóla FB. Nánari upp-
lýsingar gefur Magnús í
min@fb.is eða í s. 570-5613.
Les allar tegundir greiöslukorta
sem notuö eru á íslandi.
Er meö lesara fyrir
snjallkort og segulrandarkort.
Hraövirkur hljóðlátur prentari.
MAURICE lacroix
Switzerland
ÚTSÖLUSTAÐiR: -------------
Úr & Diásn
Garðabæ
Jón & Óskar Klukkan Georg V. Hannah
Laugavegi 61 Hamraborg i Keflavík
Meba
Kringlunni
• ••
Eitt vandaðasta
úr veraldar
V