Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Hnefaleikar - slysavörn
UM FRUMVARP
Gunnars Birgissonar
o.fl. um sk. ólympíska
hnefaleika. Er nafnið
sýnilega valið til þess að
gefa í skyn leik og góða
íþrótt. Nafnið hnefa-
leikar _er í reynd öfug-
mæli. í máli nágranna-
þjóða er talað um box
áhugamanna og at-
vinnumanna. Er mun-
urinn að mestu hve
margar 3ja mínútna lot-
ur leikurinn stendur. Að
öðru leyti er þetta sami
„leikurinn". Er algengt
að áhugamenn fari beint
frá Ólympíuleikum í at-
vinnumennsku. Þekktustu dæmin eru
„Ingo“ Johannsson og Cassius Clay -
Muhammed AIi. Á sumum Norður-
landanna eru atvinnu-„leikar“ bann-
aðir. Þar fara ungir menn til útlanda
til þeirrar iðju. Víst geta verið tilþrif í
þessum ljóta leik enda náskylt leikum
gladiatora Rómar, sem börðust með
sverðum þar til annar lá dauður, eða
óvígur, eða það að menn glímdu við
óargadýr. Þar gilti reglan um brauð
og leika fyrir pöbulinn. Léku þar
vanalega þrælar eða fangar eða ann-
að undirmálsfólk. Munaði þá ekkert
um einn og einn kepp í sláturtíðinni.
Vantar okkur ýmislegt annað frekar
en að taka upp hér þetta mat á mönn-
um. Enn er svo í Bandaríkjunum,
Englandi og Svíþjóð að ungir menn
reyna á þennan hátt að vinna sig upp
úr sárustu fátækt. Eru það e.t.v. ein-
ustu kostir þessarar „íþróttar", að
þeir geta notað slagsmálakunnáttu af
götunni til að vinna sig upp á við í
þjóðfélaginu. Væri þó æskilegra að
gfla þá til annarra íþrótta til þess.
wlúhurinn er mikill á markmiði leiks-
ihs, ásetningi og afleiðingum. í öðrum
íþróttum verða slys og menn meiðast,
geta jafnvel hlotið varanleg mein.
Tilgangurinn er þar aldrei að slasa
menn. Ef leikmaður t.d. í íshokkí slær
andstæðing í höfuðið, með kylfu eða
hnefa, er honum vísað úr leik umsvifa-
laust, þó svo að andstæðingurinn sé
varinn af hjálmi og geti
haldið áfram leiknum;
sýnilega ómeiddur. I
boxi er tilgangurinn að
slasa andstæðinginn
með því að slá hann í
höfuðið, síendurtekið,
jafnvel eftir að hann er
orðinn snarringlaður.
Allra best er þó að slasa
hann þannig að hann fái
heilahristing og missi
meðvitund. Hjálpar þá
lítið þótt einhver hlíf sé
á höfðinu, nema helst til
að minnka ytri skrám-
ur, né heldur að
boxhanskar séu notaðir.
Þeir hlífa ekki þeim sem
sleginn er, heldur hendi þess sem
slær svo að hann getur slegið fleiri og
þyngri högg án þess að meiða sig.
Eina leiðin til þess að nýta þessar
hlífar til árangurs, væri að tengja þær
við skynjara, eins og gert er í skylm-
ingum. Mundi þá hvert högg á vesti
um brjóstkassa gefa plússtig, en högg
á höfuðhlíf, eða undir belti, nokkur
refsistig, eða frávísun. Ekki er víst að
það verði vinsælt hjá þeim sem koma
til þess að sjá menn barða til óbóta.
Enn er ótalin ein hlið þessa Ijóta leiks.
Yfirleitt er það einn stærri, sterkari
eða leiknari sem lemur annan lakari,
þangað til að hann liggur, eða er orð-
inn snarruglaður.
Þeir tveir fyrmefndu hættu báðir
er þeir mættu ofjarli sínum. Ingo
sagði nýlega frá því, í heimalandi sínu
að hann hefði misst kjarkinn og áhug-
ann, þegar hann hefði verið sleginn
niður 2-3svar. Hann slapp sæmilega
ómeiddur og hafði efni á að hætta.
Mohammed Ali hélt áfram lengur og
fór verr. Þetta eru þó tveir heims-
meistarar, meðal þeirra þekktustu.
Fyrir hvem slíkan eru þúsundir sem
aldrei hafa unnið, ekki unnið fyrir sér
eða fjölskyldu og hafa ekki efni á að
hætta. Þeir halda áfram að vinna fyrir
sér sem boxboltar og æfingatæki fyr-
ir þá sem betur em settir, eða unga
efnilega boxara.
Ekki er þetta eingöngu hjá at-
Box
Skora ég á þingmenn
að fresta málinu, segir
Ingvar Kjartansson,
svo að það geti fengið
ítarlegri umfjöllun.
vinnumönnum, heldur á sínar hlið-
stæður í áhugamennsku. Eini munur-
inn er að þar gera menn þetta af
áhuga, til að vera með. Ástæður skrifa
þess er þetta ritar, em þrenns konar:
í fyrsta lagi var flutningsmaður til-
lögu um að banna hnefaleika faðir
minn Kjartan J. Jóhannsson. Hann
var þingmaður ísfirðinga frá 1953 og
svo Vestfjarða til 1963. Jafnframt var
hann læknir á ísafirði frá 1932-1963.
Þar af hafði hann læknisstofu í húsi
sínu, á Austurvegi 2, frá 1937 eða -8.
Var það 40-50 metra frá Alþýðuhús-
inu og 20 metra frá Uppsölum sem
vom aðalsamkomuhús bæjarins. Em
mér í bamsminni hringingar á bjöllu
þar, frá kvöldi til 2-3 að nóttu, og
hann beðinn að sauma eða tjasla sam-
an þolanda hnefaleika. Þótti honum
hægara að hafa þar sótthreinsuð
áhöld til þess, en að fara upp á sjúkra-
hús, í hvert sinn.
I öðra lagi fór ég, eins og aðrir
strákar á Isafirði til sjós 14 ára, með
Sigga Gumm. Sumrin eftir þetta var
ég til sjós, samanlagt ca 12 mánuði, til
’52. Tvö sumur á síld, með viðkomu á
flestum höfnum, kmmmaskuðum,
norður og austur, Drangsnesi, Skaga-
strönd, Siglufii'ði, Dagverðareyri,
Hjalteyri, Akureyri, Húsavík, Rauf-
arhöfn og Seyðisfirði. Oft var slegið
upp balli í Iandlegum. Sáust þar ýmis
afbrigði af hnefaleikum.
Minnisstæðast er e.t.v. að sjá æfð-
an og þekktan hnefaleikara kýla
drakkinn mann eftir endOöngum
danssal á Raufarhöfn. Sá drakkni féll
við hvert högg, en svo margt fólk var í
salnum að hann gat aldrei fallið á gólf-
ið, fyrr en hann var kominn út að
endavegg. í annað sinn sá ég mann
slá annan, svo að hann lá, á Skóla-
vörðustígnum. Hélt hann svo áfram
með að grípa í hár hans og banka
höfðinu í malbikið. Sá sem sló hafði
árið áður hlotið silfurverðlaun á
Islandsmóti í hnefaleikum. Vildi ég
skakka leikinn og ræða við manninn,
sem ég þekkti h'tillega, en var hindr-
aður af félögum, sem sögðu að maðm-
inn væri hættulegur.
Líkaði mér ekki og hafði oft stillt til
friðar meðal sjómanna. Ræddi ég
málið við félaga minn í skóla og fannst
okkur báðum þetta ótækt. Fóram svo
í æfingar í hnefaleikum hjá Armanni
nokkm- skipti.
Aldrei slíku vant, brást faðir minn
illa við. Sagði þetta hið mesta óráð. Ef
við vildum skakka leikinn skyldum við
gera eins_ og Jónar tveir, lögreglu-
þjónar á ísafii'ði og ræða við menn.
Höfðu báðir áunnið sér virðingu fyrir,
ekki sízt óeirðamanna. Ef það gengi
ekki mætti beita glímutökum eða
haustaki. Að skiptast á höggum á höf-
uðið væri aldrei lausnin.
„Heilinn í ykkur, og hveijum sem
er, er alltof dýrmætur til að nota hann
fyrir boxbolta." Hættum við tveir iðk-
uninni, en hann fór að kynna sér,
hvaða rannsóknir væra til um hnefa-
leika. Kom í ljós að amatörboxarar
um tvítugt höfðu látist eftir 1-2 lotur í
leik. Höfðu enskir læknar rannsakað
þessi tilvik og fleiri, án dauða, undir
forystu Sheila Sherlock, prófessors.
Fleiri tilvik vora í öðrum löndum
Evrópu.
Þegar faðr minn kom á þing 1953
flutti hann framvarp um bann við
hnefaleikum. Hélt svo fram hvert ár
til 1956. Vora þá 3 læknar á þingi.
Auk hans Alfreð Gíslason úr Keflavík
og Helgi Jónasson frá Stórólfshvoli.
Báðir voru algerlega sammála máls-
ferð. Einnig leitaði hann til lækna-
samtaka, Læknafélags Islands og
læknaráðs. Pi'ófessor Níels Dungal
sýndi málinu áhuga. Sýndi með dæm-
um áhrif af höfuðhöggum. Ólafur
Geirsson hafði verið íþróttalæknir.
Hafði hann oft séð fólk með heila-
Ingvar
Kjartansson
hristing eftir „æfingar". Allt þetta
leiddi til þess að Alþingi samþykkti
1956 bann við hnefaleikum og æfing-
um á þeim.
I þriðja og síðasta lagi. Undirritað-
m- hefiu' starfað sem skurðlæknir í 38
ár, þai’ af 26-27 ár í Svíþjóð. Fyrstu
árin þar höfðu margir sænskir læknar
prð á því að þeir vissu ekki mikið um
Island, annað en að við hefðum haft
vit á að banna boxið. Áián 1962-76 og
1988-93 tók undirritaður vaktir á
bráðamóttöku. Oft sá hann þar afleið-
ingar hnefaleika sem þar era stund-
aðir. Verstur var sá fjöldi kvenna sem
höfðu verið slegnar sundur og saman
af eiginmönnum, eða sambýlismönn-
um. Komu þær gjaman kl. 23-3 beint
frá verknaði, á öllum aldri, frá 17-75
ára.
Að lokum, málflutningur flutnings-
manna og stuðningsmanna framvar-
psins, Gunnai's Birgissonar, Guð-
mundar Arasonar o.fl. Guðmundi
þótti ljótt að sjá karatemenn markera
spark í kynfæri manna, sem gætu
limlest þá. Munurinn er sá að spörk
og slög era markerað en í hnefaleik-
um er þeim útdeilt af öllu afli. Um-
sögn Ellerts B. Schram, að hnefaleik-
ar séu ekki skaðlegri en margar aðrar
íþróttir og raunar allt önnur íþrótt en
sú sem var bönnuð er óljós.
Það er sitt hvað að verða fyrir
meiðslum á stoðkerfi eða útlimum eða
traflun á heilastarfsemi. Ef illa fer
geta menn traflast í tali, sjón, heym,
hreyfingum, hugsun eða einbeitingu.
Getur það verið allt frá missi til
óljósra traflana. Málflutningur Jóns
Otta Jónssonar var annar og ekki síð-
ur skrif og nú síðast viðtal við Martein
B. Björgvinsson. Segh’ það síðasta allt
sem þarf að segja. Enn skal þó róið,
ekki síst vegna þess andvaraleysis
sem virðist ríkja hjá þingmönnum og
íþróttahreyfingunni, að þetta sé ekk-
ert mál. Skora ég á þingmenn að
fresta málinu, svo að það geti fengið
ýtarlegi'i umfjöllun. Ég skora einnig á
Katrínu Fjeldsted að halda áfrarn
sinni skeleggu baráttu og taka málið
með sér inn í læknasamtökin og fá
það kannað og rætt þar.
Frumvarpið virðist tímaskekkja
innan um umræðu um hugvit og
mannauð lands og þjóðar.
Höfundur er læknir í Reykjavík.
Áfengi í kjörbúðir?
VIÐ lestur þingsályktunar efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis
**.im sölu áfengis læðist að manni
granur um að flytjendur málsins og
ýmsir aði-ir sem lögðu orð i belg hafi
litla þekkingu á áfengismálastefnu
Islendinga fyrr og síðar.
Af mörgum ranghugmyndum má
nefna tvennt: Reynt er að læða því
inn hjá fólki að við séum eina þjóðin í
veröldinni sem leitast við að koma í
veg fyrir einkagróða af sölu hins lög-
leyfða vímuefnis áfengis, með því að
hafa dreifingu þess i höndum opin-
berra stofnana. Fátt er fjær sanni
því þetta tíðkast á Norðurlöndunum
að Danmörku undanskilinni, í nokkr-
um ríkjum Kanada, tveim tugum
ríkja Bandaríkjanna og nokkram
ríkjum Evrópu.
Því hefur verið haldið fram að
áfengisneysla hafi ekki aukist eftir
að sala áfengs öls var leyfð hér. Því
miður segja staðreyndir annað.
Neyslan hefur aukist um tæpan
fjórðung og aukningin er mest meðal
unglinga.
Niðurstöðurnar eru til
Það er í sjálfu sér tímaskekkja að
bera fram framvarp um nefndaskip-
un til að rannsaka breytingar á sölu-
kerfi áfengis. Þegar er búið að rann-
saka þetta víða erlendis og liggja
niðurstöður fyrir, m.a. í bókinni
Alcohol Policy and the Public Good
sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf
út fyrir nokkru. Þar kemur í ljós að
meðal virkustu forvarna er að hafa
dreifingarstaði áfengis sem fæsta og
þar sem breytt hefur verið um dreif-
ingarkerfi hefur áfengisneysla auk-
ist.
En hafa flutningsmenn tillögunn-
ar lesið þessa ágætu bók og kynnt
sér efni hennar? Það er nefnilega
jafnfráleitt að ræða áfengismála-
stefnu án þess að vita um niður-
stöður rannsókna þeirra sem þar era
birtar eins og að ræða um vegalög án
þess að hafa séð kort af íslandi.
Reynslan
Eitt gleggsta dæmið um afleiðing-
ar þess að dreifa áfengi í sölubúðum
er í Danmörku en þar búa menn við
frelsi í þessum efnum. Síðustu ára-
tugina hefur meðalaldur allra Norð-
urlandabúa hækkað verulega, nema
Dana sem fyrir nokkram áram vora í
sjötta sæti. Nú era þeir í 21. sæti og
er kennt um stóraukinni neyslu
áfengis og tóbaks. Danskir unglingar
drekka nú meira en jafnaldrar þeirra
annars staðar í Evrópu og drykkja
11-12 ára barna algeng.
Er líklegt að nefnd, að líkindum
skipuð fólki sem lítið veit um þessi
mál, komi fram með skýrari niður-
stöður en þessar? Yíh-varp tillögunn-
ar er að bæta eigi ástandið, draga úr
drykkjunni. Það hefur heyrst áður,
alltaf þegar auka á aðgengi að áfengi.
Það sögðu menn þegar leyfður var
innflutningur léttra vína frá Spáni
1922.
Það var sagt þegar sala sterkra
drykkja var leyfð. Það hafa menn
sagt í hvert skipti sem veittar hafa
verið heimildir til að
fjölga vínveitingahús-
um. Þegar bjórinn var
lögleyfður átti nú held-
ur betur að bæta
ástandið. _Eða þegar
einkaleyfi ÁTVR á inn-
flutningi og heildsölu
áfengis var afnumið og
merkingar á áfengis-
umbúðum felldar nið-
ur.
En við hverja breyt-
ingu hefur ástandið
versnað og loforð flutn-
ingsmanna um að þá
skuli lögum framfylgt
ef kaupmenn fái að
græða á sölu áfengis
er ekki nýtt hljóð úr þeim strokki.
Sams konar loforð voru gefin þegar
bjór var lögleyfður. Og væntanlega
Áfengi
Tillaga um að fjölga
dreifíngarstöðum áfeng-
is er tímaskekkja, segir
Jón K. Guðbergsson og
vill að horft sé til for-
tíðar og nágrannaland-
anna eftir fordæmum.
þekkja flestir efndirnar.
Sverrir Páll Erlendsson mennta-
skólakennari skrifar grein í Mbl. 16.
mars sl.
þar sem hann lýsir lögbrotum veit-
ingamanna og fjölmiðlafólks á Akur-
eyri: „Hins vegar á ég bágt með að
sætta mig við að fjölmiðlar og veit-
ingastaðir auglýsi áfengi þegar það
er bannað, börnum og unglingum sé
selt áfengi í vinveitingahúsum, að
sjónvarp skuli halda úti
„skemmtiþætti" sem
byggist nær eingöngu á
því að gera áfengis-
neyslu bama og ungl-
inga spennandi og eftir-
sóknarverða, að
vínsalar skuli halda
unglingum undh' áfeng-
iskaupaaldri hátíðir þar
sem þeim er gefið
áfengi eða boðið áfengi
á afsláttarverði til að
ginna þá til drykkju."
Hvað með
hlutleysið?
Það era sem sé ekki
einungis niðurstöður er-
lendra vísindamanna og ástand mála
í grannlöndum okkar, sem sýna í
hvert foræði flutningsmenn stefna
með tillögu sinni. íslenskir vínveit-
ingamenn hafa sýnt að þeir ganga
eins langt og þeir þora til að koma
varningi sínum í verð. Og kannanir
sýna að kaupmenn skirrast ekki við
að selja börnum innan lögaldurs tób-
ak. I 80% verslana gátu börn og
unglingar keypt tóbak. Er þá ástæða
til að ætla að kaupsýslumenn hafni
gróðanum af áfengissölu þó að kaup-
endur séu innan lögaldurs? Rann-
sóknir víða um heim sýna svart á
hvítu að einkahagsmunir af vímu-
efnasölu era einn helsti hvatinn til
aukinnar neyslu.
Ástæða er einnig til að benda á að
ýmsir sem frumvarp þetta er sent til
umsagnai' geta ekki talist hlutlausir
þar eð þeir hafa fjárhagslegan hag af
því að áfengi yrði selt í almennum
verslunum. Hins vegar virðist fram-
varpið ekki sent ýmsum samtökum
sem að æskulýðs- og áfengisvarna-
málum starfa og hafa þarna engra
fjárhagslegra hagsmuna að gæta.
Höfundur er forstöðunmður
Götusmiðjunnar - Árvnlla.
Eitthvað fyrir þig
Gullmoli á landsbyggðinni, vorum að fá í sölu bakarí sem er eitt um
mjög stórt svæði, mikil og góð afkoma, húsnæðið fylgir svo og
íbúð.
Sportvöruverslun á mjög góðum stað, sú eina í 20 þús. manna
byggðarlagi. Hefurfasta samninga við íþróttafélög.
Falleg og skemmtileg sérverslun með eigin innflutning á fatnaði,
möguleiki að selja frá sér í heildsölu, eingöngu vönduð vara.
Heimilismatur, lítill kaffi- og skyndibitastaður sem selur mikið af heim-
ilismat I hádeginu, vel staðsettur í þjónustu- og verslunarhverfi.
Framköllunarfyrirtæki sem hefur verið á sama stað og í eigu sama
aðila í 10 ár. Er með alla aðstöðu fyrir allar tegundir af Ijós-
myndaþjónustu og mikið af tækjum. Þjálfun innifalin sem hver og
einn getur lært.
Mikið af stórum sem litlum fyrirtækjum á skrá.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
F.YRIRTÆKIASALAIM
SUÐURVERI
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
JónK.
Guðbergsson