Morgunblaðið - 23.05.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 23.05.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 43 UMRÆÐAN Elli án verkja Anna Bima Ingibjörg Jensdóttir Hjaltadóttir DAGANA 24.-27. maí verður haldin hér á landi alþjóðleg ráð- stefna á vegum „Workgroup of Eur- opean Nurse Re- searchers-WENR“. Þar verða kynntar rannsóknir og þekk- ingarþróun í hjúkrun. Hjúkrunarrann- sóknir beina í ríkari mæli sjónum sínum að öldruðum, heilsufari þeirra og hjúkrunar- þörfum, enda er sá hópur stærsti skjól- stæðingahópur hjúkr- unarfræðinga í vest- rænum löndum. Markmiðið er að stuðla að haldbetri þekkingu í þógu aldraðra og bættum gæðum hjúkr- unarþjónustunnar. Ein af þeim íslensku rannsókn- um sem kynntar verða eru saman- burðarniðurstöður úr tveimur rannsóknarverkefnum. Annars vegar eru niðurstöður úr RAI-mati (Raunverulegur aðbúnaður íbúa á öldrunarstofnunum) fyrir árið 1997. RAI-mat er gert árlega á öll- um öldrunarstofnunum á Islandi í samvinnu Heilbrigðisráðuneytis, öldrunarsviði Landspítala - há- skólasjúkrahúss og öldrunarstofn- ana. Hins vegar eru niðurstöður úr rannsóknarverkefni sem ofan- greindir aðilar unnu í samvinnu við fjórar heilsugæslustöðvar á Reykjavíkursvæðinu. Þar var not- að sambærilegt RAI-mælitæki sem ætlað er þeim öldruðu er búa heima og njóta þjónustu heima- hjúkrunar. Gerður er samanburður á heilsufari fjögurra hópa aldraðra, þ.e. þeirra er dvelja á hjúkrunar- deildum á höfuðborgarsvæðinu, þeirra er dvelja á vistdeildum á höfuðborgarsvæðinu, þeirra sem Ráðstefna Hjúkrunarrannsóknir beina í ríkari mæli sjónum sínum að öldr- uðum, segja Anna Birna Jensdóttir og Ingibjörg Hjaltadóttir, heilsufari þeirra og hjúkrunarþörfum. sækja dagspítala á sjúkrahús og þeirra sem njóta heimahjúkrunar. Alls tóku 1455 aldraðir þátt í rann- sóknunum. Engin ástæða til að búa við verki Niðurstöður rannsóknanna gefa margvíslegan mismun til kynna, meðal annars að helmingi hærra hlutfall þeirra sem fá heimahjúkr- un og eru á dagspítala eru með verki daglega miðað við þá sem dvelja á stofnunum. Einnig kemur í ljós að af þeim sem eru stundum með mjög slæma eða óbærilega verki eru hlutfallslega flestir í hópi þeirra sem fáheimahjúkrun. Þeir sem dvelja heima eru þó meira sjálfbjarga og sýna meira sjálf- stæði. Hér er sjónum okkar beint að verðugu viðfangsefni, sem án rann- sóknarinnar hefði ekki orðið sýni- legt. Fullyrða má að það sé engin ástæða fyrir aldraða, sem eru heima og búa að öllu jöfnu við mun betra heilsufar og sjálfsbjargar- getu í samanburði við þá aldraða er búa í skjóli öldrunarstofnana, að þeir þurfi að búa við daglega verki í slíkum mæli sem raun ber vitni. Aldraðir sjálfir, hjúkrunarfræð- ingar, læknar og sjúkraþjálfarar þurfa að taka höndum saman og vinna að því að greina betur tilurð verkja, uppræta þá verki sem hægt er og stilla aðra á viðunandi hátt. Elli án verkja eru mannréttindi sem eru sjálfsögð og hefur þekk- ingarþróun sem og árangur verkja- meðferðar á sjúkrahúsum og öldr- unarstofnunum sýnt að góður möguleiki er á að halda verkjum í skefjum eða uppræta þá með mark- vissri þjónustu. Áríðandi er að heil- brigðisþjónustan vinni að öflugri uppbyggingu heimaþjónustu fyrir aldraða, og tryggi að þau mál sem leysa má heima séu leyst þar, en ekki með ótímabærri innlögn á sjúkrahús eða öldrunarstofnun. Höfundar eru hjúkrunarfram- kvæmdastjórar á öldrunarsviði Landspítala, háskólasjúkrahúsi Landakoti. FYRR í vikunni skrifaði ég grein um menningarhátíðir og menningarborgina Reykjavík með yfir- lýstri áherslu á um- hverfismál að státa af, og get því ekki annað en nefnt það sem græt- ir mig jafnvel meira en missir þessa sérstaka bókasafns fyrir börn og aldraða. Það er Elliðaárdal- urinn sem ég óttast að fái röthöggið einmitt á þessu yfirlýsta um- hverfis- menningar- borgarári Reykjavík- ur. Hvað? spyrja menn. Það virðist hafa farið jafn lágt og bókasafnið, ekki nefnt í ræðum. I sumar á að halda Landsmót hestamanna í ofan- verðum Elliðaárdal, þar sem búast má við allt að þúsund hrossum, bíla- flota eftir þvi á ferð fram og aftur, fyrir utan fjölda gesta. A þeim árum sem ég var formaður umhverfis- málaráðs höfnuðum við því að haldið yrði svona stórt hesta- mót í dalnum, sem myndi kalla á meiri umferð en dalurinn og Elliðaárnar þyldu og áreiðanlega ki-öfur um stór bílastæði með meiru. Nú sé ég að búið er að útbúa geysi- stórt bílasvæði úr möl alveg að ánum efst, ógirt, svo flæða út af því reiðmenn. Eg þótt- ist vita hvað ég var að segja, því ég var þá sjálf með hesta í hús- um Fáks, reið norður á Landsmót og hafði verið á þeim flestum sem fréttamaður. Þrátt fyrir „hrossasótt", vildi ég ekki fórna Elliðaárdalnum. Þegar einhver hafði í óleyfi dempt í mýrina neðan húsanna möl fyrir bílastæði, varð þá úr því heilmikið mál, enda ætlast til að árnar séu varðar og varðveitt svæði fuglalífs. Nú er mér sagt að ekki hafi verið svo mikið sem borið undir umhverf- Umhverfismál Enginn hefur haft áhyggjur af hættunni á að umhverfísborgin Reykjavík, segir Elín Pálmadóttir, veiti Elliðaárdalnum náðarhöggið á menn- ingarhátíð. ismálaráð eða náttúruverndarnefnd borgarinnar leyfi til að slíks stór- móts. Kannski ekki að furða, þegar búið er að losa sig við það ráð, fella það að heilbrigðisráði borgarinnar og auðvitað valið í ráðið áhugafólk samkvæmt því. Má segja að Elliða- árdalurinn sé ekki beint heilbrigðismál. Alla vega hefur enginn haft áhyggjur af hætt- unni á að umhverfisborgin Reykja- vík veiti Elliðaárdalnum náðarhögg- ið á menningarhátíð. Eg vona að einhver ráðamanna í borginni hrökkvi nú við á síðustu stundu og girði a.m.k. af með öflugri girðingu í sumar það af dalnum þarna upp frá sem enn er ekki búið að gera að bfla- stæði, svo hestar og bflar eyðileggi ekki þar viðkvæman gróður Elliða- árdalsins til frambúðar. Þar er mosi, mýri og gróður sem ekki er hægt að bæta með þökum, eins og hugmynd- in er um að gera Austurstræti um- hverfisvænt; með því að leggja bara grasþökur ofan á stéttina. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Rothögg á Elliðaárdalinn? Elín Pálmadóttir NANOQ> erfáfauns! á Ruby Tuesday Þriðjudagstilboð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.