Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 44

Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skattaafsláttur sjómanna enn og aftur tíundaður ALVEG er það íurðulegt að í hvert skipti sem fer að styttast í staðgreiðslu- skil er farið að tíunda skattaafslátt sjó- manna, nú síðast í verinu 3. maí. Þar er vitnað í grein sem Páll Kolbeinsson skrifar í Tíund fréttablað ríkis- ”• skattstjóra. Þar er farið fögrum orðum um hvað sjómannaaf- slátturinn hefur lækk- að á síðastliðnum 5 ár- um, útlistað fyrir fólki hvað tekjur þeirra hafi hækkað á móti því og þá hækkað umfram tekjur fólks í landinu almennt. En það er eins og alltaf þegar þetta ber á góma þá gleymist að nefna það hvað sjómenn eru látnir borga mik- ið til útgerðar með því að vera skyldaðir til að taka beinan þátt í rekstri fyrirtækjanna í formi kostnaðarhlutdeildar. Kostnaðar- hlutdeild; hvað er nú það? Er það eitthvað nýtt? Þetta eru spurningar sem eflaust margir spyrja sig þeg- ar þeir lesa þetta. En svo er nú ekki, þetta var sett sem lög frá Al- þingi þegar útgerðin á íslandi stóð sem verst í kringum 1975-76, vegna offjárfestingar í greininni. Þetta er búið að hafa þau áhrif að 29% eru tekin af aflaverðmætinu, sem laun þeirra eru síðan reiknuð út frá, í dag. En þessi prósenta breytist eftir olíuverði á heims- markaði. Hvað er hann að segja þessi? Jú þetta virkar þannig að ""19% fara í þátttöku á olíukaupum til skipsins og 10% í slit á veiðar- færum og búnaði, þetta samanlagt myndar þessi 29%. Þetta hlutfall er búið að vera svona hátt síðustu mánuði þar sem heimsmarkaðsverð olíu er búið að vera í sögulegu hámarki. Lækki hinsvegar olíu- verðið þannig að þessi tala breytist, eru alltaf 19% tekin í olíukostnað en hinn hlutinn lækkar. En hlut- fallið getur aldrei farið niður fyrir 20%. Þetta hefur komið þannig við VasHhugi A L H L I D A VIÐSKIPTAHUGBÚNADUR —- i Fjárhagsbókhald I Sölukerfi I Viðskiptamanna i Birgðakerfi \ Tilboðskerfi sjómenn, að þessi rúml. 2,5 milljarða út- gjaldaaukning sem Kristján Ragnarsson talar um að útgerðin sé búin að verða fyrir frá áramótum út af háu olíuverði gefur falska mynd, því sjó- menn á fiskiskipaflot- anum eru búnir að borga 1,8 milljarða af þessum kostnaði. Þannig virkar nú þessi kostnaðarhlutdeild á sjómenn í landinu. SnorriP. Þess ber þó að gæta Snorrason að þessi lög áttu jú bara að vera tíma- bundin meðan útgerðin væri að ná sér út úr þessum vandræðum, en svona er þetta nú samt, þau eru enn í fullu gildi. Sjómannaafsláttur- inn kom upphaflega til sjómanna í pantanakerfi i Launakerfi I Tollakerfi Fangaóu athygli HL Displeay götuskilti Margar gerðir, tilboðsverð í maí Háteigsvegi 7 Sími 511 1100 Skattur Alltaf gleymist að nefna, segir Snorri P. Snorra- son, hvað sjómenn eru látnir borga mikið til út- gerðar með þvi að vera skyldaðir til að taka þátt í rekstri fyrirtækjanna. kringum 1967 þegar mannekla var og enginn fékkst til að fara á síðu- togarana við Grænland, átti þetta að verða til þess að lokka menn til sjós. Síðan þegar þessi kostnaðar- hlutdeild var sett á hefur í tímans rás verið litið á afsláttinn sem mót- framlag við þessari tekjuskerðingu sem við verðum fyrir. Eg veit ekki um neitt stéttarfélag í landinu sem samþykkir að félagsmenn sínir borgi 19% af rafmagnskostnaði fyr- irtækisins og 10% slit á vélum og búnaði, sem breytist eftir heims- markaði á raforku. Það hefur verið reynt af sjómönnum að fá kostnað- arhlutdeildina fellda niður og að þeir fengju hlut sinn reiknaðan af öllu aflaverðmætinu. En þetta hef- ur ekki verið til umræðu, á þeim samningafundum sem haldnir hafa verið öll þessi ár, af hálfu útgerðar. Enda ekkert skrítið meðan við er- um að taka beinan þátt í rekstri skipsins. Þessu er ekki hægt að breyta nema með lagasetningu frá Alþingi og stendur algerlega íyrir utan þær umræður að sjómenn séu að taka þátt í kaupum á aflahlut (kvótakaup). Ég vona að mér hafi loksins tekist að fá fólk til að skilja að sjómenn hafa það yfir höfuð ekkert betra en annað vinnandi fólk í landinu, enda ef menn vinna sína vinnu betur við öflun upp- lýsinga áður en þeir tíunda sjó- mannaafsláttinn, komast þeir að því að það er t.d. aldrei meira um undanþágur í greininni en einmitt nú, það er víða borgað betur í landi og menn eru ekki að taka beinan þátt í rekstri fyrirtækja með kaup- um á verkefnum fyrirtækisins, né heldur viðhaldi á eignum þess. Það verður líka að gera sér grein fyrir því, að þó að við séum komin á 21. öldina, þá náum við hvorki síma né sjónvarpi þegar við erum komnir út fyrir landsteinana, en erum samt skyldaðir til að borga afnota- gjöld eins og hver annar landsmað- ur þarf að gera, þannig að við verð- um fyrir umtalsverðri félagslegri skerðingu. Það var einmitt á þeim forsendum sem Alþingi felldi inn í lögin um sjómannaafsláttinn, að honum skyldi ekki breytt. Það var gert árið 1987, þegar launþegar í landinu fengu sinn félagsmála- pakka. Þar að auki eru þeir fjarri fjölskyldu sinni oft á tíðum mánuð- um saman og ekki er á það bæt- andi aukin sókn á fjarlægari fisk- mið. Menn verða að líta á þetta í þessu samhengi áður en þeir fara að gagnrýna sjómannaafslátt sem einhver auka skattfríðindi til handa sjómönnum. Vil ég í þessu sam- bandi einnig benda á skýrslu sem kom út fyrir nokkrum árum um geðsveiflur og samskiptaörðugleika hjá sjómannafjölskyldum. Reyndist það hærra hlutfall en hjá nokkurri annarri atvinnustétt í landinu og voru þar tíundaðar langar fjarver- ur eiginmanna. Höfundur er vélfræðingur. Bindum nátt- úruverndar- sinna - og mýl- um þá helst í Morgunblaðinu þriðjudaginn 9. maí er undir greinaflokknum Höfuðborgarsvæðið umfjöllun um Garða- bæ og umhverfi á því svæði sem áður var Alftaneshreppur en á þessu svæði er nú Garðabær og a.m. k. verulegur hluti af Hafnarfirði auk nú- verandi Bessastaða- hrepps, sem nú er litli bróðir í þessu samfé- lagi bæja. Sá sem þetta ritar Árni telur að ýmislegt í Björnsson greininni þarfnist svolítið nánari skoðunar. Skoðum fyrst myndina sem prýðir greinina en hún er af smábýlinu Króki á Garðaholti sem bæjaryfirvöld Garðabæjar hafa tekið undir sinn verndarvæng vegna „menningar- sögulegs gildis“. Greinarhöfundur ekur alloft framhjá þessu „smá- býli“ og hefur aldrei getað séð að það sé neitt öðruvísi en aðrar bárujárnsklæddar húsaþyrpingar sem byggðar hafa verið í hundr- aðatali á Islandi þar sem nýjum kofum hefur verið bætt við þyrp- ingarnar, af þörf, en án þess að „byggingarlist“ væri höfð að leið- arljósi. Þetta kemur reyndar fram í máli arkitektsins sem fenginn hefur verið til að gera andliftslyft- ingu á húsaþyrpingunni. En látum það vera. Hver hefur sinn smekk og þetta virðist vera smekkur bæj- arstjórnar Garðabæjar en sem betur fer blasir sá smekkur ekki við öðrum en þeim sem fer Garða- holtsleiðina til Hafnarfjarðar. Svo ræður bæjarstjórnin auðvitað hvernig hún ver skattpeningum íbúa sinna. En það er greinin fyrir neðan myndina af „smábýlinu“ sem er meiri athygli verð, ekki sýst vegna þess að hún virðist endurspegla viðhorf sveitarstjórn- armanna á svæðinu til óspilltrar náttúru og þeirra sem vilja halda í síðustu leifarnar af henni. Yfirfyrirsögn greinarinnar er um það að umhverfis- nefndir Garðabæjar og Bessastaðahrepps geri ekki athugasemd- ir við fyrirhugaðan Alftanesveg en svo kemur aðalboðskapur- inn, greinilega tekinn orðrétt upp eftir for- manni umhverfis- nefndar Garðabæjar, Einari Guðmundssyni. „Takmörk fyrir því hvað hægt er að gera fyrir nátt- úruverndarssinna.11!! Hér talar formaður umhverfis- nefndar í stóru bæjarfélagi af svo Náttúruvernd Gálgahraunið er stærsta samfellda spild- an, segir Árni Björns- son, þar sem hraunið hefur fengið að gróa án afskipta mannsins. dæmalausum hroka og botnlausri þröngsýni að okkur, sem höfum lært á langri ævi að ósnortin nátt- úra er unaðsemd og gjöf til okkar mannanna, hlýtur að setja hljóða. En athugum einstök atriði og fullyrðingar í greininni. Fyrst er rætt um skýrslu umhverfisnefndar Bessastaðahrepps, en þar er sagt að enginn kostanna, sem Vega- gerðin leggur til, sé góður en ill- skástur sá sem gerir ráð fyrir að Vélskóli - álitlegur kostur í SKÓLAKERFI okkar hefur löngum verið lögð áhersla á bóknám. Á þessu er einkum söguieg skýr- ing: Frá landnámi fram undir þá öld sem nú er að renna sitt skeið til enda, tóku störf til sjávar og sveita litlum breyting- um. Synirnir lærðu handtökin við sjó- mennsku og búskap af feðrum sínum, og dæt- urnar sóttu umönnum barna, matargerð, hannyrðir og önnur kvennastörf til mæðr- anna. Alþýðuskóli heimilanna Örnólfur Thorlacius tók einnig til bóknámsins. Tengsl okkar við bókmenntir forfeðranna áttu sinn þátt í því að þorri íslendinga var læs og skrifandi löngu fyrir þann tíma að börnum bauðst skóla- ganga. Raunar vorum við í því efni á undan grannþjóðum okkar sem höfðu lengri skólahefð. Sem betur fer er tími þessa skóla heimilanna ekki liðinn. En sífellt flóknara samfélag kallar á menntun og þjálfun sem er flestum heimilum ofviða. „Æðri skólar“ voru fram á tuttugustu öld einkum ætlaðir verðandi emb- ættismönnum - prest- um, lögmönnum og læknum - og fór menntunin ýmist fram hérlendis eða í Dan- mörku. Nú bjóðast íslensk- um ungmennum marg- ar brautir til náms. Að loknu grunnskólanámi geta þau valið á milli hefðbundins mennta- skólanáms til stú- dentsprófs og ýmissa skóla og námsbrauta sem opna í mismiklum mæli leið að verknámi. Ég hef starfað við menntaskóla megnið af starfsævi minni og yrði síðastur manna til að lasta nauðsyn þess að skólarnir sjái þjóðinni nú sem fyrr fyrir vel menntuðum fræðimönnum og öðrum háskóla- borgurum. En við þurfum fagmenn á fleiri sviðum. Því miður sýnist mér að við beinum unglingum um of inn í bóknámið, en starfsnám verði úrræði þeirra er festast í þeim síum sem menntakerfið beitir til að stýra námsvalinu. Samræmd próf í lok skólaskyldu Skólastefna Vélskólanám er hagnýtt nám og höfðar til ung- menna, segir Örnólfur Thorlacius, sem áhuga hafa á vélum og tækni. eru einungis í bóklegum greinum, og þau samræmdu próf sem boðuð eru í nýjum grunnskólalögum virð- ast líka helst til þess fallin að forða hæfustu nemendunum frá því að hafna í farvegi verknámsins. Nem- endum er aldrei stýrt inn á braut verklegrar menntunar. Hvergi er leitað að verklegum eða listrænum hæfileikum. Við þetta bætist að þáttur handa- vinnu er rýr á stundaskrá flestra grunnskóla (sjálfsagt vegna kostn- aðar; saumavélar og hefilbekkir eru dýr tæki). Nemendur sem standa frammi fyrir vali á námsbraut við lok grunnskóla hafa þvi ekki mikla reynslu af öðru en bóknámi. Og oft eru þeir, sem standa sig vel í grunn- skóla, undir þrýstingi frá skóla og aðstandendum um að halda áfram bóknámi. Nú nálgast sá tími þegar nem- endur sem brautskrást úr grunn- skóla velja sér námsbraut í fram- haldsskóla. Sem betur fer bjóðast þeim margar leiðir til verknáms - meðal annars í fjölbrautaskólum, iðnskólum, sjómannaskólum og vél- skólum. Skólameistari Vélskóla íslands bað mig að setja nokkrar línur á blað til að vekja athygli á vélskóla- námi. Þetta er fimm ára nám sem opnar leið að ýmsum vel launuðum störfum til sjós og lands, auk þess sem það veitir rétt til náms á há- skólastigi. Námið má stunda við Vélskóla Islands og Verkmennta- skólann á Akureyri. Hluti af vél- skólanámi er líka í boði í framhalds- skólum víða um land. Þetta er hagnýtt nám og höfðar til ung- menna sem áhuga hafa á vélum og tækni. Um leið og ég óska þeim nemend- um sem nú eru að ljúka grunnskóla- námi til hamingju, vona ég að sem flestir þeirra finni námsbraut við hæfi. Þeir sem ákveðið stefna að bóklegu langskólanámi finna trú- lega mest framboð á námi í mennta- skólum eða á bóknámsbrautum fjöl- brautaskóla. Aðrir ættu að hugleiða vandlega hvort þeim býðst ekki verknám við hæfi. Oftar en ekki brjóta þeir engar brýr að baki: Margs konar verknám opnar jafn- framt leið til náms á háskólastigi. Höfundur er fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlfð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.