Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 45 UMRÆÐAN hann liggi gegnum Gálgahraunið norðanvert, kostur A. Af viðhorfs- könnun meðal nokkurra nefndar- manna virðist höf. ljóst að þekking þeirra á málinu er mjög takmörk- uð og að það sem réði afstöðunni var þrýstingur frá sveitarstjórnum beggja bæjarfélaganna sem mat- reiddu málið fyrir nefndina sem nánast afgreitt. Svona málatilbúningur virðist nú fremur regla en undantekning í íslensku stjórnkerfisumhverfi. Það er snjallt af formanninum og sýnir landfræðiþekkingu hans, að taka fram hraunið sé komið alla leið úr Búrfelli. Hitt virðist hannekki vita að hraunið er sundurskorið af veg- um og slóðum og svo hefur víða verið plantað í það trjám og lúp- ínu. Vafalaust má finna þar ósnortna bletti en Gálgahraunið er stærsta samfellda spildan þar sem hraunið hefur fengið að gróa án af- skipta mannsins. Því má líkja því við náttúrutilraun á borð við Surtsey í miðju þéttbýli höfuð- borgarsvæðisins. Svo kemur þessi gullvæga setning: „Það er ekki hægt að stoppa allt og við töldum að vegurinn hefði ekki áhrif á Gálgaklettana, sem eru merkasti staður hraunsins“. Af hverju eru Gálgaklettar merkasti staður hraunsins? Væntanlega ekki vegna þess að þeir eru merkileg náttúru- smíð heldur þess að þeir, einir staða í hrauninu, nýttust yfirvöld- um landsins - til að hengja af- brotamenn. Loks segist umhverfisnefndar- formaðurinn vera samþykkur þeirri skoðun formanns Hins ís- lenska náttúrufræðifélags að veg- ur um Gálgahraun mundi rjúfa þá heildarmynd sem hraunið hefur nú. Viturlega mælt og rétt í því sambandi að geta þess að sú heild- armynd snýr m.a. að forsetasetr- inu á Bessastöðum. Að lokum enn ein gullvæg setning. „Hann sagði hins vegar að segja mætti sem svo að ef vegurinn yrði lagður um hraunið þá mundi fólk sem æki þar um fá að njóta þess betur en ella“!! Hvað segir Óli Þ. Þórðar- son, sem vill að menn sýni aðgát í akstri, um svona gullkorn? Skömmu eftir að greinarhöfund- ur flutti út á Álftanes fyrir tveim- ur áratugum var barist hart fyrir því að reisa bensínstöð við endann á heimreiðinni að Bessastöðum. Með samtökum „umhverfissinna“ í hreppnum tókst að koma í veg fyr- ir það umhverfisslys. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur Álfta- nesið því miður látið undan síga á mörgum sviðum umhverfísmála, og náttúruperlur verða æ sjald- gæfari. Því skal þó ekki trúað að óreyndu að íbúar á Álftanesi, þ. á m. þeir sem búa í Garðabæjarhluta nessins, láti það yfir sig ganga að ein af fækkandi ná,ttúruperlum á svæðinu verði eyðilögð í þágu verktaka sem ásælast þá 25 hekt- ara af landi, sem skapast munu fyrir hús, af breytingu vegarins. Höfundur er íæknir. Þorskafli eftir hitafari FYRRVERANDI veðurstofustjóri, Páll Bergþórsson veður- fræðingur, er fagmað- ur sem ég met mikils. í jólablaði Fiskifrétta var athyglisverð grein eftir Pál um þorskafla á Islandsmiðum, tengdan hitafari. Samanburður Páls nær aftur til ársins 1600. Sterk fylgni kemur fram milli hækkunar eða lækk- unar meðalhita í Stykkishólmi og þorskafla nokkrum ái-um síðar hérlendis. Þessi samanburður Páls finnst mér skýra að hluta hvers vegna sveiflur hafa verið í þorskveiði hérlendis án þess að „ofveiði“ hafi átt hlut að máli. Með þessari grein minni í Mbl. birti ég eitt af línuritum Páls í jólablaði Fiskifrétta. Rauð lína, „afli samkvæmt hita“, sýnir að þorskafli hérlendis hefði átt að vera 350-380 þúsund tonn árin 1992-2000 miðað við fyrri reynslu. Bannað var að landa nema 200- 250 þúsund tonnum hér á þessum árum vegna „ábyrgrar fiskveiði- stjórnar“. Mismunur er 140 þús- und tonn, að verðmæti 28 milljarð- ar á ári. Hvað varð um mismuninn? Hvers vegna var ekki meiri afli 1992-2000? Eftirfarandi aðriði eru líkleg: 1. Hluta hefur verið hent vegna hvata í núverandi stjórnkerfi fisk- veiða um að henda ódýrari afla fyrir dýrari. 2. Hluti þorsks sem hefði verið hægt að veiða hefur að öllum lík- indum drepist af náttúrulegum ástæðum (bannað að koma með aflann). 3. Hluti þorsksins hefur að öll- um líkindum tvístrast, - hugsan- lega vegna þess að þéttleiki þorsksins hefur orðið of mikill (allt of lítið veitt). Varðandi fyrsta atriðið lét ég gera skoðanakönnun um brottkast afla sem Skáís (skoðanakannir á íslandi) gerði 1989-1990. Þá virtist sem hent væri um 54 þúsund tonn- um af afla 1989, þar af um 29 þús- und tonnum af þorski. Hvati til að henda þorski fór verulega vaxandi eftir þessa könnun vegna niður- skurðar veiðiheimilda (bannað að koma með afla). Fiskimenn kom- ust í mörgum tilfellum alls ekki að öðrum fisktegundum sem „mátti“ veiða fyrir miklum þorskgöngum upp úr 1992. Fiskimenn voru þannig neyddir til að kasta þorski. Það er öldungis frá- leitt að kenna fiski- mönnum um þessar aðstæður, hvað þá „herða eftirlit" eins og sumum dettur í hug. Hverfur þorskur frá veiðarfæri ef við „herðum eftirlit"? Fyrrverandi sjávarút- vegsráðherrra ber hér mikla ábyrgð. Fiski- menn og aðrir vöruðu oft við þessu. Skip- stjóri nokkur talaði umbúðalaust um þetta 1996. Svar ráðherrans kom eins og köld vatnsgusa yfir fulltrúa við setningu Fiskiþings 1996. Ráð- herrann kvað „sjómenn vera að svíkja þjóðina með því að henda Fiskveiðistefna Að mínu mati er þessi samanburður, segir Kristinn Pétursson, enn einn áfellisdómur yfír veiðiráðgjöf og stjórnkerfí fískveiða. fiski“! Hver var að svíkja hvern? Hver var með kíkinn á blinda aug- anu? Ráðherrann fyrrverandi afrekaði að skipa þrjár nefndir í brottkast afla, en aðhafðist nánast ekkert til að leysa vandamálið! Hvað varðar annað atriðið þá bendir margt til þess að náttúru- legur dánarstuðull á kynþroska þorski sé langtum hærri en Haf- rannsóknastofnun reiknar með. Sem dæmi hrygndi hver þorskur að meðaltali aðeins 1,23 sinnum árin 1950-1960 samkvæmt rann- sóknum Jóns Jónssonar, fyrrver- andi forstjóra Hafró. Þetta finnst mér afar sterk vísbending um að náttúrulegur dánarstuðull í kyn- þroska þorski sé a.m.k. yfir 60% (eins og í flestum fiskum), en ekki 20%, eins og tölfræðilíkan Haf- rannsóknastofnunar reiknar með. Merkingar Jóns á kynþroska þorski frá sama tíma virðast hafa gefið svipaðar niðurstöður. Minnk- andi afli í netaralli í dag er vís- bending í sömu átt! Hvaðan kom eiginlega kenningin um 20% nátt- úrulegan dánarstuðul í kynþroska þorski? Við hvaða staðfestar rann- sóknir styðst sú kenning og hve- nær fóru þær rannsóknir fram? í þriðja lagi virðist sem mikið magn af þorski á Vestfjarðamiðum árin 1995-1998 hafi tvístrast norð- ur fyrir land eftir mitt ár 1998 og Kristinn Pétursson Myndin sýnir að þorskafli hefði átt að vera 350-380 þúsund tonn árin 1992 - 2000. af veiðistofni Afli skv. hita G 73 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 étið upp mestan hluta úthafs- rækjustofnsins í mótmælaskyni við „ábyrga fiskveiðistjórn"! Tjónið af því að veiða ekki meira af þessum þorski virðist því margfalt! Það sem rökstyður þetta enn frekar í dag er að þorskafli á línu hefur farið vaxandi frá 1996. Ef stærð þorskstofnins hefði eingöngu verið mæld með „línuralli" síðustu ár væri þorskstofninn nú í metstærð! Það er ekki sjálfgefið samasem- merki milli minnkandi afla á sókn- areiningu togara og minnkandi þorskstofns. „Þegjandi ganga þorskar í ála.“ Þorskur getur tvístrast, t.d. ef það vantar fæðu. Samkvæmt gögnum Hafrann- sóknastofnunar hefðu þeir einmitt átt að gera ráð fyrir þessu, því vaxtarhraði þorsks hefur verið fallandi síðustu ár þrátt fyrir „góð skilyrði“. Það stoðar lítið í dag að koma í fjölmiðla og umla eitthvað um að „skilyrðin í sjónum“ hafi kannski valdið minnkun þorsk- stofnsins! Farið hefur verið eftir tillögum ráðgjafa upp á punkt og prik og hrygningarsvæðin alfriðuð í þrjár vikur í mörg ár! Hvar er stóri þorskurinn sem átti að „byggja upp“ hrygningarstofninn? Hvað gera skal? Ef ekki má leita að göllum, ekki ræða eða viðurkenna galla sem eru staðreyndir í dag, eins og brott- kast og óáreiðanleg veiðiráðgjöf, erum við patt! Sjávarútvegsráðuneytið og sjáv- arúrvegsnefnd Alþingis gætu t.d. fengið til samstarfs við sig ráðgjaf- arfyrirtæki til að hafa yfirumsjón með: 1. Trúveðrugri, vandaðri skoð- anakönnun á vegum fagaðila um hve miklu hafi verið hent af þorski sl. 5 ár. 2. Fá nokkrar íslenskar verk- fræðistofur til að skipta á milli sín verkefni við að skilgreina - á sem skemmstum tíma - umhverfis- og áhættumat fyrir hvern flokk veið- arfæra við fiskveiðar. Þegar umhverfis- og áhættumat fyrir hvern flokk veiðarfæra hefur verið skilgreint verður einfaldara að öðlast yfirsýn yfir hvernig við viljum stjórna fískveiðum í fram- tíðinni. Mikilvægt er að gera slíkt mat til að við öðlumst betri þekk- ingu á því hvaða áhætta í reynd fylgir fiskveiðum með tilteknum veiðarfærum. Ekki verður séð annað en sókn- arstýring sé æskilegri stjórnunar- aðferð í bolfiskveiðum til að koma í veg fyrir brottkast. Úthlutun afla- heimilda í tonnum er vond stjórn- unaraðferð í bolfiski þar sem hvati myndast til að þenda ódýrari fiski fyrir dýrari. Úthlutun í tonnum hæfir í veiðum uppsjávarfiska þar sem slíkur hvati er ekki teljandi. Línuritið sem hér er vitnað til sýnir okkur að þorskafli hefði að_ öllum líkindum getað verið 350- 380 þúsund tonn árin 1992-2000 samkvæmt fyrri reynslu. Að mínu mati er þessi samanburður enn einn áfellisdómur yfir veiðiráðgjöf og stjórnkerfi fiskveiða. Fullyrð- ingar um að við höfum veitt of mikið standast alls ekki. Fallandi vaxtarhraði þorsks, í hvert skipti sem veiði hefur minnkað, er þessu til afgerandi staðfestingar. Höfundur er framk væm dastjóri. www.heimsferdir.is sBsSSæ Mikilvægasta öryggistæki hjólandi barna i umferðinni er hjólið sjálft. Veljum það þvi af kostgæfni og höfum það meö fótbremsum. Hin margrómuöu Trek hjól eru framleidd fyrir krakka með öryggi og endingu í huga. Ævilöng ábyrgö á stelli og gaffli ber vitni um það. Skeifunni 11 - Simi 588 9890 - Veffang orninn.is Opið kl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.