Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 48
^8 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HUXLEY ÓLAFSSON + Huxley Ólafsson fæddist í Þjórs- ártúni í Ásahreppi í Rangárvallarsýslu 9. janúar 1905. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfírði 14. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðríðar Eirfksdótt- ur og Ólafs ísleifs- sonar læknis. Syst- -jfe kini hans voru: Huxley, f. 21.7. 1900, d. 1904; Inga, f. 1.9. 1901, og Eggert, f. 17.11.1909. Huxley var kvæntur Vilborgu Ámundadóttur, f. 26.12. 1906, d. 22.7. 1997. Þau giftust 21.7. 1934 og eignuðust þau tvo syni: 1) Ámunda, f. 28.2. 1936, kvæntur Dagnýju Þorgilsdóttur, f. 15.3. 1938. Þau eiga fjögur börn, Stef- anía Guðríður, f. 3.1.1962, Þorgils Einar, f. 21.11.1965, Viktoría Sig- urlaug f. 13.5. 1969, og Ámundi Guðni, f. 4.9. 1970. Áður átti Ámundi Vilborgu, f. 7.1. 1958, með Geirlaugu Þorgrímsdóttur. ^ „ 2) Ólafur, f. 29.5. 1943, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, d. 20.4. 1945. Eiga þau tvö börn, Árni Huxley, f. 3.2. 1968 og Auður Inga, f. 24.12.1973. Huxley lauk gagnfræðaprófí frá Menntaskólanum í Iteykjavík 1923 og stundaði síðan verslunar- störf, mest hjá mági sínum, Lofti Loftssyni í Sandgerði, til ársins 1939, er hann varð framkvæmda- stjóri Keflavíkur hf. í Keflavík. Því starfi gegndi hann til 1945 Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast afa Huxley. Erfítt er að tala um afa Huxley nema amma Vilborg komi þar við sögu líka, því að þau voru mjög samrýnd hjón. Þau voru miklir félagar og vinir, unnu m.a. saman í fyrirtækjum sínum stærstan hluta þeirra starfsævi. Afi og amma áttu hlýlegt og fallegt heimili að Tjarnargötu 35 í Keflavík. Stór garður er í kringum húsið og nutu þau þess að vinna í honum með- an heilsan leyfði. Afí Huxley hafði mikinn áhuga á skógrækt og sat m.a. í stjóm Skógræktarfélags Suður- nesja. Alltaf var gaman að koma til afa og ömmu í Keflavík. Þau tóku ■^kkur alltaf opnum örmum og vildu gjarnan fá að fylgjast með okkur í leik og starfi. Annan í jólum á amma Vilborg afmæli og þá voru haldin fjölskylduboð í Keflavík. Það ríkti alltaf mikil spenna hjá okkur krökk- unum þegar farið var í afmælisboðin hennar ömmu því þessi boð voru mjög skemmtileg. Oft var farið í alls- kyns veðmm frá Hafnarfirði og Reykjavík því á þessum árstíma er allra veðra von. Afi Huxley og amma Villa áttu oft . erindi til Reykjavíkur sökum vinnu sinnar og áhugamála og í þessum ferðum komu þau oft og iðulega við á heimili foreldra okkar. Þessar sam- verustundir vom okkur mikils virði ffjie að loknum kaffisopa og spjalli um daginn og veginn héldu þau áfram för sinni til Keflavíkur. Afa Huxley og ömmu Villu þótti mjög gaman að Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, £ sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- v um. er hann varð fram- kvæmdasljóri Fisk- iðjunnar sf. í Kefla- vík ásamt Flökun- arstöðinni sf. frá 1956. Þar starfaði hann til 1964 er hann réðst sem framkvæmdastj óri Fiskimjöls hf. í Njarðvík. Einnig var hann aðili að Söltun- arstöðinni Mána hf. í Neskaupstað. Huxley var einn stofnenda Sölumið- stöðvar hraðfrysti- húsanna og Samlags skreiðar- framleiðenda og sat lengi vel í sljórn hvorra tveggja samtak- anna. Þá var hann lengi í forystu Vinnuveitendafélags Suðurnesja, Útvegsmannafélags Suðurnesja og sat í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík. Huxley var brautryðjandi í loðnubræðslu hér á landi og, ásamt Ulrich Marth, upphafsmað- ur vélvæðingar í fískvinnslu hér á landi með innflutningi fyrstu Baader-vélanna um miðjan sjötta áratuginn. Huxley starfaði að skógrækt og sat í stjórn Skógræktarfélags Suðurnesja og hann var um skeið formaður guðspekideildarinnar Heiðarblómsins í Keflavík. Þá var hann heiðursfélagi Rotary- klúbbsins í Keflavík og meðal stofnenda hans. títför Huxleys fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ferðast bæði innanlands og erlendis. Þau nutu þess að vera úti í náttúr- unni og þau voru mörg ferðlögin sem við fórum með þeim um landið hér á árum áður. Einnig ferðuðust þau mikið erlendis og skemmtilegast þótti þeim að fara til fjarlægra og óvenjulegra staða. í brúðkaupsferð- inni árið 1943 fóru þau til Ítalíu og Evrópu og á þeim tíma var nú meira mál að fara á þessar slóðir en er í dag. Árið 1955, þegar afi Huxley varð fimmtugur, fóru þau til Ind- lands og var sú ferð í alla staði vel heppnuð og þeim mjög eftirminnileg. Síðustu ferðina á erlenda grundu fóru þau til Lúxemborgar þegar afi Huxley var 85 ára. Afi Huxley var maður mikilla framkvæmda. Hann var brautryðj- andi á mörgum sviðum s.s. í loðnu- bræðslu og einnig var hann einn stofnenda Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Samlags skreiðar- framleiðenda. Hann var alltaf opinn fyrir nýjum hugmyndum og tæki- færum og mjög frjór í allri hugsun. Hann hafði mikinn áhuga á guðspeki og var um skeið formaður guðspeki- deildarinnar Heiðarblómsins í Kefla- vík. Einnig hafði hann áhuga á hin- um ýmsu trúarbrögðum og á heimili afa og ömmu voru til margar bækur um þessi málefni. Afi Huxley var góður maður. Hann var á margan hátt dulur að eðlisfari. Hann vildi lítið tala um sjálfan sig og sjálfshól var honum ekki að skapi. Hann var jafnframt fé- lagslyndur og hafði gaman af félags- störfum. Hann var t.d. heiðursfélagi Rotaryklúbbsins í Keflavík og meðal stofnenda hans. Missir afa var mikill þegar amma Vilborg féll frá árið 1997. Þau voru eins og áður var á minnst afskaplega samrýnd og yndisleg hjón. Afi trúði því að sálin lifði eftir jarðneskan dauða. Hann hefur án efa hlakkað til að hitta Villu sína hinum megin við móðuna miklu og hafa eflaust orðið miklir fagnaðarfundir hjá þeim eftir þriggja ára aðskilnað. Elsku afi Huxley. Nú er komið að leiðarlokum að sinni. Við þökkum þér samfylgdina og við þökkum þér allt sem þú gerðir fyrir okkur. Megi Guð fylgja þér alla tíð. Hvíl í friði. Þín bamaböm, Viktoría, Þorgils, Stefanía og Ámundi Guðni. Við fráfall Huxleys missum við einn síðasta úr röðum þeirra afreks- manna sem lögðu grunn að nútíma- legri fiskvinnslu. Huxley gerði sér mjög snemma grein fyrir mikilvægi vélvæðingar og ágæti „Baader" véla og fór sínu fram þrátt fyrir and- streymi þeirra tíma. Huxley var sannfærður um að notkun fisk- vinnsluvéla væri í anda framtíðar- innar og trúði á mikla framför. Árangur íslenskrar fiskvinnslu og gæði hennar fram til dagsins í dag sýna að hann hafði á réttu að standa. Til að fjármagna þessa gríðarlegu fjárfestingu kom hann á samstarfi við Framkvæmdabankann undir stjórn dr. Benjamíns Eiríkssonar og lagði þar með fjárhagslega örruggan grunn fyrir vélvæðinguna. Huxley hefur á sínum tíma fram- kvæmt stóra hluti, vélvæðing ís- lenskrar fiskvinnslu vegur þó stærst í mínum huga. Ég er stoltur af að vera talinn í röð vina hans og höfum við haft gott samband í gegnum árin. Huxley hefur alltaf haft trú á nýju lífi eftir dauðann. Ferðalag til Ind- lands fyrir mörgum árum styrkti hann í þessari trú. Við höfum oft rök- rætt um líf eftir dauðann og ég er viss um að hann hefur glaður farið á endurfund við Vilborgu sína. Ég votta eftirlifandi sonum, Ámunda, Óla og fjölskyldum þeirra samúð mína. Huxley, Guð blessi þig og ég þakka fyrir ævilanga vináttu. Ulrich Marth. Kveðja frá Faxafélögum. Sem dropi titrandi takisigútúrregni hætti við að falla haldist í loftinu kyrr— Þannig fer unaðssömum augnarblikum hins liðna þautakasigútúr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. Þannig segir Hannes Pétursson í kvæði sínu „Minning vinar“ og það kemur mér í hug er ég minnist félaga okkar Huxleys Ólafssonar er lést þann 11. þ.m. Hann kom í Málfunda- félagið Faxa 1961 og starfaði með okkur til 1988 eða í 27 ár. Það er margs að minnast. Huxley var sérstakur maður. Hann var guð- spekingur og starfaði mikið með Guðspekifélaginu. Hann var skóg- ræktarmaður og starfaði með Skóg- ræktarfélaginu. Hann var frumkvöð- ull í sjávarútvegsmálum og starfaði mikinn hluta ævinnar að vinnslu sjávarafurða og útgerð. En í viðtali við hann sjötugan segir hann. „Já, ég verð alltaf sveitamaður, - þegar maður er alinn upp í sveit þá vara þau áhrif lengi sem sveitalífið mótar í uppvextinum." En hann fæddist í Þjórsártúni og ólst þar upp. Hann var Rótaryfélagi og starfaði lengi þar. Hann var virkur félagi og í for- ustu í samtökum útvegsmanna og vinnuveitenda. Hinn félagslegi þátt- ur var honum í blóð borinn, og hann var valinn til forustu hvar sem hann kom vegna sinna mannkosta. Guðspekin hafði mótandi áhrif á framkomu hans og lífskoðun . Hann var alltaf hlýr, hjálpsamm- og greið- vikinn hvar sem hann kom að máli og kunni alltaf að líta á hina hliðina, hlið andstæðingsins, í orðræðu og ígrunda hans sjónarmið. Hann talaði ekki illa um neinn, en reyndi að bera í bætifláka fyrir þá sem urðu undir. En hann gat verið fastur fyrir ef þess þurfti með. Við Faxafélagar minnumst margra skemmtilega stunda á heim- ili þeirra Huxleys og Vilborgar er við ræddum um lífið og tilveruna á fund- um okkar, og þær hrynja gegn um hug og hjarta stund eftir stund minningar um góðan félaga sem aldrei mátti vamm sitt vita. Hann hefur nú vonandi fengið svör við spurningunum sem hann spurði svo oft um lífið og tilveruna. Við vissum að hverju dró en samt er missir sona hans mikill. Við sendum þeim og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar Sveinsson. + Hrefna Gísladótt- ir Thoroddsen fæddist á Seyðisfirði 4. júní 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 13. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru þau Gísli Jónsson frá Flatey á Mýrum í Hornafírði, verslun- arstjóri á Seyðisfírði, f. 15. sept 1883, d. 29. júní 1964, og eigin- kona hans Margrét Arnórsdóttir, f. að Felli í Kollafirði 9. júlí 1887, d. 19. ágúst 1920. Fóst- urmóðir Hrefnu var seinni kona Gísla, Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Fáskrúðsfirði 6. nóv. 1898, d. 26. okt. 1980. Alsystkini Hrefnu eru: Arnór S. Gíslason skipstjóri hjá skipadeild SÍS, f. 9 jan. 1911, d. 24. okt. 1992; Stefán Gislason verslunarmaður, f. 7. maí 1912, d. 27. júní 1942; sr. Gunnar Gislason prófastur og alþingismaður í Glaumbæ, f. 5. apríl 1914; Ragnar Eggerts skipasmiður, f. 9. des. 1915, drukknaði í Reykjavíkur- höfn 5. nóv.1936. Hálfsystkini Hrefnu, börn Gísla og Guðrúnar, eru: Margrét Gísladóttir Blöndal húsmóðir, f. 30. okt. 1923; Guð- mundur Gíslason bankafulltrúi, f. 17. des. 1926; Hólmfríður Gísla- dóttir talsímakona, f. 17. júlí 1928; Aðalsteinn Gíslason vél- stjóri, f. 19. okt. 1930. Hinn 7. júlí 1940 giftist Hrefna Birgi Thoroddsen frá Vatnsdal í Rauðasandshreppi, stýrimanni og síðar skipstjóra hjá Eimskipafé- lagi íslands, f. 10. okt. 1911, d. 2. jan. 1969. Börn þeirra eru: 1) Börkur Thoroddsen tannlæknir, kvæntur Öddu Gerði Árnadóttur. Þau eiga fjögur börn: Birgi, Val- gerði, Hrefnu og Hörpu. Barna- Oft hefur mér komið í hug á lífs- leiðinni hversu heppin ég var, þegar ég heilsulaus sveitastelpan var send til Reykjavíkur til lækninga að lenda hjá Hrefnu og Birgi bróður mínum. Þetta var laust eftir fermingu mína og hafði ég lítil kynni af öðru en að alast upp í fjórtán systkina hópi vest- ur á fjörðum. Auðvitað kom það í hlut Hrefnu að annast mig þar sem Birgir var lítið heima. Hún var sér- lega skilningsrík á aumingjadóm minn og stappaði í mig stálinu þegar ég var döpur útaf mínum lasleika og hugsaði um að koma mér á framfæri og létta mér lífið á alla lund. Þetta er geymt og gleymist ekki. Þá höfðu ungu hjónin stofnað heimili sitt fyrir nokkrum árum og bjuggu í lítilli tveggja herbergja íbúð í Garðastræti og eignast tvo eldri drengina, Börk og Ragnar. Gísli fæddist síðar. Hrefna var þá nýlega komin heim frá Danmörku þar sem hún hafði verið á hússtjórnarskóla og Birgir búinn að ljúka sínu skip- stjóra- og stýrimannaprófi. íbúðinni fylgdi pínulítið þakherbergi undir lágu risi. Þar bjó ég og um tíma Didda systir Hrefnu en við höfðum aðgang að íbúðinni með allt sem við þurftum með og borðuðum þar. Áður en ég bættist við í tölu fjölskyldunn- ar höfðu fjögur systkini mín, sem þá gengu í skóla í Reykjavík, verið heimagangar í Garðastrætinu og sum þeirra stundum í fæði, auk systkina og kunningja Hrefnu. Tveir bræður mínir höfðu haft þarna fæði og húsnæði í heilan vetur. Alltaf var nóg pláss í Garðastrætinu og að skjóta skjólshúsi yfir ferðalanga eina og eina nótt var ekkert mál þótt húsrými væri ekki mikið. Birgir var öll þessi ár í siglingum á farskipum Eimskipafélagsins og þess vegna sjaldan heima. En að sjálfsögðu var mikil hátíð í bæ þegar hann var í landi. Birgir var mikill stemmnings- og gleðimaður og áttu þau hjónin vel saman. Þarna hittist mikið af ungu börnin eru tvö. 2) Ragnar Stefán Thor- oddsen trésmiður, starfsmaður Skáta- sambands Islands. 3) Gísli Thoroddsen matreiðslumaður, kvæntur Bryndísi Þ. Hannah. Þau eiga þrjú börn. Arnar Eggert, Birgi Örn og Evu Engilráð. Hrefna var liðtæk- ur íþróttamaður á unglingsárum sínum á Seyðisfirði. Hún setti Austfjarðainet, í hástökki kvenna og íslandsmet í langstökki. Þessi met stóðu í mörg ár. Hrefna sigldi til Dan- merkur þegar hún var innan við tvítugt og lauk námi frá hús- stjórnarskóla í Soro. Eftir gift- ingfu var Hrefna húsmóðir á gest- kvæmu heimili, fyrst í Garða- stræti 4 og síðan á Ásvallagötu 29 í Reykjavík. Eftir lát Birgis vann hún við verslunarstörf í Háskóla- bíói, á Hótel Sögu og í Islenskum heimilisiðnaði. Síðustu árin, sem Hrefna starfaði, vann hún við leikskólana á Seltjarnarnesi og bjó þá í eigin íbúð í húsi sonar síns, tengdadóttur og barnabarna á Seltjarnarnesi. Hrefna tók mikinn þátt í félags- störfum. Hún var einn af stofn- endum Kvenfélagsins Hrannar, félags stýrimanna- og skipstjóra- kvenna. Hrefna sat þar í stjórn frá upphafí og var síðan formaður Hrannar í nærri áratug. Hrefna tók einnig þátt í starfi Félags austfirskra kvenna og var þar i stjórn. Fyrir áratug fór heilsu Hrefnu að hraka og fluttist hún þá á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði. títför Hrefnu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fólki og oft var glatt á hjalla og stofn- að til veislu. Eins og sjómannskonur hafa alltaf þurft að gera gegndi Hrefna því hlutverki að sjá um dag- legan rekstur heimilisins. Hún hafði þá dásamlegu eiginleika að vera af- skaplega létt í lund og jákvæð í líf- inu. Ég minnist þess hve oft var gaman í Garðastrætinu og maður gat komist í gott skap bara af því að heyra Hrefnu hlæja sínum dillandi hlátri. Greiðviknari manneskju hefi éjg ekki kynnst. Hún vildi öllum vel. Eg lærði á því heimili að maður á að gera fólki greiða svo framarlega sem maður getur það. Eitt er það sem ég minnist að hafa tekið þátt í með þeim hjónum á þess- um árum, en það var þegar þau komu sér upp sumarbústað við Þing- vallavatn. Þá var keyptur „Opel stat- ion“-bíll svo hægt væri að koma öll- um efnivið austur og byggja bústaðinn. Það voru margir kunn- ingjar og vinir sem lögðu hönd á plóginn því bæði hjónin voru vinsæl og vinmörg og upp kpmst bústaður- inn sem nefndur var Álfalundur. Þar áttu þau eftir að eiga margar unaðs- stundir. Svo kom að því að húsnæðið væri stækkað og ílutt var á Ásvallagötuna í rámgóða íbúð og auðvitað fylgdi ég með í pakkanum. Þar bjuggu þau meðan Birgir lifði. Birgir lést því miður langt um aldur fram af illvíg- um sjúkdómi. Þar stóð Hrefna eins og klettur við hlið hans og annaðist hann af mikilli umhyggju og lengst af dvaldi hann heima með aðstoð hjúkrunarkonu þótt hann væri fár- veikur. Þótt svona væri komið áttu þau góðar samverustundir, og eins og Hrefna sagði, við kynntumst svo vel. Hrefna var afskaplega félagslynd og starfaði mikið fyrir kvenfélagið Hrönn, félag kvenna í Skipstjóra- og stýrimannafélagi íslands, meðan hún hafði heilsu til. Þá sögu kunna aðrir betur en ég. HREFNA GÍSLADÓTTIR THORODDSEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.