Morgunblaðið - 23.05.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 23.05.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 4^ MINNINGAR Hrefna var sonum sínum einstök móðir og ekkert síður vai- hún góð amma barnabörnum sínum. Mér var hún alltaf sem góð móðir og félagi. Eins og gengur breytast aðstæður í lífinu og minna varð um samgang minn við Hrefnu hin síðari ár. Mér fannst mjög sárt að fylgjast með hversu erfið þau voru henni. Blessuð ven minning hennar. Ég sendi öllum ástvinum hennar hlýjar samúðarkveðjur. Halldóra Thoroddsen. Ömmur eru englar í dulargervi en núna er amma orðin alvöru engill sem vakir yfir okkur um ókomin ár. Loksins fékk hún að fljúga burt úr veika líkamanum sínum til að gera allt það sem hún áður gat. Flestir eiga ömmur en við áttum þá alfjör- ugustu. Habbý amma, eins og við systkin- in kölluðum hana, kom oft syngjandi glöð á appelsínugulu Volkswagen- bjöllunni sinni sem hún rétt náði upp fyrir stýrið á, sökum þess hve lág- vaxin hún var. Síðan brunaði hún með okkur austur í kæra sumarbú- staðinn sinn við Þingvallavatn. Amma vissi svo margt og á sinn sér- staka hátt fræddi hún okkur um ým- islegt á leiðinni, t.d. fjöllin, hólana og plönturnar og margt annað sem enn er í fersku minni. I minningunni eru eftirminnileg- astir og skemmtilegastir sæludag- arnir með ömmu í bústaðnum við vatnið. Hún fór með okkur í göngu- ferðir, sund í Ljósafosslaug, út á tanga að veiða og meira að segja út á bát. Hún leysti ófáa hnúta og flækjur hjá okkur ungu veiðimönnunum, hjálpaði við að beita og ef vel gekk þá matreiddi hún aflann, þó ekki hafi það verið vinsæl næring. Hún lét okkur tína blóðberg og bjó til te úr því sem við drukkum á meðan við hlustuðum á þær mörgu sögur sem hún veiddi upp úr sagnabrunni sín- um, oftar en ekki af ættingjum því hún var með óstöðvandi ættfræði- dellu. Já, það var allt leyfilegt að gera í og við bústaðinn hennar, en þegar við skildum bústaðinn eftir opinn upp á gátt, þá hljómaði ógleymanleg setning: „Ætlið þið að Kjossar á (eiði ‘Kyðfrítt stá( - varaníegt efni ‘Krossamir em fram(eiddir úr Hvítfiúðuðu, ryðfríu stá(i. ‘Minnisvarði sem endist um óífmna tíð. Só((toss (táfqiar eiCíft (íf). ‘Jíæð 100 smfrá jörðu. ‘Jicfðínináinn (qoss m/munstruðum endum. díceð 100 smfrá jörðu. Krinyið í síma 431107S oy fáið Íita6æ((ing. BLIKKVERKsf. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 kynda upp alla Þingvallasveitina?“ Amma er nú loksins komin til Birgis afa sem hún elskaði svo mikið en missti allt of fljótt. Við systkinin samgleðjumst henni og geymum í huga okkar allar minningamar sem við eigum um fjöruga, fallega og góða ömmu. Amar Eggert, Birgir Om og Eva Engilráð. Elsku amma. Langri og erfiðri baráttu þinni er loks lokið. Við vitum að nú líður þér betur. Þú ert búin að vera stór þáttur í lífi okkar systkin- anna og þótt erfitt sé að kveðja er gott að vita til þess að nú eruð þið afi loks sameinuð á ný. Þú hefur skilið eftir margar minningar sem eru okk- ur ómetanlegar og þær munu lifa áfram. Þar sem þú bjóst í sama húsi og við í mörg ár voru hæg heimatökin. Til þín leituðum við oft og nutum þess að vera hjá þér. Ferðirnar sem við fórum með þér austur í bústað í Þingvallasveit voru fjölmargar og af- ar eftirminnilegar. Þangað fórstu með „ættarsómana“ þína á appels- ínugulu VW bjöllunni, en þú kallaðir okkur alltaf ættarsómana. í bjöll- unni var ekkert útvarp og því söngst þú bara fyrir okkur hástöfum og auð- vitað tókum við undir af hjartans lyst. Þegar ekki var sungið fræddir þú okkur um allt sem fyrir augun bar. Enn þann dag í dag þekkjum við öll Armannsfell, Botnsúlur, Hrafna- björg og Vellankötlu. Þolinmæði þín var alveg ótrúleg þegar við fórum með þér niður að Þingvallavatni, hvert með sína veiði- stöngina. Þar hljópst þú á milli okkar og beittir, leystir flækjur og losaðir öngla úr litlum lopapeysum. Elsku amma, það er margt sem við höfum lært af þér. Meðal annars kenndir þú okkur í einni bústaðar- ferðinni að skipta um dekk á bíl og svo hjálpaðir þú okkur við að gera dönskustíla og ýmsa aðra heima- vinnu. Elsku amma, minningin um þig mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Þín Birgir, Valgerður, Hrefna og Harpa. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is 4 % Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins j með þjónustu allan y sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja J ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN KR. SVEINSSON rafvirkjameistari, Grundarlandi 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 26. maí kl. 13.30. Jórunn G. Rósmundsdóttir, Kristrún H. Jónsdóttir, Steingrfmur Jónasson, Nanna Jónsdóttir, Jóhannes I. Jónsson, Sveinn E. Jónsson, Soffía V. Jónsdóttir, Jón B. Jónsson, Rósa G. Jónsdóttir, Sigurður P. Jónsson, Árni P. Jónsson, Óskar Guðmundsson, Ólöf Stefánsdóttir, Guðlaug Harðardóttir, Hafsteinn Ó. Þorsteinsson, Helgi E. Kolsöe, Annette Nielsen, Ásta Emilsdóttir, Guðbjörg L. Pétursdóttir, María H. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR frá Torfufelli, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 19. maí. Fyrir hönd vandanna. Jón R. Björgvinsson, Sigrún Björgvinsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNINA GUÐRÚN EGILSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Rauðafelli, Bárðardal, Lyngheiði 9, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 19. maí. Helga Haraldsdóttir, Egill Gústafsson, Vigdís Gústafsdóttir, Jón Gústafsson, Björn Gústafsson, Eysteinn Gústafsson, Svanborg Gústafsdóttir, Vörður Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lotta Wally Jakobsdóttir, Herborg ívarsdóttir, + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR BALDVINSDÓTTIR, Snorrabraut 58, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 25. maí kl. 13.30. Ingibjörg Steina Guðmundsdóttir, Gísli Þór Tryggvason, Hrafnhildur Konráðsdóttir, Sólrún Konráðsdóttir, Snorri S. Konráðsson, Bryndís Konráðsdóttir, Guðmundur G. Konráðsson, barnabörn og Karl V. Jónsson, Soffía H. Bjarnleifsdóttir, Kristján Ágústsson, Elín S. Bragadóttir, barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN ÞÓR STEFÁNSSON, fyrrverandi skólameistari, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. maí. Bryndís F. Guðjónsdóttir, Auður A. Hafsteinsdóttir, Þorbjörn Gestsson, Kristín Marfa Hafsteinsdóttir, Stefanía Ó. Hafsteinsdóttir og barnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓHANNES EINARSSON húsasmíðameistari, áður tii heimilis í Skipasundi 60, Reykjavík, sem lést' á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 21. maí, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 26. maí kl. 13.30. Erna Margrét Kristjánsdóttir, Símon Ágúst Sigurðsson, Ómar Árni Kristjánsson, Anna Björg Kristbjörnsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Sigþór Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓNSSON málarameistari, Brautarlandi 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. maí. Bima J. Benjamínsdóttir, Gyða J. Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jón Þorgrímsson, Birna Ólafsdóttir, Lars Nyström, Jón Ólafur Ólafsson, Anna S. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.