Morgunblaðið - 23.05.2000, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Kennaraháskóli íslands
Lestrarráðgjafi
Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla íslandsvill
ráða lestrarráðgjafa í hálft starf tímabundið
í eitt ár frá 15. ágúst nk. Meginverkefni hans
eru greining á lestri og stafsetningu barna,
unglinga og fullorðinna ásamt ráðgjöf m.a.
til kennara og foreldra.
. Umsækjendur þurfa að hafa tveggja ára fram-
haldsmenntun í sérkennslufræðum ásamt
reynslu af kennslu nemenda með lestrar- og
stafsetningarerfiðleika.
Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðu-
blöð, en umsóknum, með ítarlegum upplýsing-
um um menntun og fyrri störf, skal skilað á
skrifstofu Kennaraháskóla íslands við Stakka-
hlíð, 105 Reykjavík, fyrir 31. maí nk. Öllum um-
sóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur
verið tekin um ráðningu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs-
manna ríkisins.
Nánari upplýsingar veitir Rannveig Lund,
forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar, í síma
'563 3868 (rlund@khi.is).
Grunnskólakennarar
Hvolsskóli á Hvolsvelli
auglýsir eftir kennurum til starfa
Meðal kennsluareina er:
• íþróttakennsla.
• Sérkennsla.
• Almenn bekkjarkennsla.
í Hvolsskóla eru um 170 nemendur í 1. til 10.
bekk og er öll aðstaða mjög góð. Kjörið tæki-
færi fyrir kennara, sem eru opnir fyrir nýjung-
um og metnaðarfullu skólastarfi. A Hvolsvelli
er öll þjónusta fyrir hendi, auk þess er Hvols-
völlur í skjóli fyrir norðantrekknum, sólar- og
góðviðrisdagar margir og gróðursæld mikil.
Sjá nánar á heimasíðu Hvolsskóla
httD://hvolsskoli.ismennt.is/ oq heimasíðu
Hvolshrepps www.hvolsvollur.is.
Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í símum 487 8408 og 487 8139.
REY
Kanntu að elda?
Okkur vantar matreiðslumann á vaktir 3+2
og vanan aðstoðarmann í eldhús frá kl. 10—
17. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Mikil vinna
í boði ef óskað er eftir. Laun samkomulag.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum
eða sendið fyrirspurn á orn@brasserieborg.com.
Kennarar athugið
Við Grunnskólann á Stöðvarfirði vantar
kennara í almenna kennslu.
í grunnskólanum eru tæplega 50 nemendur
í 1. -10. bekk og því töluverð samkennsla. Nýtt
og glæsilegt skólahúsnæði vartekið í notkun
1997. Vinnuaðstaða kennara er mjög góð og
það sama á við um tölvukost skólans. Nýtt
íþróttahús var tekið í notkun í janúar 2000.
Mjög öflugurtónlistarskóli erá staðnum og
starfar hann í nánum tengslum við grunn-
skólann. Sjá einnig heimasíðu skólans
www.eldhorn.is/~grunnstf
Flutningskostnaður greiddur, húsaleiga nið-
urgreidd og að auki er góð launauppbót.
Umsóknarfrestur er lengdur til 30. maí.
Nánari upplýsingar veita:
Jónas E. Ólafsson, skólastjóri, í símum
475 8818 og 475 8911 og Jóhann P. Jóhanns-
son, form. skólanefndar, 475 8989 og
475 8990.
Blaðbera
vantar í Ytri-Njarðvík.
Einnig vantar blaðbera í Keflavík og
Njarðvík í sumarafleysingar.
|| Upplýsingar í síma 569 1122.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meöaltali rúmlega 54.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 i Reykjavik þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Afgreiðslu-
og skrifstofustarf
Starfsmann vantar við afgreiðslu og símsvörun
auk almennra skrifstofustarfa frá kl. 9-17.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Fyrirtækið er með aðsetur í miðborginni.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merkt: „Afgreiðsla — 9683", eigi síðar en föstu-
daginn 26. maí.
Yfirmeinatæknir
Staða yfirmeinatæknis við Frumurannsókna-
stofu Krabbameinsfélags íslands er laus til um-
sóknar. Upplýsingar veitir yfirlæknir rann-
sóknastofunnar í síma 540 1981. Umsóknar-
frestur er til 15. júní.
Krabbameinsfélagið
IÐNSKÓLINN i REYKJAVÍK
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar stöður framhalds-
skólakennara í eftirtöldum greinum:
• 1 staða í sérhæfðum teiknigreinum:
Iðnteikningu háriðna, fatahönnun.
• 1 staða í klæðskurði.
• 1 staða í múrsmíði.
• 1 staða í prentun.
• 6 stöður í rafeindavirkjun.
• 2 stöður í rafvirkjun og rafmagns-
fræðigreinum.
• 2 stöður í stærðfræði.
• 1 staða í eðlisfræði.
• 9 stöður í tölvugreinum.
• 1 staða í faggreinum byggingariðna.
Ráðning í öll störf er frá 1. ágúst 2000. Laun
samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Nánari upplýsingar veitir viðkomandi kennslu-
stjóri, starfsmannastjóri eða skóiameistari í
síma 552 6240. Umsóknum skal skila til starfs-
mannastjóra fyrir 30. maí nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
Varmalandsskóli í Borgarfirði
Kennari
Hefurðu gaman af að vinna með börnum?
Við leitum að kennara til þess að vinna með
yngri þörnum og hefur val/nám í myndmennt/
sérkennslu.
Hvaða sess skipar tölvunotkun í huga þínum?
Varmalandsskóli er þróunarskóli í upplýsinga-
tækni UT. Spennandi og skemmtilegt verkefni.
Komdu og kynntu þér skólann og umhverfi
hans.
Upplýsingar gefur Flemming Jessen, skóla-
stjóri, símar 430 1500/430 1531.
Umsóknarfrestur er til 15. júní nk.
Lausar stöður
Vegna aukinnar sölu vantar starfsfólk í eftirtal-
in störf:
• Starfsfólk við pökkun á fiskréttum
• Hálft starf á skrifstofu
• Verkstjóra/framleiðslustjóra í vinnslu.
Allar nánari upplýsingar veita Jón Arnar eða
Tómas í síma 561 3344 alla virka daga milli
kl. 14.00 og 16.00.
Sendiráð Finniands
óskar eftir að ráða húshjálp í finnska sendi-
herrabústaðinn. Um er að ræða hlutastarf, þ.e.
fimm klst. á dag. í starfinu felast þrif, ýmis
heimilisstörf og aðstoð við framreiðslu. Allar
nánari upplýsingar eru gefnar í síma 510 0100.
Einnig er hægt að senda inn umsóknir í bréfa-
síma 562 3880 eða á netfangið finamb@li.is.
Háseti
Óskum að ráða vana háseta
til síldveiða.
Upplýsingar í síma 423 7691.
RAÐAUGLYSIIMGA
TIL SÖLU
Pallanet
Þrælsterk og
meðfærileg.
Hentug í skjólgirðingar.
Rúllur 3x50 m og 2x50 m.
Verð á fm 99,50 m. vsk.
HELLAS,
Suðurlandsbraut 22,
s. 551 5328, 568 8988,
852 1570, 892 1570.
Til sölu 2ja herb. íbúð
Hef fengið til sölu u.þ.b. 65 fm 2ja herb. ein-
staklingsíbúð á jarðhæð á Hvammabraut 12,
Hafnarfirði. Selst án áhvílandi veðskulda.
Laus nú þegar. Verð: Tilþoð.
Upplýsingar á skrifstofu undirritaðs.
Jónas Þór Guðmundsson hdl.,
Strandgötu 25, Hafnarfirði,
sími 555 1500, bréfsími 565 2644.
Svalalokanir
Lumon svalalokanir úr hertu gleri og áli.
Engir póstar sem spilla útsýni — 100% opnun.
Formaco ehf.,
sími 577 2050.
HÚSNÆÐI í BOQI
Barcelona
Fullbúnar íbúðir til leigu í hjarta borgar-
innar allan ársins hring.
Uppl. í síma 899 5863 f.h. (Helen).
íbúð í miðbænum
Fjögurra herb. íbúð í miðbæ Reykjavíkurtil
leigu frá og með 1. júní.
Fjölskylduvænn staður. Leigist í minnst 2 ár.
Upplýsingar í síma 899 2219.