Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
HUXLEY ÓLAFSSON
fyrrum forstjóri,
Tjarnargötu 35,
Kefiavík,
sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði sunnudaginn
14. maí sl., verður jarðsettur frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju í dag, þriðjudaginn 23. maí, kl. 13.30.
Ámundi H. Ólafsson, Dagný Þorgilsdóttir,
Ólafur H. Óiafsson, Guðrún Árnadóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐLAUG DÓRA SNORRADÓTTIR,
Breiðumörk 8,
Hveragerði,
sem lést þriðjudaginn 16. maí sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
26. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Ás, Hjúkrunar-
heimilið Hveragerði.
Hans Christiansen,
Bryndís Pape,
Gréta Pape, Jóhann Haraldsson,
Þóra Christiansen, Guðmundur Guðmundsson,
Daníel, Bersi, Alexander, Egill lan
og Arna Katrín.
+
Elskulegur faðir okkar,
STEFÁN ÞÓRARINN SIGURÐSSON,
Steiná,
Svartárdal,
Austur Húnavatnssýslu,
er látinn.
Börnin.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför
ÓLAFAR KRISTINSDÓTTUR
frá Núpi, Dýrafirði,
Reynimel 63.
Guðný Kristinsdóttir,
Valdimar Kristinsson, Áslaug Jensdóttir
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför sonar míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SIGMARS JÓHANNESSONAR,
Sunnuvegi 2,
Skagaströnd.
Guð blessi ykkur öll.
Dagný Guðmundsdóttir,
Dagný Marín Sigmarsdóttir, Adolf H. Berndsen,
Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir, Benjamín L. Fjeldsted
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
SIGURLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR,
Steinagerði 9,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landsþítalans.
Óskar K. Ólafsson,
Ólafur M. Óskarsson, Hólmfríður Pétursdóttir,
Rúnar Óskarsson, María Antonsdóttir,
Valdimar Ó. Óskarsson, Kristín S. Guðmundsdóttir
og barnabörn.
OLAFUR
KRISTMANNSSON
+ Ólafur Krist-
mannsson fædd-
ist í Reykjavík 27.
janúar 1915. Hann
lést á Landspítalan-
um 12. maí síðastlið-
inn og- fór útför hans
fram frá Neskirkju
22. maí.
Það er skrítið að
dauðinn var það síðasta
sem mér datt í hug
þegar gekk út af Land-
spítalanum, örstuttu
síðar var afi minn samt
allur.
Eftir sitjum við og reynum að
hughreysta hvort annað, við höfum
svo margar minningar sem við get-
um yljað okkur við.
A Holtsgötunni var ævintýra-
heimur fyrir stuttan snáða, smíða-
verkstæðið hans Guðjóns frænda,
undirgöngin dimmu og ekki má
gleyma bókbandsherberginu hans
afa á annarri hæð. Þar var afi eins ég
mun minnast hans, rólegur og yfir-
vegaður, gaf sér tíma til að skýra út
til hvers þetta og hitt var og sá til
þess að litlir fingur fengu eitthvað til
að dunda við. Þar gat ég setið og
horft á hann með öll þessi undratæki
og tól sem þá virtust risastór og gíf-
urlega flókin. Saxið ógurlega, press-
urnar og öll smámyntin í vindlaköss-
unum. Mér fannst afi alltaf vera að
binda inn Lesbók Morgunblaðsins,
ég veit svo sem ekki hversu margir
árgangar liggja innbundnir eftir
hann, en þeir eru ekki
fáir og það hefur ekki
verið auðvelt að hafa
uppi á þeim fyrstu. En
þær voru enn fleiri
bækurnar sem hann
batt inn og munu þær
heiðra minningu hans
um ókomin ár.
Afi vann hjá Skelj-
ungi í 55 ár, nokkuð
sem þekkist ekki í dag,
byrjaði sem sendill og
endaði sem gjaldkeri.
A Suðurlandsbrautinni
var skrifstofan hans
með stóra peninga-
skápnum og útsýni yfir sundin blá.
Þar byrjuðu og enduðu labbitúrarnir
frægu sem við systkinin munum
aldrei gleyma. Þá var gengið milli
bensínstöðva og sölunni safnað sam-
an og hún síðan sett í stóra skápinn,
ég trúi því varla ennþá að við höfum
labbað allan þennan hring enda var
ýmsu hvetjandi gaukað að manni
sem kætti lítinn snáða.
Eitt var það þó sem afi gat æst sig
yfir, fótbolti . Hann var meiri KR-
ingur en nokkur sem ég þekki og
þekki ég þó nokkra. Hann spilaði
sem bakvörður með Gullaldarliði
KR og vann allt sem hægt var að
vinna í þá tíð, þjálfaði yngri flokka
félagsins og fór sem fararstjóri til
útlanda með þeim. Gaman þótti mér
í seinni tíð að glugga í ljósmyndir
sem teknar voru í þeim ferðum. Eg
man að ég gat montað mig af því að
afi minn hefði þjálfað ekki ómerki-
DULSPEKI 11 FÉLAGSLÍF
Innri Ijósvera
mannsins.
Námskeið veröur
haldið helgina 27.
og 28. maí nk. frá
kl. 10.00 til 18.00
báða dagana. Það
er ætlað þeim sem áhuga hafa á
að dýpka skilning sinn á andlegri
verund sinni og tengjast sál
sinni betur. Kynntar verða aust-
rænar og vestrænar dulspeki-
kenningar og kenndar æfingar
sem ætlað er að tengja betur
saman innri Ijósveru einstak-
lingsins við hinn ytri persónu-
leika m.a. austurlensk æfing, At-
man Vichara og æfing til þess að
fá betri skilning á hvert hlutverk
einstaklingsins og hæfileikar eru
í þessari jarðvist. Leiðbeinandi
verður danski dulspekingurinn
Asger Lorentsen, sem m.a.
hefur skrifað bækurnar Innri
gerð mannsins og Stjörnumenn
og englafólk.
Uppl. og innritun í sima
566 7832. Verð kr. 9.500,-
Þriðjudagur 23. maí kl. 20.30.
Fuglaskoðunarferð: Álftanes
— Astjörn.
Leiðbeinandi: Hallgrímur Gunn-
arsson. Tegundir verða skráðar.
Verð 800 kr. f. félaga og 1.000 kr.
f. aðra, frítt f. börn m. fullorðn-
um. Brottför frá BSÍ. Miðar í far-
miðasölu.
Miðvikudagur 24. maí kl.
20.30.
Opið hús í Skagfirðingabúð.
Ari Trausti og ferðakynning.
Jeppadeild Útivistar með
fræðslufund og ferðakynningu i
Skagfirðingabúð, Stakkahlíð 17.
Kynning á almennum Útivistar-
ferðum og jeppaferðum. Ari
Trausti spjallar um 101 fjall sbr.
bókina Fólk á fjöllum. Allir vel-
komnir. Frítt.
Færeyjar 9. —14. júní. Pantið
strax.
+
Mágur okkar,
VILHELM JACOBSEN,
andaðist á sjúkrahúsi í Flórída föstudaginn 19. maí.
Fyrir hönd aöstandenda
Árni H. Árnason.
+
Elskulegur faðir minn og afi,
BRYNJÓLFUR MAREL VILBOGASON
fyrrverandi leigubílstjóri,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristfn Brynjólfsdóttir,
Lilja Huld Steinþórsdóttir.
legri kappa en Albert Guðmundsson,
raunar er ég viss um að ég hef sagt
öllum að allt sem hann síðar afrekaði
væri afa að þakka en það er annað
mál.
Amma Ingibjörg dó þegar ég var
sjö ára gamall og þá flutti afi til okk-
ar í Básendann þar sem hann bjó í 13
ár. Þar þurfti hann að horfa upp á
mig ganga í Víking og þótti honum
það held ég ekki gott því þeir voru
ekki hátt skrifaðir þegar hann var að
spila en hann studdi mig alltaf í öllu
mínu íþróttabrölti og var glaður
þegar stráknum gekk vel.
Það er dýrmæt reynsla að fá að
búa með afa sínum og sögurnar um
hvernig allt var og hvernig hlutirnir
hafa breyst eru brunnur sem ég mun
búa að allt mitt líf. Reyndar var ég
svo heppinn að deila herbergi með
hinum afa mínum þau sumur þegar
ég fór í sveit þannig að ég er ríkur
maður af sögum og frásögnum um
það hvemig hlutirnir voru og hvern-
ig þjóðfélagið hefur gjörbreyst á
einni mannsævi.
Afi sagði einhvern tíma við mig að
hann ætlaði ekki að deyja fyrr en
KR væri orðið íslandsmeistari í fót-
bolta, við það stóð hann og veit ég að
það var glaður KR-ingur sem kvaddi
þennan heim og fór yfir í þann
næsta.
Blessuð sé minning Olafs afa.
Jörgen.
Elsku Óli afi.
Er þá kveðjustundin runnin upp,
fyrr en okkur óraði fyrir. Við kveðj-
um þig með söknuði og hlýju er við
hugsum til allra góðu stundanna sem
við áttum saman. Við kynntumst Ól-
afi fyrii' um það bil níu árum þegar
móðir okkar, Jóhanna Harðardóttir
og Magnús Ólafsson hófu sambúð.
Það var ætíð létt yfir Ólafi, sérstak-
lega þegar KR kom til tals. Hann var
góðlegur að sjá og yfirleitt var stutt í
mildan hláturinn. Það var því auð-
velt fyrii' okkur systkinin að kynnast
honum. Hann tók okkur sem sínum
eigin barnabörnum og við höfum æt-
íð litið á hann sem afa. Ólafur gekk
alltaf í finum frakka og með höfuð-
fat. Undantekningar voru þó gerðar
ef heitt var í veðri, þá kom fyrn- að
hann fór úr frakkanum en hatturinn
var alltaf á sinum stað, hvernig sem
viðraði. Ólafur bauð af sér góðan
þokka og þannig minnumst við hans,
sem herramanns og yndislegs afa.
Þó að þinn tími hafi verið kominn er
samt afar sárt að kveðja þig.
Guð geymi þig, elsku Ólafur.
Minningin um þig á alltaf eftir að lifa
í hjarta okkar.
Christína og Thomas.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinamar i simbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.