Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Draumar verða
bara ekkí betri
en þetta!
A. ÍaRAHA**- IXU
wmmm
7 ^ V
K o o
2H
Ferdinand
Smáfólk
HERE'S ANOTHER ONEITM0U6MT
0F..IT'5 CALLEP THE''OLP
HIPPEN FIR5T EA5E TRICK"/
IFTMEOTHERTEAM CAN T
FINP FIR5T BA5E,THEr
CAN'T 5CORE ANY RUN5..
HOU) ABOUT
THEOL' hippen
RI6HT FIELPER
TRICK?
17/
fTHAT^ÁGÖÖpl
IPEA.J’LL 60
HIPE BEHINP
THE PR.INKIN6
FOUNTAIN!
©
D
a
Hérna er annað sem ég hugsaði upp, Ef hitt liðið getur ekki fundið
það er kallað „Gamla felubragðið fyrstu höfn, þá getur það
á fyrstu höfn“. ekki fengið nein stig.
Hvað með gamla
bragðið, „Faldi
leikmaðurinn
á hœgri kanti".
Þetta er fín
hugmynd. Ég fer
of fel mig á bak
við vatnspöstinn.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Athugasemd við
grein Marteins
Bj örgvinssonar
Frá Guðmundi Arasyni:
VINUR minn, Marteinn Björgvins-
son, skrifaði fyrir nokkru í Morgun-
blaðið nefnt innlegg í umræðu um
hnefaleika. Þetta er annað innlegg
hans í umræður um þetta mál. Mar-
teinn æfði hnefaleika hjá Armanni á
þjálfaraárum mínum. Hann keppti
nokkrum sinnum í þau fjögur ár sem
hann æfði og háði einnig marga sýn-
ingarleiki við jafnaldra sína fyrir am-
eríska herinn. Hann var einn fjölda
pilta sem ég þjálfaði og einn þeirra
bestu. Hann keppti aldrei við neina
annarra þjóða hnefaleikara eins og
mátti skilja á skrifum hans. Hann
var einn þessara teknisku hnefaleik-
ara, sem hljóta mjög fá högg. Ég var
sjálfur mjög hrifinn af kunnáttu
hans og leikni og það fór ávallt vel á
með okkur.
Aðspurður í grein sinni svarar
hann að hann hafi aldrei meitt sig í
hnefaleikum. I afmælisgrein í DV16.
júní 1989, sem tileinkuð er Marteini,
stendur m.a. „Marteinn hafði
snemma áhuga á íþróttum og gekk í
Glímufélagið Armann, þar sem hann
lærði hnefaleika hjá Guðmundi Ara-
syni, sem var ungum nemendum sín-
um bæði hollráður og góður félagi.“
Þessi grein er skrifuð 40 árum eft-
ir að Marteinn hætti iðkun hnefa-
leika, festi ráð sitt, gifti sig og stofn-
aði heimili. Á þessum árum var hann
nemi í húsgagnasmíði. Hann lauk
námi og hann hugðist gera þetta að
æfistarfi sínu. Ég fylgdist ekki mikið
með honum upp frá þessu en eitt-
hvað þó. í maímánuði 1999 hringir
Marteinn í mig og flytur mér þau tíð-
indi að hann hafi verið látinn skrifa
grein, með hjálp annarra, um hætt-
una af iðkun hnefaleika. Honum
finnst að hann þurfi að tala um það
við mig. Ég sagði honum að ég væri
búinn að lesa þessa grein hans og ég
taldi það gersamlega útilokað að
hnefaleikar væru orsök krankleika
hans. Það þyrfti meira að koma til.
Við ræddum þetta góða stund. í
þessu samtali tjáði Marteinn Björg-
vinsson mér, að hann, ásamt tveimur
öðrum á sama verkstæði, þar sem
þeir hefðu unnið við gerð húsgagna,
hefðu verið látnir hætta vegna þess
að þeir voru í hættu vegna h'mefna
og annarra eiturefna er þeir unnu
með. Það er orðið alvarlegt þegar
iðnaðarmenn verða að hætta störf-
um í iðn sinni með þessum hætti. En
Marteinn segir í grein sinni, að sam-
starfsmönnum hans hafi stafað
hætta af honum við störf. Mér varð á
að spyrja hann hvort þessir tveir,
auk hans, hefðu iðkað hnefaleika.
Hann sagðist ekki vita til þess.
Mér er fremur illa við að skrifa
þessa grein, því ég finn mjög til með
vini mínum Marteini. En ég hef
lúmskan grun um að einhver eða ein-
hveijir, sem koma þessu á blað fyrir
hann, séu ekki beint vinveittir íþrótt-
inni, sem ég tel þá albestu til að upp-
skera hreysti og andlegt jafnvægi.
Það er einnig ósanngjai-nt af ráða-
mönnum þessarar þjóðar að banna
eina tiltekna íþrótt og með því að
vísa í því sambandi til slyss og dauðs-
falla í öðrum íþróttum. Því verður
ekki fullnægt með banni á hnefaleik-
um.
Ég held að ólympíuíþrótt hafi ekki
verið heppileg til þess.
GUÐMUNDUR ARASON,
Eskiholti 12, Garðabæ.
Box - box
Frá Karli Jónatanssyni:
BOX er árásarleikur (eða ekki leik-
ur) sem er að markmiði ólíkur
íþróttum. í öllum íþróttum er það
metnaður og stolt hvers einstakl-
ings að forðast að meiða eða slasa
andstæðinginn. I boxkeppnum er
það aftur á móti markmið beggja frá
byrjun til enda orustunnar einmitt
að meiða, helst slasa andstæðinginn.
Og einmitt þess vegna get ég pers-
ónulega alls ekki fallist á að box sé
íþrótt. Þessir boxvinir fullyrða að
þeir ætli að sjá til þess að fái þeir
box leyft hér á íslandi verði það að-
eins ólympíubox. Það þýðir víst að
þátttakendur verði með höfuðhlífar
sem þá tryggi að minnsta kosti að
þátttakandi komi ekki út úr leiknum
andlegur aumingi. Það má vera að
þeim tækist að troða á keppendur
hlífum allavega í mest áberandi
keppnum en samt hefi ég ekki trú á
þessum vamagla.
Nú svo náttúrulega eftir stuttan
tíma verða hópar af ungum mönnum
orðnir slyngir rotarar. Þessir ungu
menn bregða sér svo niður á hall-
ærisplan á föstu- eða laugardags-
kvöldi í leit að fórnarlambi til að æfa
sig á. Ætli þeir muni kannske grípa
með sér hlíf að setja á höfuð fórnar-
lambinu áður en leikurinn hefst? Ég
hefi satt að segja enga trú á því.
íslendingar hafa nú undanfarin ár
sýnt furðu mikla tækni í og áhuga á
því að ráðast á fórnarlamb þegar
það er orðið ósjálfbjarga, liggjandi í
svaðinu, og sparka í það helst í höf-
uðið, og stundum eru þessar hetjur
2-3 saman. Þessi manngerð minnir
mann ónotalega á híenur. Ég held
bara að málin séu nógu slæm nú
þegar þó að ekki bætist í hópinn
nokkur hundruð box-rotarar.
Fari svo að box verði aftur lögleitt
hér á landi verður framið stórt ill-
virki.
KARL JÓNATANSSON,
harmónikuleikari.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.