Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 60

Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 60
<)0 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Utskriftarnemendur frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Brautskráning frá Fj ölbrautaskólan- um í Garðabæ 46 NEMENDUR voru brautskráðir laugardagin 20. raaí frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ, 43 stúdentar og þrír nemendur af styttri brautum. Athöfnin fór fram í Vídalínskirkju. Þorsteinn Þor- steinsson, skólameistari, flutti ávarp og afhenti nemendum próf- skírteini. Skólameistari ræddi um starfið á liðnum vetri og hlutverk skólans. Samkvæmt samningum við menntamálaráðuneytið verður skólinn fyrst og fremst bóknáms- skóii með öflugu listnámi og nokkrar stuttar brautir tengdar starfsnámi. Þessar brautir eru í boði: Félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut til stúdents- prófs. Þriggja ára listnámsbraut með möguleika á framhaldi til stú- dentsprófs. Starfsnámsbrautirnar íþróttabraut, uppeldisbraut og við- skiptabraut með framhaldi til stú- dentsprófs og loks almenn braut fyrir þá sem eru óákveðnir, þá sem þarfnast betri undirbúnings eða vilja skipuleggja stutt nám í samráði við skólann. Skólameistari nefndi einnig að skólinn stefndi að því að verða virkt afl í bæjarfélögunum tveim- ur sem að honum standa, Garðabæ og Bessastaðahreppi, með því að bjóða aðstöðu til samkomuhalds, námskeiða og fyrirlestra. Þá nefndi hann öflugt forvarnastarf innan skólans og aðrar nýjungar í skólastarfinu, s.s. starf fyrir fatl- aða og sérþjónustu við framúr- skarandi nemendur. Innan skólans ættu allir að rúmast. Sá skóli sem næði að gegna því hlutverki af kostgæfni væri fyrirmyndarskóli. Skólameistari ávarpaði nemend- ur þegar brautskráningu var lok- ið. Hann hvatti nemendur til að taka því sem á vegi verður sem gjöfum sem geta kennt eitthvað um okkur sjálf eða annað. Það skipti ekki aðeins máli að setja sér markmið heldur væri mjög mikil- vægt að vinna af heilindum að því markmiði, standa vörð um hug sinn og hjarta, rækta dómgreindina og vega og meta innihald hlutanna en missa ekki sjónar á sjálfum sér og hinu sanna inntaki hlutanna. Ásta Lúðvíksdóttir deildarstjóri í dönsku kveður nú skólann eftir langt og gott starf frá stofnun hans. Skólameistari færði henni gullmerki skólans í kveðjuskyni og var henni þakkað með hlýju lófataki. Formaður skólanefndar, Þórður Ingason, flutti hinum nýbraut- skráðu nemendum kveðju og Gunn- ar Þór Geirsson flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Dúx skólans var Stefán Bogi Sveinsson, stúdent af hagfræði- braut, og hlaut hann viðurkenning- ar fyrir besta námsárangurinn að þessu sinni og fyrir ágætan árangur í íslensku, ensku og sögu. Guðrún Jóna Sigurðardóttir, sem lauk bæði félagsfræðilínu og sálfræðilínu fé- lagsfræðabrautar, hlaut viðurkenn- ingu fyrir flestar námseiningar og einnig fyrir ágætan námsárangur í félagsgreinum, þýsku og ensku. Veitt voru verðlaun á sviði hand- íða og myndmennta en vegur skól- ans i þeim greinum hefur farið mjög vaxandi. Þau hlutu Guðríður Guðna- dóttir og Laila B. Nielsen fyrir mjög góðan árangur í greinum fata- og textflhönnunar og Ingibjörg Sigur- björnsdóttir fyrir góðan árangur í myndlistargreinum. Aðrir nemendur, sem hlutu viður- kenningar, voru Björn Sighvatsson fyrir ágætan árangur í stærðfræði og eðlisfræði, Sonja Guðbjartsdóttir fyrir norsku, Hrönn Margrét Magn- úsdóttir og Karen Lilja Sigurbergs- dóttir fyrir markaðsfræði og Auður Jónsdóttir, Ásgeir Örn Jónsson, Elva Hrund Ingvadóttir og Laila B. Nielsen fyrir frábæra skólasókn. Við athöfnina lék Ásrún Hildur Kolbrúnardóttir á saxófón og söng eitt lag en Kolbrún Ósk Óskarsdótt- ir lék með á píanó. Að lokum sungu allir viðstaddir Island ögrum skorið og skólameistari sagði Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ slitið í sext- ánda sinn. Fyrirlestur á vegum Foreldrafélags misþroska barna FYRIRLESTUR á vegum For- eldrafélags misþroska barna verð- ur haldinn miðvikudaginn 24. maí. Davíð Bergmann Davíðsson ung- lingafulltrúi fjallar um unglinga í áhættuhópum, ástæður og ein- kenni og hvaða leiðir eru færar til forvarna og íhlutunar. I fréttatilkynningu segir: „Davíð starfar nú sem unglingaráðgjafi á Norðurlandi og vinnur ásamt öðr- um að samtengingu skóla- og fé- líigsþjónustu í Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði. Davíð hefur mikia reynslu af hópstarfi með ungling- um í vanda í Reykjavík og þekkir bæði ferlið, ummerkin og afleiðing- arnar. Hann segist þekkja ofvirkn- ina persónulega og kemur þar með nýjan þátt inn í þessa umræðu sem er bæði athyglisverður og fræð- andi. Við hvetjum bæði foreldra og kennara eindregið til að koma og hlusta á fróðlegan fyrirlestur sem gæti orðið okkur hollt veganesti inn í sumarið þegar margt vill ganga í í lífi unglinganna.“ Fyrirlesturinn er haldinn í safn- aðarheimili Háteigskirkju miðviku- daginn 24. maí kl. 20, gengið inn frá bílastæðinu. Fundurinn er öll- um opinn og aðgangur er ókeypis. VELVAKAMDI Svarað'í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sama hvaðan gott kemur MIG langar deila smá- reynslu, sem ég varð fyrir stuttu og kom vel á vondan. Síðastliðið hálft ár hef ég haft vondan verk í fæti. Bólgur og ef til viU slit segir læknirinn. Meðhöndlun erf- ið og væntingar um bata ekki tryggðar. Faðir minn hefur sofið á dýnu sem er alsett segli og hefur hann talað um að sér líði mun betur eftir að hann fór að nota hana, en ég hef efast og í raun talið þetta ein- tóma auglýsingamennsku, en ánægð með að karli líði betur. Eg var stödd fyrir stuttu í Lyfju og heyrði þar sölumann fara mikinn um mátt segulsins. Eg lét til- leiðast og keypti mér eitt stykki plötu sem ég límdi með plástri á meinið, sem sagt keypti skrumið. Svo er nú komið fyrir mér, að verkurinn er horfinn og göngulagið taktfast. Hvað sem veldur, þá er sama hvaðan gott kemur. H.Ó. Ég óttast ekkert Á FORSÍÐU Dagblaðsins 8. maí sl. var forsíðumynd af Össuri Skarphéðinssyni nýkjömum formanni Sam- fylkingarinnar. Mottó og yfirskrift var: „Ég óttast ekkert.“ Össur var glaður yfir kosningaúrslitunum og óttaðist ekkert. Við lestur viðtalsins varð þessi staka til: Össur sætan sigur vann/ syngur hress og glaðuiVSá sem ekkert óttast kann/er ekld vitur maður. Pálmi Jónsson. Metnaðarfull stjórn í borginni ÉG ER ánægð með fram- gang stjórnar á Reykjavík- urborg vegna þess að dag- lega eru metnaðarfullar framkvæmdir í þágu fólks- ins. Lögreglan, kennarar og yfirvöld vinna saman fyiár fólkið. Ég veit að í Granda- skóla fræða fullorðnir þá yngri, það færir kynslóðirn- ar saman. Mér finnst Ingi- björg Sólrún borgarstjóri sanngjörn í sínum málflutn- ingi, en það eru sjálfstæðis- menn ekki. Ég er ekki hissa á þvi að aðeins 14 manns hafi mætt á fund í Grafar- vogi, sem haldinn var á veg- um sjálfstæðismanna. Bergljöt Aðalsteinsdóttir. Stóð á gati ÉG HEYRÐI í litlum krökkum í útvarpinu Sam- félagið-nærmynd. Það er gaman að hlusta á þau. Þau voru m.a. spurð um merk- ingu orða. Mig langar að koma því á framfæri að ég spurði hana sonardóttur mína, sem er að verða 5 ára, hvort hún vissi hvað þýddi „að aka bifreið". Hún stóð á gati. Einu sinni var reynt að skíra útvarpið „hljóðvarp", það tókst ekki. Góðu fjölmiðlamenn, þetta er bara árangurs- laust. Þessi orð að keyra bíl og útvarp eru orðin föst í málinu. Gengi nokkuð betur að taka upp Nýja-Jórvík, jarðepli og glóaldin í stað New York, kartöflur og appelsínur? Ég er hrædd um að börnin stæðu á gati. Vigdís Ágústsdóttir. Leiðarkerfi Strætis- vagna Reykjavíkur SIÐAN leiðarkerfinu hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur var breitt er yonlaust að komast upp í Ármúla. Ég átti leið þangað um daginn og þurfti að fara úr vagnin- um á Suðurlandsbrautinni. Þaðan er illmögulegt að komast upp í Armúla nema að klífa holt og hæðir og klöngrast á milli húsa. Mér finnst leiðarkerfið hafa versnað síðan nýi forstjór- inn tók við. Er ekki eitthvað hægt að gera til þess að bæta samgöngur í borg- inni? Það er alltaf verið að hvetja fólk til þess að taka strætisvagna, en leiðarkerf- ið verður þá að henta fólk- inu. Margrét Matthíasdóttir. Tapad/fundid Blár gallajakki og eyrnaskjól fundust BLÁR gallajakki og grænt eymaskjól fundust þriðju- daginn 16. maí sl. á gatna- mótum Stakkahlíðar og Barmahlíðar. Upplýsingar í síma 562-6251 eða 552-6674. Kvengleraugu töpuðust í Kópavogi KVENGLERAUGU týnd- ust laugardaginn 20. maí sl. á leiðinni Hlíðarhjalli um Álfaheiði, Þverbrekku og Grænatún. Gleraugun hafa sennilega dottið upp úr vas- anum. Fundarlaun. Gleraugun eru eigandanum mikils virði. Upplýsingar í síma 864-9744. Svört harteygja tapaðist SVÖRT hárteygja með fjólubláum pífum týndist á Laugaveginum laugardag- inn 13. maí sl. Upplýsingar í síma 696-7151. Morgunblaðið/Ómar Víkverji skrifar... VÍKVERJI dáist að framtaki ein- staklinganna sem beittu sér fyrir gerð Hvalfjarðarganga í hvert skipti sem hann ekur um göngin. Framtak þeirra er einstakt og lýsir mikilli framsýni. Og raddir þeirra sem gagnrýndu þessi áform sem harðast eru löngu þagnaðar. Göngin hafa stytt leiðina norður og vestur um land mun meira en nemur krókn- um fyrir Hvalfjörð því nýja leiðin er miklu öruggari og greiðfarnari en sú gamla. Víkverji getur í því efni sagt litla sögu af sjálfum sér. Honum fannst hann vera orðinn allt of seinn í afmæli sem vinkonur hans héldu há- tíðlegt með mikilli veislu í Borgar- nesi um helgina. Það var því ekið nokkuð greitt en leiðin reyndist miklu greiðfærari en Víkverji innst inni trúði, þrátt fyrir allgóða reynslu hans af henni, og svo fór að hægja varð á ferðinni þegar Borgarnes sást til þess að gestirnir mættu ekki óþægilega snemma. xxx REYNSLAN af Hvalfjarðargöng- um og öðrum samgöngubótum á síðustu árum gerir það að verkum að Víkverji dagsins er mjög ánægður með öll verekefni sem uppnefnd eru gæluverkefni í vegagerð. Betrum- bætur á vegakerfinu eru liður í innri uppbyggingu þjóðfélags okkar, eins og Davíð Oddsson forsætisráðheiTa vakti athygli á í viðtalsþætti á Skjá einum um helgina. Alltaf þarf þó að forgangsraða framkvæmdum, ekki síður á þessu sviði en öðrum, og Vík- verji er ekki alltaf ánægður með nið- urstöðuna. Lagning nýs Þverárfjallsvegar sem liggur þvert yfir Skaga, milli Austur-Húnavatnssýslu og Skaga- fjarðar, er hér nefnd sem dæmi um ranga forgangsröðun að mati Vík- verja. Þegar Vegagerðin og sam- gönguráðuneytið lögðu fram tillögu að langtímaáætlun í vegagerð fyrir nokkrum árum, áætlun sem síðar var samþykkt af Alþingi, var Þverár- fjallsvegur ekki talinn svo brýnn að hann rúmaðist innan tólf ára áætlun- ar, þrátt fyrir mikinn þrýsting þing- manna kjördæmisins um að ráðist yrði í framkvæmdina. Þingmennirn- ir fundu hins vegar smugu og með því að færa saman heimildir sem þeir höfðu og fresta ýmsum framkvæmd- um gátu þeir komið undirbúningi framkvæmda í gang, þrátt fyrir það sem var á undan gengið og lagning vegarins er að hefjast. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá skal upplýst að Þverárfjallsvegur kemur íbúum Sauðárkróks einkum til góða, það styttir fyrir þá leiðina til Reykjavík- ur. Vissulega tengir hann saman þéttbýlisstaðina í Austur-Húna- vatnssýslu, Blönduós og Skaga- strönd, og Sauðárkók og er einnig mjög þörf framkvæmd af þeim ástæðum. Þess má hins vegar geta að fyrir er ágæt leið á milli hér- aðanna, um Vatnsskarð, og í raun til- tölulega skammur tími liðinn frá því þar var gerður almennilegur vegur. XXX EIR sem leið eiga um þessar slóðir vita af eigin raun að ekki er síður þörf á því að laga Hringveg- inn um Norðurárdal í Skagaftrði og taka af stórhættulegar einbreiðar brýr þar og víðar í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Það hefði átt að vera forgangsverkefnið á þessum slóðum, að mati Víkverja, þótt áhugi Sauðkrækinga, fleiri íbúa héraðanna og þingmanna þeirra á Þverárfjalls- vegi sé skiljanlegur. Þá má Víkverji til með að geta þess að sumir heima- menn eru hræddir um að erfitt verði að reka veginn yfir Þverárfjall á vetrum. Þar séu mikil sjóþyngsli og iilviðri á köflum. En það gerir svo sem ekki mikið til, ef menn eru ekki að þvælast þarna á þeim tímum, því leiðin yfir Vatnsskarð er yfirleitt greiðfær. En hvort sem þessi hrak- spá rætist eða ekki er ljóst að dýrara hlýtur að vera að moka tvær leiðir en eina. En vonandi fer eins fyrir Víkverja og þeim sem spáðu hraklega fyrir framkvæmdum við Hvalfjarðar- göngin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.