Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Husbóndi og hjú - eða öfugt. Dirk Bogarde og James Fox í Þjóninum(’63). Joseph Losey fyrir miðju, önnum kafinn við að leikstýra Miu Farrow og Elizabeth Taylor í dellunni Secret Ceremony (’68). ÞEIR eru til sem telja Joseph Los- ey (1909-1984), til snillinga kvik- myndagerðarinnar. Aðdáenda- klúbburinn þó einkum í vinstri kantinum, þar sem hann var ekki síður dáður fyrir að vera píslar- vottur harðlínumannsins Josephs McCarthys. Oldungadeildarþing- í inaðurinn sá komma í hverju horni og kom því til leiðar að Losey var rekinn úr Iandi fyrir pólitískar skoðanir sínar undir nornaveiðum óamerísku þingnefndarinnar um og eftir miðja öldina. Losey varð umsvifamikill í sínu nýja heima- landi, Bretlandi, og varð tvímæla- laust kunnastur allra þeirra utan- garðsmanna sem urðu til á þessum válegu tímum. Ekki svo að skilja að Englendingar bæru hann á örm- um sér, því fór fjarri, Losey var hins vegar iðinn við að afla sér fjár til kvikmyndagerðar og átti ekki hvað síst gott samstarf við Evrópu- útibú Hollywood-risanna þegar gruggið tók að setjast á botninn. Losey var fæddur inn í mennta- mannafjölskyldu af hollenskum uppruna. Faðirinn var lögfræðing- ur og sjálfur lagði hann fyrir sig lyfjafræði en umbrotatímarnir á öndverðum fjórða áratugnum báru góð fyrirheit og háskólanám ofur- liði. Losey fékk vinnu sem auka- leikari í leikhúsunum við Broa- dway og þar með var grunnurinn lagður undir ævistarfið. Fékkst hann við bókmenntagagnrýni, sviðs- og leikstjórn og hélt síðan til Evrópu, sér til ánægju og yndis- < auka. Fór alla leið til Moskvu og nam fræði af sjálfum Eisenstein. Sneri heim 1935 og vann sig upp á Broadway sem einn sá athyglis- verðasti í hópi ungra leikstjóra. Setti m.a. upp verk eftir Berthold Brecht og fleiri viðfangsefni af vinstrisinnuðum, pólitískum toga, fylgdu í kjölfarið. Hámarkið var sjálfsagt leikritið Galileo Galilei, ineð Charles Laughton í titilhlut- verkinu, árið 1947. Skömmu síðar bauð Dore Schary, æðsti maður RKO- kvikmyndaversins, Losey til við- ræðna um að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd, The Boy With Green Hair (’48). Þótti enginn merkis- . viðburður en nógu góð til að Losey var treyst til að Ieikstýra nokkrum smámyndum til viðbótar. Ódýrar allar og á mörkum þess að falla í B-flokk. Þeirra á meðal endurgerð þýsku myndarinnar M, The Lawless (’50), og The Prowler (’51), sem þótti einna best. Losey var önnum kafinn við gerð ítalsk-bandarískrar myndar, Stranger on the Prowl niðri á It- alíu síðla árs ’51, er hann fékk stefnu um að mæta fyrir óamer- ísku nefndinni. Einhver samstarfs- manna hans hafði vitnað gegn hon- 'ura fyrir þessum rannsóknarrétti. Er leikstjórinn sneri aftur heim var hann þegar kominn á svartan lista kommúnistabananna, ekki um annað að ræða en að flýja land. Losey settist að í Bretlandi 1953 og hagur hans fór smám saman að vænkast. Fyrstu myndirnar þykja lítt eftirminnilegar. The Sleeping Tiger og The Intimate Stranger JOSEPH LOSEY Alan Bates og Edward Fox í Sendiboðanum - The Go-Between (’71). (báðar ’50), voru gerðar und- ir dulnefni; McCarthyisminn teygði enn krumluna út fyrir landsteinana. Time Without a Pity (’57), sú fyrsta sem framleiðendur voguðu sér að eigna flóttamanninum. 1959 kom Blind Date, myndin sem kom Losey á framabrautina. Lítil en hröð spennumynd með Stanley Baker og Hardy Kruger. Nýtti Losey úti- tökurnar í London á áhrifar- íkari hátt en áður þekktist. Fangelsisdramað The Crim- inal (’60), var jafnvel enn sterkara og Baker að- sópsmikill í aðalhlutverki. The Damned (’62) og Eva (’62), voru ekkert of vel lukk- aðar þreifingar - vísinda- skáldsögulegar og meló- dramatískar. Losey hafði markað sér stefnu en það var ekki fyrr en með Þjóninum - The Ser- vant (’62), sem hann vakti heimsat- hygli og komst í fremstu raðir í leikstjórastétt. Myndin var sú um- talaðsta á árinu og Losey fylgdi henni vel eftir með King and Country (’64), með stórleik Toms Courtenay sem besta þættin- um í áhrifaríkri mynd um stríðsréttarhöld. Courtenay er öbreyttur hermaður og lið- hlaupi sem lögmaðurinn Dirk Bogarde er fenginn til að verja. Ber í fyrstunni Iitla virðingu fyrir skjólstæðing- num en snýst smám saman á sveif með þessum ómenntaða, volaða undirmálsmanni. Hollywood kom við sögu hinnar undarlegu og yfir höf- uð mislukkuðu Modesty Blaise (’66), kvikmyndaborgin var að reyna að finna kvenlegt svar við hinum feikivinsæla Bond. Það gekk ekki eftir og Losey örugglega ekki leikstjórinn til að valda því. Öllu verri var Boom! (’68), með hjónunum Elizabeth Taylor og Richard Burton. Jafnvel slakari en nafnið. Secret Ceremony (’68), með Liz og Robert Mitchum var síst betri. Aftur rofaði til með Figures in a Landscape (’70). Allavega er hún minnisstæð þessi undarlega mynd sem er frá upp- hafi til enda eltingaleikur yfir- valda við tvo fanga (Robert Shaw, Malcolm McDowell). Aðal- leitartækin voru þyrlur og nýtti Losey sér kvikmyndalega mögu- leika þeirra einna fyrstu manna. Ferill Loseys er óvenju kafla- skiptur. A milli glittir í perlur og nú var komið að Slysi - Accident (’67) og The Go-Between (’71). Báðar teljast með bestu myndum leikstjórans, einkum er sú síðar- nefnda eftirminnileg pers- ónuskoðun og trúverðug fongun liðins tíðaranda. Eftir þessar ágætismyndir fer að halla undan fæti. Losey settist að mestu leyti að í Frakklandi, þar sem hann gerði m.a. þá vondu mynd, The Assasination of Trotsky (’72), með Richard Burton, illa á sig kominn, í titilhlutverkinu. Brúðulnísið (’73), eftir Ibsen, stát- aði af Jane Fonda, sem er prýðis- góð en leikhúsleg. Tom Stoppard skrifaði handrit The Roamantic English Woman (’75), sem þykir sama marki brennd - kvikmyndað leikhús. Mr Klein (’76), þykir best Frakklandsmyndanna. Don Giov- anni (’79), kvikmynduð uppsetning óperu Mozarts, er sögð ein besta mynd Loseys, sem að líkindum hefði ekki vegnað verr í Icikhúsinu sem jafnan stóð honum svo nærri. Sígild myndbönd ÞJÓNNINN (THE SERVANT) 1963 ★★★★ Ósjálfstæður auðmaður (James Fox) ræður sér einkaþjón (Dirk Bogarde) sem smám saman tekur húsbóndavaldið á heimilinu. Mögn- uð líkingasaga um siðferðilega hnignun, úrkynjun og úrræðaleysi valdastéttarinnar. Kynferðislegur undirtónninn er afar sterkur og magnaðsti þáttur ógleymanlegrar myndar. Losey rís í hæðir sem leik- stjóri, handrit Harolds Pinters (e. skáldsögu er litlu síðra. Besti þátt- ur myndarinnar er þó afburðaleikur pólanna þriggja; tæfunnar, tálbeit- unnar Söru Miles, hins veiklundaða aðalsmanns í höndum James Fox. Svo er það háll sem áll klækjaref- urinn, þjónninn Dirk Bogarde. Hann var jafnan sjálfum sér líkur en hér fer hann á kostum. And- rúmsloftið er svo gjörspillt að það smitar frá sér. Myndir um hús- bændur og hjú gerast vart betri né perralegri, dæmisögur um hið illa og hið góða í mannssálinni tæpast eftirminnilegri. SENDIBOÐINN - THE GO-BETWEEN 1971 ★★★★ Undur vel sögð ástarsaga af ung- ri hefðarkonu (Julie Christie) og ástmanni hennar (Alan Bates), bónda sem er ekki talinn hennar verðugur enda fer allt úrskeiðis þegar upp kemst um samband þeirra. Sögumaður er unglingspilt- ur (Dominic Guard), sem þau nota til að koma skilaboðum sín á milli. Sögutíminn er um aldamótin 1900. Tíminn líður, sendiboðinn orðinn fullorðinn maður (Sir Michael Redgrave). Þá fær hann óvænt boð frá konunni (sem hann sjálfur unni í æsku), um að fara enn eina sendi- ferðina. Losey dregur upp eftir- minnilega mynd af Englandi á ár- unum fyrir fyrri heimsstyrjöld, forboðinni ást, stéttaskiptingunni, og ekki síst áhrifunum sem fyrsta ástin hefur á ungan dreng og fylgir honum til lífstíðar. Leikararnir, einkum Bates og Christie, standa enn íyrir hugskotssjónum í áhrifa- ríkri mynd sem vann Gullpálmann í Cannes. SLYS (ACCIDENT) 1967 ★★★% Vönduð en bókmenntaleg og upp- skrúfuð kvikmyndagerð Harolds Pinters á skáldsögu Nicholas Mosl- eys, en Losey heldur áhugasömum áhorfendum við efnið. Myndin ger- ist í Oxford á sjöunda áratugnum. Háskólakennarar skoða aðdraganda og afleiðingar fráfalls eins nem- andans (Michael York), þar sem m.a. snúin ástamál koma við sögu. Gott sýnishorn af vandvirknislegum vinnubrögðum hins landflótta, bandaríska leikstjóra, sem átti enn betri samvinnu við Dirk Bogarde í Þjóninum - The Servant. Ahuga- verð mannlífsskoðun í góðum hönd- um Bogardes, Stanleys heitins Bak- ers, Vivien Merchant, en Michael York (í einu af sínum fyrstu hlut- verkum), afleitur að venju. Sæbjörn Valdimarsson Magni Þorsteinsson, Ingvi Örn Þorsteinsson og Kristján Kristjánsson voru að vonum stoltir af stofunni sinni á laugardagskvöldið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Dj Tommi og Ýmir Bongo héldu taktinn. Rauðhetta klippa á HÁRSTOFAN Rauðhetta og úlfur- inn var nýverið opnuð í skemmti- legu húsnæði við Laugaveg 7. Ein- falt en smekklegt útlit stofunnar hefur vakið verðskuldaða athygli en það voru eigendurnir sjálfir, klippararnir Magni Þorsteinsson, og úlfurinn borðann Ingvi Örn Þorsteinsson og Kristján Kristjánsson, sem útfærðu það með hjálp góðra vina. Á laugardaginn var síðan form- lega klippt á borðann, stofan vígð og vinum og vandamönnum haldið kærkomið hóf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.