Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNIl, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Sleipnir sam- þykkir boðun verkfalls 8. júní FELAGSMENN í Bifreiðastjórafé- laginu Sleipni samþykktu á fundi í gærkvöldu tillögu um boðun vinnu- stöðvunar sem hæfíst á miðnætti 8. júní. 72 greiddu tillögunni atkvæði sitt en 2 voru henni andvígir. Ef til verkfalls kemur mun það ná til um 160 manns. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segir að samningaviðræður að undanfömu hafi ekki borið neinn árangur. Hefur deilunni við atvinnu- rekendur verið vísað til ríkissátta- semjara og verður næsti sáttafundur '< ' '*haldinn í dag. Samkvæmt upplýsingum Óskars barst bréf inn á fund Sleipnis í gær frá Samtökum ferðaþjónustunnar, sem sent hefur verið til hópferða- og sérleyfisfyrirtækja innan samtak- anna vegna atkvæðagreiðslu Sleipn- is um boðun verkfalls. Þar segir að það sé alveg ljóst að Samtök ferða- þjónustunnar láti ekki fámennan þrýstihóp rústa því launasamkomu- lagi sem gert hafi verið við megnið af launamönnum á almenna vinnu- markaðinum. Samtök atvinnulífsins, sem fari með samningsumboðið, séu bundin af þeim samningum sem gerðir hafi verið að undanfornu. Ef Sleipnismenn fari í verkfall til að ná fram því sem lagt sé upp með í kröfu- gerð verði það langt og strangt því þar séu fjölmörg atriði sem ekki sé hægt að verða við. Vélsleðamennirnir á batavegi Flugu 15 metra í frjálsu falli VELSLEÐAMENNIRNIR tveir, sem fluttir voru á Landspítalann í Fossvogi eftir slys við Hrafntinnu- sker á laugardagsmorgun, eru á batavegi og verða undir eftirliti lækna næstu daga á sjúkrahúsinu. Annar þeirra hrygg- og handleggs- brotnaði en hinn er m.a. með sprungna mjaðmargrind á fimm stöðum auk þess sem hann hlaut inn- vortis meiðsli. Batahorfurnar eru engu að síður góðar hjá báðum hinna slösuðu, að sögn Arnar Ottóssonar, annars þeirra. Hann segir að þeim félögum verði líklega haldið á sjúkrahúsinu fram yfir helgi. ■. Að sögn Arnar lentu þeir félagar, sem eru báðir þaulvanir fjallamenn, ofan í geil rétt sunnan við Hrafn- tinnusker við mjög slæm birtuskil- yrði. Þeir óku fram af brún geilar- innar og flugu um 15 metra áfram í lausu lofti áður en þeir féllu niður um sex metra og lentu harkalega utan í ísuðum bakka við fjærenda geilar- innar. Þeir voru hvor á sínum sleðan- um ásamt tveimur vélsleðamönnum til viðbótar á leið inn að Álftavatni þegar slysið varð og var þyrla Land- helgisgæslunnar kölluð út tU að flytja þá til Reykjavíkur á sjúkrahús. Morgunblaðið/Ásdís Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-ballettsins, leiðbeinir ungum nemendum í Listdansskólan- um sem munu taka þátt í uppfærslu hans á Svanavatninu í Borgarleikhúsinu. San Francisco-ballettinn kominn til landsins UM FIMMTÍU dansarar San Francisco-ballettsins komu hingað til lands f gær til þess að undirbúa sýningar á uppfærslu Helga Tóm- assonar á Svanavatninu en þær verða í Borgarleikhúsinu nk. föstudag, laugardag og sunnudag. Hingaðkoma ballettsins er sam- starfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Reykjavíkur - Menn- ingarborgar Evrópu árið 2000 en óhætt er að segja að aldrei áður hafi verið sett upp jafnviðamikil danssýning hér á landi. Færri munu komast að en vilja en miðar á allar fimm sýningarnar seldust upp á fjórum klukkustundum. I samtali við Morgunblaðið í gær kvaðst Helgi Tómasson, list- rænn stjórnandi San Francisco- ballettsins, hlakka mjög til að fá að gefa íslendingum lítið sýnis- horn af því sem hann hefði verið að fást við þar vestra á undan- förnum árum. Auk fimm tuga dansara eru í föruneyti Helga um tuttugu tækni- og aðstoðarmenn og á sýn- ingunum í Borgarleikhúsinu bæt- ast við nokkrir ungir nemendur úr Listdansskólanum. Þegar blaða- maður og ljósmyndari litu inn í Listdansskólann í gær var Helgi þar á æfingu með tólf stúlkum á aldrinum 9-11 ára, sem taka þátt í uppfærslunni. Þær hafa nú æft í hátt á annan mánuð undir stjórn kennara síns, Helenu Jóhannsdótt- Hljóp uppi þjófinn EIGANDI skartgripaverslun- ar á Laugaveginum brá skjótt við í gær þegar þjófur reyndi að stela tveimur verðmætum hringum úr verslun hans. Eig- andinn hljóp uppi þjófinn, dró hann með sér inn í verslun sína aftur og hélt honum þar uns lögreglan kom á vettvang og handtók hann. Andvirði hring- anna nam á þriðja hundrað þús- undum króna. Félagsmálaráðherra segir lífeyrissjóði eiga 70 milljarða í húsbréfum Fjárfestu erlendis fyrir 15 milljarða á 3 mánuðum PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að ein af ástæðum þess að afföll af húsbréfum hafa aukist mikið á seinustu vikum sé sú að mik- ið fé hafi streymt úr lífeyrissjóðum í fjárfestingar erlendis eftir að heim- ild sjóðanna til að fjárfesta erlendis var rýmkuð. Hann segir lífeyrissjóð- ina eiga 70 milljarða í húsbréfum og væntir þess að verkalýðshreyfingin beiti áhrifum sínum í lífeyrissjóðun- um til að rétta við hlut húsbréfanna, Yerkalýðshreyfingin rétti hlut húsbréfa í gegnum lífeyrissjóðina Áhraðferð áNetið meðiMac Bláberja Skipholti 21 Sími 5301800 Fax 530 1801 www.apple.is enda sé það sameiginlegt hagsmuna- mál allra. 200 manns í vandræðum vegna mikilla affalla á húsbréfum Fram kom á fundi ráðherra með bankastjórum Seðlabankans í gær að lífeyrissjóðirnir fjárfestu fyrir rúma 15 milljarða erlendis á fyrstu þremur mánuðum ársins eða fyrir 3 milljarða í janúar, 6 milljarða í febr- úar og 6,4 milljarða í mars. „Það sér auðvitað á þegar svona kemur fyrir,“ sagði Páll. Félagsmálaráðherra sagði að ástandið á húsbréfamarkaðinum hefði færst til betri vegar í gær og af- föll á bréfum farið niður í 6,5% en mest urðu þau sl. fimmtudag eða upp undir 20%. „Það er hins vegar ekkert spaug fyrir fólk að lenda í því að þurfa að láta bréf með afföllum ef menn geta ekki setið með þau og beðið af sér þetta hret sem stendur vonandi ekki lengi. Samkvæmt upplýsingum frá íbúðalánasjóði getur verið um 200 manns að ræða sem lenda í einhverj- um vandræðum ef þeir þurfa að sæta því að selja með afföllum," sagði Páll. Félagsmálaráðherra sagði lífeyr- issjóðina eiga feiknamikið af hús- bréfum. „Þeir eiga 70 milljarða í hús- bréfum og þar af leiðandi er það ekki skynsamlegt fyiir þá að gera þetta að lélegum pappírum. Þau eru með ríkisábyrgð og eru miklu öruggari béf heldur en þessi hlutabréf sem mest hafa verið í tísku á undanförn- um vikum en þar er fyrst og fremst verið að kaupa von í einhveiju gróða- fyrirtæki eða snjallræði sem á eftir að sýna sig og gengur sjálfsagt ekki allt upp,“ sagði hann. „Maður verður að vænta þess að verkalýðshreyfingin, sern ræður miklu um stefnu lífeyrssjóðanna, muni bregðast þannig við að rétta hlut húsbréfanna, vegna þess að með miklum afföllum eru þau öllum til tjóns. Mikil afföll geta líka orðið til að hækka húsnæðisverð ef hús- byggjendur, sem eru að byggja til að selja, sjá fram á að þeir geti ekki losnað við bréfin með skikkanlegu móti. Þá smyrja þeir því auðvitað á verðið og það kemur þá niður á neytandanum. Verkalýðshreyfingin hefur náttúriega samfélagslega ábyrgð og ég á ekki von á því að hún skorist undan því að taka á því máli ef á þarf að halda,“ sagði Páll. Fulltrúar rflrisstjórnarinnar hittu forystumenn ASÍ í gær að ósk ASÍ þar sem farið var yfir stöðu mála. Páll sagðist myndu ræða betur við fulltrúa verkalýðshreyfingaiinnar á næstunni um þessi mál. Lagfæra ýmis tæknileg atriði Rfldsstjómin hyggst ekki grípa til sérstakra aðgerða vegna áhrifanna af þeirri hækkun sem orðið hefur á ávöxtunarkröfu húsbréfa en félags- málaráðherra sagði að það væri í hendi stjómvalda að lagfæra ýmis tæknileg atriði s.s. varðandi við- skiptavakt með húsbréf og upplýs- ingagjöf og væntanlega yrði það gert sem nauðsynlegt væri talið til að greiða fyrir eðlilegum viðskiptahátt- um. ■ Mikilvægt/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.