Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Keikó lyktar af frelsinu:
Okkur Halla langar líka til að fá að leiða Keikó einn hring, mr. Jeff.
Mikil-
vægt
að vökva
BERGLIND Kristín Bjarnadóttir
hjá Gróðrarstöðinni Borg í Hvera-
gerði vökvar flauelisblómin sem
hún segir heldur of snemmt að setja
út í garða strax. Rétti tíminn sé hins
vegar kominn fyrir stjúpur, morg-
unfrúr og silfurkamb, svo dæmi séu
tekin.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Heimaskrifstofanfrá H
SAUDER
Teg. 3776 lokaðnr.
Hæð 185,2 cm.
Breidd 105,4 cm.
Dýpt 52,4 cm.
Það þarf ekki mikið pláss fyrir heimaskrífstofuna frá
SAUDER. Frábær lausn fyrir þá sem vilja vinna heima
við fyrsta flokks aðstæður. Til í fleiri útfærslum og htum.
Húsgagnahöllin gefur möguleikunum rými.
W
HUSGAGNAHOLLIN
BíJdshóíði - HO Reykjavík Sími 5!ö 8000
Tvö leiðarþing í Reykjavík
Leiðsögn trúar
o g vísinda inn
í nýja tíma
TIL imdirbúnings
þátttöku íslend-
inga í alþjóðlegri
ráðstefiiu um trú og vísindi
undir yfirskriftinni „Faith
in the Future" verða haldin
leiðarþing í Reykjavík tvö
miðviiaidagskvöld, hið
fyrra annað kvöld og hið
síðara 14. júní. Fundirnir
verða haldnir í Reykjavík-
urakademíunni á Hring-
braut 121 og hefjast klukk-
an 20:00 bæði kvöldin.
Framsögumenn eru fimm
hvort kvöld. Einn þeirra
sem tala fyrra kvöldið er
Halldór Þorgeirsson for-
maður stjórnar Framtíðar-
stofnunar. En hvert skyldi
vera innihald hans fyrir-
lesturs?
„Ég fjalla um spumingar
eins og; Er boðskapur allra trúar-
bragða í kjama sínum eins? Er trú
grundvöllur ti-úar á framtíðina?
Geta trúarbrögðin veitt leiðsögn í
stefnumörkun þjóðfélagsins? Loks
fjalla ég um skynsemi og rök-
hyggju í trú og vísindum.11
- Þetta eru stórar spurningar -
hefur þú komist að einhverjum nið-
urstöðum?
„Já, ég reyni að færa rök fyrir
þeirri niðurstöðu minni að boð-
skapur allra trúarbragða sé í
kjama sínum einn og hinn sami.
Það sem einkum aðgreinir trúar-
brögðin er hið ytra form og helgi-
siðir. Trúarbrögðin eiga sér öll
sameiginlegan uppmna, það er að-
eins einn Guð og markmið trúar-
bragðanna er það saman. Ég tel að
skynsemi og rökhyggja séu mikil-
væg bæði í vísindum og í trúariðk-
un. Vísindi og trúarbrögð em bæði
mikilvægar uppsprettur þekking-
ar og leiðsagnar. Örar framfarir í
vísindum hafa vakið nýjar spum-
ingar um samspO vísinda og trúar,
sem er mjög mikilvægt að hug-
leiða. En það em ekki einungis vís-
indin sem hafa þróast, trúarbrögð-
in em í stöðugri endumýjun og
framþróun. Það er mikilvægt að
fylgjast með því sem þar er að ger-
ast.“
- Hverjir fleiri tala á fundinum í
kvöld?
„Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ís-
lands, fjallar um alþjóðlega um-
ræðu um samspil trúar og vísinda
og um tengsl siðferðilegra og
trúarlegra viðhorfa við umræðum
um stefnumörkun í vísindum og
tækni á alþjóðavettvangi. Séra
Gunnar Kristjánsson ræðir um trú
og vísindi - takmarkanir og mögu-
leika, og um gmndvöll gildismats
og lífsviðhorfa. Hann varpar fram
þeirri spumingu hvort boðskapur
allra trúarbragða sé eins í kjama
sínum og hvort kristni og kristin
siðfræði sé sérstök. Magnús D.
Baldursson, aðstoðarmaður há-
skólarektors, ræðir um hvort vís-
indi og heimspeki séu nægileg til
að skapa viðmið um ______________
innihald, gildismat og
fótfestu í lífinu. Spyr
hvað gefi lífinu gildi og
hvort tímabært sé að
leita nýrra andlegra
verðmæta og þá hverra.
Ástríður Stefánsdóttir
læknir fjallar um trú og ——-
vísindi - takmarkanir
og möguleika. Hún ræðir einnig
um hvort alþjóðleg samúð og sam-
hyggja sé raunhæf og hvort við
getum lagt eitthvað af mörkum.
Ævar Kjartansson stjómar um-
ræðum eftir erindin.
-Hvað viltu segja um hina al-
Halldór Þorgeirsson
► Halldór Þorgeirsson fæddist
1956 á ísaflrði. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
ísafirði og prófi í líffræði frá Há-
skóla ísiands 1981 og doktors-
prófi í plöntulífeðlisfræði frá rík-
isháskólanum í Utah árið 1988.
Hann var sviðstjóri umhverfís-
rannsókna hjá Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins þar til hann
fór til starfa hjá umhverfisráðu-
neytinu 1998, en þar er hann
skrifstofustjóri á skrifstofu sjálf-
bærrar þróunar og alþjóðamála.
Hann er formaður stjómar
Framtíðarstofnunar, sem er fé-
lag áhugamanna sem stendur
fyrir umræðu um framtíðar-
málefni. Halldór er kvæntur
Heiðu Stcinsson kennslustjóra
fatlaðra við Menntaskólann við
Hamrahlíð og eiga þau tvö börn.
Boðskapur
allra trúar-
bragða er í
kjarna sínum
einn og hinn
sami
þjóðlegu ráðstefnu, sem fundimir
tveireru undirbúningur að?
„Þetta er alþjóðleg ráðstefna
sem haldin verður í Reykjavík og
hefst 5. júlí en lokadagurinn verður
á Þingvöllum 8. júlí. Ráðstefnan
fjallar um trúarbrögð og vísindi og
framlag þeirra til að móta farsæla
framtíð. Að ráðstefnunni standa
Þjóðkirkjan, Framtíðarstofnun,
Heimskirkjuráðið og Vísindafélag
Bandaríkjanna. Meðal gesta verð-
ur José Ramos Horta.“
- Hvað verður svo fjallað um á
undirbúningsfundinum lð.júní?
„Megininntak umræðunnar 14.
júní verður lífsviðhorf íslendinga
og trú og vísindi í íslensku sam-
hengi. Kristrún Heimisdóttir,
framkvæmdastjóri Reykjavíkur-
akademíunnar, talar hvort tóm-
hyggja fari vaxandi og sé orðin
eðlilegt ástand. Bjami Armanns-
son, forstjóri Íslandsbanka/FBA
hf., ræðir um markaðsvæðingu,
haghyggju, verðbréf og alþjóða-
væðingu, viðskáptasiðferði og hvort
þörf sé fyrir endumýjaðan siðferð-
isgrann. Sigríður Halldórsdóttir
prófessor við Háskólann á Akur-
eyri fjallar um kosti og lesti íslend-
inga og greinir frá niðurstöðu
leiðaþings á Akureyri.
Hörður Bergmann,
fyrrv. kennari, íjallar
um umhverfissiðfræði,
hvers vegna okkur beri
að vernda umhverfið,
um siðferðilegan grunn
náttúruvemdar og
hvort sjálfbær þróun sé
fullnægjandi gmnnur að farsælli
hugmyndafræði og framtíðarsýn.
Hjálmar Jónsson alþingismaður
ræðir siðferðilegan grunn stjóm-
málaákvarðana og þversagnir
stjómmála. Að lokum verða um-
ræður, sem Einar Karl Haraldsson
stjómar.