Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Málstofa Barnaheilla um unga gerendur kynferðislegs ofbeldis
Mikilvægt að meðhöndla
unga gerendur snemma
Morgunblaðið/Þorkell
Bragi Guðbrandsson ræddi um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á
fundi Barnaheilla.
ALLS hafa níu einstaklingar á aldr-
inum 15-17 ára hlotið dóma fyrir
kynferðisbrot á síðastliðnum tíu ár-
um, að því er fram kom í erindi Jóns
Friðriks Sigurðssonar, sálfræðings
hjá Fangelsismálastofnun, á mál-
stofu Barnaheilla í gær um meðferð
ungra gerenda kynferðislegs ofbeld-
is. I öllum tilfellum er um drengi að
ræða, að sögn Jóns Friðriks, og af-
plánuðu fimm þeirra fangelsisdóma
vegna brotanna.
Fram kom í máli Jóns Friðriks að
einungis alvarlegustu málin kæmu
til kasta lögreglu. Hann lagði áherslu
á mikilvægi þess að ungir gerendur í
kynferðisbrotum fengju meðferð við
sitt hæfi. Margir þeirra hefðu sjálfir
sætt misnotkun eða ofbeldi í æsku og
í meðferð þeirra fælist mikilvæg for-
vöm, ekki síst þegar það væri haft í
huga að um helmingur fullorðinna
kynferðisafbrotamanna byrjaði að
bijóta af sér á unglingsaldri.
Það mætti semsé ekki líta framhjá
alvarleika kynferðisbrotanna þó að
böm væm í gerendahlutverkinu, auk
þess sem mun meiri líkur væra á því
að hægt væri að stuðla að breyttri
hegðan ef snemma væri tekið á mál-
um.
Ný rannsdkn sýnir að um 25%
gerenda eru undir 18 ára aldri
Á málstofunni í gær greindi Bragi
Guðbrandsson, forstjóri Bama-
vemdarstofu, frá bráðabirgðanið-
urstöðum könnunar sem Guðjón
Bjamason hefur unnið á vegum
Barnaverndarstofu um öll kynferðis-
brotamál gegn bömum sem bárast
barnavemdamefndum í landinu á
árabilinu 1995-1997.
Fylgir Guðjón málunum eftir alla
leið, þ.e. kannar þau mál sem bárust
inn á borð lögreglu, sem fóra fyrir
dómstóla, og einnig þau mál, sem
duttu út áður en til kasta þessara að-
ila kom, hvers vegna þau duttu út og
hvemig þeim hefði lokið. Rannsókn-
in tekur til tæplega 290 mála og er að
mörgu leyti sambærileg rannsókn
sem Bryndís Ósk Gestsdóttir, nemi í
félagsráðgjöf, vann í Bamahúsi og
greint var frá hér í Morgunblaðinu á
miðvikudag. Rannsókn Guðjóns er
hins vegar umfangsmeiri og verður
ekki greint frá endanlegum niður-
stöðum hennar fyrr en í haust.
„Það sem er athyglisvert, og kem-
ur í Ijós þegar farið er yfir gögnin, er
að niðurstöðum í þessum tveimur
könnunum ber nokkurn veginn sam-
an,“ segir Bragi. „Það sem kemur í
ljós í þessari umfangsmiklu athugun
er að hlutfall gerenda, sem vitneskja
liggur fyrir um og eru yngri en átján
ára, er fjórðungur. Þ.e. fjórðungur
gerendanna sjálfra, eða 25%, er á
bamsaldri."
Skv. rannsókn Bryndísar var
þetta hlutfall 20% en Bragi segir
muninn innan skekkjumarka, auk
þess sem rannsóknirnar séu ekki að
öllu leyti eins framkvæmdar. í erindi
Braga í gær kom ennfremur fram að
niðurstöður rannsóknarinnar, sem
Guðjón Bjamason hefur unnið,
sýndu að gerendur væra flestir á
aldrinum 35-40 ára og að aldursmun-
ur á gerendum og þolendum sé oftast
um 25 ár, sem þýði að þolendur séu
gjarnan í kringum tíu ára aldurinn.
Bragi og Jón Friðrik lögðu báðir
áherslu á mikilvægi þess að rann-
saka og greina skilmerkilega þau
kynferðisbrotamál sem upp kæmu.
Varaði Bragi við því að ekki mætti
fella alla gerendur undir sama hatt
og skoða þyrfti öll mál vel og ræki-
lega til að finna réttan farveg fyrir
þau. Við þyrftum að geta lært af mis-
tökum annarra í þessum efnum, og ef
það nægði ekki þá þyrftum við að
læra af okkar eigin mistökum.
Skýr og fjölbreytileg meðferðar-
úrræði yrðu að vera fyrir hendi og
mikilvægt er einnig, að sögn Jóns
Friðriks, að fylgja málum eftir með
eftirliti, skráningu eða tilkynningar-
skyldu af einhverjum toga.
Á málstofunni í gær rakti Ólöf
Ásta Farestveit reynslu sína af starfi
sem dagskrárstjóri á Stuðlum. Hún
lagði áherslu á að meðferð ungra
gerenda fælist í því að laga brengl-
aða siðferðiskennd þeirra, sem oft á
tíðum væri tilkomin vegna þess að
sjálfir hefðu gerendurnir verið þol-
endur í æsku. Ennfremur kynnti
Sveinbjörg Pálsdóttir samstarfs-
verkefni nokkurra Evrópulanda um
meðferð ungra gerenda kynferðis-
legs ofbeldis.
Fjölskylda Jósafats Hinrikssonar býðst til að gefa safn hans til Neskaupstaðar
„Tækifæri
sem aldrei
kemur aftur“
EKKJA og börn Jósafats Hinriks-
sonar hafa boðist til að gefa Sjó-
minja- og smíðaminjasafn J. Hin-
rikssonar til Neskaupstaðar.
Samkomulag er um að Fjarða-
byggð hafi fjögurra mánaða frest
til að ákveða hvort hægt sé að
þiggja gjöfina. Hugmyndir eru um
að koma safninu fyrir I svokölluðu
Hafnarhúsi 1 Neskaupstað.
Hampiðjan keypti vélaverkstæði
J. Hinrikssonar í lok siðasta árs og
þarf safnið, sem Jósafat kom sér
upp í húsnæði fyrirtækisins í Súð-
arvogi 4, að víkja. Ólöf Hannesdótt-
ir, ekkja Jósafats, og börn þeirra
hafa áhuga á að safnið fari til Nes-
kaupstaðar en þaðan eru Jósafat
og Olöf. Haft var samband við bæj-
aryfirvöld í byijun ársins. f apríl
var siðan samþykkt í bæjarstjórn
Fjarðabyggðar tillaga Magna
Kristjánssonar, bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins, um að kosin yrði
þriggja manna nefnd til að vinna að
málinu.
Menningarverðmæti
í smiðjunni
„Áður en ég flutti þessa tillögu
hafði ég samband við Qölskylduna
og fann að mikill vilji var til að láta
safnið hingað. Einnig skoðaði ég
safnið, eins og ég hafði raunar oft
gert áður, og sannfærðist enn bet-
ur um að þetta væri tækifæri sem
kæmi aldrei aftur. Ef við nýtum
okkur ekki þetta góða boð er lík-
legt að safnið tvístrist og sú hætta
er enn fyrir hendi ef við stöndum
okkur ekki,“ segir Magni um til-
drög þess að hann fór að beita sér í
málinu.
Hann segir að skiptar skoðanir
séu um það hversu mikilvægt safn-
ið sé. Sjálfur segist hann ekki vera í
neinum vafa. Hins vegar hafi söfn-
unin gengið svo hratt fyrir sig hjá
Jósafat heitnum að frekar beri að
líta á munina sem efnivið en eigin-
legt safn. Hann hafi unnið það af-
rek að safna öllum þessum munum
á sautján árum, frá því um 1980 til
dánardægurs, árið 1997. „Hann út-
bjó eftirlíkingu af smiðju sem faðir
hans stofnaði hér í Neskaupstað
1923 og þar eru ýmis verkfæri og
persónulegir munir föður hans. I
smiðjunni felast einstök menning-
arverðmæti og hún réttlætir ein og
sér að safnið verði sett hér upp,“
segir Magni.
I samkomulagi sem bæjaryfir-
völd og gefendur hafa gert með sér
felst að Fjarðabyggð hefur fjög-
urra mánaða frest til að akveða
hvort hægt sé að þiggja gjöfina.
Safnið mun standa óbreytt þar til
sú ákvörðun liggur fyrir. Sam-
kvæmt samkomulaginu fylgja safn-
inu munir sem eru í geymslum og á
útisvæði. Eina kvöðin er að safnið
verði sett upp í Neskaupstað innan
tveggja til þriggja ára, með fullum
sóma fyrir stofanda safnsins og
gefendur.
Hugmynd um Hafnarhúsið
Magni segir að strax hafi komið
til tals að fá Hafnarhúsið til afnota
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Á bak við Magna Kristjánsson bæjarfulltrúa sést Hafnarhúsið, en þar er
hugmyndin að setja upp safn Jósafats Hinrikssonar.
Smiðja Hinriks, föður Jósafats,
var í þessu húsi sem enn stendur
í Neskaupstað.
fyrir safnið. Húsið er byggt á þriðja
áratugnum, skömmu eftir að
smiðja Hinriks var stofnsett. Þetta
er tvflyft hús með risi, alls um 800
fermetrar að gólfflatarmáli. Húsið
stendur við gamlar bryggjur og
hefur þeim nokkuð verið haldið við.
Húsið var byggft af Samcinuðu
verslununum og hefur tengst mjög
sögu útgerðar og fiskvinnslu á
staðnum. Þar rak Samvinnufélag
útgerðarmanna til dæmis lengi
fiskvinnslu. Sfldarvinnslan hefur
þar nú geymslur og viðgerðarað-
stöðu fyrir plastkassa. Hafnarsjóð-
ur Fjarðabyggðar á húsið og hefur
því nokkuð verið haldið við. Magni
telur að byggingin sé í aðalatriðum
í lagi en ætlunin sé að fá fagmenn
til að skoða hana nánar. Ljóst er þó
að leggja þarf í verulegan kostnað
við endurbætur á húsinu áður en
safninu verður komið þar upp.
Nefndin sem vinnur að safnamálinu
hefur beint þeim tilmælum til hafn-
arsjóðs og bæjaryfirvalda að fram
fari mat á kostnaði við endurbætur
á Hafnarhúsinu.
Magni telur að stefna eigi að því
að koma fljótlega upp ferðamanna-
sýningu í Hafnarhúsinu og vinna
síðar betur úr þeim fjölmörgu mun-
um sem fylgja safninu. Þá hafa
komið upp ýmsar hugmyndir um
nýtingu hússins, til dæmis að setja
þar upp kaffihús og jafnvel stór
fiskabúr með þorski og fleiri teg-
undum. Telur Magni að safnið og
tengd starfsemi gæti haft verulegt
aðdráttarafl fyrir ferðafólk.
Hugmyndir eru uppi um að fá
nokkra muni úr safninu lánaða og
hafa til sýnis í Neskaupstað á sjó-
mannadaginn.
Morgunblaðið/BFH
Veggteppi með fuglum
sveitarinnar.
Skólaslit í
Reykjahlíð-
arskóla
Mývatnssveit - Skólaslit fóru
fram sl. sunnudag að við-
stöddu fjölmenni. Hólmfríður
Guðmundsdóttir skólastjóri
gerði grein fyrir starfseminni
síðastliðinn vetur en 73 nem-
endur stunduðu nám við skól-
ann í fyrsta til tíunda bekk.
Allir kennarar skólans era
réttindakennarar.
Hólmfríður sagði meðal
annars: „Að kunna samskipti
er mjög mikilvægt í samfélag-
inu sem við búum í. I vetur
hef ég oftar en áður orðið vör
við að gestir sem koma í skól-
ann hafa sérstaklega tekið
eftir og haft orð á því hve
nemendur era prúðir, glaðir
og óþvingaðir. Mér hefur
einnig fundist nemendur vera
sér meðvitaðir um að ákvarð-
anir era ekki teknar af einum
og ekki á stundinni heldur á
kennarafundum að vel athug-
uðu máli. Mér finnst vænt um
að nemendur kunna að virða
þessi vinnubrögð því þau hafa
verið mér og kennurunum
affarasælust."
Auk skólastjóra flutti Hildi-
gunnur Káradóttir í Garði
ávarp fyrir hönd nemenda.
Sýning á vinnu nemenda var í
aðalsal skólans og flestum
kennslustofum og gaf þar á
að líta hin fjölbreyttustu
verkefni. Einkar athyglisvert
var að skoða myndir og texta
þemaverkefnis um endurnar á
Mývatni, eggnytjar af þeim
og ýmislegt sérstakt í fari
þeirra, en á síðustu dögum
skólastarfs fóru nemendur
heim á marga bæi í sveitinni
þar sem þeir tóku viðtöl við
bændur, sem fræddu þá um
endurnar, meðal annars hús-
öndina og hreiðurgerð hennar
í rjáfram gripahúsa. Þetta var
einkar athyglisverður liður á
sýningunni og mun sá hluti
hennar verða til sýnis í upp-
lýsingamiðstöð ferðamála sem
starfrækt verður í húsnæði
skólans yfir ferðamannatím-
ann, líkt og undanfarin ár.
Skólastjóri sagði í ræðu
sinni: „Við búum á svæði sem
er fuglaparadís á heimsmæli-
kvarða, því eru gerðar meiri
kröfur til okkar en almennt
annarra þegar kemur að vitn-
eskju um fugla og þá sérstak-
lega endurnar. Við þurfum að
reyna að standa undir þessum
kröfurn."
Það vekur athygli gesta
sem koma í húsnæði skólans
að sjá hversu umgengni öll og
framkoma nemenda er þar til
mikillar fyrirmyndar, enda er
það almannarómur í sveitinni
að skólastarf sé mjög farsælt
í Reykjahlíðarskóla og sást
það gjörla á mikilli og góðri
aðsókn bæði foreldra og
fjölda annarra gesta að sam-
komunni.