Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UM þúsund manns sóttu
sameiginlega fjölskylduhá-
tíð fyrir Arbæ og Breiðholt
sem haldin var ofan við
gömlu rafstöðina í Elliðaár-
dal um helgina í samstarfi
safnaðanna í hverfunum,
ÍTR, íþróttafélaganna,
skátafélaganna, kvenfélag,
foreldrafélaga skóla og fé-
lagsstarfsins í Gerðubergi.
Séra Guðmundur Þorsteins-
son dómprófastur prédik-
aði við fjölskylduguðsþjón-
ustu þar sem kirkju- og
barnakórar safnaðanna
sungu ásamt Gerðubergs-
kórnum.
Síðan hófst fjölbreytt
skemmtidagskrá þar sem
farið var í leiki og keppt í
reiptogi, auk þess sem
prestar safnaðanna kepptu
í pokahlaupi. Einnig voru
leiktæki og þrautabrautir á
staðnum og hægt var að
síga í klettum undir eftir-
liti skáta. Síðan gæddu
gestir sér á kaffi og veit-
ingum af útigrilli.
Morgunblaðið/Sverrir
Árbæingar og Breiðhyltingar reyndu með sér í
reiptogi á fjölskylduhátíðinni.
Morgunolaðio/övernr
Flestir kórar hverfanna sungu við (jölskylduguðsþjón-
ustu.
Fj ölskylduhá-
tíð hverfanna
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Ovíst hvort
vetrar-
frí verða
Reykjavík
UMRÆÐUR síðastliðins
vetrar um 170 lágmarks-
kennsludaga í grunnskólum
munu hafa nokkur áhrif á
skóladagatöl grunnskóla
Reykjavíkur næsta vetur en
óvíst er hvort vetrarfrí verða,
að sögn Gerðar G. Óskars-
dóttur fræðslustjóra. Sam-
eiginlegar jólaskemmtanh- í
skólum verða sums staðar af-
lagðar. Sérstakir foreldra-
dagar þar sem kennsla fellur
niður verða óvíða hafðir og
margir einsetnir skólar munu
boða foreldra til fundar að
loknum skóladegi í stað þess
að hafa sérstaka foreldra-
daga.
Samkvæmt grunnskólalög-
um á lágmarksfjöldi kennslu-
daga á tímabilinu 1. septem-
ber til 1. júní að vera 170.
Síðastliðinn vetur fór fjöldinn
undh- 170 daga, víða í 168
daga, vegna vetrarfría, for-
eldradaga eða prófadaga.
Fyrir liggur úrskurður
menntamálaráðuneytisins
um að starfsdagar kennara
teljist ekki til kennsludaga.
Það geri hins vegar foreldra-
dagar og prófa- og náms-
matsdagar að því tilskildu að
nemendur starfi þá daga í
skólanum í svipaðan tíma og
gert er ráð fyrir í stundaskrá.
Jafnframt lítur ráðuneytið
svo á að skólar hafi á starfs-
tíma grunnskóla nokkurt
svigrúm til að skipuleggja
kennslu og annað skólastarf á
skólaárinu að teknu tilliti til
lágmarksréttinda nemenda
til kennslu til þess að halda
jólatrésskemmtanir og setja
eða slíta skólahaldi án þess
þó að sá kennsludagafjöldi
sem nemendur eiga rétt á sé
skertur.
Gerður G. Óskarsdóttir,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að skólar væru nú að
leggja fram drög að skóla-
dagatali næsta vetrar en þá
verða 175 „hvítir" dagar á
dagatalinu og fimm þeirra
eru fráteknir vegna starfs-
daga kennara.
Foreldraviðtöl í við-
talstímum kennara?
Hún sagði að sumh- skólar
hefðu brugðist þannig við til
að tryggja áskilinn lágmarks-
kennsludagafjölda með því að
hætta við að halda sameigin-
legar jólatrésskemmtanir og
láta nægja að hafa skemmtun
í stofu fyrir hvern bekk sem
hluta af venjulegum skóla-
degi. Einnig væri greinilegt
að margir skólar hygðust
hafa foreldraviðtöl að loknum
skóladegi í stað þess að hafa
sérstaka foreldradaga þar
sem nemendur fá frí frá
venjulegri kennslu. Gerður
sagði að slíkt gæti þó reynst
erfitt í tvísetnum skólum þar
sem kennt væri til klukkan
17 á daginn.
Morgunblaðið hefur upp-
lýsingar um að í a.m.k. einum
grunnskóla séu hugmyndir
um að láta nægja að hafa for-
eldraviðtöl í vikulegum við-
talstímum umsjónarkennara
en Gerður gat ekki staðfest
það og sagði að þótt drög að
skóladagatölum lægju fyrir
frá öllum grunnskólum borg-
arinnar væri gerð þeirra ekki
lokið.
Hús tímans - hús
skáldsins við
Stekkjarflöt?
Mosfellsbær
BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur
samþykkt að láta koma útilistaverkinu
Hús tímans - hús skáldsins eftir
Magnús Tómasson fyrir á Stekkjarflöt
eða í nági'enni hennar.
Verkið bar sigur úr býtum í verð-
launasamkeppni sem menningarmála-
nefnd Mosfellsbæjar efndi til.
Heiti verksins vísar í titil á verki eft-
ir Halldór Laxness, heiðursborgara
Mosfellsbæjar. Verkið er sex metra
hár turn reistur á grunnfleti, sem er
merki Mosfellsbæjar. Upp af grunn-
fletinum rís turn úr málmi sem minnir
á gotneska boga og ef horft er á verkið
ofan frá er merki bæjarins greinan-
legt. Inni í turninum hangir stór steinn
í keðju sem nemur við sexhyi-nt form
sem stendur á grunnfletinum.
Höfundurinn, Magnús Tómasson
lagði til að verkið yrði reist á hring-
torginu á mótum Þverholts og Vestur-
landsvegar. Björn Þráinn Þórðarson,
forstöðumaður fræðslu- og menningar-
sviðs Mosfellsbæjar, sagði að staðsetn-
ingin á hringtorginu hefði ekki náð
fram að ganga, annars vegar vegna
þess að Vegagerðin ætti hringtorgið og
vegna öryggisatriða. Eins þætti mikil-
vægt að staðsetja verkið þar sem fólk
ætti greiða leið að því.
Björn Þráinn sagði að þrátt fyrir
samþykkt bæjarstjórnar væri stað-
setningin ekki frágengin endanlega en
Stekkjarflöt væri samkvæmt skipulagi
staður sem mundi henta vel fyrir verk-
ið og jafnvel fleiri listaverk.
Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar
var umhverfisdeild bæjarins falið að
hafa samráð við listamanninn og skipu-
lagshöfunda um staðsetningu verksins
og leggja tillögu þar að lútandi fyrir
menningarmálanefnd og skipulags-
nefnd. Björn Þráinn sagði að þeirri
vinnu væri ekki lokið. Til stóð að setja
upp listaverkið í Varmárviku hinn 10.-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Líkan af sex metra háu útilistaverki
Magnúsar Tómassonar, Húsi tímans
- húsi skáldsins.
17. júní en Björn Þráinn sagði að ekki
gæti orðið af því en nú væri litið til af-
mælisdags Mosfellsbæjar, 9. ágúst, í
því sambandi.
Búist við að borgaryfírvöld skipi nefnd til að fara yfir sameiningarmál Vals og Fjölnis
Hlíðar/Grafarvogur
*
Iþróttafélögin senda frá
sér viljayfírlýsingu um
sameiningu á næstunni
ÓFORMLEGAR sameiningarvið-
ræður Vals og Fjölnis hafa staðið yfir
í vetur en á næstu dögum er búist við
því að félögin gefi út yfirlýsingu um
að þau hafi fullan hug á því að sam-
einast. Þetta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Steinunni Val-
dísi ðskarsdóttur, formann Iþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkur, en
hún sagði að í kjölfar yfirlýsingarinn-
ar myndu borgaryfirvöld skipa
nefnd, sem hefði það hlutverk að
greiða fyrir sameiningunni. „Vals-
svæðið hefur alla tíð verið mjög erfitt
skipulagslega með tilliti til aðgengis
og Valsmenn eru kannski að vakna
upp við það núna að þegar Hring-
brautin verði flutt muni þeir lokast
enn frekar inni,“ sagði Steinunn Val-
dís.
„Ég átti fund með fulltrúum Vals í
síðustu viku þar sem við fórum yfir
þessi sameiningarmál og niðurstað-
an af þeim fundi var sú að þeir kæmu
með þessa yfirlýsingu.
Það er ekki einfalt mál að sameina
íþróttafélög. Það þarf að fara í gegn-
um alls konar eignarmál, hvað á að
verða um svæðin, hvað á að koma í
staðinn, uppbyggingu o.s.frv.
Hingað til höfum við rætt þetta allt
óformlega en ég óskaði eftir því við
félögin að áður en lengra yrði haldið
myndu þau gefa út formlega viljayf-
irlýsingu, því við förum ekki að setja
af stað skipulagsvinnu og vinnu við
mat á kostnaðinum án þess að það sé
ljóst að þetta sé eitthvað sem menn
ætli að stefna að.“
Steinunn Valdís sagði að í gegnum
tíðina hefði það gefið besta raun að
láta sérstaka nefnd halda utan um
málið og fara í gegnum það með fé-
lögunum. Það væri það vinnuferli
sem borgin hefði farið eftir bæði við
flutning Þróttar úr Sæviðarsundi í
Laugardalinn og flutning Víkings úr
Hæðargarði niður í Fossvog.
Ágreiningur um eignaréttinn
„Ég legg mikla áherslu á það að ef
t.d: Valur fer frá Hlíðarenda að þá
verði áfram einhver íþróttaaðstaða
þar til að þjóna krökkunum í Hlíða-
hverfi og þeim hópum sem hingað til
hafa sótt æfingar þangað. Menn geta
ekki bara flutt allt með sér því það er
auðvitað fólk sem býr þarna og við
þurfum að hugsa um það og bjóða
krökkunum áfram upp á einhveija
þjónustu. Það er ekki þar með sagt
að borgin hyggist nýta allt svæðið
sem íþróttasvæði." Aðspurð um það
hvort KR-ingar hefðu falast eftir
svæðinu við Hlíðarenda sagði Stein-
unn Valdís að þeir hefðu ekki gert
það formlega.
Félögin hafa falast
eftír stærra landsvæði
Steinunn Valdís sagðist að ágrein-
ingur væri uppi um eingarhald á
Hlíðarendasvæðinu, en að borgar-
lögmaður væri að skoða það ásamt
lögmönnum Vals hvernig þeim mál-
um væri háttað. Steinunn Valdís
sagði að um leið og viljayfirlýsingin
bærist frá félögunum myndu borgar-
yfirvöld skipa nefndina og að hún
myndi hefja störf strax.
„Hún myndi væntanlega vinna í
málinu í sumar, en í haust yrði farið í
það af fullum krafti. Þetta tekur allt
sinn tíma. Skipulagsþátturinn tekur
tíma, það tekur tíma að meta eignim-
ar og það þarf einnig að fara í gegn-
um fjárhag félaganna áður en hægt
er komast að einhverri niðurstöðu.
Þetta er mjög flókið mál. Á Hlíðar-
enda er fyrir hendi eitt stórt íþrótta-
hús og íþróttavellir og það þarf að
meta hversu mikið Valur hefui' lagt i
þetta og hvað borgin getur fengið út
úr nýtingu á svæðinu ef félagið flyt-
ur. Ef starfsemi Vals verður flutt
upp í Grafarvog þarf að taka ákvörð-
un hvar hægt verður að koma henni
fyrir. Einnig þarf að taka ákvörðun
um verkaskiptingu á milli félaganna,
þannig að það eru mjög margir þætt-
ir sem koma til mats.“
Að sögn Steinunnar Valdísar er
ekki búið að taka neina ákvörðun um
það hvar í Grafarvoginum félögin
myndu hafa starfsemi sína ef þau
myndu sameinast. Hún sagði að það
lægi ljóst fyrir að þau myndu nýta
núverandi svæði Fjölnis við Dalhús,
en að það væri ekki mjög stórt og því
hefðu þau falast eftir öðrum svæðum.
„Þetta eru mál sem lúta að skipu-
lagsþættinum og skipulagslega á eft-
ir að svara mörgum spurningum
varðandi Grafarvoginn. Það á eftir að
taka ákvörðun um hvort þau fá svæði
við Gufunesverksmiðjuna eða við
Spöngina, eða jafnvel við hliðina á
Knattspyrnuhúsinu við Víkurveg."
ÍR og Leiknir hafa sameinast
Aðspurð um það hvort það væri
stefna borgaryfirvalda að fækka
íþróttafélögunum í borginni svaraði
Steinunn Valdís:
„Það er hagur okkar eins og félag-
anna að þau verði færri, stærri og
sterkari og geti þar með þjónað íbú-
unum betur. Á síðustu árum höfum
við auðvitað verið að gera miklar
breytingar á starfsskipulagi íþrótta-
félaganna í borginni. Við erum t.d.
nýbúin að hafa milligöngu um sam-
einingu ÍR og Leiknis í Breiðholti.“
Steinunn Valdís sagði að höfuð-
stöðvar ÍR-Leiknis yrðu í Mjóddinni.
„Síðan var gert samkomulag á
milli borgarinnar og Leiknis um að
við leystum til okkar gervigrasvöll-
inn í Efra-Breiðholtinu. ÍTR mun
reka þann völl en ÍR-Leiknir mun
sameiginlega annast allt skipulag
íþróttastarfs í báðum Breiðholts-
hverfunum."
Steinunn Valdís sagði að félögin
hefðu óskað eftir því að unnið yrði að
frekari uppbygginu í Mjóddinni, en
að ekkert hefði verið ákveðið um það,
enda væru flest íþróttafélög borgar-
innar með slíkar óskir.