Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Vinningshafar í getraun Búnaðarbankans á sýningunni Daglegt líf.
Vinningshafar í
getraunaleik
DREGIÐ hefur verið í getraunaleik
sem Búnaðarbankinn stóð fyrir á
sýningunni Daglegu lifi sem nýlega
var haldin í íþróttahöllinni á Akur-
eyri. Á myndinni eru þeir Ólafur
Héðinsson skrifstofustjóri, lengst
til vinstri, og Ásgrfmur Hilmisson
útibússtjóri til hægri í hópi nokk-
urra vinningshafa. Við hlið Ólafs er
Elva Diana Danfelsdóttir sem hlaut
bílprófsstyrk Búnaðarbankans að
þessu sinni en þá koma vinnings-
hafarnir, Halla Björg Harðardóttir
og Leifur Brynjólfsson, en í neðri
röðu eru Hafdfs Davíðsdóttir,
Reimar Árni Guðmundsson, Krisij-
án Þór Gfslason og Karen Júlía
Leósdóttir. Jóhanna Gunnarsdóttir,
Stefanía Svavarsdóttir, Óskar Ósk-
arsson og Kristinn Vigfússon hlutu
einnig vinninga en voru ekki við-
stödd afhendingu verðlauna.
Goðafoss tók niðri við innsiglinguna í Húsavíkurhöfn
• •
011 skrúfublöð
skipsins skemmdust
GOÐAFOSS, flutningaskip Eim-
skips, tók niðri rétt utan við innsigl-
inguna í Húsavíkurhöfn sl. föstu-
dagsmorgun. Kafari var fenginn til
að athuga skemmdir við bryggju á
Húsavík og þá kom í ljós að öll fjögur
skrúfublöð skipsins höfðu skemmst.
Magnús Fr. Sigurðsson, skipstjóri
á Goðafossi, sagði að skemmdirnar
hafi ekki snert sjóhæfni skipsins og
var því siglt til Akureyrar á laugar-
dag, þar sem skipið var tekið upp í
flotkvína til viðgerðar. Magnús sagði
að stefnt væri að því að ljúka fullnað-
arviðgerð nk. fimmtudag.
Goðafoss er stærsta skip sem tek-
ið hefur verið upp í flotkví hér á
landi, að sögn Antons Benjamínsson-
ar, verkefnisstjóra hjá Stáltaki.
Mesta lengd skipsins er tæpir 107
metrar og breiddin er 19 metrar.
Stærsta skip sem tekið hafði verið í
flotkvína var Hofsjökull, en hann er
um 10 metrum lengri en Goðafoss en
þremur metrum mjórri. Anton sagði
að breidd Goðafoss gerði það að
verkum að skipið kæmist hvergi í
flotkví hérlendis nema á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Goðafoss er stærsta skipið sem tekið hefur verið í flotkví hérlendis.
Morgunblaðið/Kristján
Sonja Grant frá Kaffitári, Guðmundur Björgvin Baldursson, maki eig-
andans Önnu Hildar Guðmundsdóttur, og Inga Hrönn Ketilsdóttir
starfsmaður.
Nýir eigendur
að Kaffí Tröð
Símenntunarmiðstöð Eyjafíarðar
Katrín Dóra ráð-
in forstöðumaður
Dalvík-
urbyggð
við ald-
arlok
DALVÍKURBYGGÐ hefur
gefið út myndband sem heitir
„Dalvíkurbyggð við aldarlok."
Bæjarstjóm Dalvíkurbyggðar
ákvað að láta gera myndband
um stórbrotna náttúru og lit-
ríkt mannlíf sveitarfélagsins í
tilefni árþúsundamóta.
Öm Ingi Gíslason tók og
vann myndina, en hún sýnir
margbreytileika náttúra og
mannlífs á árinu 1998 til ára-
móta 1999. Texti er eftir Hjör-
leif Hjartarson en einnig prýðir
myndina tónlist svarfdælskra
kóra og söngsveita.
Gengið verður í hús í Dalvík-
urbyggð og myndbandið boðið
til sölu á næstu dögum en það
verður einnig til sölu á skrif-
stofu sveitarfélagsins í Ráðhús-
inu og í Sundlaug Dalvíkur. í
Reykjavík verður myndbandið
til sölu hjá Samspil-Nótan í
Skipholti 21 frá 10. júní næst-
komandi. Myndbandið verður
kynnt á Kaffi menningu fljót-
lega.
A kápu myndbandsins segir:
„Myndbandið er m.a. ætlað til
sölu bæði til ferðafólks og ekki
síður heimamanna hér heima
og að heiman. Óhætt er að full-
yrða að Emi Inga og öðrum
sem að myndinni standa hafa
með einstæðum hætti tekist að
fanga í mynd þá miklu og sí-
breytilegu náttúrafegurð sem
hér er að finna árið um kring.“
Myndbandið er selt á 3.000
krónur
NÝR eigandi, Anna Hildur Guð-
mundsdóttir hefur tekið við
rekstri kaffihússins í verslun
Pennans á Akureyri, en það heit-
ir nú Kaffí Tröð eftir fyrsta
kaffihúsinu sem rekið var á Is-
landi.
Bryddað verður upp á ýmsum
nýjungum, en m.a. verða gesta-
kokkar að störfum f eldhúsinu
alla föstudaga og reið Kristján
Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akur-
eyri á vaðið sl. föstudag og sýndi
hann gestum hversu Iiðtækur
hann er í því að elda lax. Um eins
konar áskorendaleik verður að
ræða og skoraði bæjarstjóri á
Sigríði Sunnevu, fatahönnuð að
koma og elda næsta Fóstudag.
Samstarf er á milli kaffihússins
og Kaffitárs og munu starfsmenn
þess koma af og til norður og
kynna ýmsar nýjungar á kaffi-
markaðnum. Margvíslegir kaffi-
drykkir eru á boðstólum, m.a.
jöklakaffi sem er borið fram ís-
kalt. Þá geta gestir keypt kaffi á
staðnum og tekið með sér út í
frauðplastumbúðum og hefur sú
þjónusta notið vinsælda. Að sjálf-
sögðu eru kökur af ýmsu tagi í
boði sem og beyglur svo eitthvað
sé nefnt og þá er hægt að kaupa
hádegisverð á Kaffi Tröð.
KATRÍN Dóra Þorsteinsdóttir hef-
ur verið ráðin forstöðumaður Sí-
menntunarmiðstöðvar Eyjafjai'ðar
og hefur hún þegar tekið til starfa.
Hún er kennari og iðnrekstarfræð-
ingur að mennt og var áður stöðvar-
stjóri íslandsflugs á Akureyri.
Starfsemi símenntunarmiðstöðvar-
innar verður fyrst um sinn í hús-
næði Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar við Strandgötu á Akureyri.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
er sjálfseignarstofnun með sérstaka
KEA hefur nú opnað umræðusvæði
á heimasíðu sinni. Því er ætlað að
vera vettvangur fyrir lifandi um-
ræðu um KEA og dótturfélög.
Hér kominn kjörinn vettvangur
íyrir félagsmenn og aðra til að koma
skoðunum sínum á framfæri beint og
milliliðalaust, segir í fréttatilkynn-
ingu frá KEA.
Slóðin á heimasíðu KEA er
www.kea.is. Þar er smellt á „Um
KEA“ og er þá hægt að fara beint
inn á umræðusvæðið. Bæði er hægt
að taka þátt í umræðum sem þegar
era hafnar um eitthvert tiltekið mál,
svara skoðunum annarra eða brydda
upp á nýju umræðuefni.
I byijun er þess vænst að um-
ræðusvæðið verði vettvangur til að
fá fram hugmyndir og skiptast á
skoðunum um stefnumótum KEA.
Heimasíða eða vefsvæði félagsins
hefur nú verið starfrækt í vel á ann-
að ár og er í stöðugri þróun. Þar má
nálgast ýmsan fróðleik um félagið,
stjórn. Hún var stofnuð í lok mars
sl. en stofnendur eru helstu mennta-
stofnanir á Eyjafjarðarsvæðinu,
Akureyrarbær, sveitarfélög í Eyja-
firði og fyrirtæki og stofnanir í firð-
inum.
Markmið stofnunarinnar er fyrst
og fremst að efla símenntun á svæð-
inu og bjóða einstaklingum hagnýta
og fræðandi þekkingu á öllum skóla-
stigum. Jafnframt að veita ráðgjöf
til fyrirtækja um símenntun og ein-
staklingum starfs- og námsráðgjöf.
lesa nýjustu fréttir sem því tengjast,
fá uppskriftir af fjölmörgum girni-
legum réttum og ýmislegt fleira.
------*-M-------
Samþykkt að
taka tilboði
Landsbanka
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam-
þykkt að taka tillboði Landsbanka
Islands í bankaþjónustu fyrir bæinn.
Fjögur tilboð bárast þegar þessi
þjónusta var boðin út nýlega, en auk
Landsbanka buðu Búnaðarbankinn,
íslandsbanki og Sparisjóður Norð-
lendinga einnig að annast þessa
þjónustu fyrir bæinn. Tilboð
Landsbankans þótti hagstæðast, en
væntanlegur ávinningur af útboðinu
er ríflega 30 milljónir á 5 ára tíma-
bih, vegna hærri vaxtatekna og lægri
þjónustuútgjalda.
KEA opnar umræðu-
svæði á heimasíðunni
REVKIAVÍK-AKU REYRI-REVKIAVIK mgju ,rekar
Atta sinnum a
Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000
.730 kí. me&fluyvallarsköttum
FLUGFELAG ISLANDS
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is