Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
111 ii II iii 1 iiii n
II flilllllllllllilllllllllllllllllllillllilii lllllill 11
J M • W OO OO OO OO f j§y oo oo mm c i n 11—y—i c □nm c 0 DD b 1 n m
OO OO OO OO E trji MUi jjgp O O OO
Útlitsmynd af Brekkubæjarskóla eins og hann kemur til með að lfta út eftir breytingar.
Grunnskólarnir á Akranesi
Framkvæmdir vegna
einsetningar að hefjast
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Frá undirritun samnings um stækkun Brekkubæjarskóla. Konráð And-
résson, framkvæmdastjóri Loftorku hf., og Gísli Gíslason bæjarstjóri.
Akranesi - Framkvæmdir við við-
byggingu Brekkubæjarskóla á
Akranesi hefjast í sumar og var
samningur um þá framkvæmd und-
irritaður á dögunum og er um að
ræða einn stærsta verksamning
sem Akraneskaupstaður hefur gert
til þessa. Fyrirtækið Loftorka hf. í
Borgarnesi verður verktaki og er
gert ráð fyrir að verkinu verði lokið
haustið 2001. Verksamningur hljóð-
ar upp á röskar 164 milljónir króna.
Hin nýja bygging er á þrem hæð-
um og tengist gamla skólahúsinu og
á neðstu hæðinni eru tvö herbergi,
sem nýtt verða fyrir hljóðfæra-
kennslu á vegum Tónlistarskólans á
Akranesi, aðstaða verður fyrir
stofnþjónustu skólans, m.a. heilsu-
gæslu, sálfræði- og ráðgjafaþjón-
ustu, biðstofu og húsnæði fyrir sér-
deild. Á hinum tveim hæðunum
verða m.a. tíu kennslustofur auk
annars rýmis. Allar kennslustof-
urnar eru með salerni og fatahengi
inni í stofunni.
Kennslustofurnar eru flestar 60
fermetrar, en þrjár þeirra eru
stærri.
Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar-
stjóra á Akranesi er þessi verká-
fangi fyrri hluti framkvæmda
vegna einsetningar grunnskólanna
á Akranesi, en síðari hlutinn er
stækkun Grundaskóla, sem lokið
verður haustið 2002.
Samningaviðræður um það verk
eru í gangi við Loftorku hf. en fyrir-
tækið var lægstbjóðandi í það verk.
í Grundaskóla er gert ráð fyrir allt
aðl.000 m2 nýbyggingu, sem fyrst
og fremst er viðbótarkennslurými.
Gísli segir að með þessum fram-
kvæmdum verði báðir skólarnir í
stakk búnir fyrir einsetningu þeirra
auk þess sem séð er fyrir hugsan-
legri fjölgun nemenda vegna fólks-
fjölgunar í bænum á næstu árum.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Ferðafólkið við Hummerinn góða, sem hvílir eitt hjólið á Langanes-
grjótinu.
Félagar í Oddfellow
heimsækja Vestfirði
Flateyri - Um 60 félagar í bræðra-
lagi Oddfellow á suðvesturhorninu
héldu í ferðalag fyrir skemmstu og
skruppu í dagsferð vestur á firði til
að heimsækja félagsmenn Odd-
fellow í ísafjarðarbæ. Þar var tekið
á mótihópnum og farið með rútum í
skoðunarferð um bæjarfélagið sem
nær yfir Qóra firði.
Fyrsti áfangastaður ferðalang-
anna var harðfiskverkun Halldórs
Mikkaelssonar í Neðri-Breiðadal í
Onundarfirði þar sem boðið var
upp á harðfisk og vestfirskar
hveitikökur. Má kannski segja að
þar hafi menn fengið smábragð af
því að standa á tindi Mount Everest
því harðfiskur frá þeim hjónum
Guðrúnu og Haildóri var á sínum
tíma með í nestispokum íslensku
Everestfaranna.
Til gamans má geta þess að ís-
lensku pólfararnir völdu einnig ön-
firskan harðfisk í nesti sitt bæði
fyrir suður- og norðurpólinn enda
eru Vestfirðir rómaðir fyrir gæða-
verkun á þjóðlegum fiskafurðum
eins og harðfíski, hákarli og skötu.
Dyttað
að á
Langanesi
Þórshöfn - Út að Skálum á Langa-
nesi er seinfarið en þangað fjöl-
menntu bæði félagar úr Björgun-
arsveitinni Hafliða og kvennadeild
auk fleira fólks fyrir nokkru. Farið
var á Hummer bifreið sveitarinnar
undir öruggri stjórn Konráðs Jó-
hannssonar og níu jeppum að auki.
Hummerinn var í essinu sínu á
óveginum út á Langanes en einnig
var ekið á fönn sem var mun fljót-
farnari leið en snjólétt var þó á
Nesinu á þessum tíma. Ökumenn
jeppanna hleyptu duglega úr
dekkjunum og síðan var þeyst af
stað yfir hvað sem fyrir varð.
Tilgangur ferðarinnar var að
dytta að neyðarskýli björgunar-
sveitarinnar, Albertsbúð, sem er
staðsett á Skálum og talstöðin þar
prófuð. Það gekk vel og viðdvölin á
Skálum varð ekki löng en heitt
kakó og meðlæti rann vel niður í
ferðalanga í nepjunni. Þaðan hélt
jeppalestin út á Font og hafði
stutta viðdvöl við Skoruvíkurvita
og gamla eyðibýlið, Skoruvík.
Verður árlegt
verkefni
Þetta var góð ferð sem hristi
páskarykið af mönnum og björg-
unarsveitarfólk varð ásátt um að
gera Langanesferð að árvissum
viðburði bæði til að huga að neyð-
arskýlinu en einnig til skemmtun-
ar og upplyftingar á félagsand-
anum.
Langanesið er paradís útivistar-
fólks hvort sem er að vetri eða
sumri og sívaxandi áhugi fólks fyr-
ir að komast þangað en óvegurinn
er mikill farartálmi. Fuglalífið er
fjölbreytt og einnig eru minjar um
áður blómlega byggð og mann-
virkin sem enn standa hafa sögu
að segja.
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson
Félagar í Oddfellow fyrir framan harðfiskverkun Halldórs Mikkaels-
sonar í Neðri-Breiðadal í Onundarfirði.
Óánægðir Þórshafnarbúar
Brúin yfir Svalbarðsá.
Vegur eða óvegur
Þórshöfn - Vegamálin hggja
þungt á íbúum þessa byggðarlags
en eins og svo oft áður er litlu fé
úthlutað til uppbyggingar vega í
N-Þingeyjarsýslu. I sumar renn-
ur ekkert fé til vegauppbyggingar
í Norður-Þingeyjarsýslu utan
þess að malbikskafli lengist um
tæpa 5 km í Öxarfirði. Leiðin milli
Þórshafnar og Húsavíkur er varla
farandi nema á 33ja tommu dekkj-
um og eru íbúar hér orðnir lang-
þreyttir á því að vera sífellt settir
til hliðar. Þeir gleymast hins veg-
ar ekki þegar kemur til innheimtu
á þungaskatti og öðrum slíkum
gjöldum. Þá sitja þeir við sama
borð og aðrir.
Framtíðarsýn íbúa byggðar-
lagsins hér er heilsársvegur yfir
Öxarfjarðarheiði og er sá vegur á
langtímaáætlun - en langt finnst
þeim sem bíður. í suðursýslunni
er loksins kominn skriður á vega-
gerð um Tjörnes en vegurinn þar
er mikil slysagildra, einkum Auð-
bj argarstaðabrekka.
Umferð vöruflutningabíla er að
aukast en í ágústmánuði hætta
Samskip siglingum með strönd-
inni og þá bætist allur þeirra
flutningur við landflutningana,
s.s. fiskiflutningar og fleira svo
enn brýnni nauðsyn er á vegaupp-
byggingu.
Brekknaheiði milli Þórshafnar
og Bakkafjarðar er dæmi um al-
gjöran óveg en sá vegur verður þó
lagfærður í sumar með grófu
burðarlagi og fínna lagi yfir en
varanleg uppbygging vegarins
stendur ekki til að svo stöddu.
í vesturáttina er brúin yfir
Svalbarðsá mikill farartálmi. Hún
er orðin stórhættuleg; aðkeyrslan
er slæm báðum megin og brúar-
riðið brotið. í samtali við Vega-
gerðina á Akureyri kom fram að á
næsta ári verður byggð ný brú yf-
ir ána og hún tengd. Það er vonum
seinna því brúin er mikill flösku-
háls varðandi þungaflutninga og
vöruflutningabílar geta ekki farið
yfir hana fulllestaðir þar sem hún
ber ekki leyfilegan hámarks-
þunga. Akstur hálftómra flutn-
ingabíla er óhagkvæmur og hátt
flutningsgjald fer út í vöruverðið
og síðan virðisaukaskatturinn of-
an á allt saman.
Landsbyggðarvandi
eða landsfeðravandi
Allt þetta þýðir margfaldan
kostnað fyrir íbúa hér í byggðar-
laginu; hærra vöruverð vegna
óhagkvæmra flutninga, stórfelld-
ur viðhaldskostnaður á bíla vegna
eilífs grjótbamings og lengi mætti
áfram telja. Samgöngumál eru
einn af þeim þáttum sem vega
þungt í búsetuvali fólks. Það er
mál manna hér að hinn margum-
talaði vandi landsbyggðarinnar sé
í raun tilbúið vandamál landsfeðr-
anna - þeir sem stýra fjármagn-
inu eru vandamálið en ekki lands-
byggðin sjálf.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
Brautin var mjög erfið og reyndist mörgum þungt að haldast á hjólinu.
Islandsmót í mótokrossi
Vestmannaeyjar - Fyrsta umferð af
fjórum á íslandsmótinu í mótorkross
fór fram í Vestmannaeyjum laugar-
daginn 20. maí, síðastliðinn. Kepp-
endur voru 34 og hafa aldrei verið
fleiri í þessari keppni hér á landi.
Brautin, sem liggur í vikurfláka á
nýja hrauninu í Eyjum, þykir ein-
hver sú erfiðasta sem mótorhjóla-
menn hafa glímt við hér á landi í
langan tíma. Brautin var 2,5 kfló-
metrar og keppt var í 3 x 15 mínútur.
Islandsmeistarinn frá síðasta ári,
Ragnar Ingi Stefánsson, sigraði eft-
ir mjög hafða keppni við Reyni Jóns-
son sem hafnaði í öðru sæti en í því
þriðja varð Viggó Viggósson.
Næsta mót fer fram á Akureyri
um hvítasunnuhelgina.