Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 26

Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjárfesting í mannvirkjum aldrei meiri en á síðasta ári Hefur hlutfallslega minni þýð- ingu fyrir þjóðarbúskapinn Morgunblaöið/Kristinn Tryggvi Þdr Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Is- lands, á Mannvirkjaþingi 2000. FJÁRFESTING í mannvirkjum á síðasta ári var mest í krónum talið hér á landi frá upphafi og nam rúm- um 82 milljörðum króna og svarar það til um 65% af fjármunamyndun ársins. Þetta samsvarar um 13% af landsframleiðslunni á árinu. Þrátt fyrir þetta hefur mannvirkjagerð hlutfallslega minni þýðingu í þjóðar- búskapnum en áður. Til að mynda var fjárfesting í mannvirkjum um 27% af landsframleiðslunni árið 1968, þegar hún var mest, eða rúm- lega helmingi meiri en á síðasta ári. Þetta kom meðal annars fram í er- indi Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla íslands, á Mannvirkjaþingi 2000, sem haldið var síðastliðinn föstudag. í erindi sínu skipti Tryggvi mannvirkjum í meginatriðum í 6 flokka; íbúðarhús; aðrar byggingar; veitur; stóriðju og virkjanir; vegi; hafnir og flugvelli. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði hefur verið fyrirferð- armest á tímabilinu frá 1961 til 1999. Þar á eftir kemur fjárfesting í öðrum byggingum en íbúðum. Fjárfesting í öllum málaflokkum nema stóriðju og virkjunum hefur farið minnkandi á þessum fjórum áratugum. Atvínnuhúsnæði vandaðara en áður Tryggvi greindi frá því að fjárfest- ing í íbúðarhúsnæði hefði verið mikil eftir seinni heimsstyrjöldina og allt fram á áttunda áratuginn en þróunin síðan hefði verið niður á við. Fjár- festing í íbúðarhúsnæði nam tæp- lega 9% af landsframleiðslunni á tímabilinu 1961-1970 en er nú um 3-4%. Þessa þróun sagði Tryggvi vera svipaða og átt hefði sér stað í öðrum iðnvæddum ríkjum. Hann sagði að þrátt fyrir að byggt hefði verið mikið af íbúðarhúsnæði hér á landi hefði fjölbreytnin ekki verið mikil. Til að mynda vantaði einn flokk íbúða hér að minnsta kosti, þ.e. vandaðar íbúðir í sambýli með stóru hjónaherbergi og álíka stórum stof- um og í einbýlishúsum fyrir fólk sem vildi minnka við sig án þess að vera að setjast í helgan stein. Tryggvi sagði breytingu vera að eiga sér stað í uppbyggingu á at- vinnu- og skrifstofuhúsnæði. í stað húsnæðis, sem oft á tíðum hefði ekki verið mikið lagt í væri nú vandað meira til verka. Sennilega skýringu sagði hann vera meira fjármagn sem nú væri til ráðstöfunar svo og að ný form eignahalds á atvinnuhúsnæði kölluðu á að leigjendur heimtuðu góða vöru. Dagar stóriðju og stórra vatnsaflsvirkjana liðnir Fjárfesting í veitum hefur að mestu verið í tengslum við einstök verkefni og á síðustu fjórum áratug- um var mest fjárfest á áttunda ára- tugnum, eða fýrir tæplega 7% af landsframleiðslu samanborið við rúm 2% á tíunda áratugnum. Tryggvi sagði að hugsanlegt væri að fjárfest yrði í smærri raforkuverum á næstu árum í kjölfar þess að raf- orkuframleiðsla yrði gefin fijáls um mitt ár 2002. Fjáfesting í veitum hefði verið nátengd byggingu nýrra stóriðjuvera allt frá stofnun Lands- virkjunar árið 1965. Hann nefndi að kröfur um umhverfismat og almenn- ar breytingar á viðhorfum til um- hverfisins mundu hafa mikil áhrif á byggingu nýrra virkjana og stóriðju- vera og spáði því að dagar stóriðju og stórra vatnsaflsvirkjana væru liðnir hér á landi. Vegaframkvæmdir umfangsmeiri í framtíðinni í erindi Tryggva kom fram að fjár- festingar í samgöngukerfinu hefðu verið miklar á sjöunda og áttunda áratugnum. Hringveginum hefði verið lokað og hafnir gerðar í öllum helstu sjávarplássum landsins. Und- anfarin ár hefðu vegaframkvæmdir verið fyrirferðarmestar og fyrirsjá- anlegt væri að svo yrði áfram ef und- an væru skildar framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll. Tryggvi sagði að áherslan í vegamálum mundi breytast í framtíðinni því í stað þess að lögð yrði einungis áhersla á að komast á milli staða þá yrði áhersla lögð á að það yrði hægt með sem mestu öryggi og á sem skemmstum tíma. Tryggvi spáði því að í framtíðinni mundi koma til meira af beinum fjár- veitingum til vegamála, eins og ákvarðaðar voru nú á dögunum, í stað þess að framkvæmdafé réðist af því hve mikið væri notað af bensíni og olíu. Þá sagðist Tryggvi ekki gera ráð fyrir miklum framkvæmdum í sambandi við hafnir og flugvelli í framtíðinni, að undanskildum fram- kvæmdum við Reykjavíkurflugvöll. Vöruflutningar hefðu að mestu flust yfir á vegina eftir að strandflutning- ar lögðust af. Tryggvi taldi einnig að flugsamgöngur ættu eftir að gegna minna hlutverki í framtíðinni en nú. íbúðabyggingar verða óverulegar á næstu árum Fram kom hjá Tryggva Þór Her- bertssyni að hagfræðikenningar um sparnað og fjárfestingar segðu að samband ætti að vera milli aldurs- samsetningar þjóðar og fjárfestinga í mannvirkjum. Hann lauk erindi sínu á því að spá fyrir um fjárfesting- ar í mannvirkjum í kjölfar breyttrar aldurssamsetningar íslensku þjóðar- innar og vísaði í því sambandi til spár Sameinuðu þjóðanna um mannfjölda og aldurssamsetningu þjóðarinnar til ársins 2050. Spáin gerir ráð fyrir að mannfjöldinn hér á landi muni ná hámarki um 2030 en fara síðan örlít- ið minnkandi. Þá muni aldurssam- setningin breytast þannig að ungum fari hlutfallslega fækkandi á næstu fimmtíu árum en eftirlaunaþegum muni hins vegar fjölga ört næstu þrjátíu árin. Tryggvi sagði að bygging íbúðar- húsnæðis mundi því sem næst leggj- ast af á næstu fimmtán árum en fjár- festing í öðrum mannvirkjum aukast. Hann sagði þetta vera í sam- ræmi við þróunina víða erlendis, til dæmis í Svíþjóð. Hins vegar mundi fjárfesting verða mest í öruggari samgöngumannvirkjum og meira og vandaðara atvinnuhúsnæði og skrif- stofubyggingum. Tryggingamiðstöðin hf. 7F Ivar hf. eignast bréf ísfé- lagsins VERÐBRÉFAÞINGI íslands hefur borist tilkynning um að Fjárfesting- arfélagið Ivar hf. hafi eignast hlut Is- félags Vestmannaeyja hf. í Trygg- ingamiðstöðinni hf. Fyrir átti ívar hf. engan hlut í Tryggingamiðstöð- inni hf. en á nú kr. 20.467.709 eða 8,78%. Fyrir átti ísfélag Vestmanna- eyja hf. kr. 20.467.709 eða 8,78% í Tryggingamiðstöðinni hf. en á nú ekkert. Sömu eigendur eru að báðum fé- lögunum, Fjárfestingarfélaginu ív- ari hf. og ísfélagi Vestmannaeyja hf. Þau tengjast Sigurði Einarssyni stjórnarformanni Tryggingamið- stöðvarinnar hf., en hann og fyrir- tæki honum tengd eiga 29,2% hlut í félaginu. ---------------- Urvalsvísi- talan lækkar lítillega VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi ís- lands í gær námu alls um 162 millj- ónum króna, þar af með hlutabréf fyrir um 96 milljónir og bankavíxla fyrir um 48 milljónir. Urvalsvísi- talan lækkaði um 0,48% og er nú 1.545 stig. Mest viðskipti með hlutabréf urðu með bréf Tryggingamiðstöðv- arinnar fyrir um 15 millj. kr. í tvennum viðskiptum (-4,9%), með hlutabréf Íslandsbanka-FBA fyrir um 11 millj. kr. (-1,0%), með hluta- bréf Össurar fyrir tæpar 10 millj- ónir (0,0%) og með bréf Opinna kerfa fyrir tæpar 10 milljónir króna (-1,1%). Hlutabréf Marels hækkuðu um 5,4% í þremur við- skiptum. Ávöxtunarkrafa húsbréfa 98/2 var í gær 5,65 og breyttist ekkert frá því á föstudeginum. Sömu sögu var að segja um ávöxtunarkröfu húsbréfa 96/2, sem var 6,25. MORGUNVERÐARFUNDUR á Hótel Sögu, Skála salnum Föstudaginn 2. júní kl. 8:00-9:30 Samruni fjármálafyrirtækja, dæmi frá Svíþjóð -Handelsbanken og Stadshypotek- Rædumaður: Michael Zell Hr. Michael Zell er stjómarformaður Stads- hypotek. Árið 1997 yfirtók Handelsbanken þessa helstu íbúðarlánastofnun Svíþjóðar. Michael Zell mun fjalla kosti og galla sam- runa á fjármagnsmarkaði með sérstakri tilvísxm til þessa sænska samruna. Fundarstjóri: Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. Erindið er á cnsku: Merging Finaneial Institutions the Handelsbanken/Stadshypotek case with some general reflections. Fyrirfram skráning er æskileg: sími 510 7100, fax 568 6564, tölvup. mottaka@chainber.is. Uppkaup ríkissjóðs á spari- skírteinum valda vandræðum í VIÐRÆÐUM fjármálastofnana við stjórnvöld um stöðuna á skulda- bréfamarkaði hafa fulltrúar þeirra fyrrnefndu lagt áherslu á nauðsyn þess að á markaðnum séu ríkis- skuldabréf sem myndi grunn að vaxtamyndun á skuldabréfamark- aði. Ómar Tryggvason hjá íslands- banka-FBA hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að það sé farið að verða vandamál hvað ríkið hafi ver- ið að kaupa mikið upp af spari- skírteinum í útboðum og á markaði. Spariskírteinin séu áhættulaus og sá grunnur sem sé leiðandi fyrir þá ávöxtunarkröfu sem gerð sé til ann- arra bréf, því þau mynda þann botn sem önnur bréf fari ekki niðurfyrir í ávöxtun. Ef þessi bréf eru ekki til staðar í því mæli að þau sýni ávöxt- unarferlið þá vanti grunninn. Samkvæmt upplýsingum frá Þórði Jónassyni hjá Lánasýslu rík- isins er þetta vandamál sem fleiri þjóðir eru að fást við. Umræður innan OECD séu til að mynda tölu- vert um þessi mál. Þórður sagði Noreg dæmi um land þar sem stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að halda úti ákveðnu magni ríkis- skuldarbréfa, þó svo að þau gætu vel greitt upp allar innlendar skuld- ir þjóðarinnar. Nýja-Sjáland og Ástralía hefðu einnig farið þessa leið. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasýslu ríkisins hefur staða spariskírteina og ríkisbréfa samtals lækkað úr 100, 2 milljörðum króna í árslok 1997 í 89,7 milljarða í lok apríl á þessu ári. Sem hlutfall af landsframleiðslu haf þessar skuldir ríkissjóðs þó lækkað enn meira eða úr 19% í 13%. Til samanburðar hækkaði skuldastaðan í húsnæðis- lánakerfinu því skuldir hins opin- bera í húsbréfum og húsnæðisbréfa hækkuðu úr 125,6 milljörðum í árs- lok 1997 í 180,1 milljarð í árslok 1999. Þar kemur hins vegar á móti að íbúðareigendur skulda hinu op- inbera húsnæðislán sem þessum skuldum nemur. Sala á hlutafé í Talentu- Hátækni að hefjast NEXUS gagnrýnt BRESKA útgáfu- og sýningarfyrir- tækið Nexus, sem haldið hefur Is- lensku sjávarútvegssýninguna, hefur hlotið opinbera gagnrýni íyrir mis- vísandi auglýsingar um fjölda gesta og sýnenda á sýningunni Intema- tional Model Show sem fyrirtækið stóð fyrir. Að því er fram kemur í NEXUS Exhibition News kvartaði Meridienne Exhibition, keppinautur fyrirtækisins, til Advertising Stand- ards Authorities og var tekið tillit til kvartananna að mestu leyti. SALA á hlutafé í áhættufjárfest- ingarsjóðnum Talentu-Hátækni hefst í dag. Til sölu er hlutafé að nafnverði 350 milljónir króna á genginu 1,5. Lágmarskáskrift er 100 þúsund krónur að nafnverði en hámarksáskrift er 20 milljónir. Áskriftartímabilinu lýkur 2. júní en þó verður hætt að taka við áskrift- um ef allt hlutaféð selst áður en sölutímabilinu lýkur. Talenta-Hátækni er áhættufjár- festingarsjóður sem Talenta hf., dótturfélag Íslandsbanka-FBA hf., sér um rekstur á. Sjóðurinn fjár- festir í fyrirtækjum á sviði upplýs- ingatækni, fjarskipta- og tölvuþjón- ustu og leggur áherslu á fjár- festingar í óskráðum félögum með mikil vaxtatækifæri. Talenta-Há- tækni verður skráð á Verðbréfa- þingi íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.