Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 27

Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 27 NEYTENDUR Er lækningamáttur jurta mikill eða orðum aukinn? Víðsýni með varúð ✓ Amálfundi Náttúrulækningafélagsins fyrir skömmu var m.a. löffð áhersla á að neytend- ur verða að vera á varðbergi gagnvart inni- haldi náttúrulyfja, jafnt sem hefðbundinna lyfja, því þau geta ekki síður valdið ofnæm- isviðbrögðum hjá ofnæmissjúklingum og viðkvæmu fólki. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Lúpína er sögð hafa góð áhrif á ónæmiskerílð. UPPLÝSINGAR um innihald ís- lenskra náttúrulyfja liggja sjaldan fyrir og fáir biðja um þær, að því er fram kom á málþingi Náttúru- lækningafélags Islands sem haldið var nýverið. Innihald erlendra jurtalyfja eru oft þekkt, segir Kol- brún Björnsdóttir grasalæknir, en minna er vitað um þau íslensku enda hafa þau ekki mikið verið rannsökuð, að hennar sögn. Umfjöllunarefni málþingsins var hvort lækningamáttur jurta væri mikill eða orðum aukinn. Rætt var um á fundinum að neytendur verða að vera á varðbergi gagnvart inni- haldi náttúrulyfja, jafnt sem hefð- bundinna lyfja, þar eð þau geta ekki síður valdið ofnæmisviðbrögð- um hjá ofnæmissjúklingum og við- kvæmu fólki. Davíð Gíslason, sér- fræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum, sagðist á fundinum helst verða var við svo- kallað snertiofnæmi af jurtasmyrsl- um en einnig hefði fólk komið til hans eftir að hafa neitt blómafrjó- korna. Fram kom á málþinginu að trú fólks á virkni náttúrulyfja og jurta væri almennt mikil. Var það álit margra fundarmanna að fólk tæki þeim ekki með nægri varúð. Nefnd voru nokkur dæmi um jurtir og seiði af þeim sem væru beinlínis varasöm, sérstaklega ef þeirra er neytt með ákveðnum hefðbundnum lyfjum. Minnti Arni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ og fundarstjóri málþingsins, á að um náttúrulyf og notkun þeirra þyrfti að ríkja víðsýni með varúð. Náttúrulyf hafa líka aukaverkanir Guðrún S. Eyjólfsdóttir, for- stöðumaður Lyfjaeftirlits ríkisins, sagði, í erindi sem hún hélt á mál- þinginu, að fólk sem notaði nátt- úrulyf ásamt hefðbundnum lyfjum yrði að ræða um það við lækninn sinn þar eð efnin gætu haft áhrif á verkun hvert annars. Hún sagði að umræða um náttúrulyf einkenndist oft af oftrú á hið náttúrulega og það sem náttúran gefur af sér en að notandinn yrði að gera sér grein fyrir því að náttúrulyf hefðu auka- verkanir eins og önnur lyf. Þá benti hún á að reglur um fram- leiðslu náttúrulyfja væru víða ekki eins strangar og þegar matvara og hefðbundin lyf eiga í hlut. Náttúru- lyf frá Kína væru til að mynda mörg hver framleidd við afar bág- bornar aðstæður með þeim afleið- ingum að þau eru oft menguð vara- sömum efnum sem hvergi er getið um á umbúðum. Reglugerð um markaðsleyfi nátt- úrulyfja tók gildi hér á landi fyrir röskum tveimur árum og er henni fyrst og fremst ætlað að vernda neytendur og tryggja að náttúrulyf uppfylli lágmarkskröfur um öryggi og gæði. Samkvæmt reglugerðinni verður m.a. að geta um innihalds- efni, magn þeirra, verkun, auka- verkanir og skammtastærðir. Guðrún útskýrði enn fremur hvers vegna aukaverkanir vegna notkunar á náttúrulyfjum virtust tíðari nú en áður. Nýlegar reglur í nágrannalöndum okkar um mark- aðssetningu náttúrulyfja kveða á um að markaðsleyfishafi verður að tilkynna um aukaverkanir sem þekktar eru. Aukaverkanir, sem áður var ekki tilkynnt um, hafa því í auknum mæli verið skrásettar. Hluti skýringarinnar felst og í því að tíðni aukaverkana hefur aukist samfara aukinni notkun á náttúru- lyfjum. Þá eru í gildi reglur um að aukaverkanir sem tilkynntar eru í einu Evrópulandi tilkynnist í öllum löndum sem eiga aðild að Evrópu- sambandinu og EES-samningnum. „Lækningamáttur jurta getur verið mikill en einnig eyðilegging- armáttur ef ekki er farið með gát,“ minnti Guðrún enn fremur á. Innihaldslýsingar snyrtivara Heilbrigðiseftirlit á vegum sveit- arfélaga sjá um eftirlit með inni- haldslýsingum snyrtivöru. Að sögn Sigurðar V. Hallssonar hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur skal samkvæmt snyrtivörureglugerð til- greina efnainnihald snyrtivöru. Hvað snyrtivörur varðar þar sem aðaluppistaðan eru íslenskar jurtir er venjan að nefna heiti jurtanna sem varan er gerð úr en ekki greint frekar frá innihaldi jurt- anna. Síðan á að geta þeirra efna, sem bætt er við, svo sem rotvarn- arefna. „Markmiðið er að kaupandi geti varist efni sem hann hefur ofnæmi fyrir,“ segir Sigurður. Halifax hættir við Morgunblaðið. London. hr aðbankagj öld UNDANHALD brezku bankanna frá samþykktum sínum um hrað- bankagjöld heldur áfram. Nú hefur Halifax tilkynnt að hann muni hætta slíkri gjaldtöku um áramótin. Halifax innheimtir eins og er pund af þeim viðskiptavinum sín- um, sem nota hraðbanka annarra banka, en meining bankanna var að innheimta gjald bæði af eigin við- skiptavinum og annarra og hefði þessa tvöfalda gjaldtaka getað kostað viðskiptavmina allt að hálfu þriðja pundi. Þessar fyrirætlanir bankanna vöktu gífurlega ólgu meðal almenn- ings og ríkisstjómin beitti sér í mál- inu, þannig að bankarnir féllu frá áformum um tvöfalda gjaldtöku. Síðan tilkynntu þeir einfalda gjald- töku upp á pund, sem’Lloyds TSB hefur lækkað í 50 pens og nú ætlar Halifax að láta af allri innheimtu hraðbankagjalda. Búast má við fleiri túkynningum frá bönkum, því stórmarkaðir hafa sett bönkum, Barclays, HSBC og Abbey Nation- al, stólinn fyrir dyraar og skipað þeim út úr sínum húsum með hraðbankana, ef þeir ætla að okra á viðskiptavinunum í gegnum þá. í skýrslu sem Don Cruickshank gerði fyrir ríkisstjórnina kom fram að kostnaður bankanna af hrað- bankanotkun væri um 30 pens í hvert skipti. Nýtt Kjöt með kryddi Grillmeistarinn er nýjung frá Ferskum kjöt- vörum. I frétta- tilkynningu seg- ir að m.a. sé um að ræða svína- kjöt, nautakjöt, lambakjöt, grillpylsur og grillborg- ara sem kryddaðir eru með tex mex og „mesquite" kryddi. Þar segir ennfremur að upphaflega hafi „mesquite" kryddið verið not- að í eldivið en í dag er það tilvalið við marineringar. Grillmeistarann má finna í öllum helstu matvörubúðum. SANYL ÞAKRENNUR • RYBGA EKKI. • PASSAIGÖMLU RENNUJÁRNIN, • STANDASTISLENSKT VEDURFAR. • AUÐVELDARIUPPSETNINGU. • ÓDÝR 0G GÓÐUR K0STUR. Fást í flestum byggingavöru- I verslunum landsins. C ALFABORG Knarrarvogi 4 • Sími 568 6755 Stjörnuspá á Netinu ýp mbl.is __/KLLTAf= £ITTH\SAO NÝTT Þaö má skipta mannfólkinu í tvennt; þá sem hafa reynt línuskauta og þá sem eiga eftir aö reyna. Frábær hreyfing, frábær tilfinning fyrir alla þá sem kunna aö leika sér. Örninn býöur Urval af Fila og Hypno línuskautum sem uppfylla alla öryggis- og endingarstaöia. Skeifunni 11 - Simi 588 9890 - Veffang orninn.is Opið kl. 9-18 virka daga og kl. 10-16 laugardaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.