Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 30

Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Starfsfólk við sjönvarpstöðina Fiji TVkannar skenundir eftir að hópur fólks réðist inn á fréttastofu stöðvarinn- ar. Herlögum hefur nú verið lýst yfir í landinu en ríkisstjórn Fiji hefur verið haldið í gíslingu sl. tíu daga. Herinn tekur völd- in á Fiji-eyjum Suva á Fyi-eyjum. AP. ^ YFIRMAÐUR hersins á Fiji-eyjum, skammt austur af Ástralíu, kvaðst í gærkvöldi hafa sett herlög í landinu til þess að koma á stöðugleika, en neyðarástand hefur ríkt á eyjunum síðan uppreisnarmenn tóku ríkis- stjórnina í gíslingu 19. maí. Sagði herforinginn ennfremur að forseti landsins, Ratu Sir Kamisese Mara, hefði sagt af sér. Þessi fullyrð- ing hafði ekki fengist staðfest í gærkvöldi, og tókst fréttamönnum ekki að ná sambandi við forsetann. Útvarp Fiji hafði eftir herforingj- anum, Frank Bainimarama, að her- menn myndu takmarka aðgang að þinghúsunum, þar sem uppreisnar- liðar halda forsætisráðherranum, Mahendra Chaudry, og rúmlega 30 öðrum ráðherrum í stjóm hans. Myndu þessar aðgerðir hersins ein- angra uppreisnarmennina frá félög- um þeirra, er hafa farið óhindrað ferða sinna inn og út úr þinghúsun- um. Þótt herinn hefði lýst yfir stuðn- Ostaðfestar fregnir um af- sögn forsetans ingi við Mara forseta, er hafði farið með völd síðan uppreisn hófst fyrir um tíu dögum, höfðu hermenn ekki látið til sín taka að neinu ráði. A þessu varð svo breyting í gær, en á sunnudag beið lögreglumaður bana er hópur fólks, er fylgir uppreisnar- leiðtoganum George Speight að mál- um, réðst á hann, og stöðvaði einnig útsendingu Fiji-sjónvarpsins. Herinn lýsti síðdegis í gær yfir tveggja sólarhringa útgöngubanni og lögregla og hermenn voru á ferð- inni á götum höfuðborgarinnar, Suva. Bainimarama kvaðst síðan vera sestur við stjómvölinn og hefði tekið við af forsetanum, Mara, sem undir venjulegum kringumstæðum hefur lítil völd í krafti embættis síns. Engar fregnir hafa borizt af við- brögðum uppreisnarmanna við yfir- lýsingu Bainimaramas. Ennfremur greindi utanríkisráð- herra Ástralíu, Alexander Downer, frá því, að uppreisnarliðar Speights hefðu hótað að myrða dóttur Maras forseta, Adi Koila Mara, en hún er ráðherra í stjórninni og á meðal gísl- anna í þinghúsunum. „Þetta sýnir hvem mann [Speight] hefur að geyma,“ sagði Downer. „Þetta er hneykslanlegt.“ Speight og skósveinar hans reyndu að bera af sér ábyrgð á morð- inu á lögreglumanninum á sunnu- dag, og sagði talsmaður þeirra, Joe Nata, það hafa verið framið af öflum sem þeir réðu ekki við. Speight kemur úr röðum frum- byggja eyjanna, sem eru þar í meiri- hluta. Fólk af indverskum uppruna er í minnihluta, en Indverjar settust að á Fiji er eyjamar vom bresk ný- lenda. Chaudry er fyrsti forsætis- ráðherrann úr röðum minnihlutans. Speight vill að Chaudry verði sviptur embætti og að fólki er tilheyrir minnihlutanum verði algerlega bannað að gegna leiðtogahlutverki á eyjunum. Sameinuðu þjóðimar og ríki á borð við Ástrah'u, Nýja-Sjáland og Bandaríkin hafa harðlega gagnrýnt herinn á Fiji fyrir að ráðast ekki til atlögu við uppreisnarliða Speights. „Við fordæmum fyrirlitlegar og glæpsamlegar aðgerðir Georges Speights og byssumanna hans sem enn halda gíslum í þinghúsum Fiji,“ sagði í yfirlýsingu frá bandaríska sendiráðinu í Suva í gær. Frelsisflokkur Haider Sakaður um tengsl við Mu- ammar Gaddafí London. Daily Tclegraph. TENGSL Jörgs Haider, leiðtoga hins austurríska Frelsisflokks, og Muammars Gaddafi, leiðtoga Lýbíumanna, em nú grandskoð- uð eftir að upplýst var í gær að sendinefndir á vegum Frelsis- flokksins hefðu heimsótt Lýbíu sl. ár. Haider viðurkenndi í síðustu viku að hann hefði farið í „einka- heimsókn" til Lýbíu 9. maí sl. þar sem hann hefði hitt Gaddafi. Ráðamenn Frelsisflokksins hafa neitað að gefa upp hvað þeim Gaddafi og Haider fór á milli og greindi tímaritið ProSI frá því í gær að Haider væri ekki einn um að hafa sótt Lýbíu heim. I kjölfar þessa hafa þingmenn austurrísku stjórnarandstöðunnar krafist þess að upplýst verði hverjir greiddu ferðina og hvort Frelsis- flokkurinn njóti fjárstuðnings lýbískra ráðamanna. Að sögn ProSI hafa sendi- nefndir Frelsisflokksins farið a.m.k. þrjár ferðir til Lýbíu og vom heimsóknimar allar skipu- lagðar af Harald Göschl, fyrrver- andi framkvæmdastjóra flokks- ins og framvæmdastjóra olíu- fyrirtækis, sem hefur góð tengsl við Lýbíu. „Efnahagslegar áherslur hafa, þá sem nú, alltaf verið helsta ástæða þessara ferða og hefur flokkurinn svo sannarlega ekki fengið neinar fjárveitingar vegna þessa,“ sagði Göschl, sem neitaði í viðtalinu við ProSI að hafa átt þátt í að aðstoða Gaddafi við að koma upp eldflaugavamarkerfi fjórum ámm eftir loftárásir Bandaríkjamanna á Lýbíu 1985. Göschl viðurkenndi hinsvegar að hann væri reiðubúinn að veita Lýbíumönnum alla þá aðstoð sem þörf væri á til að styrkja varnar- kerfi þeirra. Pólitískri einangrun viðhaldið? Að sögn breska dagblaðsins Daily Telegraph er talið að tengsl Frelsisflokksins við Lýbíu minnki líkur á því að ríki Evrópu- bandalagsins (ESB) dragi úr pólitískri einangmn Austurríkis. Áfangasigur kven- réttinda í Kúveit Kúycil.AP.AFP. DÓMSTÓLL í Kúveit vísaði í gær til æðsta dómstigs landsins spuming- unni um það, hvort konur skuli hafa atkvæðisrétt og megi bjóða sig fram til opinberra embætta. Segja kven- réttindaforkólfar þetta stórt fram- faraskref. Úrskurður þessi var kveð- inn upp skömmu eftir að annar dómstóll hafði vísað frá máli, þar sem þess var krafizt að konur fái kosningarétt. Kvenréttindaforkólfar höfðuðu fjölda mála og náði herferð- in árangri er eitt þessara mála var sent til æðsta dómstigs landsins, stjómarskrárdómstólsins. „Loksins komumst við þangað!" sagði Rola Dashti, kvenréttindabar- áttusinni og hagfræðingur, er henni barst til eyma niðurstaðan. Hún hoppaði af kæti á göngum dómshúss- ins. „Nú mun stjómarskrárdómstóll- inn skera úr um hvort kosningalögin eru í samræmi við stjómarskrána,“ sagði hún. Samkvæmt stjómarskrá Kúveit frá 1962 hafa konur og karlar jafnan rétt, en kosningalög, sem sett vom sama ár, meina konum að greiða at- kvæði eða fara í framboð. Dashti, sem stundaði háskólanám í Banda- ríkjunum, segir úrskurðinn sigur fyrir konur bæði í Kúveit og í öðmm arabaríkjum við Persaflóa. „Ég hef alltaf látið mig kvenréttindamál miklu varða,“ sagði hún. „Hér getur aldrei orðið þróun og framfarir ef einungis helmingur samfélagsins tekur ákvarðanir og hinum helm- ingnum er útskúfað.“ Þing Kúveits felldi í nóvember sl. lagafmmvarp, sem veitt hefði konum full, pólitísk réttindi. Bandalag bókstafstrúaðra Súnní-múslíma og ættbálkaþingmanna náði með naum- indum að fella frumvarpið. Dashti, sem er 35 ára, kvaðst sjálf hlakka til að hefja stjórnmálaferil. „Gangi allt að óskum mun ég bjóða mig fram í kosningunum 2003.“ Nú eru tveir aðstoðarráðherrar í ríkis- stjóm Kúveit konur, og margir að- stoðar-aðstoðarráðherrar em konur. Um 40 af hundraði vinnandi fólks í landinu em konur og tveir þriðju nemenda við Kúveitháskóla em kon- ur. SUN MOUNTAIN 'rtr * .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.