Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 33 ERLENT Vladimír Piítín, forseti Rússlands, fundar með fulltrúum Evrópusambandsins Rætt um nánari efna- hagsleg og pólitísk tengsl Antonio Guterres, forsætisráðherra Portúgals, ávarpar fréttamenn í Moskvu. Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur til hægri við Guterres en á milli þeirra má sjá Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands. Pútín heitir því að refsa lögbrjot- um í Tsjetsjníu Moskva. AFP, Reuters. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær að góð tengsl Rússa við Evrópusambandið væru eitt af helstu forgangsatriðum ríkis- stjórnar hans. Pútín lét svo um mælt að loknum fundi sínum með fulltrú- um ESB sem haldinn var í Moskvu í gær. Fundurinn er álitinn vera til marks um batnandi samskipti Rúss- lands og ESB en þau urðu mjög stirð í vetur vegna óánægju Evrópuríkja með stríðsrekstur Rússa í Tsjetsj- níu. Þrír af æðstu yfirmönnum ESB, Javier Solana, sérlegur fulltrúi sam- bandsins í utanríkismálum, Antonio Guterres, forsætisráðherra Portú- gals, sem fer með forystu í leiðtoga- ráðinu um þessar mundir, og Rom- ano Prodi, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, komu til Moskvu á sunnudag og funduðu með rússnesk- um ráðamönnum í gær. Prodi sagði í gær að Rússar þyrftu að gera meira til að laða að erlendar fjárfestingar í landinu, m.a. með því að bæta skatta- lög og vernd eignaréttar. Hann hvatti stjórnvöld einnig til að heimila að ítarleg og óháð rannsókn á meint- um mannréttindabrotum rússneskra hermanna í Tsjetsjníu færi fram. „Eg er sannfærður um að við erum nú að hefja nýtt tímabil samvinnu milli okkar,“ sagði Prodi á sameigin- legum fréttamannafundi með Pútín í gær. Hann sagði einnig að bætt efna- hagsástand i Rússlandi, minni verð- bólga og aðhald í ríkisfjármálum gætu skapað skilyrði fyrir auknum viðskiptum milli Rússa og ESB. Um 40% af utanríkisverslun Rússa er við ríki ESB og sagði Prodi að sú tala ætti eftir að hækka í u.þ.b. 60% efth' að ríki Mið- og Austur- Evrópu gengju í sambandið. Prodi sagði að Rússland ætti eftir að hagn- ast á því að ný ríki gengju inn í ESB því með því yrði til sameiginlegur markaður með yfir 500 milljónir neytenda. Óttast að missa markaðssvæði Rússar hafa látið í ljós áhyggjur af því að með aðild Austur-Evrópuríkja að ESB muni þeir missa hefðbundna markaði fyrir vörur sínar. Solana sagði í gær í samtali við rússneska fréttastofu að hann væri þess fullviss að lausn fyndist sem allir aðilar gætu fallist á. „Óþægindin sem fylgja því fyrir Rússa að þessi ríki myndi efna- hagsleg tengsl vestur á bóginn, þ.á m. Eystrasaltsríkin, er hægt að minnka með samstarfi milli ESB og Rússlands," sagði Solana. „Eg er viss um að þegar til lengri tíma er lit- ið, muni Rússar njóta góðs af stækk- un ESB. Hún mun valda því að ör- yggi og stöðugleiki mun ríkja á stærra svæði í álfunni en áður og mun skapa ný tækfæri til viðskipta og fjárfestinga." Pútín sagði að fundurinn hefði ver- ið mjög „gagnlegur, heiðarlegur og árangursríkur". Hann undirstrikaði að Rússum væri nauðsyn á nánum efnahagslegum tengslum við ESB til að stuðla að uppbyggingu og fram- forum í landinu. „Rússland var, er og verður evrópskt land vegna stað- setningar sinnar, menningar og efnahagslegra tengsla," sagði Pútín. Hann hét því einnig að Rússar myndu refsa öllum þeim sem gerst hefðu sekir um lögbrot í Tsjetsjníu, einnig ef um væri að ræða rússneska hermenn. Ónefndur embættismaður ESB hafði eftir Pútín í gær að u.þ.b. 100 rannsóknarmenn á vegum rúss- neska hersins væru nú að kanna ásakanir um mannréttindabrot í héraðinu. Pútín hét því að rússnesk yfirvöld myndu vinna með fjölþjóðasamtök- um og blaðamönnum til þess að bæta upplýsingastreymi um ástandið í Tsjetsjníu. En hann lagði ríka áherslu á að ekkert gæti komið í veg fyrir þann ásetning Rússa að koma á reglu í héraðinu. „Við höfum aldrei ætlað okkur að gera íbúa Tsjetsjníu að þrælum en við erum algerlega andvígir hverri þeirri kenningu um mannréttindi sem reynt er að nota til að við náum markmiði okkar.“ Prodi ítrekaði ósk ESB um að frið- arviðræður yi'ðu hafnar milli Tsjetsj- ena og Rússa. „Við trúum því enn að ekki verði unnt að binda endi á átök- in í Tsjetsjníu án viðræðna, hversu erfiðar og flóknar þær kunna að verða,“ sagði Prodi. Aðildarríki ESB samþykktu í mars vægar refsiaðgerðir gegn Rússum, í mótmælaskyni við stríðið í Tsjetsjníu. Meðal annars var leyfður innflutningur stáls frá Rússlandi minnkaður um 12% og hætt við að veita Rússum tæknilega aðstoð. Síð- ustu vikur virðist þó sem bæði Evrópuríki og Bandaríkin hafi viljað slaka á þeirri spennu sem upp var komin í samskiptum þeirra við Rússland. Nánari samvinna í öryggismálum Guterres forsætisráðherra Portú- gals sagði við fréttamenn að Rúss- land og ESB stefndu að nánari sam- vinnu á sviði öryggismála, einkum í tengslum við Balkanskagann. Sam- kvæmt yfirlýsingu eftir viðræðu- fundinn í gær hefur Putin áhuga á að kynna sér áætlanir ESB um sameig- inlegan herafla. En Guterres sagði að tryggja yrði þátttöku Bandaríkj- anna í mögulegu nánara samstarfi ESB og Rússlands á sviði varnar- mála. Pútín mun hitta Bill Clinton Bandaríkjaforseta um næstu helgi og er þess vænst að afvopnunarmál muni bera hæst í viðræðum leiðtog- anna. Reuters Reyndi að klífa Ever- est 14 ára TILRAUN Temba Chhiring, fjórtán ára drengs, til að verða yngstur þeirra sem klifið hafa Everest-fjall mistókst í siðustu viku er hann átti einungis um 20 metra eftir á tindinn. Chhiring, sem fór um svonefnd Hill- ary-þrep var kominn í 8.828 metra hæð er fingur hans kól og mun hann að sögn lækna missa fjóra fingur. „Eg tók af mér hanskana til að binda skóreimarnar og þetta hefur valdið kalinu," sagði Chhiring og kvaðst ekki hafa vitað að sér væri ekki óhætt að taka af sér hanskana í þessari hæð. Þá sagði Chhiring að hann væri mun vonsviknari yfir því að komast ekki á tindinn en að missa fingurna og kvaðst áforma að reyna við Everest-tind síðar. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oðuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Þingflokkur Samfylkingarinnar á ferð um Vestfirði Þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. maí verða þingmenn Samfylkingarinnar á ferð um Vestfirði Á þriðjudaginn verða fyrirtæki á ísafirði heimsótt og m. a. komið við í skipasmíðastöðinni, tónlist- arskólanum, kaffi- og menningarhúsi unga fólksins, Póls, vélsmiðjunni 3X og Stúdíó Dan. Kl. 20.00 er opinn þingflokks- fundur á Hótel ísafirði. Allt stuðningsfólk velkomið. Á miðvikudag verður farið til Bolungarvíkur og m. a. fundað með bæjarstjórn Bolungarvíkur. Þegar komið er aftur til Isafjarðar er m. a. farið í Edin- borgarhúsið, Sushi verksmiðjuna Sindraberg og fundað með bæjarstjórn Isafjarðar. Þingflokkur Samfylkingarinnar. Samfylkingin Ef þér leiðist farðu þá þangað sem veðrið hentar fötunum Elkhom stuttbuxur Léttar stuttbuxur úr 100% bómull með stórum vösum sem hægt er að geyma mikið í. Kr. 3.990.- ►Columbia Sportswear Company* jjjj^ "J" fj ÆFINCAR - ÚTIVIST - BÓMULL -------- Skeifunni 19 - S. 568 1717- Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.