Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sögusetrið á Hvolsvelli
Söguveisla fyrir
hold og anda
Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli
sem efnir til Söguveislu í „máli, mat og myndum".
ANNAÐ kvöld, miðvikudaginn 31.
maí, verður efnt til svokallaðrar
„Söguveislu“ í glæsilegum
„miðaldaskála" Sögusetursins á
Hvolsvelli. Söguveislan er sam-
starfsverkefni Hvolhrepps og
Reykjavíkur M 2000.
„Ætlunin með þessu er að setja
saman veislu í máli, mat og mynd-
um sem helguð er Brennu-Njáls
sögu, þessari merkustu bók Is-
lendinga," segir Arthur Björgvin
Bollason, forstöðumaður Söguset-
ursins. I veislunni verður frum-
fluttur leikþáttur sem saminn var
af þessu tilefni og tengist efni
Brennu Njáls sögu.
„Þátturinn ber þann viðeigandi
titil Engin hornkerling vil eg vera
en höfundur kýs að nefna sig
„Ókunnur höfundur" eins og hans
stóra fyrirmynd í lífinu gerði, sem
er höfundur Njálu. Leikarar eru
tveir sýnilegir en 10 ósýnilegir.
Enda er þetta löngu liðið fólk og
eðlilegt að það sjáist ekki,“ segir
Arthur Björgvin. „Ekki er hægt
að segja nákvæmlega frá efni
leiksins þar sem óvæntur sögu-
þráðurinn á að koma fólki á
óvart. Liður í hinni óvæntu upp-
ákomu er að nöfnum leikenda
verður haldið leyndum fram að
frumsýningu. Þarna er brugðið
óvæntu ljósi á persónu og sköpun
Hallgerðar Höskuldsdóttur. Það
er Svala Arnardóttir sem haldið
hefur utan um leikþáttinn og stýr-
ir honum.
Þá munu þrír öndvegissöngvar-
ar og hljóðfæraleikari úr Rangár-
þingi flytja sérstaka söngdagskrá,
sem einnig tengist atburðum og
persónum í Njálu. Það eru Gísli
Stefánsson, Jón Smári Lárusson
og Sigurður Sigmundsson við
undirleik Halldórs Óskarssonar.
Þeir munu fiytja mikla dagskrá
sem er að stofni til lagaflokkur
Jóns Laxdals við ljóð Guðmundar
Guðmundssonar um Gunnar á
Hlíðarenda. Þeir syngja þar ýmis
samtöl úr Njálu.
Með þessu andlega fóðri verður
gestum boðið að njóta ljúffengra
kræsinga í Söguskálanum. Borin
verður fram þríréttuð máltið þar
sem íslenska fjallalambið er í að-
alhlutverki."
Að auki gefst veislugestum
kostur á að skoða sýninguna „Á
Njáluslóð" sem er undir sama
þaki og „Söguskálinn". Sú sýning
var opnuð fyrir rúmi ári en hefur
að sögn Arthurs Björgvins vaxið
og dafnað siðan. Þar gefst kostur
á að sjá í máli, myndum og text-
um Qölbreyttan fróðleik og upp-
lýsingar um Njálu og sögusvið
hennar. Þess má geta að allur
texti á sýningunni er bæði á ís-
lensku og ensku en auk þess geta
enskumælandi gestir hlýtt á leik-
gerð breska útvarpsins BBC af
Njálu. Að sögn Arthurs Björgvins
verður þetta efni einnig í boði í
sumar á þýsku.
Söguveislan hefst með borð-
haldi kl. 19.30 og að sögn Arthurs
Björgvins geta áhugasamir pant-
að miða í síma Sögusetursins.
Dagskráin verður endurtekin
reglulega í sumar og geta gestir
þá notið hennar mcðan á borð-
haldi stendur rétt eins og við
frumflutninginn annað kvöld.
Sameiginleg dagskrá
Þriðjudagur 30. maí
Salurinn, Kópavogi. Kl.
20.30.
Islenska einsöngslagið.
Jónas Ingimundarson ásamt
söngvurum af yngstu kynslóð-
inni, þeim Valgerði
Guðnadóttur, Ásgerði
' Júníusdóttur, Garðari
» Thor Cortes og Agústi Ól-
afssyni.
Tónleikamir eru jafnframt
hluti af Tónskáldahátíðinni.
www.listir.is
Borgarleikhúsið. Kl. 20.
Einhver í dyrunum.
Forsýning á nýju verki eftir
Sigurð Pálsson. Verkið fjallar
um stórleikkonu (leikin af Krist-
björgu Kjeld) sem hefur lokað
sig inni á heimili sínu og neitar
að fara út.
Verkið verður tekið til al-
mennra sýninga í haust. Leik-
stjóri er Kristín Jóhannesdóttir.
www.reykjavik2000.is
- wap.olis.is.
www.artfest.is.
Ljósmynd/Þjóðminjasafn
Langspil varðveitt í Þjóðminjasafni Islands.
Langspilssmiði kennd á þjóðlagahátíð
Á ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐINNI á Siglu-
firði 18.-23. júlí nk. heldur Hans Jó-
hannsson fiðlusmíðameistari nám-
skeið um smíði á hinu foma íslenska
hljóðfæri langspili.
í fréttatilkynningu frá hátíðinni
segir: „Langspilið er afkomandi
norska hljóðfærisins „langeleik" en
hefur sérstöðu meðal annarra líkra
hljóðfæra víðsvegar um heiminn
vegna þess að það er strokið með
boga. Hljóðfærið hentar afar vel til
tónlistarkennslu, þar sem áhersla er
lögð á undirstöðuatriði hljóðfræðinn-
ar, þar sem oi-sakasamhengi milli
lengdar og skiptingu strengs hefur
bein áhrif á tónbilamyndun og upp-
byggingu tónstiga.
Á námskeiðinu smíðar hver þátta-
kandi sitt eigið hljóðfæri og munu
efniviður og tilbúnir hlutar fylgja.
Ekki er nauðsynlegt að vera snilling-
ur í höndunum, þótt einhver kunnátta
í meðhöndlun verkfæra geti komið að
góðum notum. Námskeiðið er hugsað
fyrir tónlistarkennara, smíðakenn-
ara, áhugafólk um íslenska þjóð-
menningu og alla þá sem hafa áhuga á
að kynna sér þetta sérstæða íslenska
hljóðfæri.“
Á þjóðlagahátíðinni verður auk
langspilssmíði boðið upp á ýmis önnur
námskeið, svo sem trommudans með
inúítanum David Serkoak, íslenska
þjóðdansa, bamagælur og þulur,
rímnakveðskap og sálmalög sem orð-
in eru að þjóðlögum. Nánari upplýs-
ingar um hátíðina er að finna á heima-
síðu hennar: www.siglo.is/festival.
Reykur af réttunum
KVIKMYJVDIR
Regnboginn
LOSTI OG KYNÓRAR
(HOLY SMOKE)*1/!
Leikstjóri Jane Campion. Hand-
ritshöfundar Jane og Anne Camp-
ion. Tónskáld Angelo Badalamenti.
Kvikmyndatökustjóri Don Beebe.
Aðalleikendur Kate Winslet, Har-
vey Keitel, Pam Grier, Julie Hamil-
ton, Sophie Lee. Lengd 114 mín.
Framleiðandi Miramax. Árgerð
1999.
—
KONURNAR í nýjustu mynd
Jane Campion eru margar og mis-
jafnar. Fyrir miðju er Ruth (Kate
Winslet), frjálslynd, ung og falleg,
láströlsk stúlka, í leit að sjálfri sér og
tilgangi lífsins. í því skyni heldur
Ruth til Indlands þar sem höfuðpaur
jsértrúarreglu nær algjörum tökum á
jhenni og situr hún sem fastast eftir
þegar vinkonum hennar líst ekki
lengur á blikuna og fljúga aftur
heim. Foreldrar Ruth eru sama sinn-
is og verður úr að Miriam móðir
hennar (Julie Hamilton), er send á
stúfana og gabbar Ruth heim aftur á
fölskum forsendum.
Þar við má ekki sitja, fenginn er til
hjálpar PJ Waters (Harvey Keitel),
sérfræðingur í að koma fólki niður á
jörðina sem ánetjast hefur vafasöm-
um trúarhópum. „Afvötnun" Ruth
fer fram á afskékktu býli úti á mörk-
inni, þar þinga þau í þrjú dægur, PJ
og stúlkan. Ekki tekst betur til en
svo að leiðsögumaðurinn ánetjast
viðfangsefninu með óvæntum afleið-
ingum.
Það sem vekur mesta furðu er að
Losti og kynórar mun vera fyrsta
myndin sem Campion fær nóg fé og
tíma til að afgreiða sem best. Myndin
jafnast engan veginn á við fyrstu
myndir leikstjórans og handritshöf-
undarins sem hefur farið hrakandi
frá dögum Píanósins - sem mörgum
þótti oflofuð. Persónur verksins eru
hver annarri undarlegri, jafnvel tals-
vert bilaðar, sumar hverjar. Ekki
síst aðlpersónumar tvær í lítið at-
hyglisverðum aulakafla þegar við-
fangsefnið Ruth er búin að brjóta
kennimeistara sinn niður og hann
vafrar stríðsmálaður um mörkina á
rauðum kjól. Allt snýst um ástir og
losta, það eru tilfinningarnar sem
koma uppá yfirborðið í fávíslegri „af-
trúun“ PJ (samanber „afhommun").
Gallinn er sá að myndina á að taka al-
varlega þó á því finnist enginn flötur;
Skástu kaflarnir fyndnir, en hand-
ritshöfundarnir, Campion-systur,
láta vaða á súðum og strunsa áfram í
oftrú á eigin ágæti og vitsmuni.
Söguþráðurinn er ekki trúverðugur
til að byija með, hvað þá heldur þeg-
ar upp koma atriði líkt og er PJ og
Ruth eru trufluð í miðjum klíðum til
að fara á sveitaball og fyllerí. Þá er
erfitt að kyngja undirstöðuatriðinu,
ást Ruth á trúarleiðtoganum slæga,
þessi skynsama og stórglæsilega
stúlka er í eðli sínu harðsnúin kven-
réttindakona sem fellur ekki á fyrsta
prófi. Niðurstaðan er líka ómarkviss,
breytingamar á jaxlinum PJ eru fár-
ánlegar, sálkönnunin og áhrif hennar
eru yfirgengileg og óspennandi á
flestan hátt. Viðaukinn álappalegur
og gjörsamlega óþarfur. Þó læðist að
manni sá grunur að Campion hafi
verið skipað að bæta honum við til að
reyna að koma einhveiju skikki á
heildarmyndina.
Kvikmyndatakan og tónlistin eru í
háum gæðaflokki og leikurinn sömu-
leiðis, þó handritið sé slakt. Kate
Winslet er bæði mögnuð leikkona og
sannkallað kyntröll sem gerir Keitel
gamla (með litað hár, reyndar), bros-
legan ástmann. Keitel fer vel með
erfitt hlutverk, ekki hans sök þó það
verði smám saman að hreinræktaðri
rökleysu. Hamilton er trúverðug
sem mamman og Sophie Lee er á
sömu nótum sem lausgirt mágkona
Ruth. Þrátt fyrir tímann og pening-
ana vantar trúverðugleikann og yfir-
vegun í Losta og kynóra, áhorf-
andinn á að taka hana vitsmunalega
en hún er það ekki. Vantar burðina.
Myndin er klofin í tvennt: Annars
vegar góður leikur, tónlist, taka, hins
vegar alltof mishæðótt handrit og
leikstjórn þar sem lítið bólar á þeirri
Jane Campion sem skapaði Píanóið.
Þrátt fyrir forvitnilegar hugmyndir
verður Losti og kynórar aldrei annað
og meira en reykur af réttunum.
Sæbjörn Valdimarsson
Æði rennur
á banka-
blók
KVIKMYNDIR
II á s k « I a b í ó
í KÍNA BORÐA ÞEIR
HUNDA (I KINA SPISER
DE HUNDE)***
Leikstjóri Lasse Spang Olsen.
Handritshöfundur Anders Thomas
Jensen. Tónskáld George Keller.
Kvikmyndatökustjóri Morten
Soborg. Aðalleikendur Kim Bodnia,
Dejan Cukic, Nikolaj Lie Kaas,
Thomas Willum Jensen, Peter
Ganzler, Trine Dyrholm. Lengd 90
mín. Danmörk Árgerð 1999.
DANSKUR húmor er viðtekið hug-
tak, almennt virt en örlítið öfundað því
kímni er fáum af okkar ná-
grannaþjóðum eðlilegri. Okkur hættir
við að vera persónulegri og öllu frekar
stórkarlalegri. Það gerir breiddar-
gráðan, menn verða kaldhæðnari eftir
því sem norðar dregur. Grínið í I Kína
borða þeir hunda er þó í þessum kunn-
uglega grófari kanti. Fylgst með
hvemig Ai-vid (Dejan Cukic), gæflynd
bankablók, umtumast í harðsoðinn
manndrápara. Allt í gamni þó.
Upphafið að stakkaskiptunum er
hið kúnstugasta. Geðlurðan Arvid er
við sín lítt spennandi hversdagsstörf í
bankaútibúinu þegar inn ræðst
bankaræningi sem blókin rotar (með
tennisspaða) í einhveiju ógáti frekar
en af hetjuskap. Annað eins hefur
ekki gerst í hans auma lífi. Atbui'ður-
inn verður þó, einsog flest annað, til
að gera Arvid lífið enn leiðara því ekki
h'ður á löngu uns eiginkona ræningj-
ans ber upp á hjá honum, lemur hann
og lætur vita af því að
hann hafi rústað lífi þeirra hjóna,
hann hafi ekki hugmynd um hvað
gervifrjóvgun kosti!
Eyðilagður á sál leitar Arvid á fund
krimmans Haralds (Kim Bodnia),
bróður síns. „Þú ert eini glæpamað-
urinn sem ég þekki“, snöktir hann, og
fær, í stuttu máh, svarta fjölskyldu-
sauðinn til að ræna vænni peninga-
summu til handa spúsu bankaræn-
ingjans og brjóta honum síðan leið út
úr dýflissunni. Með hrikalegum auka-
verkunum, ef svo mætti segja.
Þó svo að myndin sé ekki í hinum
dæmigerða „danska húmor“-stíl,
heldur mun groddalegri, fór hún vel í
dönsku þjóðarsálina og er víst með
vinsælli myndum þar í landi á undan-
fömum árum. Leikstjórinn, Lasse
Spang Olsen, er kunnur áhættuleik-
ari og sérfræðingur í þeim geira kvik-
myndagerðarinnar. Það sýnir sig í
óvenju hressilegum hamfaraatriðum
sem einnig virka vel á hláturtaugam-
ar. Olsen keyrir myndina áfram á fín-
um hraða og fléttar skemmtilega
saman tveim sögum; af hrakfallabálk-
inum Arvid og félögum, og nokkrum
barfiugum. Hlutverk þessara kráar-
gesta (sem mæla á enskri tungu), er
lengst af óljóst og kemur að endingu
skemmtilega á óvart í söguþræði sem
annars minnir talsvert á ritsmíðar
Carls Hiaasen, Elmores Leonard, og
annarra slíkra háðfugla.
Oft jaðrar við að manndrápin, sem
gerast æ blóðugri, gangi of langt (og
gera þau það vafalaust hjá einhveij-
um), en það er ávallt örstutt í grínið
og mannskapurinn dýrlegur. Cukic
lítur út og hagar sér eins og heimsins
leiðinlegasta undirlægja - sem síðan
fyllist framandi ógnaræði. Enn betri
er Bodina sem bófinn kaldrifjaði, þó
góðhjartaði þegar litli bróðir á í hlut.
Bodina er þessi skemmtilega blanda
af töffara og skálki, líkt og Woody
Harrelson og okkar eigin Valdimar
Flygenring. Aukahlutverkin eru ht-
rík: Aulabárðar, ólöglegir innflytj-
endur, tæfur, glæpamenn, homma-
par og eiturbrasarar, jafnvel Kölski
sjálfur er á hlutverkalistanum. I það
heila sleppur þessi fyndni, hugmynd-
aríki en oft yfirgengilegi samsetning-
ur fyrir þriggja stjömu hornið - ef
áhorfendur taka ekki upp á því að
hneykslast.
Sæbjörn Valdimarsson