Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 41 SltagtntHftMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. P ALESTIN SKIR FLÓTTAMENN ABDULLAH II Jórdaníukonungur sem kom hingað til lands í tveggja daga heimsókn í síðustu viku hefur þegar getið sér gott orð á alþjóðlegum vettvangi og greini- legt er að hann er, ekki síður en faðir hans, Hussein kon- ungur, öflugur málsvari jórdönsku þjóðarinnar. Hussein gegndi lykilhlutverki um áratuga skeið í friðarumleitunum Israela og araba og er framlag hans í þeim málum ómetan- legt. Þegar þykir ljóst að áherslur Abdullahs séu að mörgu leyti aðrar enda breyttir tímar. Meginmarkmið hans er að marka Jórdaníu stöðu í hinu alþjóðlega tækni- og upp- lýsingasamfélagi framtíðarinnar og treysta þannig efna- hag og lífskjör til lengri tíma litið. Hann mun þó ekki fremur en aðrir ráðamenn á þessum slóðum geta litið fram hjá þeim deilumálum sem enn eru óleyst í viðræðum Israela og Palestínumanna. Um helm- ingur íbúa Jórdaníu eru af palestínskum uppruna og er Rania drottning meðal annars í þeim hópi. I viðtali við Morgunblaðið, er birtist á sunnudag, var Jórdaníukonungur spurður að því hvort Jórdanía tæki nú á einhvern hátt þátt í að leysa óútkljáð deilumál í friðar- umleitunum Israela og Palestínumanna, s.s. varðandi mál palestínskra flóttamanna. í svari Abdullahs segir: „Mikilvægast er að báðir aðilar komi þeim samningum, sem þegar hafa verið undirritaðir, í framkvæmd meðan þeir semja um ramma friðarsamnings- ins. Eg tel að báðir aðilarnir séu nógu öflugir til að koma samningunum í höfn. Ýmis erfið mál bíða enn úrlausnar en ég tel að hægt sé að leysa þau með staðfestu og einbeittum vilja og ég er bjartsýnn. Jórdanía hefur mikilla hagsmuna að gæta í friðarviðræðunum. Eitt af þessum málum snýst um flóttafólkið. Eins og kunnugt er eru þessir flóttamenn jórdanskir ríkisborgarar. Þeir eiga rétt á að fá að snúa aft- ur heim og eiga að fá skaðabætur. Þetta er eina leiðin til að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll. Ennfremur ættu skaðabæturnar ekki að einskorðast við flóttamennina heldur einnig að ná til þeirra ríkja sem þeir búa í.“ Abdullah minnir á að 1,4 milljónir palestínskra flótta- manna búi nú í Jórdaníu að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vil minna á að réttindi þeirra í Jórdaníu hafa ekki og eiga ekki að hafa áhrif á rétt þeirra til að snúa aftur. Verði þeim veitt tækifæri til að nýta þennan rétt er það þeirra að ákveða og ef þeir gera það ekki verða þeir enn jórdanskir ríkisborgarar.“ Jórdaníukonungur bendir þarna á eitt þeirra mikilvægu mála sem leysa verður ef takast á að koma á varanlegum friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Örlög þeirra Palestínu- manna er flúðu til Jórdaníu og fjölmargra annarra ríkja eru í mörgum tilvikum átakanleg. Kröfur þeirra um skaða- bætur eru skiljanlegar og vafalítið er það rétt mat hjá Jórdaníukonungi að samkomulag um skaðabætur verði að vera hluti hins endanlega samkomulags. GREITT FYRIR VIÐSKIPTUM VIÐSKIPTI og stjórnmál fléttast gjaman saman ekki síst í milliríkjaviðskiptum. Flestar ríkisstjómir leggja ríka áherslu á að styðja við bakið á fyrirtækjum og auðvelda og styðja sókn þeirra á erlenda markaði. Stundum mega stjórn- málamenn sín vissulega lítils, líkt og komið hefur í ljós upp á síðkastið, er breskir ráðherrar hafa reynt að koma í veg fyrir að bifreiðaframleiðsla í Bretlandi leggist niður áð miklu leyti. I öðram tilvikum geta pólitísk samskipti orðið til að liðka fyrir markaðsaðgangi eða laða að erlenda fjárfestingu. Agætt dæmi um þetta era þau nánu tengsl er myndast hafa á milli íslands og Eystrasaltsríkjanna. Líkt og greinilega kom í ljós í heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðhema til Lett- lands í síðustu viku hafa íslensk fyrirtæki byggt þar upp myndarlega starfsemi. Má nefna íspan, Nóa-Síríus og BYKÓ því tfl sönnunar. „íslenskar fjárfestingar skipta miklu máli í atvinnuupp- byggingunni í Lettlandi og eru góður grannur að frekarí þró- un,“ segir Andris Berzins, forsætisráðherra Lettlands, í sam- tali við Morgunblaðið á laugardag. Eflaust hafa þau nánu tengsl, er myndast hafa milli Islands og Eystrasaltsríkjanna á undanfórnum árum, eftir að ríki þessi öðluðust sjálfstæði, átt sinn þátt í fjárfestingarákvörðunum íslensku fyrirtækjanna. Þau finna að viðhorfíð til þeirra er jákvætt. Hvað er framundan hjá Verðbréfaþinginu? Þátttaka Verðbréfaþingsins í NOREX mun valda straumhvörfum, segir Tryggvi Pálsson. Hún mun tryggja íslenskum miðlurum aðgang að nútímalegu viðskiptakerfí, skapa íslenskum fjárfestum ný tæki- færi og laða fram spurn eftir íslenskum verðbréfum. Sífellt fleiri félög birta aukauppgjör 18 1998 1999 2000 KAUPHALLIR eru vett- vangur viðskipta og grannt er fylgst með því hvernig umfang og verð þróast frá degi til dags. Fréttir birtast sam- stundis af því um allan heim þegar hlutabréfaverð sveiflast í London, New York, Tókýó eða á Nasdaq-markaðinum í Bandaríkjunum. Hér á landi greina fjölmiðlar einnig daglega frá við- skiptum á Verðbréfa- þingi Islands, hvaða hlutabréf hækkuðu mest og hveijum vegnaði mið- ur. Allt er þetta af hinu góða og til marks um vaxandi áhuga almenn- ings á verðbréfum, sér- staklega hlutabréfum. En þótt dagleg viðskipti í kauphöllum séu áhuga- verðust er einnig fróð- legt að fylgjast með kauphöllunum sem tæknivæddum þjónustufyrirtækjum. Nýlegar fréttir af samstarfi og sam- runa kauphalla í Evrópu sýna að logn- molla og stöðnun eru víðsfjarri. Hér á landi hefur Verðbréfaþing Islands hf. og umhverfi þess gerbreyst á síðustu misserum. Frekari breytingar eru framundan með tengingu þingsins við aðrar kauphallir á Norðurlöndum og í Eystra-saltsríkjunum. Umhverfí kauphalla breytist... Kauphallir höfðu um langt skeið fremur þurra og þunglamalega ímynd. Þær voru sjálfseignarstofnanir, marg- ar þeirra höfðu einkarétt á starfsemi sinni, þær settu margs konar reglur og höfðu eftirlit rétt eins og kauphallir væru stjórnvald, þær voru í virðuleg- um steinbyggingum, sem reyndar eru borgarprýði víða um lönd og þær voru vettvangur sérhæfðra miðlara sem komu á viðskiptum með hrópum og köllum. Þetta er allt að breytast. Fjárfestar og miðlarar vilja geta sinnt viðskiptum sínum með því að eiga samskipti við tiltölulega fáar kauphallir. Þeir hafa áhuga á verð- bréfum um heim allan en vilja ekki þurfa að tengjast kauphöll í hverju einasta landi með tilheyrandi erfið- leikum og kostnaði. Vinsælustu verð- bréfin ganga kaupum og sölum í hverju landinu á fætur öðru allan sól- arhringinn. Markaðurinn fyrir þau er hnattrænn og alltaf opinn. Fjárfestar og miðlarar þrýsta á um lægri við- skiptakostnað. Þeir vilja ekki borga uppsprengt einokunarverð. Þeir vilja hraða, gæði og hagkvæmni. I Evrópu er að verða til einn markaður með sameiginlegum gjaldmiðli. Á slíkum markaði verður augljóslega engin þörf íyrir jafnmargar kauphallir og nú starfa. Þar ríður á að taka frumkvæðið og hafa áhrif á þróunina því sam- keppnin er mikil. Fjarskipta- og netbyltingin skapar bæði ógnir og tækifæri fyrir starfandi kauphallir. Einkaleyfi kauphalla hefur víðast hvar verið afnumið og þar með hafa margar kauphallir misst það skjól sem þær áður höfðu. Á undan- fomum mánuðum hafa verið að spretta upp nýir markaðir sem nýta sér tækninýjungarnar til hins ýtrasta og bjóða viðskiptavettvang í sam- keppni við starfandi kauphallir. En tækninýjungar fela einnig í sér tæki- færi fyrir kauphallirnar til að bregð- ast á nýjan hátt við óskum viðskipta- vina sinna. ... og þær bregðast við Kauphallir keppast nú um að bregð- ast við breyttum aðstæðum. Flestar þeirra hafa fyrir löngu horfið frá við- skiptum miðlara á viðskiptagólfi og tekið upp algerlega rafræna viðskipta- hætti. Þá hafa kauphallir smám saman verið að breytast úr sjálfseignarstofn- unum í hlutafélög því reynslan sýnir að ákvarðanataka í sjálfseignarstofn- un er of hægvirk auk þess sem það rekstrar- form kemur í veg fyrir samruna við aðrar kaup- hallir. Verðbréfaþing Is- lands hefur ávallt verið að fullu rafræn kauphöll og í rúmt ár hefur þingið verið rekið sem hlutafé- lag. Kauphallir hafa nálg- ast hver aðra með tvenn- um hætti. Annars vegar er það gert með sam- runa. Dæmi um þetta er fyrirhugaður samruni kauphallanna í Frank- furt og London undir heitinu iX. Auk þeirra munu kauphallirnar í Mflanó og Madr- íd að öllum líkindum slást í hópinn. Annað dæmi er samruni kauphallanna í Amsterdam, Brussel og París undir heitinu Euronext. Hin leiðin er náið samstarf. I því felst að nota sama við- skiptakerfi og taka upp sömu reglur um skráningu verðbréfa og viðskipti með þau. Dæmi um þetta er NOREX samstarf noiTænu kauphallanna, þ.á m. Verðbréfaþings Islands hf., og kauphallanna í Eystrasaltsríkjunum. Annað dæmi er samstarf bandaríska markaðarins Nasdaq við kauphallir víða um lönd, þ.á m. í Hong Kong, Jap- an, Kanada og S-Kóreu og við fyrir- huguðu kauphöllina iX. Það er athygl- isvert að meginmarkmið þessara kauphalla með samstarfinu við Nasd- aq virðist vera að fá aðgang að sterkri stöðu og ímynd Nasdaq sem markaði fyi-ir hlutabréf hátæknifýrirtækja því viðskiptakerfi Nasdaq þykir ekki tæknilega eftirsóknarvert. Hræringar á Islandi Hér á landi hefur gætt sömu hrær- inga og annars staðar. Einkaréttur Verðbréfaþings íslands til kauphall- arstarfsemi var afuminn með lögum sem sett voru vorið 1998. Jafnframt var gert skylt að reka kauphöll sem hlutafélag. Hlutafélag yfirtók starf- semi sjálfseignarstofnunarinnar Verðbréfaþings Islands í ársbyrjun 1999 og 1. júlí 1999 fékk hlutafélagið starfsleyfi sem fyrsta kauphöllin sem starfar hér á landi á grundvelli hinna nýju laga. Samhliða þessum breyting- um var endurskoðuð verkaskiptingin milli Verðbréfaþingsins, Fjármálaeft- irlitsins og viðskiptaráðuneytisins þannig að verkefni sem Verðbréfa- þingið sinnti áður en teljast með réttu til verkefna opinberra aðila voru flutt þaðan. Verðbréfaþingið starfar því núorðið sem einkafyrirtæki. í samræmi við nýja ytri umgjörð Verðbréfaþingsins hefur stjórn þess lagt áherslu á að þingið sé þjónustu- fyrirtæki sem þurfi að kappkosta að veita viðskiptavinum sínum ávallt sem besta þjónustu. Þetta var eitt af meg- inatriðunum í áherslum stjórnarinnar á fysta starfsári þingsins sem hlutafé- lags. Af öðrum áhersluatriðum má nefna að auka hagkvæmni og gæði í starfsemi þingsins og að taka eftirlits- hlutverk þingsins til endurskoðunar. Þá kom stjórnin á skýrri verkaskipt- ingu milli sín og framkvæmdastjóra þingsins og setti skýrar reglur um starfsvið beggja. Stjórn Verðbréfaþingsins heldur áfram að setja þinginu metnaðarfull markmið á starfsárinu 2000-2001: • Aðild að NOREX og upptaka nýs viðskiptakerfis. • Samstarf við Verðbréfaski’án- ingu Islands hf. • Aukin upplýsingagjöf um skráð bréf, útgefendur og viðskipti. • Gæði og hagkvæmni í þjónustu og rekstri. • Stefna þingsins endurskoðuð. Hvað er NOREX? NOREX er upprunalega samstarf kauphallanna í Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Á þessu og næsta ári bæt- ast við Verðbréfaþing íslands hf. og kauphallirnar í Osló og Eystrasalts- ríkjunum þremur. Allar kauphallirnar sjö verða þá hluthafar í fyrirtækinu Nordic Exchanges AS, nota sameigin- legt viðskiptakerfi (Saxess) og sam- ræma reglur um skráningu verðbréfa og viðskipti með þau. Hver kauphöll um sig sinnir heimamarkaði sínum en NOREX sér um sameiginlegt mark- aðsstarf í því skyni að efla viðskipti sem mest og leita alh-a leiða til að gera viðskiptin sem greiðust og ódýrust. Finnska kauphöllin er sú eina nor- ræna sem stendur utan samstarfsins. Einstakar kauphallir starfa áfram sem sjálfstæðir aðilar en njóta þess hagræðis sem felst í sameiginlegu við- skiptakerfi og samræmdum reglum. Þótt viðskiptakerfi Verðbréfaþings íslands sé aðeins 4ra ára gamalt er ljóst að það er barn síns tíma. Það uppfyllir ekki lengur þær kröfur sem viðskiptavinir þingsins gera og stenst ekki samanburð við viðskiptakerfi þróuðustu kauphalla erlendis. Þingið stóð frammi fyrir því að þurfa að end- urnýja viðskiptakerfð sem fyrst með þeim kostnaði sem því fylgir. Samtím- is var nauðsynlegt að íjúfa þá ein- angrun sem íslenskur verðbréfamark- aður býr við. Umhverfi kauphalla í Evrópu og um heim allan er að breyt- ast, kröfur til þeirra að aukast og hug- myndir um samruna og samstarf kauphalla eru orðnar alls ráðandi, eins og þegar hefur verið vikið að. Það var einróma niðurstaða stjórnarinnar að hagsmunum þingsins og viðskiptavina þess yrði best borgið í samstarfinu innan NOREX. Skrifað var undir sameiginlega viljayfirlýsingu um aðild þingsins að NOREX 21. mars sl. Með NOREX verður í raun til stór sameiginlegur markaður fyrir verð- bréf. Þar sem viðskiptakerfið er sam- eiginlegt, verður mjög auðvelt fyrir þingaðila hér á landi að gerast einnig þingaðilar í hinum kauphöllunum og stunda viðskipti með bréf sem þar eru skráð. Sama gildir um erlenda þing- aðila og aðild þeirra að Verðbréfaþingi Islands hf. Þetta hefur þann kost að ekki er nauðsynlegt að skrá verðbréf í fleiri en einni kauphöll til að þau verði sýnileg fyrh- erlenda fjárfesta. NOR- EX verður því nokkurs konar gátt að íslenska markaðinum fyrir fjárfesta í hinum samstarfslöndunum og öfugt. NOREX mun birta ýmiss konar hluta- bréfa- og skuldabréfavísitölur og þar verða íslensk verðbréf tekin með. Af- leiðingin verður sú að erlendir fjár- festar sem miða fjárfestingar sínar við vísitölur munu kaupa þau íslensku verðbréf sem verða í vísitölunum. Mike Nikou, sölustjóri Fidelity-verð- bréfasjóðanna á Norðurlöndum, hitti svo sannarlega naglann á höfuðið þeg- ar hann sagði í viðtali við Viðskipta- blaðið nýlega: „NOREX er stórkost- legt tækifæri fyrir ísland og með því kemst það á kort hins norræna fjár- festis.“ Innan skamms hefst rafræn eignar- skráning verðbréfa hér á landi. Þetta er langþráð framfaraspor en skortur á N o r d i c n g e s Ávinningur - nýtt viðskiptakerfi - samræmdar reglur - gátt fyrir innlenda og erlendra fjárfesta - stærri markaður/aukin viðskipti - sameiginlegt markaðsstarf - samstarf um að gera viðskipti sem greiðust og ódýrust SAXESS viðskiptakerfið • Svipuð ásýnd og í núverandi kerfi VÞÍ • Miklu öflugri viðskiptaaðferðir - Upphafsverð dagsins fundið með uppboði - Viðskipti gerð með sjálfvirkri pörun - Tilboð skilyrt eða á markaðsverði • Góð reynsla af kerfinu: - Tíðari markaðsviðskipti, minna utanþings og stórviðskipti auðvelduð Tryggvi Pálsson rafrænni eignarskráningu hefur stað- ið framþróun markaðarins fyrir þrif- um. Þá er ljóst að erlendir aðilar hafa minni áhuga á að eiga viðskipti á markaði þar sem pappírsverðbréf eru enn við lýði. Verðbréfaskráning Is- lands hf. mun annast rafræna eignar- skráningu verðbréfa hér á landi. Fé- lagið er að stærstum hluta \ eigu sömu aðila og Verðbréfaþing íslands hf., þ.e. fjármálafyrirtækja, skráðra hlutafélaga og fjárfesta. Samstarf viðVerðbréfa- skráningu Islands hf. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra þessara aðila að starfsemi Verð- bréfaþingsins og Verðbréfaskráning- arinnar verði eins hagkvæm og kostur er. Einnig ríður á að unnt sé að ein- falda þau samskipti sem þeir þurfa að eiga við þessi félög. Því leggur stjórn Verðbréfaþingsins áherslu á að sem fyrst verði leitt til lykta með hvaða hætti félögin geti tekið höndum saman til að stuðla að sem mestri hagkvæmni í verðbréfaskráningu og -viðskiptum. Þar kemur m.a. til greina samnýting húsnæðis og starfsfólks en einnig sameiginlegt eignarhaldsfélag þó svo að þau starfi áfram sem tveir lögað- ilar. Upplýsingagjöf Styrkur kauphalla felst m.a. í því jafnvægi sem þar verður að vera á þörf útgefenda verðbréfa fyrir fjár- magn frá fjárfestum og þörf fjárfesta fyrir upplýsingar. Stjórnin telur að það sé orðið tímabært að auka upp- lýsingagjöfina til markaðarins. Því hefur stjórnin fyrir nokkru ákveðið að frá og með 1. júlí 2000 verði birt nöfn innherja sem eiga viðskipti. Þetta er gert víðast hvai- erlendis, enda þykir upplýsingagjöf af þessu tagi sjálfsögð og eðlileg. Þá telur stjórnin rétt að auka upplýsingagjöf um viðskipti hlutafélaga með eigin hlutabréf, enda geta viðskipti af því tagi auðveldlega hnikað til valdahlutföllum í félögum og því brýnt að upplýst sé um þau. Loks er stjórnin þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að ná sátt um það að skráð hlutafélög birti tíðari uppgjör en hálfsárslega eins og nú er krafist skv. reglum þingsins. Fram hafa kom- ið óskir fjárfesta um tíðari uppgjör og ef orðið er við þeim óskum minnkar þörf á birtingu afkomuviðvarana milli uppgjöra. Meginástæðurnar fyrir tregðu sumra skráðra félaga fyrir árs- fjórðungslegum uppgjörum eru ann- ars vegar sú vinna og kostnaður sem fylgir uppgjörunum og hins vegar hættan á misvísandi afkomutölum fyr- ir stutt tímabil. Viðhorf skráðra félaga eru að breytast eins og fram kemur í þeim staðreynd að æ fleiri hlutafélög sjá sér hag í því að birta uppgjör að loknum fyrsta og þriðja ársfjórðungi. Stjórn Verðbréfaþingsins mun freista þess að ná samstöðu um að skráðum félögum verði skylt að birfa níu mán- aða uppgjör frá og með hausti 2001 og þriggja mánaða upp-gjör frá og með vori 2002. Ef vel tekst til munu árs- fjórðungsleg uppgjör birtast frá og með næsta sumri. Spennandi framtíð Verðbréfaþing íslands hf. stendur á þröskuldi nýrra tíma. Umhverfi þess og annarra kauphalla er á fleygiferð og uppstokkun á sér stað í starfsem- inni. Þátttaka Verðbréfaþingsins í NOREX mun valda straumhvörfum. Hún mun tryggja íslenskum miðlur- um aðgang að nútímalegu viðskipta- kerfi, skapa íslenskum fjárfestum ný tækifæri og laða fram spurn eftir ís- lenskum verðbréfum. Hún mun jafn- framt opna nýjar dyr fyrir erlenda fjárfesta að íslenska markaðinum. Þetta tækifæri þarf að nýta til að stuðla að enn frekari framþróun ís- lenska verðbréfamarkaðarins. Þá leggur stjórnin höfðukapp á að Verð- bréfaþingið sé framsækið þjónustu- fyrirtæki þar sem hagkvæmni og gæði eru höfð að leiðarljósi til hagsbóta fyr- ir viðskiptavini þess. AP Friðargæsluliðar í Sierra Leone bera líkkistur starfsbræðra sinna er féllu í árás skæruliða í liðinni viku. Sameinuðu þjóðirnar berjast fyrir eigin lífí í Sierra Leone Átökin í Sierra Leone hafa undirstrikað mik- ilvægi hlutverks Sam- einuðu þjóðanna og friðargæsluliðs þeirra í innanlandsátökum, segir Jonathan Power í grein sinni. EGAR Kofi Annan, hinn ghanaíski framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, heimstótti Rúanda í maí 1998 var honum stillt upp við vegg á ágengum blaðamannafundi. Þar var hann beðinn um að skýra sinn þátt í „við-skiptum-okkur-ekki-af“-afstöðu SÞ til þjóðarmorðs Hútumanna á Tútsum fjórum árum fyrr. Blaðamenn vitnuðu í átakanlega bók Philips Gour- evitchs sem þá var nýkomin út og ber heitið „Það tilkynnist hér með að á morgun verðum við drepin ásamt fjöl- skyldum okkar“. í henni ásakar hann SÞ fyrir að hafa hunsað upplýsingar frá yfirmanni herafla þeirra á svæðinu þar sem hann varar við yfirvofandi þjóðarmorði. William Shawcross segir svo frá svari framkvæmdastjórans í nýrri og merkilegri bók sinni um Sam- einuðu þjóðirnar og heitir „Frelsa oss frá illu“: „Röddin brást honum næst- um en Annan sagði að „of mikið væri gert úr þessum skilaboðum og ef upp- lýsingar væru eina vandamálið væri friðargæsla miklu einfaldari. Þá væru engin vandamál í Kosovo af því að allir þekktu staðreyndir málsins. Þá hefðu heldur engin vandamál verið í Kongó af því að allir vissu að aðskilja hefði átt hermenn og flóttamenn. Sektarkennd svífur yfir vötnum Af hverju gerðist það ekki þrátt fyr- ir allar upplýsingarnar? Seinna vissu allir að flóttamenn voru skildir eftir þegar um ein milljón flóttamanna sneri heim á ný til Rúanda. Ekki vantaði upplýsingar. Af hverju snerum við ekki við til að bjarga þeim?“ Síðan þjóðarmorðið í Rúanda var framið hefur sektarkennd svifið yfir vötnum í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Bill Clinton fór til Rúanda og baðst innilegrar afsökunar og reyndi þannig að bæta fyrir hve lítið Bandaríkjamenn lögðu sig fram til að leita lausna. En við þekkjum úr dag- legu lífi okkar að sektarkennd ein og sér leiðir ekki endilega af sér betri hegðun. Meiri upplýsingar gera það ekki heldur, ef út í það er farið. Annað- hvort hafa menn vilja og sannfæringu til að gera hlutina eða ekki. Allt þar til fyrir viku þurftum við að fylgjast með áframhaldandi blóðbaði í Sierra Leone. Það gerði Kofi Annan líka með spenntar greipar og öran and- ardrátt og velti fyrir sér hversu nálægt þjóðarmorði eða fjöldamorðum mál þyrftu að þróast þar til öryggisráðið sendi frá sér formlega ályktun um mál- ið. Á meðan streymdu inn til okkar fréttir af bömum sem skráð voru í her uppreisnarmanna og af öðrum sem voru aflimuð með sveðjum. „Hversu miklar upplýsingar þurfa þeir að fá?“ er ég viss um að Kofi Annan hefur spurt konu sína. Framkvæmdastjóranum er ætlað að baka brauð og nota til þess lítið ger en ekkert hveiti. Og þó að fjölmiðlar og aftursætisþingmenn sjái að friðar- gæslulið SÞ er brauðhleifur bakaður af vanefnum, gagnrýna þeir stofnunina fyrir getuleysi og vanmátt. Þar líta þeir framhjá þeirri staðreynd að stofn- unin er ekkert annað en allir þættir hennar samanlagðir. Hrokafullur einstaklingur hefði fyr- ir löngu sagt upp störfum. Einn fyrir- rennara Annans, hinn búrmíski U Thant, varð fyrir sams konar árásum árið 1967 þegar hann skipaði friðar- gæsluliði SÞ að verða við beiðni egypsku ríkisstjórnarinnar og hörfa með lið sitt af egypsku landi. Það nýttu í sraelar sér og réðust inn í Egyptaland í hinu svonefnda Sex daga stríði. „Hann beið varanlegan, andlegan skaða af þessu“ og líkamlegri heilsu hans hrakaði smám saman eftir þetta er haft eftir einum ævisöguritara hans. Aðgerðirnar í Sierra Leone minna á Kongó 1960-1961 Afskipti SÞ í Sierra Leone minna um margt á stærsta friðargæsluverk- efni stofnunarinnar í Afríku. Það var í Kongó á árunum 1960-1961 og urðu þau afskipti til þess að einn hæfasti framkvæmdastjóri SÞ fýi*r og síðai', Dag Hammarskjöld, lét lífið. Þá vora SÞ i mun erfiðari pólitískri stöðu en nú en tókst samt að koma á vopnahléi, koma Katanga-ættinni frá völdum (hún auðgaðist á námuvinnslu) og leiða til lykta friðarsamkomulag. Walter Lippman lýsti batnandi ástandi svo í einum dálka sinna í New York Herald Tribune: ,Ástæða andstöðu við SÞ úr austri og vestri byggist á þeim stað- fasta ásetningi að SÞ megi ekki takast það sem þær taka sér fyrir hendur. Því ef SÞ lánast ætlunarverk sitt tekur engin kommúnistastjórn við völdum í Kongó. Khrashchev hataði Hammars- kjöld fyrir þessa staðreynd. Ef SÞ heppnast ætlunarverkið ná hvítir ekki aftur völdum í Kongó. Þess vegna er peningum, áróðri og laumulegum að- ferðum beitt [af Frökkum, Belgum og Bretum] til að grafa undan SÞ.“ Þar að auki era pólitísk og stjórnun- arleg vandamál tengd Sierra Leone ekkert í líkingu við þau sem við var að glíma í Kongó. Brian Urquhart, fyrr- verandi yfirmaður friðargæsluliðs SÞ sagði að tilraun hans til að sannfæra leiðtoga uppreisnarmanna og aðskiln- aðarsinna, Moise Tshombe, um að samþykkja sáttaáætlun fyrir landið hefði verið eins og „að reyna að koma ál ofan í glerflösku“. Ennfremur átti friðargæslulið SÞ á þessum tíma sínar veiku hliðar, t.a.m. eþíópíska herliðið sem var mjög óagað. Einnig vildi ein- hver armur innan sænska flughersins ráða því sjálfur hvort og hvenær hann hæfi flugárásir á uppreisnarmenn. Sé tekið mið af þessu er mikið vit í aðgerðum SÞ í Sierra Leone. Ágæt eining virðist einnig ííkja innan örygg- isráðsins. Verið getur að einhverjir demantasölumenn og einhver náma- fyrirtæki vilji að ákveðnir hlutir gangi eftir en að þessu sinni er ekki hægt að nýta sér bandamenn innan vestrænna ríkisstjórna eins og Katanga-kopar- námumar gerðu fyrir fjöratíu árum. En einn áþreifanlegur munur er hér á. I Kongó vora Bandaríkin boðin og búin til að axla ákveðna ábyrgð í friðargæsl- unni og sáu um að flytja herlið annarra landa og aðra nauðsynlega hjálp á sem ódýrastan máta. En ásamt því að Bandaríkin skila ekki fjárframlagi sínu til SÞ á réttum tíma bjóðast þau til að taka að sér flutninga á fjórföldu mark- aðsverði. Kalda stríðið er búið en af- staða af þessu tagi er jafn vís til að grafa undan SÞ og hugmyndafræðileg boxkeppni myndi gera. Sértækar lausnir eru slæmt mál Bretar hófu afskipti af málum Sierra Leone, einkum vegna eigin hagsmuna, og hafa kannski bjargað málunum. Tony Blair forsætisráðherra sendi sér- deild innan flotans á vettvang til að koma Bretum og öðram útlendingum úr landi. Fljótlega eftir að þeir höfðu komið sér fyrir kom í Ijós að sérþjálfun þeirra veitti þeim yfirburðastöðu og heima fyrir fór pressan um þá fógram orðum. Því var ákveðið að þeir yrðu lengur í landinu og síðan þá hafa þefr tryggt öryggi í höfuðborginni og hjálp- að til við að handsama hinn blóðþyrsta uppreisnarforingja Foday Sankoh. En til lengri tíma litið era sértækar lausn- fr af þessu tagi slæmt mál fyrir SÞ. Með því að krefjast þess að þeir starfi ekki undir yfirstjóm SÞ fylgja Bretar hinu slæma fordæmi sem Bandaríkja- menn sýndu í Sómalíu. Og nú hefur nígeríski herinn bæst í hópinn og hafið máls á því að starfa í Sierra Leone utan bandalags SÞ. Með þessum hætti verð- ur erfitt að blása lífi í SÞ og bæta um leið orðspor friðargæslu stofnunarinn- ar fyrir átök framtíðarinnar. Friðargæsla SÞ gæti verið öflug. Það hefur sýnt sig á jafn ólíkum stöð- um og Kýpur og Namibíu. Upp á síð- kastið hafa afskipti SÞ á Austiu--Tímor gengið sérlega vel. En góður ái'angur næst eingöngu ef vilji til að láta hlutina ganga upp vaknar í aðalstöðvum SÞ. Clinton og Blair hafa hvor með sínum hætti gi'afið undan SÞ. Það er von mín að friður komist á í Sierra Leone þrátt fyrir skilningsleysi þeirra. Höfutidur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og birtast greinar hans í blöðum um allan heim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.