Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 45 Meistaranám og nútíma- fræði í kennaradeild Morgunblaðið/Kristján Nýstúdentar á Akureyri. Á starfstíma skólanna hefur um þriðjungur íbúanna starfsvettvang sinn í skólum bæjarins. NOKKUR nýbreytni verður í kennaradeild Há- skólans á Akureyri í haust og verður hún aðal- lega með fjarkennslusniði. Deildin býður fram- haldsnám til meistaraprófs, 30 eininga náms- braut í almennum hugvísindum eða nútímafræði og loks upp á fjarnám í leikskólafræðum. Meistaranámið í kennaradeildinni hefst með 30 eininga diplóm-námi, en hægt verður að velja um tvö kjörsvið þar; sérkennslu og stjórnun. Guð- mundur Heiðar Frímannsson deildarstjóri segir að haustið 2000 verði byrjað á stjórnunarkjör- sviðinu. Haustið 2001 verður aftur boðið upp á fyrri hluta meistaranáms og stefnt er að því að síðari hluti meistaranáms hefjist haustið 2003. Háskól- inn á Akureyri brýtur blað í sögu sinni með þessu framhaldsnámi vegna þess að hann býður í fyrsta sinn einn upp á framhaldsnám, áður hefur hann boðið upp á meistaranám í hjúkrunarfræði í sam- vinnu við Háskólann í Manchester. Nútímafræði Námsbraut í almennum hugvfsindum hefst einnig í haust við HA í samstarfi við HI. Hún á að vera öllum landsmönnum sem hafa aðgang að fjarfundabúnaði aðgengileg og verða námskeið ýmist kennd frá Akureyri eða Reykjavík. Brautin kallast nútímafræði (Modern studies) og á sér fyrirmyndir í erlendum háskólum. Hún er 30 ein- ingar og verður námið ýmist metið sem auka- grein eða kjörsvið í ýmsum deildum HÍ og HA. Það er einnig hugsað sem einskonar fyrsta ár í háskóla með almennri nytsamlegri menntun sem stúdent öðlast áður en hann ákveður endanlega framtíðarsvið sitt. Námið veitir undirstöðu sem fer vel saman við áframhaldandi nám í heimspekideild, félagsvís- indadeild, guðfræðideild og kennaradeild, að mati Guðmundar Heiðars. Námið hentar þannig nemendum sem eru að hefja háskólanám, en einnig nemendum sem komnir eru áleiðis í há- skólanámi og kjósa að taka 30 einingar í fjarnámi. Námið er þverfaglegt og kynnast því nemendur aðferðum og viðfangsefnum ólíkra fræðigreina, sem getur leitt til betri skilnings á aðalgrein. í grunnlýsingu námsbrautarinnar stendur: „Þema námsbrautarinnar er tildrög og eðli nú- tímans. Rakin eru tildrög nútímans, eins og hug- takið er einatt skilið í hugvísindum, á hinum ýmsu sviðum og samkenni hans. Hvar erum við stödd, hvert stefnir? Reynt verður að veita nem- endum þá sameinisgáfu að geta skyggnst vítt um gáttir í mannlegum fræðum og áttað sig á sam- hengi strauma og stefna á að því er virðist ólíkum fræðasviðum. Auk þess verður nemendum veitt- ur aðferðafræðilegur bakgrunnur til frekara há- skólanáms." Umsjónarmaður er námsbrautar- innar er Sigurður Kristinsson heimspekingur. Námskeiðin sem kennd verða næsta haustmisseri eru: Aðferðafræði, enska sem fræðimál í hugvísindum, hugmyndasaga, nútíma- hugtakið, bókmenntir og sjálf frá upplýsingu til nútíma. A vormisseri 2001 verða svo námskeiðin siðfræði, vísindasaga, listasaga, kynjafræði og loks valnámskeið. Leikskólakennarar Guðmundur Heiðar segir að einnig verði boðið upp á nám á leikskólabraut með fjarkennslusniði en góð reynsla hafi verið að tilraun með slíkt nám á sl. skólaári. Nemendur geta stundað þetta frá stöðum þar sem fjarfundabúnaður er fyrir hendi og námið er skipulagt þannig að nemendur eiga að ljúka 90 eininga námi á fjórum árum. Námið verður a.m.k. hægt að stunda á Sauðárkróki, Isa- firði, Hornafirði og í Neskaupstað og Kópavogi á haustönn 2000. Deildir við HA ► Kennaradeild tók til starfa við skólann haustið 1993. Við han eru tvær brautir: grunnskólabraut og leikskólabraut. Á báðum brautum er um að ræða þriggja ára nám, 90 einingar, sem lýkur með B.Ed.-prófi. Einnig er boðið upp á kennslu- fræði til kennsluréttinda og haustið 2000 hefst 30 eininga nám í Nútímafræðum sem er námsbraut í almennum hugvísindum. Þá hefst í haust nám á leikskólabraut í fjarnámi og tekur það fjögur ár. Loks má nefna 30 eininga diplóm-nám eftir B.Ed. nám. ► í heilbrigðisdeild fer fram nám á tveimur brautura; hjúkr- unarfræðibraut og iðjuþjálfunarbraut. Heilbrigðisdeild var önnur tveggja deilda er fyrstu nemendur skólans gátu valið haustið 1987, en þá hófst kennsla í hjúkrunarfræði. Á10 ára afmæli deildarinnar, haustið 1997, hófst kennsla á iðjuþjálfún- arbraut, sem er fyrsta námsbraut sinnar tegundar á íslandi. ► Nám í rekstrardeild tekur tvö, þijú eða fjögur ár miðað við 30 einingar á ári. Námið skiptist í þijár brautir: rekstrar- braut, iðnrekstrarbraut og tölvu- og upplýsingatæknibraut. Aðall deildarinnar er samþætting viðskipta- og tæknigreina með áherslu á gæðasljómun og upplýsingatækni. ► Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri tók formlega til starfa 4. janúar 1990.Haustið 1996 hófst í fyrsta sinn kennsla á matvælaframleiðslubraut. Ljóst þykir að þeir sem þaðan munu útskrifast komi til með að eiga greiðan aðgang inn í fyr- irtæki á hvaða sviði matvælaframleiðslu sem er, en ekki ein- ungis í sjávarútvegi. Tölvubúnaður í Háskólanuni á Akureyri verður að vera góður, m.a. vegna áherslu á íjarnám. -Menntaskólinn á Akureyri, tákn skólabæjarins. Skólabænnn Akureyri AKUREYRI er oft kölluð skóla- bær, enda gamalt menntasetur. Af skólum þar má nefna Tónlistarskól- ann á Ákureyri, Myndlistaskólann á Akureyri, Menntasmiðjuna (sí- menntun), Verkmenntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Akur- eyri og loks Háskólann sem kynnir bæinn á heimasíðunni sinni: www. unak.is með eftirfarandi hætti: „Á Akureyri búa nú um 15.000 manns. Á starfstíma skólanna hef- ur um þriðjungur íbúanna starfs; vettvang sinn í skólum bæjarins. I skólabænum Akureyri hefur jafn- hliða verið byggð upp margvísleg önnur þjónusta fyrir íbúana, bæði þá sem eru til lengri eða skemmri dvalar í bænum. Aðstaða til vetrar- íþrótta er fjölþætt og má nefna að Ákureyri er Vetraríþróttamiðstöð landsins, með skíðasvæðið í Hlíðar- íjalli og vélfryst skautasvæðið sem þungamiðjur, auk útivistarsvæðis- ins í Kjarna. Einnig eru fjölmörg íþróttahús og inni- og útisundlaug- ar. Á Akureyri starfar eina at- vinnuleikhúsið utan höfuðborgar- svæðisins. í Listamiðstöðinni í Grófargili er Listasafn Akureyrar, gallerí, vinnustofur, fjölnotasalur- inn Deiglan og fleira þar sem boðið er upp á ýmiss konar menningar- dagskrár allt árið. Tónlistarskólinn og Myndlistaskólinn eru einnig með öfluga starfsemi. Háskóla- nemum gefst því kostur á fjöl- breyttu tónlistar-, myndlistar- og leiklistarlífi í bænum. Miðstöð verslunar og þjónustu á Norður- landi hefur löngum verið á Akur- ejri og er því fjölbreytt val sam- komustaða í bænum auk annarrar almennrar þjónustu." HA i hnotskurn ► Háskólmn á Akureyri hóf starfsemi með kennslu á tveimur braut- um, iðnrekstrar- og hjúkrunarbraut, 5. sept- ember 1987. ► Skólaárið 1999-2000 voru starfræktar fjórar deildir í háskólanum með u.þ.b. 582 nemendum: ► Heilbrigðisdeild sem útskrifar hj úkrunarfræð- inga og iðjuþjálfa, með 173 nemendur. ► Kennaradeild sem menntar grunnskóla- og leikskólakennara, með 235 nemendur. ► Rekstrardeild með 132 nemendur í rekstrar- fræðum og tölvu- og upp- lýsingatækni. ► Sjávarútvegsdeild með 42 nemendur í sjávar- útvegsfræðum. ► Spár um nemenda- Qölda gera ráð fyrir að 700-900 nemendur stundi nám við háskólann árið 2004 og að fjöldi nemenda gæti orðið 1500-2000 þegar líða tek- J ur á næstu öld. ► Við liáskólann starfar ein rannsóknastofnun sem er þverfræðileg, þ.e. sinnir rannsóknum á fræðasviðum allra deilda háskólans. í sljórn henn- ar sitja bæði háskóla- kennarar og frumkvöðlar úr atvinnulífínu. Rann- sóknir á vegum stofnun- arinnar spanna því víð- feðmt svið og eru viðfangsefnin oft ná- tengd atvinnuh'fmu. Há- skólinn hefúr náið sam- starf um kennslu og rannsóknir við rann- sóknastofnanir atvinnu- veganna, þ.e. Hafrann- sóknastofnun, Rann- sóknastofnun físk- iðnaðarins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Orkustofnun. ► Árið 1995 ákváðu stjórnvöld að framtíðar- húsnæði Háskólans á Ak- ureyri yrði á Sólborg sem er umlukt fögru úti- vistarsvæði miðsvæðis í Akureyrarbæ. Árið 1995-1996 fór fram sam- keppni um hönnun og skipulag háskólans á nýja háskólasvæðinu á Sól- borg. Tillaga Glámu Kíms arkitekta í sam- vinnu við Ólaf Tr. Mathiesen arkitekt var valin til útfærslu og er hún grundvöllur allra framkvæmda háskólans. Fullbyggð tillagan, sem miðast að því að öll starf- semi háskólans verði á Sólborg, er rúmlega 8.000 m2 og gert er ráð fyrir um 750 nemendum. ► Haustið 2000 fer sem næst öll bókleg kennsla Háskólans fram í nýbyggingum hans á Sólborgarsvæðinu, Undantekning frá þessu er kennsla í kennaradeild sem áfram verður í húsnæði HA í Þingvallastræti 23. >• skölar/námskeið nudd ■ www.nudd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.