Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 54
J>4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ertu ekki óviljandi að gefa fólki
rangar upplýsingar, Tómas?
NOKKRAR stað-
reyndir vegna tveggja
greina skrifaðra af
Tómasi Jónssyni um
auglýsingar Flugfé-
lagsins Go.
Tómas heldur því
fram að ekki sé eina ein-
ustu ferð hægt að fá
‘ með Flugfélaginu Go til
London á kr. 10.000,00,
þess vegna sé auglýsing
þess röng.
Þessa fullyrðingu
byggir Tómas á því,
eins og hann segir orð-
rétt: „að þrátt fyrir
margra daga leit á vef-
síðu Go ílugfélagsins
var ekki hægt að fmna eina einustu
ferð til Lontion fyrir 10 þúsund kr“.
Niðurstaða Tómasar er röng.
í stað þess að eyða dögum í leit að
ferð á vefsíðu félagsins þarf Tómas
ekki að eyða nema nokkrum mínút-
um í símtal I síma 0044 1279 666 388
sem er símanúmer Go flugfélagsins í
Jfcondun og panta sér far á kr. 10 þús-
und til London á þeim tíma, sem
flugfélagið ætlar að halda þessu flugi
úti, að minnsta kosti var þessi kostur
enn fyrir hendi í gærmorgun, 24.
maí, eftir lestur greinar Tómasar, og
að sjálfsögðu gildir þar eins og
annars staðar - fyrstir
koma, fyrstir fá.
Það er nefnilega
mikill munur á því að
flestar ferðirnar séu
uppseldar og að allar
ferðimar séu uppseld-
ar. Meðan enn er hægt
að fá far með flugfélag-
inu Go á umræddu
verði engin ástæða hjá
flugfélaginu til að
hætta að auglýsa það.
Að málið sé í rannsókn
hjá Samkeppnisstofn-
un er enginn úrskurð-
ur um að auglýsingin
sé röng. Hið rétta væri
að bíða úrskurðar
Samkeppnisstofnunar.
Tómas heldur því fram að Islend-
ingum hafi aðeins verið selt innan við
10% fargjalda til og frá London á 10
þúsund kr. en að lofað hafi verið af
talsmanni félagsins að helmingur
fargjaldanna yrði seldur á þessu
verði. Það verður manni hulin ráð-
gáta við lestur greinar Tómasar
hvernig hann fær þetta út, eftir nið-
urstöðum hans að dæma hafa þá lið-
lega 7.000 íslendingar keypt sér far
með Go til London, og er það vel ef
rétt er, og mun þá vonandi ýta undir
stjórnendur flugfélagsins að halda
Flug
Liðstyrkur með til-
komu flugfélagsins Go,
segir Jón Aðalbjörn
Bjarnason, finnst mér
beri að þakka en ekki
vanþakka.
þessu flugi áfram og skapa þannig
Islendingum möguleika á að fljúga
frá og til landsins og áfram víðar um
veröld á sanngjarnara verði en boðið
hefir verið upp á fram til þessa.
Hvaðan Tómas fær þessar upplýs-
ingar um fjölda þeirra íslendinga,
sem pantað hafa sér far með Go til
London og heim aftur, kemur aftur á
móti ekki fram í grein Tómasar og
hefði svo sannalega verið æskilegra
að hann birti þær upplýsingar til
staðfestingar á útreikningum sínum,
en það gerir hann ekki. Veit ég því
ekkert frekar en aðrir um hver sá
fjöldi Islendinga er sem hefir keypt
sér far á lægsta gjaldi og hver fjöldi
þeirra er sem hefir keypt sér far á
næstlægsta verði sem er þó mjög
lágt miðað við það, sem við höfum átt
við að búa fram til þessa, eða kr.
14.000,00.
Tómasi finnst það máli sínu til
framdráttar að málið sé nú í athugun
hjá Samkeppnisstofnun og talar þar
um sérkennileg vinnubrögð Go, ekki
veit ég hvort hann kærði málið þang-
að, en hafi hann gert það þá hefir
hann gert það á röngum forsendum.
Það getur hann sjálfur sannreynt
með því að hætta netfangaleitinni og
notað þá gamaldags aðferð að
hringja og hreinlega pantað sér far
eins og áður segir.
Mín reynsla af flugfélaginu Go er
sú að pantir þú far með flugfélaginu
færðu innan þriggja til fjögurra daga
skriflega staðfestingu á að þú eigir
pantað sæti í viðkomandi vél, þetta
er það sama, sem við eigum að venj-
ast. Aðeins að verðið með flugfélag-
inu Go er miklu lægra en okkur hefir
áður boðist. T.d. kostar far fram og
til baka til Mílanó frá Reykjavík um
London kr. 18.814,00 hafirðu verið
nógu snemma í því til að ná 10 þús-
und króna fargjaldinu hjá Go og eru
þá flugvallarskattar innifaldir í verð-
inu. Hafir þú verið of seinn til að ná
lægsta verði hækkar verðið um kr.
4.000,00 eða í kr. 22.814,00.
A sama tíma er lægsta almennt
flugfar, sem boðið er upp á, svokallað
Apex fargjald kr. 37.335,00 m/skött-
Jón Aðalbjörn
Bjarnason
um á mann eða kr. 74.670,00 fyrir tvo
einstaklinga, t.d. hjón, sem ætla að
eyða sumarfríinu á Italíu eða um
tvöfalt hærra en með flugfélaginu
Go. Breytist þó um kr. 4000,00 á
mann hafir þú orðið of seinn til að ná
lægsta fargjaldinu til London, en þá
fer fargjaldið í kr. 45.628,00 fyrir
hjón og er þá munurinn samt sem
áður kr. 29.042,00, sem það kostar
meira að fljúga á þessu svokallaða
Apex gjaldi heldur en með flugfélag-
inu Go.
Sama er að segja ef pantaður er
bílaleigubíll hjá Go, innan þriggja til
fjögurra daga berst þér skrifleg
staðfesting á pöntun þinni og að við-
komandi bifreið muni bíða þín á um-
sömdum flugvelli, þetta er líka það
sama og við eigum að venjast. Aðeins
að verðið er mikið lægra en okkur
hefir áður boðist.
Það er því tvímælalaus ávinningur
fyrir okkur íslendinga að undirtektir
við tilboð flugfélagsins Go verði sem
mestar og bestar, sem gæti e.t.v.
orðið þess valdandi að flugfélagið Go
myndi halda uppi flugsamgöngum til
landsins allan ársins hring.
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir
Landsýn, ásamt nokkrum öðrum,
hefur undanfarin ár riðið á vaðið með
að reyna að rjúfa skarð í þann átt-
hagamúr, sem við höfum mátt búa
við, og þannig auðveldað okkur
ferðalög til annarra landa og eiga
þeir aðilar þakkir skilið. Nú bætist
þeim liðstyrkur með tilkomu flugfé-
lagsins Go og hann finnst mér að
beri að þakka en ekki að vanþakka
og síst af öllu að ófrægja viðkomandi
aðila með röngum upplýsingum.
Höfundur er (jósmyndari.
Svefnhverfí
í miðbænum
REYKJAVIK án at-
hafnalífs yrði að sönnu
dauður bær. Það er
ekki veðursældin sem
dregur fólk að bænum,
svo mikið er víst. At-
hafnalífið er lika fljótt
að færa sig til ef sam-
göngurversna. Reykja-
vík hefur haft af að
státa tveimur megin-
stoðum beggja vegna
Kvosarinnar, höfninni
flugvellinum. Höfnin
hefur breyst frá því að
vera lífæð landsins og
er núna óðum að verða
hluti miðbæjarins.
Flugvöllurinn liggur
undir ámæli fyrir að vera til óþurftar.
Miðbærinn er enda að glata hlut-
verki sínu og verslun og athafnalíf að
flytjast þangað sem samgöngur eru
betri, inn með Sundum, í Kringlu-
mýri og aðra útnára gamla borgar-
landsins. Það er eðlilegur hluti af
vexti borgarinnar. Ef við tækjum
hins vegar á því að fylla upp í hafnir
Reykjavíkur til að vinna byggingar-
land er hætt við því að fljótlega sæj-
um við fólkið líka flytja eitthvert ann-
^i.ð. Það er náttúrulega ekki til
umræðu.
Þess vegna er furðulegt að rætt sé
um að flytja flugvöllinn eða að sneiða
hann niður í frumeindir sínar.
Margir halda að með upplýsinga-
byltingu verði á sjálfkrafa hátt vega-
lengdir að engu, að það verði alveg
jafn gott að velja sér starfsstöð á ísa-
firði eða Egilsstöðum
og í Reykjavík. Reynsl-
an er fjarri þessu. Það
kostar ennþá peninga
að brúa vegalengdir.
Meðal fyrstu áhrifa
upplýsingabyltingar-
innar er mikil aukning í
póstkröfuverslun, sem
er kölluð netverslun,
því pöntunin fer fram á
netinu. Þá á einungis
eftir að flytja vöruna.
Afleiðingin er að
stjömur hins nýja efna-
hags eru ekki bara upp-
lýsingafyrirtæki, held-
ur fremur gamaldags
flutningafyrirtæki og
póstþjónustur. Mikilvægi allra sam-
gönguleiða hefur alls ekki minnkað
með þessari byltingu, heldur þvert á
móti aukast flutningar með skipum,
bílum og flugvélum.
Draumur nokkurra smáborgara í
vesturbænum og Þingholtunum er sá
að geta losnað við flugumferð og
byggja í staðinn svefnhverfi í Vatns-
mýrinni. Þau hafa sennilega gert sér
grein fyrir að það þarf að færa nokk-
uð sterk rök fyrir því að kippa svo
vendilega fótunum undan störfum
annars fólks. Þau halda því fram að
flugvöllurinn sé svo hættulegur að
hann verði að víkja.
Þetta heitir að snúa hlutum á
hvolf. Ekkert byggt svæði í höfuð-
borginni, hvorki svefnhverfi né at-
hafnahverfi er jafnlaust við slys og
flugvöllurinn.
Sveinn
Ólafsson
Hann er hávaðasamur, hann tekur
pláss en hann er ekki hættulegur.
Það er 60 ára reynsla fyrir því. Allt
tal um hugsanlega hættu er grátleg
rangfærsla og horfir framhjá þeim
slysum sem gerast á nærliggjandi
umferðargötunum í hverri viku. Eg
vil ekki halda því fram að slys geti
ekki gerst, en ég neita að snúa hlut-
unum á hvolf. Flug er hættuminnsti
samgöngumáti á Islandi. Þeir hekt-
arar sem flugvöllurinn þekur í Vatns-
mýrinni er öruggur vinnustaður
fjölda fólks. Almenn umferð í hverf-
unum í kring er bæði hættulegri og
meira heilsuspillandi en flugvöllur-
inn getur nokkum tímann orðið.
Það eru ekki einungis störf þessa
fólks sem hverfa burt ef flugvöllur-
inn flytur, heldur allmikil þjónusta
við stærstu bæina úti á landi. Þeir
eru, þökk sé staðsetningu flugvallar-
ins, í klukkutíma fjarlægð frá mið-
bænum, sem hefur notið þess undan-
Reykjavíkurflugvöllur
Flug er hættuminnsti
------------------7---
samgöngumáti á Is-
landi, segir Sveinn
Ólafsson. Þeir hektarar
sem flugvöllurinn þekur
í Vatnsmýrinni er
öruggur vinnustaður
fjölda fólks.
farin 60 ár. Einhveijum kann að
þykja annarlegt að tala um klukku-
tíma fjarlægð, en það er viðurkennt
að borgir hafa athafnasvið sem nem-
ur um það bil þeirri vegalengd sem
hægt er að komast á klukkutíma. í
borgum Evrópu hefur þessi vega-
lengd lengst í hlutfalli við hraða jám-
brauta og bíla. Á íslandi er þessi
vegalengd lögð að baki í bílum og
flugvélum.
Það væri að sönnu gott ef við gæt-
um fundið þægilegri leiðir til að
koma okkur á milli staða en bíla og
flugvélar. Á meðan það breytist ekki
verðum við að láta þessa sam-
göngumáta vinna með okkur en ekki
á móti.
Höfundúr er upplýsingafræðingur
í framhaidsnámi við Strathclyde
Business School tGlasgow.
Hvenær sprmg-
ur blaðran?
NÚ HEYRAST
raddir um mikla
þenslu í þjóðfélaginu.
Því verði að draga úr
opinberum fram-
kvæmdum og hækka
vexti til að slá á þensl-
una svo að verðbólga
fari ekki af stað. Frá
mínum bæjardyrum
séð er málið einfalt.
Verðbólgan er farin af
stað. Blaðran er að
springa. Vaxtahækk-
anir nú til að styrkja
krónuna, sem er óeðli-
lega sterk íýrir gagn-
vart Evrópugjaldeyri
mun aðeins gera hvell-
inn enn hærri og hættulegri og veg-
ur nú hart að útflutningsstarfsem-
inni.
Hvað er í raun að gerast? Jú,
sterk króna lækkar verð á innflutt-
um vörum sem er óeðlilega hag-
stætt og er því mikið flutt inn. En
vöruverðið lækkar ekki í verslunum
við þetta, heldur hefur farið hækk-
andi vegna fákeppni og mikillar
kaupgetu í skjóli mikillar skulda-
söfnunar almennings sem er keyrð-
ur áfram í kaupæði með taumlausu
bjartsýnistali ráðamanna. Tekjur
ríkisins af kaupæðinu hafa farið
fram úr öllu velsæmi. Einhver sagði
að ríkissjóður væri fjandi hress
vegna þess að efnahagslífið væri
svo fársjúkt. Getur verið að þetta
minni á ástand sjúklings sem líður
þeim mun verr sem bakteríurnar
eru sprækari? Umframtekjur ríkis-
sjóðs hafa að vísu eitthvað verið
notaðar til að greiða skuldir en
einnig til fjárfestinga sem bætir
lofti í blöðruna.
Hvað verður svo um lækkun
vöruverðs sem ætti að leiða af því
að gjaldeyririnn er seldur fyrir
tombóluverð? Hún hverfur í milli-
liðina, sem nú eru kallaðir „alvöru
fjárfestar". Þeir nota umframgróð-
ann til að kaupa hlutabréf, sem aft-
ur styrkir krónuna, sem lækkar
innflutningsverðið, svo þeir geti
keypt ennþá fleiri bréf sem síðan
styrkir krónuna o.s.frv. Og almenn-
ingur og útflutningsfyrirtækin
safna skuldum.
Hætta er á, að öll
þessi hringavitleysa
leggi útflutningsat-
vinnugi-einar í rúst.
Viðskiptahallinn eykst
dag frá degi og á sama
tíma bólgnar ríkissjóð-
ur og skuldir ríkissjóðs
minnka en skuldir
þjóðarinnar ekki (lang-
tímaskuldirnar erlend-
is hafa slegið glæsilegt
Islandsmet), heldur
hefur orðið millifærsla
á skuldum frá ríki til
almennings. Að mati
ríkisstjórnarinnar
skiptir þetta ekki máli
því þegar blaðran
Efnahagsmál
Hætta er á, að öll þessi
hringavitleysa, segir
Halldór Bjarnason,
leggi útflutnings-
atvinnugreinar í rúst.
springur fer ríkið ekki á hausinn
heldur almenningur. Og þegar það
gerist geta „alvöru fjárfestar" kom-
ið og keypt upp eignir þeirra sem
liggja í valnum með þeim peningum
sem þeir eru að koma úr landi
þessa dagana því fjárfestar eru
farnir að fjárfesta erlendis meðan
krónan er svona sterk. Þegar þeir
eru búnir að koma sér þar vel fyrir
þá springur blaðran. „Alvöru fjár-
festarnir“ sem keyptu gjaldeyrinn á
tombóluprís selja nú gjaldeyrinn
aftur fyrir fullt verð.
Gróði fjárfestanna, sem fyrst og
fremst stafar frá innfluttningi og
kvótasölu, er að lokum notaður til
að kaupa ríkisfyrirtæki þannig að
almenningur á ekki neitt, eignir rík-
isins og fjármagnið er komið á fáar
hendur og Islendingar hafa náð
langþráðu takmai'ki sínu og búa í
alvöru bananalýðveldi.
Höfundur er framkvœmdastjóri
Safaríferða.
Halldór
Bjamason