Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 56
Jiíö ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
\a\ ý- LÆSI BÆI R
Graco
Glæsilegar kerrur
með svuntu!
Úrvalið er
hjá okkur!
étfiAJ/ÍA eý oík/JJÍA,
SÍMI 553 3366
Opið á laugardögum frá kl. 11.00 til 16.00.
Gleraupaverslimin
ojommióll
2i iyxh i
í Glæsibæ & Hafnarfirði
ijónarhóll byður TOKAI,
léttasta plastgleijaefni í heimi. www.sjonarholl. is
Sumarskór!
Margar gerðir á frábæru verði
20% afsláttur af stökum pörum
1.990
Stærðir 23 •7
SKOBUÐIN
Sfmi 568 4452
E T R I L I 0 A N
’ J
ii: -: >a
0PIÐ
alla virka daga 9:00-19:00
Lau 10:00-14:00
Opið I Lyf & heilsu, Ausfurveri
allan sólarhringinn og
Lyf & heilsu, Domus Medica
alla virka daga 9:00-2200
VLyf&heilsa
J GLÆSIBÆ
HIW
jp*
^JIÆSIBÆR
-með úrvalið íbænuml
Musteri óttans
MORGUM hefur að
vonum orðið skraf-
drjúgt um það, hverjar
séu frumorsakir þeirra
skipulagshugmynda
Svínvetninga á Hvera-
völlum, ásamt fyrir-
huguðum stórbygging-
um skipuleggjendanna
sjálfra þar, sem svo
mjög hafa verið til um-
fjöllunar á opinberum
vettvangi hin síðari ár-
in. Að sjálfsögðu hefur
þá verið bent á það,
sem nærtækast er:
fégimdina, sem að
vísu byggist á röngum
hugmyndum um skjót-
fenginn gróða af verslunarrekstri
uppi á hálendinu, og jafnframt þörf-
ina fyrir að sýna í verki það vald,
sem illa grunduð skipulagslög hafa
fengið fáeinum mönnum til að deila
og drottna á hálendinu.
Nú munu ýmsir segja, að í þessu
birtist aðeins mannlegur veikleiki,
sem dæma megi mildilega ef nægri
víðsýni sé beitt við mat á honum.
En að öði-u er einnig að hyggja.
Þessir eiginleikar, sem hér voru
nefndir, eru skaðlegir ef undanláts-
semi við þá leiðir til tjóns fyrir
aðra, í þessu tilviki til sameiginlegs
miska fyrir allan almenning í land-
inu, sem ber siðferðislega ábyrgð á
verndun náttúrunnar, þ.m.t. hálend-
is íslands. Þeir, sem nú ráða ferð-
inni í skipulagsmálum Svínvetninga
á Hveravöllum og hafa sýnt furðu-
lega ógætni við mótun skipulagstill-
agna fyrir það svæði, bera vissulega
ábyrgð gagnvart landi okkar og öll-
um umheiminum eins og aðrir Is-
lendingar. Komið hafa fram rök-
studdar efasemdir um að þeir hafi
staðið við þá ábyrgðarskuldbind-
ingu, sem skipulagsvaldinu fylgir.
Um þetta hefur farið fram almenn
umræða í þjóðfélaginu, sem óþarfi
er að rekja nánar, svo alkunn er
hún.
I e i r I i s t
snegla
LI8TH08
Grettisgðtu 7, við Klapparstlg - Sfmi 562 0426
Ýmsir þeir, er ætla
verður að þekki vel til
aðstæðna, hafa hins
vegar bent á, að ekki
sé einhugur meðal
íbúa hreppsins um
þessar fyrirætlanir um
stórframkvæmdir
skipuleggjendanna í
„hjarta óbyggðanna.“
í Svínavatnshreppi
búa sannanlega nokkr-
ir mætir og gætnir
umhverfísverndar-
menn, sem hafa m.a.
efasemdir um ágæti
þess Hveravallaskipu-
lags, sem nú hefur enn
einu sinni verið lagt
fram, enda þótt hvorki hafi þeir
haft sérlega hátt um þær skoðanir
sínar né heldur megi þeir sín mik-
ils, þegar til ákvarðana kemur.
Hafa hófsamlegar athugasemdir
þeirra og vinsamlegar ábendingar
að því er virðist ekki náð eyrum
Hálendið
Að sjálfsögðu mun
koma að því, segir Páll
Sigurðsson, að Hvera-
vellir verði formlega
lýstir þjóðlenda, sam-
kvæmt lögum þar um,
ásamt öðrum öræfa-
svæðum nærlendis.
þeirra, sem mestur gustur stendur
af í skipulagsmálunum þar um slóð-
ir. Hafa efasemdarmennirnir reynd-
ar ekki látið mikið á sér bera til
þessa og líklega ekki búist við því,
að mikið verði á þá hlustað á heima-
slóðum og heldur ekki viljað efna til
sundurlyndis í hreppnum. Munu
þeir vera minnugir þess, þegar
harkalegur árekstur varð um
ákvarðanir í mikilvægum umhverf-
ismálum í sveitarfélaginu, er fyrir-
hugaðar framkvæmdir við Blöndu-
virkjun voru þar til ákvörð-
unarumræðu á sinni tíð. Var þá
látið sverfa til stáls i viðkvæmu
máli með þeim hætti, að eftir eru
illa gróin eða jafnvel ógráin sár í
litlu samfélagi.
Hér er átt við það, hvemig
hreppsnefnd Svínavatnshrepps stóð
að samþykkt endanlegra samnings-
draga um Blönduvirkjun, en þá
klofnaði hreppsnefndin um málið.
Voru samningsdrögin samþykkt
þsu-, af þremur hreppsnefndar-
mönnum af fimm, í beinni andstöðu
við formlega viljayfirlýsingu meiri-
hluta íbúanna, er fram kom við al-
menna atkvæðagreiðslu á opinber-
um sveitarfundi 12. desember 1981,
en tveir hreppsnefndarmenn, er
eigi gátu fellt sig við málsmeðferð
meirihluta nefndarinnar, gengu þá
af hreppsnefndarfundi, 13. febrúar
1982, er sýnt var um óheillavænleg-
ar lyktir máls. Þar urðu viðhorf um-
hverfisverndarmanna - eða a.m.k.
sambærileg viðhorf - harkalega
undir.
Ovíst er, hver niðurstaða almenn-
rar atkvæðagreiðslu í Svínavatns-
hreppi um þau skipulags- og um-
hverfismál, sem nú eru í
kastljósinu, myndi verða ef til henn-
ar kæmi á næstunni, en sennilegt
má telja að ágreiningur yrði með
mönnum, enn sem fyrr, og gömul
sár myndu ýfast. Ekki er hins veg-
ar líklegt, að margir hreppsbúar
vilji nú láta koma til þess háttar
uppgjörs, sem sársauki myndi
fylgja - og má vel virða þá afstöðu
miðað við fyrri reynslu þeirra.
Engu að síður er vitað, að mikill
uggur og kvíði er í ýmsum íbúanna
af þessum sökum - í viðtali við und-
irritaðan hefur einn þeirra beinlínis
talað um ótta við ráðamennina og
framgöngu þeirra, sem allmargir
búi við - og hlýtur það óhjákvæmi-
lega að setja drungalegt svipmót á
sveitarbrag. Ráðamennirnir búa
einnig við ótta, m.a. við það að brátt
muni þetta fámenna sveitarfélag
verða sameinað öðrum sveitarfélög-
um (sem aðrir telja brýnt að gert
verði hið fyrsta), en þá er hætt við
að ýmsir stjórnarherrar missi völd
og áhrif. Akvarðanir, sem teknar
eru í skugga óttans, mótast oft af
grimmd og skammsýni.
Margir telja ólíklegt, að forráða-
menn í sameinuðu sveitarfélagi
myndu hafa sama áhuga á stór-
framkvæmdum á Hveravöllum og
núverandi forsvarsmenn Svína-
vatnshrepps hafa - en á hitt er þó
að líta, að eins og nú horfir eru
nokkur líkindi til þess að fram-
kvæmdir verði a.m.k. hafnar þar, og
því e.t.v. trauðla aftur snúið, þegar
kemur til þeirrar sameiningar sveit-
arfélaga, sem er óumflýjanleg.
Eins og marga rekur eflaust
minni til byggðust fyrirætlanir
Svínvetninga um stórframkvæmdir
á Hveravöllum m.a. upphaflega á
þeirri trú þeirra, að hreppurinn
ætti alla Auðkúluheiði og jafnframt
Hveravelli. Hæstiréttur Islands
eyddi hins vegar þeim ranghug-
myndum þeirra fyrir fáum árum.
Að sjálfsögðu mun koma að því, að
Hveravellir verði formlega lýstir
þjóðlenda, samkvæmt lögum þar
um, ásamt öðrum öræfasvæðum
nærlendis. En eins og starfsháttum
óbyggðanefndar er háttað er þess
þó ekki að vænta, að formleg um-
fjöllun og ákvörðun í þá veru um
þessi svæði norðan sýslu- og fjórð-
ungamarka fari fram fyrr en að
nokkrum árum liðnum. Þar til
formlegur úrskurður um þjóðlend-
una á Hveravöllum liggur fyrii- af
hálfu Óbyggðanefndar verða hins
vegar ekki séð næg lagarök til þess,
að forsvarsmönnum ríkisins, sem
fara munu með heimildir landeig-
anda þar, væri stætt á því að gefa
Svínvetningum leyfi landeiganda til
byggingar fyrirhugaðra stórhýsa,
enda þótt skipulagið sjálft stæði
ekki í vegi fyrir þeim framkvæmd-
um.
Höfundur erprófessor
við Háskóla Islands.
Helgi Hálfdanarson
Bréf til Aðalgeirs
Kristj ánssonar
Reykjavík, 26. maí 2000
Kæri vinur, Aðalgeir.
Ég get ekki annað en ítrekað
við þig afsökunarbeiðni mína
vegna villunnar furðulegu í Morg-
unblaðinu í gær. Mér er með öllu
óskiljanlegt hvernig þessi ósköp
hafa getað gerzt, enda hefur mér
ekki í annan tíma brugðið verr en
þegar ég sá hvað orðið var. Þetta
er villa af því tagi sem ég hefði
sízt viljað horfast í augu við í
greinarkominu. Og eftir sjálf-
sagða leiðréttingu í blaðinu í dag
verð ég að láta mér það eitt lynda
að harma þetta dularfulla slys og
biðja þig enn og aftur afsökunar.
Svo þakka ég þér sem bezt fyr-
ir bókina Nú heilsar þér á Hafn-
arslóð. Ég átta mig á því æ betur
hvílíkt afbragð hún er. Nú mun
margur hlakka til að fá þá næstu.
Vertu blessaður.
Þinn einlægur.
Helgi Hálfdanarson.
Páll
Sigurðsson