Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Skýrar línur í A-flokki; Ormur númer eitt, Klakkur númer tvö og nýstimið Huginn þriðji.
% .. j-U ..■•'•f
0-777-77 . ér ím '7 7
Tíu fyrir vilja og geðslag er nokkuð sem hestamenn eru ekki vanir en nú fékk Huginn þá
eftirsóttu einkunn. Sigurbjörn Bárðarson sýndi klárinn af stakri prýði.
Sigurvegararnir
yfir níu í úrslitum
Þórður Þorgeirsson og Filma frá Árbæ náðu vel saman og sigldu af ör-
yggi í fyrsta sæti B-flokks.
LÉTTUR og Ljúfur sigur hjá
Ormi frá Dallandi í A-flokki
og glæstur sigur Filmu frá
Reykjavík í B-flokki var
niðurstaðan í gæðingakeppni Fáks
um helgina. Sigur Filmu var nokkuð
óvæntui- ef mið er tekið af forkeppn-
inni þar sem hún var í þriðja sæti og
munaði kringum 0,20 stigum á henni
og þeim Valíant frá Hreggstöðum og
Djákna frá Litla-Dunhaga. En Magn-
ús Arngrímsson, eigandi Filmu sem
sat hana í forkeppninni, lagðist undir
feld að lokinni forkeppni enn með
keim af sigurbragði í munni eftir sig-
urinn í Skautahöllinni í vetur. Magn-
ús mat það svo að frami hryssunnar
skipti meira máli en frami hans sem
knapi og fann því gott tromp í erminni
sem var Þórður Þorgeirsson sá snjalli
knapi. Biðu menn með mikilli eftir-
væntingu í fullnaðardómnum eftir að
sjá þau saman Þórð og Filmu sem
stóðu vel undir vonum. Þórður stýrði
Filmu af öryggi í efsta sætið þótt ekki
munaði miklu, voru með 8,72. Fannst
mörgum sem á horfðu muna of litlu.
Djákni og Sigurbjöm Bárðarson
héldu öðru sætinu með 8,70 en Vali-
ant og Hafliði Halldórsson féllu úr
fyrsta sæti í þriðja með 8,68.
í úrslitum komu yfirburðir Filmu
og Þórðar glöggt í ljós, þau eru efst
fyrir öll atriðin nema brokk þar sem
Djákni er örlítið hærri. Með þessari
írábæru frammistöðu rufu þau m'u
múrinn er þau fengu 9,03 í einkunn og
þar með má telja að Filma og Þórður
séu mjög líkleg til að blanda sér í
toppbaráttuna í keppni B-flokksgæð-
inga á landsmótinu. Vildu ýmsir taka
svo djúpt í árinni og segja að þama
hefðu farið væntanlegir sigurvegarar
en reynslan hefur sýnt að best er að
fullyrða ekki of mikið.
Magnús sagði í samtali við hesta-
þáttinn að hann myndi sjálfur sjá um
þjálfun Filmu til að byrja með en þeg-
ar hægðist um hjá Þórði færi Filma
austur fyrir fjall og hann myndi
föndra við hana fram að landsmóti.
Magnús gat þess að Þórður hefði far-
ið þrisvar eða fjórum sinnum á bak
henni fyrir fullnaðardóminn en hann
væri ótrúlega fljótur að lesa út hross
þannig að hann gæti riðið þeim til
fullra afkasta án þess að tapa nokkru í
fegurð og fasi.
Létt hjá Orminum
Leikurinn var frekar léttur hjá
Ormi frá Dallandi í úrslitum A-flokks.
í fullnaðardómi virtist sem Klakkur
frá Búlandi og Vignir Jónasson ætl-
uðu að veita þeim góða keppni en þeir
vora með frábæra sýningu sem virtist
í fljótu bragði séð vanmetin af dómur-
um. í úrshtum tóku þeir félagar Ath
Guðmundsson og Ormur af öll tví-
mæli um það hvar sigurinn skyldi
hafna og má mikið vera ef þeir eiga
ekki eftir að hampa íyrstu verðlaun-
um í A-flokkskeppni á öðram vett-
vangi síðar í sumar. Meira og betra
jafnvægi virðist komið á gangtegund-
irnar hjá Ormi nú. Hann er ekki alveg
eins glannalega hágengur og hann
var og virðist það gefa honum meira
öryggi. Má til dæmis nefna að skeið-
takturinn hefur styrkst og rýmið
jafnvel að aukast. Það kann kannski
að hljóma undarlega en vera kann að
Ormur hafi verið óþarflega hágengur
þegar hæst lét.
Næmi og fagmennska
Gaman hefur verið að fylgjast með
Klakki og Vigni þessi þrjú ár sem þeir
hafa verið að aðlagast hvor öðram.
Klakkur hefur langt í frá verið auð-
veldur hestur og lengi vel þurfti Vign-
ir að beita mjög sérkennilegu taum-
haldi og ásetu við klárinn á skeiði svo
dæmi sé tekið. Nú hyllfr undir að
klárinn sé að verða fullunninn hjá
Vigni og hefur hann unnið þar gott
starf. Þar hefur næmi hans og sú fag-
mennska sem hann hefur tileinkað
sér skilað honum í það að vera orðinn
einn af þeim allra fremstu í faginu.
Huginn frá Haga og Sigurbjöm
Bárðarson höfnuðu í þriðja sæti 1 úr-
slitum eftir að hafa verið í íjórða sæti í
bæði forkeppni og fullnaðardómi.
Skilaði Huginn sem er aðeins sex
vetra gamall frábærum dagsverkum
þessa síðustu daga því verkefnin hafa
verið ærin og í rauninni mikið afrek
að hann skuli hafa haldið haus í gegn-
um þetta allt. Líklega hefur hann far-
ið upp undir tíu skeiðspretti og eng-
inn þeirra bragðist sem segir mikið
um góðan samstarfsfúsan og gefandi
vilja. Óður frá Brún sem var í öðra
sæti eftir forkeppni átti heldur dapr-
an dag í úrslitum, skeiðið fór að stór-
um hluta forgörðum auk þess sem
Auðunn Kristjánsson var í vandræð-
um með honum við brokkið. Höfnuðu
þeir í neðsta sæti í úrslitum nú en
koma tímar og koma ráð.
Gæðingasveit Fáks verður að
venju sterk á landsmótinu og verða
einhverjir þeirra í baráttunni um
toppsætin. Tíminn fram að móti er ör-
lagaríkur því allt byggist þetta á að
vera með hestana á toppnum á rétt-
um tíma og þjálfa þá rétt að öðra
leyti.
Gæðinga-
keppni Fáks
A-flokkur gæðinga
1. Ormur frá Dallandi, eigandi Gunnar
Dungal, knapi Atli Guðmundsson, 8,92/8,98/
9,04
2. Klakkur frá Búlandi, eigandi og knapi
Vignir Jónasson, 8,66/8,82/8,89
3. Huginn frá Haga, eigandi Ernir K.
Snorrason, knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,57/
8,68/8,66
4. Brynjar frá Árgerði, eigandi og knapi
Sveinn Ragnarsson, /8,54/8,60
5. Stjarni frá Dalsmynni, eigandi og knapi
Ragnar Hinriksson,/8,53/8,54
6. Lilja frá Litla-Kambi, knapi í forkeppni
Vignir Jónasson, kn.: í úrslitum Sigurður V.
Matthíasson, 8,47/8,57/8,52
7. Bylur frá Skáney, eigandi og knapi í for-
keppni Sigurbjöm Bárðarson, kn.: í úrslitum
Gylfi Gunnarsson, 8,59/8,69/8,51
8. Óður frá Brún, knapi Auðunn Kristjáns-
_.gon, 8,77/8,55/7,96
B-flokkur gæðinga
1. Filma frá Árbæ, eigandi Magnús Arn-
grímsson, knapi Þórður Þorgeirsson, 8,53/
8,74/9,03
2. Djákni frá Dunhaga, eigandi og knapi Sig-
urbjörn Bárðarson, 8,69/8,70/8,87
3. Valiant frá Heggsstöðum, eigandi og
"Vknapi Hafliði Halldórsson, 8,72/8,68/8,82
4. Glúmur frá Reykjavík, knapi Ólafur Ás-
geirsson, /8,47/8,57
5. Stóri-Rauður frá Hrútsholti, knapi Leó
Arnarson, 8,51/8,51/8,50
6. Gyllir frá Efri-Brú, eigandi og knapi Sig-
valdi Ægisson, 8,47/8,42/8,47
7. Bjarma frá Árbakka, knapi Róbert Peter-
sen, 8,51/8,46/8,45
8. Brúnhildur frá Borg, eigandi og knapi
Páll B. Hólmarsson, 8,46/8,50/8,43
Ungmenni
1. Matthías Ó. Barðason á Ljóra, 8,51/8,61
2. Árni B. Pálsson á Fjalari, 8,51/8,58
3. Jóna M. Ragnarsdóttir á Þór, 8,52/8,48
4. Þórann Kristjánsdóttir á Þræði, 8,32/8,29
5. Hrefna M. Ómarsdóttir á Hrafnari, 8,30/
8 22
’ 6. Viðar Ingólfsson á Silfra, 8,17/8,17
7. Pétur Ö. Sveinsson á Hrólfi, 8,19/8,10
8. Þórdís E. Gunnarsdóttir á Gyllingu, 8,41/0
Unglingar
1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir á Garpi, 8,72/8,66
2. Sigurþór Sigurðsson á Funa, 8,46/8,41
3. Unnur B. Vilhjálmsdóttir á Roða, 8,50/
8,40
4. Þóra Matthíasdóttir á Gæfu, 8,49/8,32
5. Anna K. Kristinsdóttir á Kolgrímu, 8,31/
8,21
6. Steinar T. Vilhjálmsson á Hrafni, 8,10/
8,20
7. Signý Á. Guðmundsdóttir á Straumi, 8,30/
8,11
8. Harpa Kristinsdóttir á Draupni, 8,10/7,96
Börn
1. Vigdís Matthíasdóttir á Gyðju7,8,40/8,58
2. Valdimar Bergstað, 8,27/8,43
3. Unnur G. Ásgeirsdóttir á Feldi, 8,35/8,40
4. Björn Ástmarsson á Kraka, 8,44/8,35
5. Sara Sigurbjömsdóttir á Húna, 8,62/8,31
6. ívar Ö. Hákonarson á Væng, 8,19/8,27
7. Jón Alojz á Ötli, 8,27/8,13
8. Kristín Magnúsdóttir á Kóng, 8,13/0
Tölt 1. flokkur
1. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blöndu-
ósi, 7,90
2. Gylfi Gunnarsson á Gyðju frá Hólabaki,
7,37
3. Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömluholti,
6,98
4. Sigvaldi Ægisson á Gylli frá Efri-Brú,
6,77
5. Alexander Hrafnkelsson á Krapa frá Mið-
hjáleigu, 6,53
6. Helgi L. Sigmarsson á Breka frá Stokks-
eyri, 6,48
Tölt 2. flokkur
1. Hrafnhildur Guðmundsdóttir á Ögra frá
Vindási, 6,58
2. Jón R. Jónsson á Gormi frá Grímsstöðum,
6,28
3. Guðjón G. Gíslason á Snúð frá Langholti,
6,28
4. Þóra Þrastardóttir á Gjóstu frá Brún, 6,07
5. Róbert Einarsson á Magna frá Búlandi,
5,58
6. Hannes Sigurjónsson á Gjafari, 5,45