Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ERU ÞEIR AÐ FA’ANN?
Morgunblaðið/Stefán Á.Magnússon
Frá veiðivörusýningunni í kvikmyndaverinu Óskari um síðustu
helgi, en að sögn Stefáns Á. Magnússonar sýningarstjóra mættu
þar um 5.000 gestir.
Konungur físk-
anna er mættur
- LAXVEIÐIVERTIÐIN hefst á
fimmtudag í Norðurá í Borgar-
firði. Þar sáust fyrstu laxarnir
fyrir allnokkru síðan, stórir,
bjartir dæmigerðir júnílaxar á
hefðbundnum stað, sem sagt á
Brotinu. Aldrei þessu vant er það
Norðurá ein sem verður opnuð 1.
júní. Þverá og Laxá á Ásum sem
um árabil hafa verið opnaðar
sama dag byrja nú seinna, Þverá
4. júní og Laxá ekki fyrr en 10.
júní. ,
Jón Olafsson, einn leigutaka
Þverár og Kjarrár, sagði í samtali
við Morgunblaðið að mikill hugur
væri í mönnum, fallegt vatn væri í
ánni og bændur hefðu séð máfa
láta ófriðlega á grunnum brotum í
ánni. Það gæti bent til að lax væri
farinn að ganga í ána. Það gæti að
vísu líka bent til að gönguseiði og
hoplaxar væru á ferðinni í gagn-
stæða átt, en ekki má gleyma, að
á meðan netaveiði var og hét í
Hvítá hófst vertíðin ár hvert 20.
maí og var alltaf veiði, stundum
meiri, stundum minni, en alltaf
eitthvað. Það er því nánast ör-
uggt að laxinn er ekki síður geng-
inn í Þverá en Norðurá.
Vel>ekkt
Það er í raun vel þekkt, að laxa-
stofnar Þverár/Kjarrár og Norð-
urár séu snemmgengari heldur
en aðrir stofnar í landinu. Eyþór
Sigmundsson sem hafði Brenn-
una á leigu um árabil, en svo heita
vatnamót Þverár og Hvítár, sagði
eitt sinn að oft og iðulega er hann
og félagar hans fóru í Borgar-
fjörðinn þegar vika var liðin af
maí til að dytta að veiðihúsinu við
Brennuna og gera allt klárt fyrir
sumarið hafi þeir veitt einn eða
tvo nýrunna laxa þegar til stóð að
veiða silung í soðið. Eitt sinn hafi
hann sjálfur, hinn 10. maí, dregið
tvær grálúsugar 12 punda hrygn-
ur.
Montveggur í Nanoq
Veiðivörudeildin í versluninni
Nanoq í Kringlunni hefur tekið
stakkaskiptum í vor og þar er
tekið mið af því hvaða árstími er
genginn í garð. Eitt af því sem
þar verður í sumar, er svokallað-
ur „montveggur“, stór hlaðinn
steinveggur þar sem veiðimönn-
um býðst að hengja myndir af sér
og sínum með afla- og stemm-
ingsmyndir á yfirstandandi ver-
tíð. Ætla veiðimennimir bak við
búðarborðin í Nanoq með þessu
að gera veiðideildina „heimilis-
Iegri“, eins og Leifur deildar-
stjóri komst að orði.
Afar líflegt hefur verið á köfl-
um í Elliðavatni. Þar berja menn
stundum lengi án þess að hreyf-
ing sjáist, en svo er eins og hringt
sé mötuneytisbjöllu og allt verður
vitlaust. Bleikjan hefur verið að
aukast í aflanum og í bestu tilvik-
um hafa menn verið að fá milli 20
og 30 fiska á stöng.
Minnivallalækur stendur alltaf
fyrir sínu. Þar veiddist fyrir
skömmu 11 fiskar sama daginn og
allt vænir fiskar, upp í 8-10 pund,
en flestir 3-4 punda.
Góð bleikjuskot hafa einnig
komið í Brúará, Hólaá og í Þing-
vallavatni og Vífilsstaðavatni. Þá
eru menn byrjaðir að fá ’ann í
Kleifarvatni, einkum og aðallega
syðst í vatninu.
Stórbirtingar veiddust í
Tungulæk í Landbroti um síðustu
helgi, einn 14 punda og annar um
það bil 12 pund. Var þeim smærri
sleppt, enda hafði hann hrygnt
haustið áður þótt hann væri raun-
ar í furðu góðu ásigkomulagi.
Slepptu þeir hrygningu?
Tveir sjóbirtingar sem veidd-
ust í Tungulæk um síðustu helgi
vöktu nokkra athygli. Þeir voru
14 og 9 pund, en það sem á óvart
kom var frábært ásigkomulag
þeirra, þegar reglan segir að full-
orðnir kynþroska fiskar eigi að
vera horslápar á leið til sjávar.
Birtingar þessir voru akfeitir og
silfurbjartir. Hefði verið freist-
andi fyrir veiðimenn að gruna
jafnvel, að þeir væru nýrunnir ef
ekki lægi fyrir sú vitneskja um
þetta foma stórvaxna urriðakyn,
að þegar fullorðinsárum er náð
sleppa einstaklingar tegundar-
innar úr hrygningu svona ár og
ár, eyða þá tíma sínum öllum í að
éta, stækka og fitna. Því er freist-
andi að ætla að þessir fiskar hafi
gengið seint úr sjó í fyrra, mjög
seint, „náttað sig“ í ánni yfir blá-
veturinn og hafi verið á niðurleið
með hrygningarfiskunum og
geldfiskunum.
Laxbirtingar á ferð
Nokkrir svokallaðir laxbirting-
ar hafa veiðst í Tungulæk í vor.
Þetta eru kynlegir fiskar, með
einkennum bæði laxa og urriða.
Þetta eru og ófrjóir fiskar, kyn-
blendingar umræddra tegunda.
Fyrrum ræktuðu eigendur
Tungulækjar fiska þessa í eldis-
kerjum sínum við Hæðarlæk, en
hættu því svo. Vegna þess að fisk-
arnir eru ófrjóir vekur það
nokkra furðu að enn skuli þeim
bregða fyrir, mörgum árum eftir
að ræktun þeirra var hætt.
Þórarinn Kristinsson, einn eig-
enda Tungulækjar, telur að skýr-
ingin sé sú að í Tungulæk sé mik-
ið magn af sjóbirtingi og dálítið af
laxi í bland. Þrengsli séu svo mik-
il á hrygningarstöðum á haustin,
að óhjákvæmilega „blandist eitt-
hvað þegar hrygningarholur eru
nánast hlið við hlið“.
Aldnir
símamenn
leggialand
unair fót
EFTIRLAUNADEILD FIS, Félags
íslenskra símamanna, fer í sína ár-
legu skemmtiferð dagana 4. til 9.
ágúst næstkomandi.
Fyrsta daginn verður ekið um
Kjöl til Akureyrar og gist á Hótel
Eddu. Þijár næstu nætur verður
gist á Hótel Eddu á Stórutjörnum í
Ljósavatnsskarði og farið þaðan út
í Fjörður, Þorgeirsfjörð og Hvala-
vatnsfjörð, um Flateyjardal alveg
út að Skjálfandaflóa og siglt út í
Flatey á Skjálfanda.
Á fimmta degi er ekið úr Eyja-
firði upp í hálendið að Laugafelli,
þar sem Herðubreið og Vatnajökull
blasa við augum, og þaðan niður í
Skagafjörð og gist á Varmahlíð.
Loks verður svo ekið til Reykjavík-
ur á 6. degi.
Hafi aldnir símamenn ekki þegar
fengið bréf frá ferðanefndinni um
þessa ferð eru þeir beðnir að hafa
samband við Sigurð Guðmundsson,
Guðnýju Hjartardóttur eða Ragn-
hildi Guðmundsdóttur ef þeir hafa
áhuga á að koma með, enn eru
nokkur sæti laus.
Sjúkraliðar
vilja endur-
skoðun launa
SJÚKRALIÐAFÉLAG íslands
efndi nýlega til fulltrúaþings þar sem
ályktanir um kjaramál, menntamál
og fleiri málefni sjúkraliða voru sam-
þykktar. í þeim segir meðal annars:
„Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags ís-
lands skorar á fjármála- og heil-
brigðismálaráðherra að þeir í sam-
einingu beiti sér fyrir því að nú þegar
verði teknar upp viðræður við for-
ustu félagsins um endurskoðun á
launum stéttarinnar. Með samning-
um verði leitað leiða til að leiðrétta
þann mikla og vaxandi mun sem er á
launum sjúkraliða og ýmissa ann-
arra heilbrigðisstétta. An aðgerða af
hálfu stjómvalda til úrbóta á kjörum
stéttarinnar, endurskoðim á starfs-
umhverfi hennar og starfsréttindum
er ljóst að sá hópur sjúkraliða sem
hverfur að öðrum störfum mun fara
vaxandi.
Aðgerða er þörf því á sama tíma og
sjúkraliðar hverfa af vettvangi fer
þeim stöðugt fækkandi sem hefja
nám á sjúkraliðabraut fjölbrauta- og
verkmenntaskólanna."
Þá varar þingið stjómvöld við
þeirri þróun að málefnum heilbrigð-
isþjónustunnar sé ekki sinnt sem
skyldi, á sama tíma og þörf fyrir
þjónustu við sjúka, aldraða og ör-
yrkja fari stöðugt vaxandi. „Ná-
grannaþjóðir okkar hafa gripið til
viðeigandi ráðstafana m.a. með end-
urskipulagi á menntun heilbrigðis-
stétta og breyttu verksviði. Að öðr-
um kosti sáu þær fram á að grípa
þyrfti til þeirra óyndisúrræða að
flytja aldraða og öryrkja úr landi til
að tryggja viðunandi umönnun, í
löndum þar sem er viðvarandi at-
vinnuleysi og af þeirri ástæðu er
hægt að fá fólk í umönnun.
Utboð á byggingu elliheimila og
annarri þjónustu við aldraða kann
ekki góðri lukku að stýra, með því er
verið að hverfa til gamalla úrræða
sveitarstjóma, sem buðu út fram-
færslu aldraðra og ómaga. Reynsla
annarra þjóða af slfloim útboðum á
þjónustu aldraðra ætti að vera
stjómvöldum víti til vamaðar."
Áhersla á þjálfun
trúnaðarmanna
„Fulltrúaþins SLFÍ lýsir yfir
ánægju sinni með aukna áherslu á
fræðslu og þjálfum trúnaðarmanna
félagsins og hvetur til þess að haldið
verði áfram á sömu braut. Það er
augljós þróun að hlutverk trúnaðar-
manna á eftir að breytast vemlega
og vaxa m.t.t. þeirrar steftiumörkun-
ar stjórnvalda að flytja samningsrétt
launþega og túlkun gerðra kjara-
samninga, út á einstaka vinnustaði.
Þingið ræddi menntun stéttarinn-
ar og telur ástæðu til að þakka þeim
skólum sem að málinu hafa staðið,
fyrir markviss og skynsamleg störf.
Hvetja þingfulltrúar forustu félags-
ins til að halda áfram á sömu braut í
samráði við viðkomandi skóla um
fjölþætt framhaldsnám og námskeið
í sem flestum greinum. Lögð er
áhersla á að reynt verði að efla fjar-
nám eins og kostur er svo sjúkralið-
um í hinum dreifðari byggðum lands-
ins gefist kostur á að viðhalda
menntun sinni.
Fulltrúaþing sjúkraliða skorar á
heilbrigðisráðherra og menntamála-
ráðherra að þeir í sameiningu hraði
framkvæmd og skipulagningu eins
árs viðbótanáms sjúkraliða, sem veiti
þeim réttindi til aukins sjálfstæðis og
til starfs á fleiri sviðum heilbrigðis-
þjónustunnar. Þingið leggur áherslu
á að málinu verði hraðað og sjúkra-
liðum gefist kostur á að innrita sig í
umrætt nám á komandi hausti."
Þá er lýst yfir áhyggjum vegna
skorts á menntuðu starfsfólki til
starfa við heilbrigðisþjónustuna.
„Neikvæð umræða um störfin, af-
komuna, starfsumhverfið, stöðug
kjarabarátta og aðrar uppákomur
sem eru afleiðingar af niðurskurði
svo og lokun deilda, tililutningur á
starfsmönnum, vistfóflti og sjúkling-
um hefur valdið heilbrigðisþjónust-
unni óbætanlegu tjóni. Þingið leggur
áherslu á að stjómvöld taki þjónust-
una til gagngerðrar endurskoðunar,
með það að leiðarijósi að gera hana
markvissari, ánægjulegri og árang-
mrsríkari, með réttindi og líðan sjúkl-
inga og annarra sem hennar eiga að
njóta í öndvegi."
Mótmæla skóla-
gjöldum í há-
skólanum
STJÓRN Ungra jafnaðarmanna hef-
ur sent frá sér eftirfarandi ályktun:
„Stjóm Ungra jafnaðarmanna
harmar þá ákvörðun Háskóla Is-
lands að taka upp skólagjöld við
MBA nám. Þarna er um skýrt lög-
brot að ræða þar sem bannað er með
lögum að innheimta skólagjöld við
Háskóla íslands. Hins vegar er
heimilt að innheimta skólagjöld af
endurmenntun. Háskólinn teygir þá
lagaheimild og flokkar MBA námið
sem endurmenntun, þó að um hreint
meistaranám sé að ræða.
Á íslandi er skýrt kveðið á um það
í lögum að bæði gmnn- og fram-
haldsnám skuli vera án skólagjalda.
MBA er mastersgráða og því er fúll-
komlega eðlilegt að það sé án skóla-
gjalda. Háskóla íslands ber að fara
að lögum. Ef fara á að taka upp
skólagjöld í framhaldsnámi er það
Alþingis að ákveða það ekki Háskóla
Islands, sem með þessari ákvörðun
er klárlega að bijóta landslög.
Þama er um að ræða hreina aðför
að því jafnrétti til náms sem brýnt er
að tryggja á íslandi. Menntakerfið
er jöfnunartæki framtíðarinnar og í
gegnum það tryggjum við öllum
þegnum landsins jafna möguleika í
lífinu. Það vígi má aldrei falla. Aug-
Ijóst er að menntastefna Sjálfstæðis-
flokksins hefur brugðist hrapalega.
Menntakerfið hefur verið svelt til
tjóns og því er brugðið á það örþrifa-
ráð að velta kostnaðinum af mennt-
uninni í æ ríkara mæli yfir á nem-
endur.“
Afmæliskaffí
í Thorvald-
sensbasar
HINN 1. júní 1901 var Thorvald-
sensbasar opnaður í Austurstræti 6.
Fjórum árum síðar keypti Thor-
valdsensfélagið húseignina Veltu-
sund 3 sem nú er Austurstræti 4. Þar
er verslun félagsins, Thorvaldsens-
basar, enn í dag.
Frá fyrstu tíð hafa íslenskar vör-
ur, og þá helst íslenskt handverk,
verið stolt verslunarinnar, segir í
fréttatilkynningu.
I tilefni afmælisins bjóða félags-
konur upp á kaffi og pönnukökur í
versluninni frá kl. 10-17. Allir eru
velkomnir.
Fundur um
kynþáttafor-
dóma á Islandi
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna heldur opinn fund um jafn-
réttismál sem ber yfirskriftina:
„Kynþáttafordómar á íslandi?“
Fundurinn verður haldinn í dag,
þriðjudaginn 30. maí, kl. 17:30 á
efri hæð Sólons íslanduss og er öll-
um opinn.
Þetta er fjórði og síðasti fundur í
fundaröð SUS um jafnréttismál
sem hefur verið í vetur og borið yf-
irskriftina „Með réttlæti gegn
ranglæti."
Framsögumenn á fundinum
verða Ásta Möller alþingismaður,
Hafsteinn Þór Hauksson, laganemi
og stjórnarmaður í SUS, og Tosh-
iki Toma, prestur innflytjenda á
Biskupsstofu.
Fundarstjóri verður Margrét
Leósdóttir, stjórnarmaður í Heim-
dalli.
Allir eru velkomnir.
Fagna flutningi
RARIK til
Akureyrar
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt í bæjarstjórn Siglufjarð-
ar þann 18. maí s.l.
„Bæjarstjórn Siglufjarðar fagn-
ar og lýsir yfir eindregnum stuðn-
ingi við framkomnar hugmyndir
ríkisvaldsins um flutning höfuð-
stöðva RARIK til Akureyrar. Styð-
ur bæjarstjórn heilshugar flutning
stofnana ríkisins út á land ásamt
því að nýjum stonunum verði frem-
ur valinn staður á landsbyggðinni
en á höfuðborgarsvæðinu. Ákvarð-
anir í þessa veru eru skýr merki
þess að ríkisstjórnin hyggist fylgja
eftir stefnumiðum sínum í byggða-
málum. Uppbygging sem þessi á
landsbyggðinni stuðlar að öflugu
mótvægi við þá byggðaröskun sem
átt hefur sér stað og allir eru sam-
mála að taka þurfi á.“