Morgunblaðið - 09.07.2000, Qupperneq 1
155. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Konur í Portadown á leið heim eftir innkaup dagsins. Hersveitir eru í mikilli viðbragðsstöðu vegna ofbeldisað-
gerða við Drumcree á N-írlandi undanfarna daga.
Mikill viðbúnaður
við Drumcree
Portadown. Morgunblaðið.
LIÐSMENN breska hersins voru í
gærmorgun að leggja lokahönd á við-
búnað sinn við Drumcree-kirkju í
bænum Portadown á Norður-írlandi
en reiknað er með að í odda skerist
þar í dag vegna ákvörðunar yfirvalda
að banna göngu Óraníureglunnar í
gegnum hverfi kaþólskra í nágrenn-
inu. Allar tilraunir til að miðla málum
í deilunni hafa reynst árangurslausar
og áttu menn von á því að meðlimir
Óraníureglunnar kæmu mótmælum
sínum vegna bannsins kröftuglega á
framfæri í dag, og jafnvel að til átaka
kæmi.
Allt var rólegt í Portadown á föstu-
dagskvöld en á laugardagskvöld átti
að halda brennu í einu hverfa bæjar-
ins og voru öiyggissveitimar við öllu
búnar þess vegna.
Ganga Óraníureglunnar hefst í
miðbæ Portadown kl. 10 í dag, sunnu-
dag, og halda Óraníumenn sem leið
liggur upp að Drumcree-kirkju þar
sem hlýtt verður á messu. Að því
loknu höfðu þeir hugsað sér að halda
göngu sinni áfram niður Garvaghy-
veginn, þar sem búa nánast eingöngu
kaþólikkar, en ljóst er að af því verður
ekki því öryggissveitimar hafa komið
fyrir víggirtum vegg og standa her-
menn gráir fyrir jámum við vegginn
og hyggjast vama Óraníumönnum
vegar líkt og undanfarin þrjú ár.
Hafa hermenn m.a. plægt upp tún
sem stendur kirkjunnar megin við
víggarðinn til að gera mótmælendum
erfitt fyrir að standa fyrir óeirðum og
gaddavír hefur einnig verið komið
fyrir til að vama mönnum vegar. Þá
sáust hersveitir æfa viðbrögð við
áhlaupi um hádegisbil í gær.
Eins og undanfarin sex ár hefur
mikil deila staðið um þessa göngu Ór-
aníumanna en íbúar Garvaghy-vegar-
ins hafa komið þeim skilaboðum á
framfæri að þeir vilji ekki að Óraníu-
menn gangi fylktu liði í gegnum
hverfi þeirra. Var það niðurstaða sér-
stakrar göngunefndar bresku stjóm-
arinnar að Óraníureglan yrði að hlíta
þessum vilja íbúanna, Óraníumönn-
um og mótmælendum á Norður-ír-
landi almennt til mikillar óánægju en
þeir telja brotið á rétti sínum til að
halda 1 heiðri forna siði sína og venjur.
Pauls Watsons ekki
óskað í Færeyjum
Þórshöfn. Morgunblaðið.
„PAULS Watsons er ekki óskað í
Færeyjum. Hann fær ekki land-
vistarleyfi í nokkra Norðurland-
anna án sérstakrar undanþágu.
Og hana fær hann ekki frá okkur,“
sagði lögreglustjóri Færeyja, á
föstudag eftir að flaggskip Sea
Shepherd-samtakanna, Ocean
Warrior, kom til eyjanna til að
hindra grindhvaladráp en skipið
mun halda sig þar í sumar. Vilja
Færeyingar koma í veg fyrir
árekstra og segja hvalfangarar að
Færeyingar megi ekki láta slíkt
eftir honum. Atök séu hans ær og
kýr en slíkt „viljum við fyrir alla
muni koma í veg fyrir“. Fylgjast
lögregluyfirvöld og danska land-
helgisgæslan grannt með ferðum
Watsons.
Eldflaugatilraun
Bandaríkja-
manna mistókst
AP
Eldflaug bandaríska hersins var skotið á loft
frá Vanderberg-herstöð flugflotans í Kalíforn-
íu um klukkan 4, aðfaranótt laugardags, að ís-
lenskum tíma.
Washington. AP, AFP, Reuters
ELDFLAUGATIL-
RAUN sú sem Banda-
ríkjastjórn stóð að í
gær mistókst er vam-
arflaug náði ekki að
granda eldflaug sem
skotið hafði verið á loft
frá Vanderberg-her-
stöð bandaríska flug-
flotans í Kalífomíu. Til-
raunarinnar hafði verið
beðið með eftirvænt-
ingu víða enda voru nið-
urstöður hennar taldar
verða vísbending um
það hvort Bandaríkja-
stjóm léti verða af
framkvæmdum við hið
umdeilda eldflauga-
vamakerfi sem fyrirhugað er að
reisa.
Embættismenn vamarmálai-áðu-
neytis Bandaríkjanna sögðu í gær að
flugskeyti, sem leitar uppi óvinaeld-
flaugar og var áfast vamarflauginni
hefði ekki náð að losna frá henni, eins
og til stóð, og því hefði eldflaugin get-
að haldið áfram að skotmariá sínu ó-
áreitt. „Við komumst ekki í veg fyrir
eldflaugina eins og við bjuggumst við
í kvöld,“ sagði Ronald Kadish, undir-
hershöfðingi í bandaríska flughem-
um, við fréttamenn aðfaranótt laugar-
dags. „Við erum vonsviknir yfir því.“
Mistökin era talin vera mikið áfall
fyrir hörðustu stuðningsmenn eld-
flaugavamaáætlunar Bandaríkjahers
en í vikunni sem leið höfðu fyrirætlan-
ir ríkisstjómar Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta verið harðlega gagn-
rýndar af sumum stuðningsmönnum
stjómarinnar sem og andstæðingum
hennar sem segja að áætlunin muni
aldrei geta virkað. Clinton mun taka
um það ákvörðun síðar á árinu hvort
haldið verði áfram á sömu braut, að
undangengnu mati vamarmálaráðu-
neytisins á meginforsendum slíks
kerfis, þ.m.t. tilrauninni í gær.
Vladimír Yakolev, hershöfðingi í
rússneska hemum sem ákaft hefur
gagnrýnt fyrirætlanir Bandaríkja-
manna, sagði í viðtali við AP í gær að
niðurstöður tilraunarinnar sýndu að
áætlanir Bandaríkjastjómar gætu
ekki virkað. „Samkvæmt núverandi
hönnun getur eldflaugavarnakerfið
ekki varið bandarískt landsvæði og
tilraunir til að reisa slíkt kerfi munu
verða innantómur og tilgangslaus
fjáraustur."
Pútín ávarpar rússneska þingið
Sterkt o g miðstýrt
ríki eina vonin
Moskvu. Reuters.
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, ávarpaði í fyrsta sinn báðar
deildir rússneska þingsins í gær og
lagði áherslu á að sterkt og miðstýrt
ríki væri eina færa leiðin til að koma
Rússlandi úr þeim þrengingum sem
hafa hrjáð landið á undanförnum ár-
um. Hét hann „nýjum sáttmála“ við
aðþrengda rússneska þjóð og sagðist
mundu gera allt sem í hans valdi
stæði til að kollvarpa „einræði
skuggaviðskiptanna" sem plagað
hafa landsmenn undanfarin misseri.
„Aðeins sterkt ríki - eða skilvirkt
ef fólki mislíkar orðið sterkt - og lýð-
ræðislegt ríki getur varið lýðræðis-
leg réttindi þegnanna,“ sagði Pútín.
Þá sagði Pútín í ávarpi sínu að
Rússum væri óðum að fækka og
lagði hann mikla áherslu á þá vá.
Sagði hann þingmönnum að Rússum
hefði fækkað um 750.000 árlega síð-
ustu ár og að þeirri þróun yrði að
snúa við. „Ef þetta heldur svo fram
sem horfir er sjálfur lífvænleiki þjóð-
arinnar í hættu,“ sagði Pútín í ávarpi
sínu. Mæltist ávarp Pútíns afar vel
fyrir meðal þingmanna sem á áram
áður skutu háðsglósum að Borís
Jeltsín, fyrirrennara Pútíns í starfi,
við sama tækifæri. „Þegar Jeltsín
tók til máls lá hálfur salurinn í
hlátri,“ sagði Vasilý Shandýbin,
varaformaður kommúnistaflokksins
í gær. „Nú, í fyrsta sinn, lagði ég í
raun við hlustir."