Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 18
öldAjaMUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ
í í OOtíSí Li Ii. .<! íi'i;)AG' I'AV.1J
18 SUNNUDAGUR 9. JULI2000
LISTIR
Nýjar svn-
ingar í Ar-
bæjarsafni
TVÆR sýningar verða opnaðar í Ár-
bæjarsafni á íslenska safnadeginum í
dag.sunnudaginn 9. júlí. í húsinu
Líkn hefur verið sett upp sýning á
húsmunum frá Laufásvegi 43 sem
um langa hríð var heimili Vigfúsar
Guðmundssonar búfræðings frá
Engey og konu hans Sigríðar Hall-
dórsdóttur.
Á safnsvæðinu hefur einnig verið
sett upp bílaverkstæði frá fyrri hluta
20. aldar í samvinnu við Bíliðnafélag-
ið - Félag blikksmiða og til sýnis
þennan sunnudag verða gamlir bílar
á vegum Fornbílaklúbbs íslands.
Guðrún Jónsdóttir, formaður menn-
ingarmálanefndar Reykjavíkur, opn-
ar sýningarnar kl. 14 og býður jafn-
framt velkominn til starfa nýjan
borgarminjavörð, Guðnýju Gerði
Gunnarsdóttur.
Kaffiveitingar verða seldar í Dill-
onshúsi og handverksfólk verður að
störfum í hinum ýmsu húsum safns-
ins.
---------------
Píanóleikari
frá Georgíu
MARINA Nadiradze píanóleikari
heldur tónleika í Hásölum, Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar, í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir
eru í tengslum við smiðju (master-
class) hjá Philip Jenkins sem nú
stendur yfir í sumarskóla Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar.
Marina Nadiradze fæddist í Tbílísí
í Georgíu árið 1978. Eftir nám hjá V.
Svanidze lærði hún hjá T. Amirejibi í
Konservataroíinu í Tbílísí. Hún er nú
nemandi hjá Philip Jenkins í Glas-
gow. Hún hefur hlotið fjölmargar
viðurkenningar og unnið margar
keppnir. Marina hefur haldið tón-
leika víða um heim og mun á árinu
halda tónleika í London, Halifax og
Glasgow þar sem hún leikur píanó-
konsert númer tvö eftir Sergei
Rachmaninov.
Á tónleikunum í kvöld leikur Mar-
ina verk eftir Scarlatti, Mozart,
Debussy, Chopin, Schumann og Pro-
kofieff.
---------------
Kynning á
bókum í Sí-
vertsenshúsi
í TILEFNI af safnadeginum í dag,
sunnudag, kynna þeir félagar Öm
Hrafnkelsson og Þorfinnur Skúlason
í Sívertsenshúsi við Vesturgötuna
bækur sem Söguspekingastiftið
Hafnarfirði hefur gefið út á undan-
fömum ámm. Það 'eru bækurnar
Einfalt matreiðsluvasakver fyrir
heldri manna húsfreyjur eftir Mörtu
Maríu Stephensen og Uppkast til
forsagna um brúðkaupssiðu hér á
landi eftir Eggert Ólafsson.
Á torgi Bjarna riddara mun lista-
hópur Vinnuskóla Hafnarfjarðar
vera með leikþátt kl. 14 og 16. í
Siggubæ við Kirkjuveginn verður
tekið á móti gestum og með lifandi
frásögn munu gestir upplifa anda lið-
ins tíma og fá að kynnast sögu þeirra
sem bjuggu í húsinu. Gamla
vélsmiðjan, Strandgötu 50, hýsir nú
bæði Byggðasafn Hafnarfjarðar og
Vestnorræna menningarsetrið. I
Smiðjunni em tvær sýningar, Þann-
ig var ... Sögu- og minjasýning og
vaxmyndasýningin Þeir settu svip á
söguna. Leiðsögumenn klæðast ís-
lenskum búningum frá hinum ýmsu
tímum. Á Sjóminjasafni íslands em
svipmyndir frá sjávarsíðunni, mál-
verkasýning Jóns Gunnarssonar.
AJdraðir sjómenn sýna handbrögð
við sjómennsku. Harmónikkuleikur.
Landhelgisbáturinn Ingjaldur, mun-
ir tengdir sjósókn . Leiðsögn kl. 15.
Opiðfráki. 13-17.
André Petitjean: Skyndimynd um miðnætti, 1893.
FYRSTU LJÓSMYNDIRNAR
LIST OG
HÖMUN
H a I n a r b o r g
LJÓSMYNDIR / BÓK
FRANSKIR LJÓS-
MYNDARAR Á
ÍSLANDI 1845-1900.
ÞJÓÐMINJASAFN
ÍSLANDS /ÆSA SIGUR-
JÓNSDÓTTIR
Opið alla daga frá 12-18.
Lokað þriðjudaga.
Til 28. júlí. Aðgangur 300 krónur
í allt húsið.
Bók 3.420 krónur.
HAFNARBORG býður gestum
og gangandi uppá einstæðan menn-
ingar- og listviðburð næstu vikumar
i formi sýningar á fyrstu ljósmynd-
unum sem teknar voru á landi hér.
Eðlilega vom hér að verki franskir
menn í ljósi þess hve stíft þeir sóttu á
íslandsmið, og í kjölfarið fylgdu
ýmsir hliðarframníngar til að greiða
fyrir fiskveiðunum sem og hvers
konar rannsóknum. Og hvort sem í
hlut áttu rannsókna- eða herskip
vom jafnaðarlega með í för mynd-
listarmenn og drátthagar til sjón-
rænnar skjalfestingar umhverfisins
og hvers konar fyrirbæra, enda
ómissandi þáttur allra rannsókna
jafnt á landi sem í sjó. Með uppgötv-
un ljósmyndatækninnar sem skeði í
Frakklandi 1839, sem allir innvígðir
vita, var rökrétt að hún tæki smám
saman við af myndlistarmönnunum
og í þeim meira mæli sem hún varð
auðveldari viðfangs. Eðlilega varð
ljósmyndun svo er fram liðu stundir
hluti af námi yfirmanna og er leið að
aldamótum höfðu ýmsar flotastöðvar
yfir að ráða ljósmyndaverkstæðum
og voru liðsforingjar hvattir til að
hagnýta sér þau.
Ljósmyndatæknin var enn sem
komið var afar flókið ferli þá fyrstu
myndimar voru teknar hér á landi
og er afar merkiiegt að ekki liðu
nema sex ár frá því fyrsta ljósmynd-
in birtist mannsauganu að franskur
vísindamaður A. Des Cloizaux að
nafni, var farinn að taka myndir á
íslandi. Þetta segir okkur betur en
nokkur orð af hinum mikla áhuga
sem hin nýja tækni hefur vakið með-
al vísindamanna, enda innibar hún
ótakmarkaða nýja möguleika til
rannsókna á hinum aðskiljanlegustu
fyrirbærum. Það var svo annað sem
Cloizaux uppgötvaði, sem var hin
tæra birta og skýru ljósbrigði á ís-
landi, sem gerði það jafnvel mögu-
legt að koma við hinni flóknu og
frumstæðu tækni í rigningu, sem
H.P. Lancelin: Suðurströnd Dýrafjarðar 1892.
Franski steindafræðingurinn,
A. Des Cloizeaux, sem tók fyrstu
myndimar á Islandi.
hann stórfurðaði sig á. Cloizaux virð-
ist eftir öllum sólarmerkjum hafa
verið mjög upptekin af ljósmyndinni
í þessari fyrstu för sinni til landsins,
en hann var þá aðeins 28 ára, og
markmiðið með vísindaleiðangrinum
sem hann tók þátt í var að rannsaka
silfurberg á Áustfjörðum og taka
sem mest af sýnishornum með til
Frakklands. Hann var nýútskrifaður
steindafræðingur og átti eftir að
verða heimskunnur frumkvöðull í
rannsóknum í ljós-, steinda- og krist-
allafræði.
Með hliðsjón af áhuga Cloizaux og
atorku við ljósmyndatökuna, svo
sem heimildir vitna um, er það meiri
háttar slys, að einungis tvær mynda
hans hafa varðveist svo vitað er, en
lengi má halda í þá von að fleiri eigi
eftir að koma í leitirnar, því hér er
um að ræða fyrstu milliliðalausu
sjónrænu heimildir í íslenzkri sögu
og vægi þeirra eftir því. Myndlistar-
menn álfunnar höfðu með öllum sín-
um tólum og.tækjum, sjónglerjum
og speglum komist mjög nærri því
að endurgera fyrirbæri náttúrunnar,
og því kannski ekki nema tímaspurs-
mál hvenær mögulegt yrði að taka
hér sannverðugar eftirgerðir, eins
konar sjónræn afþrykk, sem og kom
á daginn. Þeir höfðu um aldir verið
uppteknir af sömu lögmálum birtu
og skugga og eru grunnur ljós-
myndatækninnar, hér þurfti einung-
is skapandi hugkvæmni efna- og ljós-
fræðinga að koma til. Að það skyldi
takast fór og saman við framfarir á
þeim sviðum og grunnur var lagður
að iðnbyltingunni, jafnframt breyttu
framfarir í efnafræði myndlistinni
svo um munaði nokkrum áratugum
seinna með tilkomu kemískra lita.
Ljósmyndin er þannig í eðli sínu
náskyld myndlistinni og hin mikla
áhersla sem fyrstu ljósmyndararnir
lögðu á byggingarlegu hlið ljós-
myndatökunnar eðlilegasta mál und-
ir sólinni, einnig ástæða þess að
margar af hinum fyrstu ljósmyndum
bera svip af málverkum. Sjónreynsla
tímanna var einfaldlega sótt í mynd-
listina og þessvegna gengu menn út
frá þeirri lifun við myndatökurnar.
Þetta gerir líka að verkum, að ljós-
myndin varð í upphafi að eins konar
framlengingu málverksins og hefur
þannig vægi við hlið þess, hinar
bestu ljósyndir tímanna þannig lista-
verk. Það er þannig jafn eðiilegt að
ýmsir núlistamenn hafa tekið gömlu
aðferðirnar upp á arma sína eins og
sjá hefur mátt á sýningum víða um
heim á undanförnum áatugum.
Þetta ber að hafa í huga við skoð-
un sýningarinnar í Hafnarborg, að
myndirnar eru endurvarp sjón-
reynslu þeirra sem tóku þær og
þessvegna svo fjári athyglisverðar
margar hverjar, einnig langt út fyrir
heimildagildið. Fyrir okkur er heim-
ildagildið auðvitað mikilvægast, í
öllu falli það sem vekur mestu for-
vitnina, en hér er komin skýringin á
því af hveiju seinni tíma ljósmyndir
með hundraðfalt fullkomnari tækj-
um eru svo miklu ómyndrænni. Rof
kom á sjónreynsluna sem varð al-
mennt mun óburðugari eftir því sem
iðnbyltingin varð algerari, tilfinning-
unni fyrir fagurfræðinni hrakaði
með fjöldaframleiðslunni, sem menn
urðu fljótlega varir, sbr. baráttu
William Morris fyrir endurheimt
fagurfræðilegra gilda.
Sjónreynsla hvers og eins er af-
gerandi þáttur í sýn hans á mynd-
heim nútíðar og þannig horfir nú-
tímamaðurinn skiljanlega með
öðrum augum á þessar gömlu mynd-
ir en samtíð þeirra, saknar trúlega
glæsimyndatöku og yfirburðatækni
seinni tíma. En þetta gefur nútíma-
manninum einmitt tækifæri til að
læra að þekkja og minnast við nútím-
ann gegnum fortíðina, þó síður með
því að þvinga fortíðinni á nútímann
með skilyrðum hans, óvægum mark-
aðs- og gervilögmálum.
Hvað sem öðru líður veita þessar
myndir samtímanum aðgang að
heimi ekki svo mjög fjarlægrar for-
tíðar, sem mörgum er harðlokuð bók
en afar hollt er að gefa gaum. Þannig
hafði verið umhorfs um aldir og
þetta er arfur kynslóðanna, lífið sem
þær skiluðu til okkai-, áður en hrað-
inn kom til sögunnar, jafnframt
fyrsta og upprunalegasta myndbirt-
ing landsins og fólksins sem byggði
það.
Þetta er sýning sem kemur Is-
lendingum mikið við, einnig íslenzki’i
list því sumar þeirra hafa mikið
sögulegt gildi þótt teknar séu af er-
lendum mönnum og ættu heima á
Listasafni íslands. I tilefni sýningar-
innar hefur verið gefin út bók, ísland
í sjónmáli, sem Æsa Sigurjónsdóttir
hefur tekið saman og sem ætti að
vera ómissandi á hverju heimili, í
öllu falli í höndum hvers þess sem
annt er um uppruna sinn. Mjög er
vandað til hennar yst sem innst, út-
gefandi er JPV forlagið í samvinnu
við Þjóðminjasafn íslands, hún er
136 síður og í stóru broti, prýdd
fjölda mynda auk skilvirks texta á ís-
lenzku, og franskri þýðingu höfund-
ar.
Bragi Ásgeirsson