Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 22

Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 22
22 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Þad er mun meiri samkeppni í snakki en poppi og má segja að neyð- arástand verði ef poppið vantar í verslanirnar. í rauninni má segja að poppið sé vagn- inn sem dragi snakkið áfram.“ að velja og hafna hvað er framleitt." Markaðshlutdeild Iðnmarks á naslmarkaðnum er um 25% þegar bæði popp og nasl er tekið saman. Samtals er búið að framleiða 10 milljónir poka af hvorutveggju á síð- astliðnum 12 árum. „Það er mun meiri samkeppni í snakki en poppi og má segja að neyðarástand verði ef poppið vantar í verslanirnar. I rauninni er poppið vagninn, sem dregur snakkið áfram,“ segir Dag- bjartur. Viðskiptaumhverfið gott Hann segist ekki geta kvartað undan viðskiptaumhverfi lítilla iðn- fyrirtækja eins og málum sé nú hátt- að. „Við gengum strax í Félag ís- lenskra iðnrekenda, sem nú heita Samtök iðnaðarins. Ef slík samtök væru ekki til staðar efast ég um að lítil iðnfyrirtæki væru við lýði. Það þýðir lítið fyrir einstaklinga að tala við stofnanir heldur verða samtök að gera það og þau hafa staðið sig vel. Sem dæmi um það sem samtökin hafa fengið áorkað, er að við greið- um ekki tolla af hráefninu, þó tollur sé af innfluttu snakki eins og við framleiðum. Einnig var vörugjald, 20 krónur á kíló, fellt niður 1. júlí síð- astliðinn, bæði á innflutta og inn- lenda snakkið. Eg ætla þó að halda þeim 1-2 krónum sem kostnaður lækkar við hvern poka, enda höfum við haldið verðinu óbreyttu síðustu fímm árin. Þegar við byrjuðum á framleiðslunni var þýska markið 36 krónur en fór smám saman upp í 45 krónur. Nú er það aftur komið niður í 36 krónur. Að vísu kemur á móti að annar rekstrarkostnaður hefur hækkað eins og rafmagn, bensín og fleira, en ég er sannfærður um að hefðu menn í þessari grein kunnað sér hóf í verð- lagningu á snakkinu væri verðbólg- an í þessum geira engin. Nú á að fara að rannsaka tildrög hækkunar á matvöru á vegum for- sætisráðuneytisins. Rannsóknar- nefndinni er velkomið að koma til okkar og skoða alla pappíra. Þeir munu komast að því að engin ástæða hefur verið að hækka verðið. “ Karamellupopp væntanlegt Dagbjartur segir að stöðugt verði að huga að vöruþróun og oft fæðist ýmsar hugmyndir á vörusýningum erlendis. Hins vegar séu neytendur íhaldssamir og vilji helst nasl með kryddi sem er á markaðnum fyrir. Nýjasta afurðin er Partýmix, sem kom á markað í fyrra og lofar góðu. Hann segir að neytendur séu tilbún- ir að prófa nýjar vörur og það skýr- ist á örfáum vikum, hvort þeir taka henni fegins hendi eða hafna henni. Dagbjartur tekur einnig fram að sig hafi alltaf langað til að fara aftur út í framleiðslu á karamellupoppi, því það sé verulega gott. „Þegar við framleiddum karamellupoppið á sín- um tíma var það í bernsku fyrirtækisins og þekkingin ekki ýkja mikil. Poppið var þróað í samvinnu við Iðntæknistofnun en reyndist allt- of sætt. Nú veit ég mun meira um allt sem snýr að poppi og þekki bet- ur inn á tækin. Áður var karamellan blönduð poppinu handvirkt en nú yrði það gert með vélum. Það sem hefur einnig ýtt á mig, er að undanfarin tvö ár hafa nemendur í Tækniskóla Islands unnið að vöru- þróunarverkefni fyrir okkur. Nið- urstaða þeirra er að það sé hag- kvæmt að hefja framleiðsluna aftur. Ég er þvi tilbúinn til að hefja framleiðslu á karamellupoppi að nýju þegar við erum flutt í nýja hús- ið.“ Morgunblaðið/Jim Smart OS TAPOPPIÐ VINSÆLAST að flytja poppið út. Það féll því um sjálft sig.“ Nokkrum árum síðar stofnaði hann fyrirtæki í félagi við aðra, sem framleiða átti popp fyrir Evrópu- markað. „Islendingar áttu 45% í fyr- irtækinu en Hollendingar 55%. Hug- myndin var sú, að við myndum framleiða vöruna hér og var það gert í fyrstu, en síðan kröfðust Hollend- ingamir þess að sett yrði upp verk- smiðja þar í landi. Það var gert, en þegar farið var fram á aukið fjár- magn, að mínu mati vegna þess að yfírbyggingin var orðin of mikil, þá drógum við okkur út úr rekstrinum." Hér á landi jókst poppsalan hins vegar jafnt og þétt. Fyrsta mánuð- inn seldust 48.000 pokar en nú selj- ast um 80.000 popp- og snakkpokar á mánuði. „Ástæðan fyrir því að við stöndum þetta vel að vígi er meðal annars sú, að við tókum þá ákvörðun strax í upphafi að þjónusta seljend- urna vel. Við komum við hjá þeim einu sinni í viku á Stór-Reykjavíkur- svæðinu en á 2-3 vikna fresti úti á landi. Þessi nánu tengsl eru gríðar- lega mikilvæg og eins að sinna ekki bara stóru aðilunum heldur einnig þeim sem hafa lítil umsvif. Við vor- um til dæmis með umboðsmann úti á landi, þar sem salan gekk ekki nógu vel að okkar mati. Við sendum sölu- mann á staðinn og á tveimur mánuð- um varð salan eins og heilsárs sala áður.“ Poppið dregur naslið áfram I ljós kom að vélarnar fyrir popp- framleiðslu geta einnig hentað nasl- framleiðslu vel og fannst feðgunum það þess virði að prófa hana. Dag- bjartur bendir þó á, að alltaf sé erfitt að koma inn á markað, þar sem var- an er fyrir eins og átti við um naslið. Hann tekur fram að þrátt fyrir það sé samkeppni af hinu góða, því um svipað leyti og þeir voru að velta naslframleiðslunni fyrir sér hafi komið nýtt tilbúið popp á markað- inn, sem Kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ framleiddi. „Ég veit ekki hvort þeir höfðu heyrt af naslhug- myndum okkar. Afla vega ýtti sam- keppnin við okkur um að fara út í framleiðsluna og haustið 1991 sett- um við laukhringi og paprikustjörn- ur á markað. Paprikustjömurnar eru ennþá söluhæsta snakkið okkar en við emm hættir framleiðslunni á laukhringjunum. Síðan þá höfum við framleitt um 20 gerðir af snakki, en þar sem maður fær ekki hillupláss nema fyrir tíu tegundir verður alltaf vmaapn/iaviNNuuF Á SUIMIMUDEGI Dagbjartur Björnsson fæddist 26.2.1944 í Reykjavík. Eftir gagn- fræðapróf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni fór hann í Iðnskól- ann í Reykjavík og lauk prófi í bílasmíði árið 1967. Þá hóf hann störf hjá Sól hf., fyrst sem verksmiðjustjóri og síðar sem fram- leiðslusfjóri. Hann stofnaði Iðnmark árið 1988 ásamt eiginkonu sinni, Eyrúnu Sigurjónsdóttur, og eiga þau 66% í fyrirtækinu en börnin þrjú samtals 34%. Siguijón og Jóhanna hafa starfað í fyrir- tækinu nánast frá upphafi, hann sem sölustjóri en hún sér um bók- haldið. Ingibjörg er framhaldsskólanemi. Morgunblaðið/Jim Smart Fjórir af fimm fjölskyldumeðlimum starfa við fyrirtækið. F.v. Sigurjón Dagbjartsson, Eyrún Siguijónsdóttir, Jóhanna Dagbjartsdóttir og Dagbjartur Björnsson. stækkar og hagkvæmnin í fram- leiðslunni eykst. Þar að auki bætast við möguleikar á frekari nýjungum í rekstri fyrirtækisins og þá hugsan- lega í öðnim vörum en snakki,“ segir Dagbjartur. Þegar Iðnmark var stofnað var engin framleiðsla á poppi hér á landi heldur einungis „heimilisiðnaður" eins og Dagbjartur kallar hana, þ.e. nokkrir einstaklingar poppuðu í stórum pottum í bílskúrnum eða eld- húsinu heima hjá sér og seldu í kvikmyndahús og sjoppur. Stjömupopp var því fyrsta poppið sem fékk hillupláss í stórmörkuðum. Nú selja um 500 verslanir og sölutumar um allt land Stjömu- popp. Dagbjartur þekkti lítið til poppkomsframleiðslu þegar hann hóf reksturinn en segist hafa lært mikið um framleiðslu á góðri vöm af Davíð Scheving Thorsteinsson. Dagbjartur hafði gengið út frá því að hægt væri að yfirfæra bandaríska markaðinn á hinn íslenska, en það gekk ekki upp, því að karamellu- poppið varð of sætt fyrir íslenskan smekk og sykurhúðað poppkorn með ýmsu bragðefni komst aldrei í framleiðslu. Utflutningsárin Dagbjartur var hins vegar fullur bjartsýni og þegar tækifæri gafst ár- ið 1990 að selja popp til Svíþjóðar greip hann það á lofti. Salan gekk mjög vel en þegar níundi gámurinn var kominn út gerðu Svíar athugasemdir við að maísinn væri bandarísk landbúnaðarafurð. Þeir gerðu hins vegar engar athuga- semdir við ostinn, sem þó var mun dýrari í innkaupum en maísinn. „Ég fékk vömna ekki lengur stimplaða sem EFTA-vöm og tollurinn varð það hár, að engan veginn borgaði sig Eftir Hildi Friðriksdóttur Dagbjartur Bjömsson var framleiðslustjóri hjá Sól hf. þegar hann veitti því athygli á einni af erlendu vörasýningunum árið 1986, hversu mikið aðdráttarafl poppvél hafði á gesti. Þá þegar kviknaði hugmyndin um að hefja framleiðslu fyrir ís- lenskan markað. Tveimur áram síðar fór hann með fjölskylduna til Bandaríkjanna. Þeg- ar í ljós kom að í geysilegu vöraúr- vali matvöramarkaðanna hafði poppið mesta aðdráttaraflið fyrir sex ára gamla dóttur hans, endur- vaknaði hugmyndin um íslenska framleiðslu. „Þar fyrir utan höfðu Eyrún, konan mín, og eldri dóttirin, Jóhanna, talað um að þær langaði til að hefja eigin rekstur af einhverju tagi,“ segir Dagbjartur, þar sem við sitjum á skrifstofu hans í Hafnar- firði, en í salnum við hliðina hamast poppvélin, sem framleiðir 1.000 poka á klukkustund. Þeir urðu forríkir í ársbyrjun 1988 ákvað Dagbjart- ur að láta verða af hugmyndinni og fór til Bandaríkjanna til að festa kaup á poppvél. „Framleiðendumir töldu mig á að kaupa stærri vél en ég hafði reiknað með, sem reyndist rétt ákvörðun. Einnig bentu þeir mér á ostapoppið, því í Bandaríkjunum varð sprenging í poppkomssölu þeg- ar það kom á markað og menn urðu forríkir sem framleiddu það,“ segir Dagbjartur. „Þrátt fyrir hrakspár sérfræðinga hér heima er ostapopp- ið söluhæsta varan okkar, reyndar með því að nota albesta hráefnið sem við getum fengið, þ.e. cheddar-ost frá Bandaríkjunum. Hann er dýr en við látum okkur hafa það.“ Nýtt húsnæði næsta ár Frá því fyrsti popppokinn kom úr vélinni, 20. júlí 1988, hefur rekstur Iðnmarks vaxið jafnt og þétt og velt- an aukist um 7-8% á ári. Eiginfjár- staða fyrirtækisins er einnig góð eða um 80%. Húsnæðið að Flatahrauni er að verða of lítið og hefur Dagbjartur og fjölskylda hans þegar hafið byggingu á nýju húsi, sem er rétt handan hornsins. Reiknað er með að flutningar geti orðið í byrjun næsta árs og flyst þá öll starfsemin yfir götuna, en gamla húsnæðið verður selt eða leigt út. „Nú er starf- semin í 400 fm en nýja húsnæðið er 670 fm. Mestu munar um að lagerinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.