Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 23 ísland i sjónmáli allt frá 1845 FRAKKAR voru brautryðj- endur í ljósmyndatækni á 19. öld og engin tilviljun að fyrstu ljósmyndasyrpurn- ar af íslandi eru frá þeim komnar. Elstu myndirnar og fyrstu ljós- myndir teknar á íslandi eru svo- nefndar sólmyndir sem ljósmyndar- inn Des Cloizeaux tók af Reykjavík 27. júní 1845 með hinni fyrstu dagu- erreo-aðferð en þær hafa varðveist í iðnaðarsafni verkfræðiskólans CNAM í París. Fulltrúi safnsins sem kom með þessar dýrmætu myndir kvaðst djúpt snortinn yflr að fá að koma með þær til íslands 150 árum eftir að þær voru þar teknar. Þessar fyrstu útimyndir og fleiri sem franskir Ijósmyndarar tóku út öldina má nú sjá í Hafnarborg í upp- runalegri mynd á sýningunni sem Æsa hefur unnið í samvinnu við Ingu Láru Baldvinsdóttur á Þjóð- minjasafni í tengslum við Reykjavík - menningarborg árið 2000. Hluti myndanna kemur frá Frakklandi og eru frummyndir en hluti er varð- veittur í Þjóðminjasafni íslands. Frönsku myndirnar fylgja tækninni eins og hún þróaðist frá fyrstu ljós- myndun út öldina og eru merkilegar heimildir um það ekki siður en lífið í landinu. Það var því eðlilegt að spyrja Æsu, sem búsett er í Frakk- landi og hefur frá því hún lauk námi árið 1989 sett upp sýningar bæði þar og hér, hvernig hefði staðið á því að hún lagði í þessa umfangsmiklu leit og ómælda þolinmæðisverk. „Eg var að lesa dagbók Jeromes Napoleons prins sem kom hingað til lands árið 1856,“ útskýrir hún. „Sú dagbók er varðveitt á Þjóðskjala- safninu í París. Þar rakst ég á upp- lýsingar á fleiri en einum stað um að Louis Rousseau nokkur sem var í för með prinsinum hefði tekið mynd- ir. I dagbókinni stendur að á meðan prinsinn fór að skoða Þingvelli og Geysi hafi Louis Rousseau, sem vann á náttúrusögusafninu í París, verið í Reykjavík og með honum annar starfsmaður safnsins. Sá hét Stahl og var mótunarmeistari, tók gifsmót af fólki til að nota síðar við mannfræðirannsóknir. Síðan er heil- mikið sagt frá þessari myndatöku Rousseaus í dagblöðum í París þar sem fram kemur að hann hafi tekið talsvert af myndum af konum og körlum á öllum aldri í Reykjavík. Mynd af svipmikilli konu er sú eina sem hefur varðveist á mannfræði- safninu i París þar sem skráð er að Louis Rousseau hafi tekið þessa mynd af óþekktri stúlku í Reykja- vík.“ Æsa kveðst ekkert vita hver hún er, þótt kannski væri hægt að leika sér að því að vera með getgát- ur. Stúlkan situr þarna fyrir upp- ábúin með skúf í skotthúfunni. Ekki fundust fleiri myndir úr þessari ferð en Æsa segir að þær geti enn legið óskráðar á náttúrusögusafninu þar sem eru þúsundir af óskráðum ljós- myndaplötum. Eða þá að myndirnar hafi eyðilagst. Fleiri myndir úr leið- angrinum gætu því komið í leitirnar þvi einhverntímann hljóti að koma að því að farið verður að skrá þetta efni. Tiltölulega nýbyrjað var að taka myndir á glerplötur árið 1856 og þessar myndir eru teknar á þann hátt. Rousseau hafði miklar birgðir af glerplötum með sér. Leiðangur Jerpmes Napoleons fór ekki aðeins til Islands heldur líka til Noregs, Danmerkur og Grænlands. Þegar þeir komu heim var efnt til sýningar og talað um að þar væru 80 myndir úr ferðinni. Þetta vakti auðvitað mikla athygli og var mikið skrifað um ferðina í París vegna þess að Jerome Napoleon prins var svo frægur maður. Hann var lengi vel ríkiserfingi, stóð næstur Napoleon III. að tign og var einn hæst setti maður í Evrópu um þetta leyti. Á Elsta ljósmynd af íslandi, sólmynd tekin 1845 af franska ljósmyndaranum Des Cloizeaux af Reykjavík og skipa- læginu. Iðnaðarsafn verkfræðiskóla C.N.A.M. lánaði þessa verðmætu mynd á sýninguna í Hafnarborg og kom sérstakur fulltrúi þess með hana. * Fyrstu ljósmyndir sem teknar voru á Islandi voru teknar af Frökkum. Gefst nú kostur á að sjá þessar forvitnilegu ljósmyndir sem teknar voru við erfiðar aðstæður og takmarkaðan tækjakost frá 1845-1900 á sýningu í Hafnarborg á vegum Þjóðminjasafnsins. Er sérstakur fulltrúi frá frönsku safni kominn með elstu og dýrmætustu myndirnar frá 1845. Æsa Sigurjónsdóttir listfræðing- ur hefur grafíð upp þessar myndir í frönskum söfnum og jafnframt sent frá sér merkilega myndabók með íslensku og frönsku lesmáli, sem Elín Pálmadóttir fékk að fletta með henni. Myndirnar eru oft einu myndheimildir um staði og fólk á Islandi er sýna hvernig ýessir útlendingar sáu og mótuðu sýn okkar á land og þjóð. þessum tíma stóðu Frakkar ásamt Bret- um mjög framarlega. Heimssýningin í París var árið 1855, þar sem Jerome Napoleon var einn af stjórnendunum og hans hlutur í sýn- ingunni stór. Hann var mikill áhugamaður um tækniframfarir og það nýjasta sem var að gerast í iðnaðarfram- leiðslu, útskýrir Æsa sem í bókinni setur myndirnar í samhengi með lesmáli. „Ferðin var auðvitað fyrst og fremst gerð til að fylgjast með hversu langt t.d. Danir og og Svíar væru komnir í hráefnisiðnaði sínum, sérstaklega Svíar. Leiðin lá svo til Islands. Tals- vert af vísindamönnum var með í ferðinni þótt ekki sé beinlínis hægt að segja að þetta hafi verið vísinda- leiðangur heldur var fremur verið að taka púlsinn á því sem var að ger- ast á Norðurlöndum. í leiðinni voru líka skoðaðar námur á Norður-Eng- landi. Frakkar höfðu semsagt ekki bara áhuga á íslandi vegna fiskveið- anna þótt þær væru mikilvægar, sérstaklega eftir að Paimpolarar komu inn í þær eftir 1852, heldur höfðu þeir líka áhuga á námuvinnslu á íslandi. Strax í Gaim- ard-leiðangrinum 1836 tóku þeir heilmikið af sýnum af brennisteini, silfurbergi og öðru. Eftir það fóru Frakkar að sjá að á Islandi væri hugsanlega hægt að vinna einhver efni.“ Elstaljósmynd á Islandi í framhaldi af leið- angri Gaimards kom Des Cloizeaux hingað árið 1845. Hann var steindafræðingur, sendur til að skoða silf- urbergsnámurnar á Helgustöðum í Reyðarfirði. Hann var sérfræðingur í að smíða smásjár og silfurbergið var ómissandi i smá- sjár og öll sjóntæki á þessum tíma. Þar sem ekki var búið að finna upp gerviefni varð að nota náttúrulegan kristal. Hann kom til íslands í fyrsta skipti árið 1845 og hafði myndavél með sér. Hann dvaldist talsvert lengi í Reykjavik, næstum því heilan mánuð. Erfitt er að vita hversu margar myndir hann tók en hann segir frá því í minnisbókum sínum að hann hafi ljósmyndað dag eftir dag. Þannig að ef hann hefur tekið nokkrar myndir á dag hafa þær ör- ugglega verið a.m.k. 20, að því er Æsa ályktar. En ekki fundust fleiri en þessar tvær sem sérstaklega hafa verið fluttar til landsins í tilefni sýningarinnar. Hún útskýrir: „Des Cloizeaux var með myndavél og tók sólmyndir, kenndar við að- ferð Daguerreos, ekki hefðbundnar ljósmyndir eins og við þekkjum þær í dag. Þetta eru myndir sem teknar voru á koparplötur sem silfurnítrat hafði verið borið á og gerðar ljós- næmar með blöndu af joði. Plöturn- ar hafði hann með sér. Hann fékk aðstöðu í húsi Möllers apótekara við Thorvaldsensstræti 6 og tók þar a.m.k. margar myndir út um glugg- ann. Við þessar myndir verður í rauninni að gera allt um leið í einni og sömu athöfninni, undirbúa plöt- una, taka myndina og framkalla hana. Einungis var unnt að gera eina mynd á koparinn, ekki hægt að fá eftirtökur á pappír. Þessvegna eru þessar myndir svo verðmætar og sjaldgæfar. Sólmyndirnar voru gerðar á mjög takmörkuðu tímabili. Byrjað var að taka þær árið 1839 og er það kallað fæðingarár ljósmynd- arinnar. Síðan þróuðust aðferðir smám saman og upp úr 1850 var far- ið að taka myndir á pappír. Á þessu stutta tímaskeiði sólmyndanna eru myndirnar tvær teknar í Reykja- vík.“ En hvernig komst Æsa á sporið þegar hún var að skoða dagbókina Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur. úr Napoleonsleiðangrinum sem var ekki farinn fyrr en tíu árum seinna? Hún kveðst hafa séð þar að Louis Rousseau hafi tekið ljósmyndir á Islandi sem vakti áhuga hennar og spurninguna um hvort þetta hefði nokkuð verið rannsakað. Hver var þessi Louis Rousseau? Svarið var að svo var ekki og aldrei hafði verið neitt skrifað um þetta efni. Jafnvel í Frakklandi hefur mjög lítið af myndum eftir Louis Rousseau varð- veist, segir hún. Allar myndir sem hann hefur tekið eru þvi mjög verð- mætar. Það kom henni af stað með að leita að þessum myndum. Þannig byrjaði þetta, segir Æsa. „Ég leitaði auðvitað úti um allt að þessum myndum Rousseaus, gekk svo langt að leita til Napoleons-fjölskyldunn- ar, hvort einhverjar ljósmyndir frá íslandsfórinni kynnu að vera í þeirra fórum, en svo var ekki. Öll gögn frá 19. öld höfðu verið gefin þjóðskjalasafninu í París.“ Ljósmyndin orðin verðmæti Slík leit krefst auðvitað mikillar þolinmæði og ómældrar elju. „Tím- inn vinnur auðvitað alltaf með manni i svona leit,“ segir Æsa. Hún segir að þetta sé ferli sem taki lang- an tíma. Maður fari ekki bara inn á safn og leiti í nokkra daga heldur verði að fara þangað aftur og aftur og láta langan tíma líða á milli. Það hafi verið gerðar svo miklar endur- bætur á mörgum söfnum í Frakk- landi á undanförnum árum og mikil breyting orðið á rekstri safnanna, nýtt starfsfólk komið og talsvert mikið skráð af áður óskráðu efni. Æsa bendir á að þess utan sé miklu meiri áhugi nú á gömlum ljósmynd- um en var fyrir tiu árum: „Núna er ljósmyndin orðin verð- mæti. Gamlar ljósmyndir eru farnar að koma á uppboð og ganga kaupum og sölum á háu verði sem fer hækk- andi. Þannig að á sl. tíu árum hefur orðið viðhorfsbreyting til ljósmynda almennt. „Áður íyrr hafði safnafólk- ið ekki svo mikinn áhuga á að leggja vinnu í að komast að því hvað þama væri að finna. En nú er komið allt annað hljóð í strokkinn. Þannig hef- ur tíminn unnið með mér í þessari leit. Ég byrjaði fyrst á þessu fyrir tólf árum og hef síðan unnið að því með hléum. Ég finn alls staðar þessa breytingu sem orðin er. Svo er líka hér á íslandi og margir hér á landi sem þar hafa unnið mikið starf eins og Inga Lára Baldvinsdóttir á Þjóðminjasafninu eins og má merkja. Við vitum líka núna að magn ljósmynda er takmarkað og mikið hefur eyðilagst. Kannski verð- ur þessi viðhorfsbreyting til þess að hægt verði að bjarga þeim myndum sem enn eru til frá því að fara í rusl- ið. Þess vegna er ég að vona að í leit- irnar komi fleiri myndir eftir Louis Rousseau. Hann fór með um 40 myndir af íslandi, ein er fundin og líklegt er að hinar skili sér þótt síðar verði, eða a.m k. einhverjar þeirra.“ Óbirtar myndir Labonnes Hjá landfræðifélaginu í Frakk- landi liggur gífurlegt magn af myndum. Þangað leitaði Æsa svo í framhaldi. Þar kom í ljós myndasafn Henrys Labonnes en gríðarmerki- legar myndir hans hafa aldrei fyrr birst á Islandi. Hann tók rúmlega 100 myndir og hefur hluti þeirra varðveist. Labonne kom til íslands árið 1886 og aftur 1887. Fyrra árið ferðaðist hann nánast um allt land með frönsku eftirlitsskipunum og á hestum og tók mikið af myndum. Þá var orðin mikil bylting í Ijósmynda- tækninni en hún varð um 1880. Hann notaði enn glerplötur en var með litlar glerplötur og hægt var að taka myndir á miklu auðveldari hátt. Hann þurfti ekki að undirbúa plöt- urnar sjálfur fyrir hverja mynda- töku heldur gat hann keypt þær til- búnar í París og haft með sér. Vélarnar voru líka orðnar meðfæri- legri og auðveldara að setja mynd- irnar yfir á pappír sem hann gerði a.m.k. stundum sjálfur. Hann kynntist hér Önnu Schiöth sem var Ijósmyndari á Akureyri og segir frá því í bók sinni að hann hafi fengið að framkalla hjá henni. Anna var með fullbúna ljósmyndstofu sem hún rak af miklum skörungsskap. Hann kvartar í bók sinni yfir því hversu erfitt sé að taka myndir á íslandi, verst sé að finna myrkur til að fram- SJÁNÆSTU SÍÐU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.