Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 24

Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 24
24 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Heimilisfólkið á Steinsstöðum í Öxnadal 1886. Mynd úr safni Henry La- bonnes í Collections de Géographie BnF/Cartes et Plans. Frá hægri Stefán Jónsson fyrrv. alþingismaður en kona hans Rannveig Hallgríms- dóttir (systir Jónasar) er þá látin. Þá eru Stefán Bergsson bóndi, kona hans Þorbjörg Friðriksdóttir, börn þeirra og vinnufólk. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ungar stúlkur í Reykjavík 1891: Þóra Friðriksson, Ingibjörg Eiríksdótt- ir og Elísabeth Zimesen. August Gratzl tók myndina, sem er varðveitt í Þjóðminjasafni Islands. seau í leiðangri Jeromes Napoleons 1856. Kopía eftir upprunalegri glerplötu í Photothéque musée de I’Homme í París. Henry Labonne tók hér 1886 fjölda mynda sem ekki hafa birst fyrr. Bærinn Galtalækur í Rangárvallasýslu. Mynd úr safni Landfræðifélags- ins BnF/Cartes et Plans í París. ísland í sjónmáli allt frá 1845 kalla í þar sem dagurinn sé endalaus á sumrin. Hann hafi reynt að vinna í dimmu fjóshorni en á hverju augna- bliki gat birst forvitið andlit enda aldrei hægt að læsa dyrum á íslandi því þar þekkist ekki læsingar. Þrátt fyrir miklar framfarir í ljósmynda- tækni minnir þetta á athugasemdir Des Cloizeaux fjörutíu árum fyrr en báðir eiga við sömu birtuvandamálin að stríða við Ijósmyndun sína. Æsa segir áberandi að Labonne hafi alltaf verið að leita að því já- kvæða á Islandi og hjá Islendingum meðan margir aðrir ferðamenn sem voru hér á sama tíma voru neikvæð- ir í garð Islendinga, töluðu um hvað þeir væru skítugir og lúsugir. Hann var að leita að því jákvæða, myndaði fallegasta húsið á landinu, sýslu- mannssetrið á Kornsá í Vatnsdal og eina tréð á Akureyri fyrir framan Laxdalshúsið. Þegar hann ljós- myndaði íslendinga var það fólk sem hann var í góðu sambandi við. Skondið er að í Kalmarstungu ætl- aði hann, til að spara glerplöturnar, að taka mynd af öllum stúlkunum á bænum saman en heimasæturnar vildu ekki láta mynda sig með vinnukonunum. Myndirnar tvær eru þó bráðskemmtilegar. Myndir Henrys Labonnes sem til eru birtast flestar í bók Æsu, Island í sjónmáli og hluti þeirra var lánað- ur á sýninguna í Hafnarborg. Æsa segir að erfiðara sé orðið að fá að handfjatla sumar þessara mynda og þær þyki of illa farnar til að vera lánaðar úr húsi. En landfræðifélagið lánaði þó 28 frumkópíur á sýning- una á Islandi. Labonne var læknir og lyfjafræð- ingur og hann var líka rithöfundur og skrifaði þó nokkuð margar bæk- ur og ótal greinar um Island í blöð og tímarit. Hann segir frá því í skýrslu sem Æsa fann í franska þjóðskjalasafninu að hann hafi hald- ið fyrirlestra um Island í meira en 30 borgum í Frakklandi. Þannig að hann hefur verið gífurlega afkasta- mikill. A þessum tíma var gjarnan efnt til fyrirlestra í landfræðifélög- unum sem voru fín félög er mennta- fólk og betri borgarar sóttu. Hann var líkagóður ljósmyndari og mikill áhugamaður um ljósmyndir því hann var formaður ljósmynda- klúbbs í París. Það var hann sjálfur sem gaf myndir sínar til landfræði- félagsins og gekk frá þeim. Franskar myndir skapa ímyndina Hvar koma þessar myndir Frakk- anna, sem Æsa hefur verið að finna og okkur gefst nú færi á að sjá, inn í sögu ljósmyndunar á Islandi? I fyrsta lagi tóku Frakkar fyrstu ljós- myndirnar á Islandi. Það eru Reykjavíkurmyndimar tvær frá 1845 og hafa auk þeirra verið fleiri. Síðan voru engar ljósmyndir teknar fyrr en 1856, sem fyrr er sagt. Úr því fóru að koma fleiri íslenskir og erlendir ljósmyndarar og eftir 1890 hafa líklega flestir sem komu með frönsku eftirlitsskipunum verið með myndavélar og þá fóru menn að taka ljósmyndir almennt. Æsa bendir á að Þjóðminjasafnið á íslandi eigi mjög fallega ljós- myndasyrpu eftir André Petitjean sem var ungur liðsforingi á eftirlits- skipi sem kom hingað árið 1893 og hélt myndum sínum saman sjálfur. Á gamals aldri lagði hann svo fyrir að þessar myndir ættu að fara til ís- lands og þær vom gefnar til Islands fyrir milligöngu Amy Engilbérts fyrir nokkrum árum. Það er greini- legt að Petitjean hefur borið sterkar tilfinningar til Islands. Myndir hans bera þess merki. Hann var hér ekki nema eitt sumar en hann hefur haft góðan tíma í Reykjavík og hefur augljóslega haft auga fyrir skemmtilegum sjónarhornum. Hann tók margar myndir, bæði yfir- litsmyndir og af fólki og götulífi í Reykjavík. Á þessum tíma var orðið hægt að taka myndir á hreyfingu eins og t.d. á þessari þekktu mynd hans af konunum að koma í roki úr Dómkirkjunni árið 1893. Æsa bend- ir á að í hans myndum sjáum við í fyrsta sinn í þessum íslandssyrpum frönsku íslandssjómennina. En svo virðist sem þeir Frakkar sem voru að taka myndir á undan honum hafi engan áhuga haft á að að mynda þá enda voru fiskimennimir bara ein- hverjir aumir Bretónar og Flandr- arar sem enginn hafði áhuga á. En saga Pierres Lotis um Pécheur d’Islande sem út kom um 1880 og varð gífurlega vinsæl olli slíkri við- horfsbreytingu til þeirra í Frakk- landi að farið var að huga að þessum Islandssjómönnum með því m.a. að senda þeim læknishjálp með spítala- skipum. I umfjöllun Æsu koma fleiri myndir við sögu, svo sem ljósmynd- ir úr leiðangri H.G. Laneelins árið 1892. Þá var gerður út heilmikill leiðangur til Jan Mayen. Henry Ga- ston Lancelin var liðsforingi á eftir- litsskipi, hann var fyrst og fremst sjómælingamaður og kortagerðar- maður og tók ljósmyndir mikið með það í huga að nota þær þegar heim væri komið. Hann tók því myndir af ströndinni, svo sem í Dýrafirði, en hann tók líka myndir í Reykjavík. Til dæmis er í bók Æsu skemmtileg mynd hans úr Forngripasafninu og mynd af krossunum yfir frönsku leiðunum í kirkjugarðinum við Suð- urgötu. Myndir hans sem Æsa fann og varðveittar eru í landfræðifélag- inu í París eru birtar í bók hennar. í þessum leiðangri voru tveir merkir náttúrufræðingar; Georges Pouchet og Charles Rabot sem stunduðu mest rannsóknir á sjávar- lífinu en það kemur fram að þeir tóku líka myndir sem ekki hafa fundist. Pouchet vitum við að kom oftar til íslands. Af myndunum virð- ist sem þeir Frakkar sem komu með eftirlitsskipunum hafi verið mest við Vesturland og í Reykjavík enda voru höfuðstöðvar eftirlitsskipanna sem fylgdu flotanum þar. Þar lágu þau og sigldu svo kringum landið. Ef skipin voru tvö fór annað oft út af Suðaustur- og Austurlandi. Á eftirlitsskipinu 1891 var ljós- myndarinn Gatzl sem tók mjög skemmtilegar myndir af þremur fin- um stúlkum í Reykjavík; Þóru Frið- riksson, Ingibjörgu Eiríksdóttur og Elisabeth Zimsen. Hann var austur- rískur liðsforingi þótt hann kæmi á frönsku eftirlitsskipi. Æsa kann skýringu á því. Ástæðan fyrir því að hann var á þessu franska herskipi var sú að þeir voru á leið til Jan Mayen en Austurríkismenn höfðu sett þar upp veðurathugunarstöð. Þetta fann hún í skýrslum í skjala- safni flotans og á þjóðskjalasafninu og sá það í fréttum af norðurslóðum í dagblöðunum frá þessum tíma. Frakkar voru orðnir eftirbátar Breta og Norðmanna á norðurslóð- um og voru því eitthvað að reyna að ferðast um þessi svæði. Þeir vildu leggja áherslu á að vera með í al- þjóðlegri samvinnu sem þá var hafin um rannsóknir á norðurslóðum, bæði um veðurathuganir, hafrann- sóknir, segulmælingar o.fl. Til dæm- is var Gratzl með sérstök tæki frá Austurríki til að gera segulmæling- ar við Jan Mayen. En hann kom hér við og tók myndir og þær myndir er að fmna í Þjóðminjasafninu á Isl- andi vegna þess að hann hefur gefið þessum stúlkum myndirnar. Kannski mætti finna fleiri af mynd- um hans í Austurríki. Þessar ljósmyndir frönsku ljós- myndaranna á Islandi á síðari hluta 19. aldar gefa okkur innsýn í horfinn heim. í inngangi Æsu Sigurjóns- dóttur að bókinni „ísland í sjónmáli. Franskir ljósmyndarar á Islandi 1845-1900, Photographes francais en Islande" sem JPV Forlag hefur gefið út í samvinnu við Þjóðminja- safn íslands segir m.a.: „Saga ljós- myndunar á 19. öld er, eins og Ijós- myndasaga margra annarra landa, lítt þekkt og brotakennd. Markmið þessarar bókar er að kynna ljós- myndir Frakka frá Islandi, setja myndir þeirra í samhengi við það sem þá var að gerast í ljósmyndun hverju sinni og sýna fram á tengsl ljósmyndunar, vísindarannsókna og atvinnulífs.“ í samtali berst í tal að athyglisvert sé hvernig þessir er- lendu ljósmyndarar sáu landið og landann og að við sjáum svo landið aftur með þeirra augum. „Frakkar voru svo mikið á ferðinni hingað til íslands á 19. öldinni og þeir eiga stóran þátt í því hvaða mynd við höf- um af Islandi á 19. öld. Þá er ég fyrst að tala um myndirnar sem Mayers teiknaði í Gaimards-leið- angrinum árið 1936. Þær hafa auð- vitað skapað ákveðna hugmynd um hvernig við sjálf sjáum Island á 19. öld. Svo koma frönsku ljósmyndar- arnir í kjölfarið og þeirra myndn- sýna okkur hvernig þeir sáu landið og Islendinga. Þeir voru auðvitað fyrst og fremst að afla heimilda þeg- ar þeir komu fyrst. Margir þeirra voru vísindamenn eins og sá fyrsti, Des Cloizeaux, sem var fyrst og fremst að skrásetja. Þeir sem komu með eftirlitsskipunum vora líka flestir að festa á filmu staði sem þeir höfðu viðkomu á. Má þar nefna myndimar sem vora teknar árið 1858 á eftirlitsskipinu Artémise. Þær voru beinlínis teknar í þeim til- gangi að sýna þær flotamálaráð- herra þegar heim væri komið. Skip- herrann Véron á Artemis sem kemur mikið við sögu á þessum ár- um segir frá því að um borð sé liðs- foringi sem sé að taka myndir og hann muni geta sýnt ráðherra þess- ar myndir þegar þeir komi heim til Frakklands um haustið. Hann talar einnig um það að myndirnar geti komið til gagns sem hjálpartæki við kortlagningu á strandlengjunni, eins og þeir voru á þessum árum farnir að gera. Þeir voru að gera kort af Grundarfirði og strandlengj- unni frá Grundarfirði og inn Breiða- fjörðinn inn í Kolgrafarfjörð og á fleiri stöðum. Auðvitað voru það út- gerðarmennirnir frá Dunkirk sem þrýstu á skipherrana um að vinna þessi kort sem skiptu þá svo miklu máli við veiðarnar. Þeir tóku mann- lífsmyndir á þessum stöðum og það kemur í ljós að á eftirlitsskipunum höfðu þeir fyrst og fremst samskipti við embættismenn og úti á landi sýslumenn, kaupmenn og presta. Sólmyndirnar verðmætastar Nú er kominn tími til að spyrja Æsu um tildrög þess að þessar frönsku myndii- eru komnar á sýn- ingu á Islandi og í bók. „Eg var búin að vera að vinna í þessum myndum nokkuð lengi. Eg hafði verið í sambandi við Ingu Lára Baldvinsdóttur á Þjóðminjasafninu og að hennar beiðni m.a. skrifað grein um ljósmyndatökur Frakka á Islandi í History of Photography, fræðirit um ljósmyndun. Mig lang- aði mikið til að safna þessum mynd- um saman og til að geta sýnt þær á íslandi. Hafði ekki notað nema örfá- ar af þessum myndum með grein- inni í History of Photography. Mér fannst semsagt að það gæti verið skemmtilegt verkefni að safna þess-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.