Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 31

Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUD AGUR 9. JÚLÍ 2000 31 ÞÓRDÍS VIKTORSDÓTTIR + Þórdís Viktors- dóttir fæddist á Akureyri 24. aprfl 1954. Hún lést á heimili sínu, Laufás- vegi 47, Reykjavík, 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voi-u hjónin Unnur Jensdóttir, f. 26. aprfl 1919, d. 19. maí 1982 og Viktor Jakobsson, skipstjóri frá Hrísey, f. 28. júní 1917, d. 15. maí 1989. Systir hennar er Halldóra Bryndís, framkvæmdastjóri, gift Páli Stefánssyni flugstjóra. Þór- dís giftist Ragnari Haraldssyni ár- ið 1973, en þau slitu samvistum árið 1983. Sonur þeirra er Haraldur, f. 27. júní 1975. Árið 1986 giftist Þórdís eftirlif- andi manni si'num Þorsteini Þorsteins- syni, framkvæmda- stjóra.. Synir hans eru Jón Reyr, f. 18. nóv. 1969, Sindri Páll, f. 27. maí 1975 og Steinn Hildar, f. 9.júní 1978. Þórdís verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 10 júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Við Dísa kynntumst snemma árs 1969 en þá var hún 14 ára unglings- stúlka, há og grönn, ljóshærð, blá- eyg, fjörmikil og stórglæsileg. Lífið brosti við Dísu þetta fallega vor en eitt af því fáa sem skyggði á gleði hennar var hvað Hadda systir ætlaði að giftast gömlum karli en það eru sex ár á milli okkar hjónanna. Við giftum okkur í apríl og tíðasti gestur á okkar heimili varð fljótlega Dísa sem oft passaði Viktor son okkar. Tíminn leið hratt og Dísa var orðin gullfalleg ung kona. Hún kynntist fyi’ri eiginmanni sínum, Ragnari Haraldssyni jafnaldra sínum, og giftu þau sig 1973. Sumarið 1975 fæddist Haraldur sonur þeirra en við fæðingu hans veiktist hún lífshættu- lega en náði sér þó að fullu. Ragnar og Þórdís slitu samvistum en 1986 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Þorsteini Þorsteinssyni. Þau hófu sinn búskap í Garðabænum en fluttu um stund til Sauðárkróks og síðan til Helsinki í Finnlandi vegna starfa Þorsteins. Árin þeirra í Finn- landi voru þeim mjög hamingjurík, þau ferðuðust mikið og löðuðu að sér stóran hóp góðra vina. En 1991 fór Dísa að finna fyrir kvölum í höfði og kom hún hingað heim til íslands og voru tvisvar fjarlægð æxh úr höfði hennar. Árið 1995 var hún svo end- anlega greind með erfiða tegund krabbameins. Þau fluttu þá heim frá Finnlandi og tókust í sameiningu á við hinn illvíga sjúkdóm þar til yfir lauk. Dísa tapaði stríðinu við krabba- meinið en áður en til þess kom hafði hún sigrað svo margar orrustur við vágestinn ógurlega að með eindæm- um er. Hún var alltaf jafnbjartsýn og trúuð á bata hvort sem um var að ræða uppskurði eða lyfja- og geisla- meðferðir. Hún brosti við lífinu og eftir hverja glímu gaf hún okkur hin- um áfram kjark til að trúa að bjart- ara væri fram undan. Það var okkur oft óskiljanlegt hvemig hún gat tekið þeim vonbrigðum að alltaf fundust ný og ný æxli. En Dísa barðist ekki ein því við hlið hennar voru alla tíð Þorsteinn eiginmaður hennar og besti vinur, Halli sonur hennar, Hadda systir hennar, Helgi Sigurðsson, læknirinn hennar, og nú síðast Sólveig og Jó- hanna og frábært hjúkrunarlið Heimahlynningarinnar auk hennar fjölmörgu vina sem létu sér svo annt um hana. Dísa reyndi einnig alls kyns óhefð- bundnar aðferðir og las mikið um sjúkdóm sinn og aflaði sér víða þekk- ingar sem margir hafa sótt til henn- ar. Það hvarflaði aldrei að henni að gefast upp en í allri sinni baráttu var hún aldrei bara sjúklingur, hún var líka ung, falleg og gáfuð kona sem naut lífsins, ekki bara sjálf heldur hreif með sér og kenndi okkur hinum að meta meir og betur þann tíma sem okkur öllum er gefinn. Nú hefur Dísa fengið þá hvíld sem hún var farin að þrá en eftir stöndum við hljóð og minnumst fallinnar hetju með aðdáun, virðingu og þökk. Páll Stefánsson. Elsku allra besta uppáhalds frænka mín. Eg kvaddi þig á föstu- daginn og nú ertu farin í langferð. Ég hef oft kvatt þig áður en það er öðruvísi núna. Nú ertu ekki í Finn- landi og ég get ekki hringt í þig og spurt hvenær þið komið næst. Mér finnst svo sárt að hafa þig ekki innan seilingar til að spyrja ráða og spjalla við um lífið og tilveruna eins og við höfum alltaf gert. Þú varst ekki bara móðursystir mín heldur vinkona og félagi sem tók þátt í sigrum mínum og vonbrigðum, stórum stundum og hversdagslegum. Það eru svo marg- ar góðar minningar sem koma upp í hugann nú og dýrmætt er að eiga. Allar stundirnar í Birkilaut hjá mömmu og pabba, í Frakklandi með þér, Ragga og Halla, í Finnlandi þeg- ar ég bjó hjá ykkur Þorsteini og Halla, í sumarbústaðnum í Dan- mörku, í Dalsbyggðinni og á Laufás- veginum. Þú og mamma voruð svo nánar og hafið alltaf hugsað um börn hvor annarrar eins og ykkar eigin. Mér fannst því ekkert eðlilegra en að þú birtist á fæðingardeildinni þegar erfiðlega gekk hjá mér að koma Palla litla í heiminn og mamma og pabbi stödd í útlöndum. Þú hefur kennt mér svo ótal margt. Þegar ég bjó hjá þér í Finn- landi kenndirðu mér að borða soja- sósu og baka vanilluhringi. Þú kenndir mér að vera bjartsýn og glöð og hafa trú á því sem ég er að fást við. Stundum þegar ég fékk skrýtna flugu í höfuðið og flestir reyndu að telja mér hughvarf hvattir þú mig áfram. „Jú blessuð góða, þú getur þetta alveg,“ sagðirðu og ég fékk aft- ur trúna á sjálfa mig. En svo kennd- irðu mér líka hluti sem mig langaði alls ekkert til að læra. Hvemig á að taka ósigri? Hvernig á að standa upp þegar maður er sleginn niður aftur og aftur? Hvemig er hægt að horfast í augu við dauðann og vera sátt? Þér tókst þetta allt og vel það. Þú tókst á við veikindi þín með sömu bjartsýni, jákvæði og léttleika og einkenndi allt þitt líf. í augum okkar allra varstu sönn hetja. Ég veit vel að þú átt enn eftir að segja mér margt, þú finnur ömgg- lega leið til þess. Ég veit líka að þú og amma og afi munuð senda mömmu minni styrk og hugarró því hún hef- ur nú séð á eftir ykkur öllum sem voruð fjölskyldan hennar og saknar ykkar allra. Svo verðurðu með okkur þegar Þorsteinn og Halli fá sér ferska ávexti hjá mér einhvern tíma. Kannski setjum við smáís út á, og e.t.v. vill einhver síróp út á sitt. Elsku Dísa mín, ég kveð þig að sinni en veit að við hittumst aftur. Þín, Lukka. Elsku besta uppáhaldsfrænkan mín. Þú varst ein mín besta vinkona, við þig gat ég rætt öll mín hjartans mál. Þú varst ótrúlega jákvæð í bar- áttunni við krabbameinið og við undruðumst oft hvaðan allur þessi styrkur kæmi, hvernig þú gast aftur og aftur staðið upprétt eftir hvert áfallið á fætur öðra. Þú sagðir okkur að Guð legði ekki meira á eina manneskju en hún gæti þolað og eftir þessu fórst þú. Ég er fegin að núna hefur þú feng- ið hvíld og líður vel en ég sakna þín bara svo óskaplega mikið. Ég á svo ótal margar og góðar minningar um þig sem er gott að ylja sér við á erf- iðri stundu. Til þín gat ég alltaf leitað ráða, t.d. þegar ég var í vandræðum með eldamennskuna sem var ekki svo sjaldan. Þá hringdi ég stundum í þig þegar allt gekk á afturfótunum og þú bjargaðir málunum í gegnum símann. Einnig ef ég var stödd heima hjá þér og ráðfærði mig við þig um mat þá endaði stundum með því að ég fór frá þér ekki bara með ágætis uppskrift að góðu matarboði heldur líka hráefnið í matinn. Þú naust þess að elda góðan mat og halda matarboð og oft fengum við fjölskyldan að sitja við borðstofuborðið ykkar og borða dýrindis mat reiddan fram af ykkur Þorsteini. Það vora góðar og skemmtilegar stundir. Ég var svo heppin að fá að dvelja mikið á heimili ykkar Þorsteins og Halla hvort sem var á Sauðárkróki, í Garðabænum, í Finnlandi eða í sum- arhúsinu í Danmörku og hjá ykkm- leið mér alltaf eins og heima hjá mér. Dísa mín, þú hafðir að geyma al- veg einstaklega hlýja og notalega persónu og áttum við mjög auðvelt með að ræða tilfinningar okkar og gátum hlegið og grátið allt eftir því hvemig okkur leið. Ég sakna þess- ara samtala okkar ólýsanlega mikið núna en ég trúi því að ég muni alltaf geta talað við þig, þvi að ég veit að þú hættir aldrei að hlusta og þó að sjúk- ur líkami þinn sé farinn frá okkur ert þú enn þá hér og vakir yfir okkur öll- um. Þú hefur kennt mér svo ótal margt, þú kenndir mér að taka létt, glöð og kát á móti lífinu og njóta þess til fullnustu og fyrir það er ég þér ævinlega þakklát. Ég veit líka núna þegar ég finn fyrir spörkum ófædds barns míns að þó að það fái ekki að sjá hversu falleg og yndisleg mann- eskja þú varst, þá munt þú alltaf vera með því og gæta þess með mér. Takk fyrir elsku Dísa, að hafa ver- ið svona góð vinkona mín og fyrir að hafa barist hetjulega til þess að við gætum átt svona dýrmæt ár saman. Þú barðist ekki bara fyrir lífi þínu heldur líka fyrir okkur. Arin sem þú varst veik era okkur öllum svo mikill skóli og þrátt fyrir erfiðleika inn á milli höfum við átt svo ótal margar góðar stundir saman. Við ræddum það oft að við fyndum fyrir nálægð ömmu Unnar og að hún fylgdist með okkur og ég veit að hún og afi Viktor halda þér nú í faðmin- um sínum. Elsku besta Dísa mín, hjartans kveðja frá þinni, þú veist hverri. Við spyrjum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt semmildarallrakjör. í skjóli hans þú athvarf átt erendarlífsinsfór. Og það er margt sem þakka ber viðþessakveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er ogmildardjúpaund. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, ogbrosinsilfurtær. Mesta auðinn eignast sá eröllumreynistkær. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn munsólinbrjótastinn. við biðjum Guð að gæta þín oggreiðaveginnþinn. (G.Ö.) Þín, Soffía. Sáereftirlifir deyrþeimsemdeyr enhinndánilifu' íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnarnir honumyfir. (Hannes Pét) Dísa, elsku Dísa. Að rita nafn hennar á blað magnar upp harminn. Við söknum Dísu sárt. Én um leið vakna svo margar góðar endur- minningar. Minningar um mann- eskju sem gerði veröldina betri. Og skemmtilegri. Það var svo gott að eiga Dísu fyrir frænku og vin. Ástríka, hugrakka Dísa. Við kvöddum hana á sólríkum sumar- degi. Það gat aldrei orðið öðravísi. Dísa var og verður alltaf birta og hlýja. Geislar hennar speglast í tár- um okkar og allra hinna sem elskuðu hana. Við uxum af að kynnast Dísu og nú vermumst við minningu henn- ar. Erna og Viktor. Elsku Dísa. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum en auðvelt væri fyrir mig að skrifa margar blaðsíður bara um kosti þína. Við vorum mjög ung þegar við giftum okkur og hófum búskap í risinu á Tjarnargötunni. Þar var margt brall- að enda voram við ennþá barnlaus og unnum saman í Pennanum hjá því góða fólki Gunnari Dungal og fjöl- skyldu. Síðan eignuðumst við Halla og þá sýndfr þú vel úr hverju þú varst gerð. Þú veiktist mjög alvar- lega þegar hann fæddist en á ein- hvern óskýranlegan hátt náðir þú þér ótrúlega fljótt og gerðir læknana orðlausa, því þeir gátu ekki útskýrt þennan bata með læknisfræðilegum rökum. Svo fluttum við í Kópavog og áttum þar nokkur góð ár áður en við byggðum okkur húsið í Garðabæ. Um tíma bjuggum við hjá klettunum í þinni fjölskyldu, Höddu systur þinni og Palla, sem alla tíð vora til- búin að hjálpa við alla hluti. En margt fer á annan veg en maður ætl- ar og leiðir okkar skildi. Til allrar hamingju hvarf öll reiði og gremja mjög fljótt og báram við gæfu til að sýna hvort öðra vináttu og um- hyggjusemi alla tíð. Það lýsir þér ágætlega þegar þú sagðir einu sinni við mig að þetta hefði bara átt að fara svona svo Ás- gerður, dóttir mín og Birnu, yrði til. Okkur lánaðist báðum að eignast nýjan lífsföranaut, þú Þorstein og ég Bimu. Ég held að við hefðum ekki getað verið heppnari því það hlýtur að hafa verið Halla okkar mikils virði að eiga öruggt skjól hjá báðum for- eldrum og eignast Þorstein og Birnu sem vini og fósturforeldra. Síðan fluttuð þið til Finnlands og allt gekk svo vel þangað til þú fórst að finna til í höfðinu. Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar Þorsteinn hringdi snemma um morgun og sagði okkur að það hefði fundist æxli í höfðinu á þér og þú værir á leiðinni heim til að leita þér lækninga. Þú varst strax skorin upp og allt gekk vel. Það var sagt að þetta væri góð- kynja og það hefði verið komist fyrir meinið. Þú náðir íljótt góðum bata og fórst aftur til Finnlands. Það er mér enn í fersku minni hvað þið Þorsteinn tókuð vel á móti mér, Birnu og Ásgerði þegar við komum til ykkar í stúdentsútskrift- ina hjá Halla. Þið vorað bæði svo góð við Asgerði, enda kallaði hún þig aldrei annað en Dísu mömmu, en henni fannst skrýtið að Þorsteinn væri ekki einu sinni frændi hennar. Fljótlega eftir þetta kom reiðarslag- ið, að þú værir orðin veik aftur, og önnur aðgerð var gerð. Þú fékkst mann til að trúa að allt yrði í lagi, eins og öll árin sem þú varst veik. Þú sagðir alltaf að þetta mundi lagast en guð hefur ætlað þér annað hlutverk og þér batnaði ekki heldur sigraði sjúkdómurinn að lok- um. Mér finnst það mikil forréttindi að hafa kynnst manneskju svona náið sem hafði slíkt hugrekki og æðru- leysi til að bera sem þú. Dísa mín, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Halla þínum, hann er ótrúlega duglegur sjálfur og það era allir svo góðir við hann og langar mig sérstaklega að þakka Höddu, Palla, börnum þeirra og tengdabörnum, sem hafa verið honum ómetanleg stoð í sorg hans. Einnig vil ég þakka Þorsteini fyrir öll árin sem hann hefur stutt Halla son okkar. Ég bið góðan guð að styrkja okkur öll í sorginni og ég veit að foreldrar þính', Dísa, taka vel á móti þér, þar sem er ekki lengur til þjáning eða böl. Ragnar Haraldsson. Svo deyja allir dagar sumarljósir, Svo deyja allar lífsins fógru rósir. (M. Joch.) Það er ótæp reynsla ungrar konu að heyja langa baráttu við hið óhjá- kvæmilega. Þá er hver dagur án þrauta sem ljós í myrkri. Hver morg- unn sem fagnandi vor. Eitt bros mót sólu. Æskan tengdi okkur Dísu traust- um böndum. Skólinn, lífið og tilver- an, allt rann saman. Hver dagur sem * nýtt ævintýr, hvort sem dvalið var heima eða heiman. Dísa var traustur vinur. Aðeins átján ára var hún gift kona og litlu síðar með lítið bam. Ég tók fullan þátt í mömmuhlutverkinu með Dísu, og fljótlega var Haraldur orðinn nokkurs konar tveggja mömmu barn. Þetta vora skemmtilegir tímar. Dísa var glæsileg kona. Kát, hreinskilin og ráðagóð. Fyrir mér var hún stúlkan sem lýsti upp hvers- dagsleikann og tilverana, ekki síst á mótunaráram okkar. Dísa var mikill listunnandi og‘ fagurkeri. Lýsti það sér í öllu um- hverfi hennar. Fyrir kynni okkar Dísu er ég afar þakklát og dáist um leið að baráttu hennar við yfirþyrmandi sjúkdóm. „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðram er hann meiri en hann sjálfur." (EB.) Æðraleysi og umhyggja Þor- steins, eiginmanns Dísu, er aðdáun- arverð. Árum saman stóðu þau af sér ógnvekjandi tilhugsun um að sjálft lífíð yrði frá Dísu tekið. Með djúpstæðum söknuði kveð ég elskulega vinkonu og sendi innilegar samúðarkveðjur okkar Sigurðar Gísla til Þorsteins, Haralds og ann- arra ástvina. Guðmunda. Þórdís bjó í Helsinki þegar við kynntumst henni. Þar bjó hún með honum Steina sínum sem við höfðum þekkt lengi. Við fyrsta fund ákvað hún að okkur yrði vel til vina og sagði það beint út enda hispurslaus og lá ekki á meiningu sinni. Okkar var ánægjan af samskiptunum því Þór- dís var gestrisin, glaðvær og með góða kímnigáfu. Við og fleiri Islendingar í Helsinki nutum góðs af því að eiga þennan glæsilega sendiherra, sem var hinn augljósi miðpunktur í litlu samfélagi okkar. Það var alltaf afar gaman að koma á heimili þeirra, þar sem smekkvísi Þórdísar var augljós. Og ekki var maturinn síðri. Þau hjónin urðu saman listakokkar. En skemmtilegast af öllu var þó að sitja fram á kvöld og spjalla og grínast, jafnvel þar til örþreyttur bankamað- urinn var farinn að dotta í sófanum og Þórdís leit á hann blíðlega og hló. Þeirra hjóna var sárt saknað og ís- lenska nýlendan í Helsinki varð fá- tæklegri eftir að þau ákváðu að snúa heim til íslands í kjölfar veikinda Þórdísar. Steini og Þórdís voru óvenju sam- •- hent hjón og nánir vinir og kom það kannski berlegast í ljós í veikindum Þórdísar sem þau gengu bæði í gegn- um með einstöku æðruleysi. Nánasta fjölskylda Þórdísar er ekki stór en henni þeim mun nánari. Hún talaði um systraböm sín með jafninnileg- um hætti og um hann Halla sinn. Þrátt fyrir langan aðdraganda þá er harmur þeirra allra nú mikill og eiga þau samúð okkar alla. Ingunn og Engilbert. • Fleirí minningargreinar um Þór- dísi Viktorsdóttur bída birtingar ogmunu birtast íblaðinu næstu daga. Fríkirkian í Reykjavík Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30 Organisti Kári Þormar. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.