Morgunblaðið - 09.07.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 09.07.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 1 + Við fráfall og útför ÞÓRHALLS BJÖRNSSONAR, Hamraborg 14, viljum við af alhug þakka þeim fjölmörgu, sem sýndu minningu hans virðingu og fjölskyld- unni samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Björn Þórhallsson, Guðný S. Sigurðardóttir, Njörður, Margrét og Gísli Friðriksbörn, Gunnar Þór Þórhallsson, Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig, Thomas M. Ludwig, Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Helga, Þórný og Þórhatlur Barðabörn, Anna Helgadóttir, Kristveig Þórhallsdóttir, Jens L. Eriksen, Þorbergur Þórhallsson, Sigurborg Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og bróður, BJARNA VIÐARS MAGNÚSSONAR, Ægisíðu 46, Reykjavík. Stefanía Þ. Árnadóttir, Guðrún Inga Bjarnadóttir, Árni Þór Bjarnason, Gunnar Viðar Bjarnason, Birgir Sveinn Bjarnason, Stefán Bragi Bjarnason, Ásdís A. Þorsteinsdóttir, María Eliasdóttir, Kristín Porter, Iðunn Bragadóttir, barnaböm og systkini hins látna. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför ÖNNU ÓLAFAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi. Jón Bjarni Óiafsson, Þórdís Ásgerður Arnfinnsdóttir, Gylfi Jónsson, Kristín F. Jónsdóttir, Eyþór Eðvarðsson, Rannveig Harðardóttir, Guðni Eðvarðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Anna Lára Eðvarðsdóttir, fvar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför SIGURÐAR MAGNÚSAR SIGURJÓNSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sigríður Rósmundsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn Hlíðar Kristinsson, Sigurjón Hjörtur Sigurðsson, Theodór Sigurðsson, Ragnhildur G. Júlíusdóttir, Guðrún Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Vogatungu 69, Kópavogi. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Egill Ingvi Ragnarsson, Kristján Sigurður Guðmundsson, Ólöf Bárðardóttir, Grétar Guðni Guðmundsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir Freni, Joseph Louis Freni jr., Guðný Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. UNNUR JÓNSDÓTTIR + Unnur Jónsdóttir fæddist á Hall- dórsstöðum í Reykja- dal 12. febrúar 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsa- vík 1. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Friðriksson bóndi á Hömrum í Reykjadal, f. 25.11. 1899, d. 30.7. 1990, og Friðrika Sigfúsdóttir, f. 5.3. 1896, d. 10.3. 1971. Systkini Unnar eru: Sigrún, f. 17.11. 1923, d. 30.6. 1990, Jón Aðal- steinn, f. 9.1.1925, Sigríður, f. 8.7. Elsku Unnur frænka. Þá ertu aftur komin til Helga þíns. Mikið held ég að þú sért ánægð þó ég viti að þér fannst erfitt að fara frá litlu ijölskyldunni þinni í Brekkutúni sem var þér svo of- ur kær. Unnur og Helgi þið hafið allt- af verið eitt fyrir mér því er þessi litla kveðja til ykkar beggja. Það er svo margs að minnast og svo mikið að þakka, allt það góða sem þið hafið gert fyrir mig og alla þá ást sem þið bæði, fram á síðasta dag, sýnduð mér og minni fjölskyldu. Frá því ég man first eftir mér var fallega heimilið ykkar mér sem annað heimili og þeg- ar ég gifti mig og eignaðist böm og þau síðan sínar fjölskyldur, breytti það engu, allir voru jafn velkomnir til ykkar. Minningarnar hrannast fram í hugann, þegar þið gáfuð mér brúðu- borðstofusettið í aftnælisgjöf, ég sitj- andi í fina stólnum sem þú smíðaðir Helgi minn, og hlusta á þig spila á píanóið á meðan Unnur prjónaði dúka eða heklaði bama-treyjur. Fá sér svo pönnukökur á eftir. Og hvað þið tókuð 1928, Valgerður, f. 1.12.1929 og Þórdís, f. 7.10. 1934, d. 20.12.1971. Unnur giftist Helga Kristjáni Vig- fússyni húsgagna- smið, f. 9.10. 1932, d. 12.12.1997. Kjörson- ur þeirra er Jónas Reynir Helgason, f. 4.8. 1961, kvæntur Nönnu Þórhallsdótt- ur, f. 9.8. 1962. Barn þeirra er Bjarki Jón- asson, f. 17.3.1991. Utför Unnar fer fram frá Húsavíkurkirkju á morg- un og hefst athöfnin klukkan 14. mikinn þátt í því þegar ég beið hjá ykkur eftir því að eignast mitt annað bam. Öll sú hjálp og styrkur þegar við fluttum frá Húsavík og svo ótal- margt fleira. Þó ferðir þínar hingað suður Unn- ur mín, væm ekki komnar tii af því góða þá veitti það okkur mikla gleði að geta verið með þér. Elsku „Amma Mús,“ þín er sárt saknað af öllum í þessari fjölskyldu. Þú barðist hetjulega frænka, og tókst veikindum þínum af miklu æðraleysi, hafðir alltaf meiri áhyggj- ur af því hvemig öðram leið og lýsir það þér best. Mér finnst vont og sárt að þú sért farin og að við eigum ekki eftir að sitja hér oftar og tala og hlæja eins og við gerðum svo oft, síðast fyrir nokkr- um dögum, en við eigum eftir að hitt- ast aftur og taka upp þráðinn þar sem hann endaði. Elsku Jónas, Nanna og Bjarki, mamma, Nóni, Sigga og aðrir aðstandendur. Eg votta ykkur mína + Móðursystir mín og amma, UNNUR Á. SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Bólstaðarhlíð 41, Reykjavik, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 13. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Hannes Hafliðason, Dagný Hildur Leifsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU S. BÖGESKOV. Marie, Kristín og Lilja Bögeskov. Hilmar Björnsson, Björn Sigurðsson, barnabörn og langömmubörn. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 innilegustu samúð og bið minn æðri mátt að styrkja og stiðja okkur öll nú og ætið. Elsku svanimir mínir, takk fyrir allt. Minning ykkar lifir í hjarta mér. Guðrún Amhildur Benónýsdóttir. Nú líður senn að þeim tíma ársins þegar rósir göfugra ætta fara að springa út í garðinum við húsið að Höfðabrekku 10 á Húsavík og gleðja þá sem leið eiga hjá með ilmi sínum og bleikri litadýrð. En höfðingjarnir sem byggðu húsið og ræktuðu garð- inn era ekki lengur á pallinum fyrir framan það þar sem þau buðu oftast gesti sína velkomna, báru þeim á sólskinsdögum veitingar og stóðu að lokinni heimsókn þar til gesturinn var horfinn úr augsýn. Unnur Jónsdóttir lést 1. júlí síðast- liðinn, Helgi Vigfússon lést í desem- ber 1997. Nær aldarfjórðungur er liðinn frá því þau hjón tóku okkur opnum örm- um á Húsavík og þaðan í frá var heim- ili þeirra okkar annað heimili. Þar fundum við jafnan gleði og skjól. Þar áttum við vini. Það mun því reynast erfitt að sættast við það að þau séu nú bæði farin, kveðjustundin sé komin. Þau vora falleg hjón þau Unnur og Helgi, suðræn í útliti, dökk á brún og brá. Samrýnd vora þau en mjög ólík. Hann dulur, fáorður, jafnvel fáskipt- inn við ókunnuga en í vinahópi hlýr og kíminn. Hún opinská, félagslynd, sögumaður góður og átti einkar auð- velt með að fá heiminn til að brosa við sér. Sameiginlegt áttu þau þó margt. Bæði bára virðingu fyrir börnum og sýndu þeim mikla natni. Þess naut ekki aðeins einkasonur þeirra Jónas Reynir og sonarsonurinn Bjarki held- ur öll önnur böm og unglingar sem vora svo lánsöm að vera samvistum við þau. Gestrisin vora þau og vina- hópurinn og frændgarðurinn stór. At- orkumenn miklir, störfuðu bæði að því að styrkja atvinnulíf á Húsavík, hann á sviði iðnaðar og hún verslunar og sameiginlegur var áhugi þeirra á tónlist og listum. Vorið 1996 veiktist Helgi af krabbameini og mánuði síðar greindist Unnur með sama sjúkdóm. Af hugrekki og reisn bragðust þau við veikindum sínum og berlega kom þá í ljós hve miklir kærleikar vora með þeim. Eftir að Helgi lést þurfti Unnur enn að stríða í tvö ár. Það er mikið átak fyrir langveikt fólk á lands- byggðinni að þurfa að sækja sér lækningu til Reykjavíkur. í ókunnu umhverfi fjarri ástvinum sínum og fjölskyldu era þeir kannski svo vikum og mánuðum skiptir eða þurfa fár- sjúkir að fljúga á nokkurra vikna fresti til og frá Reykjavík. Þannig steig Unnur eitt árið 34 sinnum upp í flugvél. En hún lét sér hvergi bregða. Þegar lífið útdeildi henni erfiðum verkefnum tókst hún ætíð á við þau af bjartsýni. Bjartsýni hennar var svo römm að við gátum verið viss um að þó veðurspáin sýndi stórhríð á Húsa- vík og einungis væri snjóföl í Reykja- vík, tilkynnti hún okkur í símann að veðrið væri betra fyrir norðan. Þar sem hún var skein ávallt sól. Og þegar hún kom sína síðustu íor suður til að leita sér lækninga og fætumir bára hana varla lengur, hafði hún með sér til fararinnar spariklæði ef ske kynni að henni yrði boðið til veislu. Unnur var skartkona og naut þess stundum að vekja eftirtekt með klæðaburði sínum. Eftirlætislitir hennar vora bleikt, fjólublátt og rautt. Aldrei skyggði skartið þó á stærstu djásn hennar: lífsgleði og ástúð. Það var gaman að vera til með henni og mikið gat maður orðið fallegur þegar maður speglaðist í augum hennar. Vinátta hennar einstök, þar vora engir debet- og kreditdálkar færðir. Það er mikii gæfa að hafa átt Unni Jónsdóttur að vini. Megi sú gæfa styrkja Jónas Reyni, Nönnu og Bjarka og okkur hin. Jón, María og Dalla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.