Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 40

Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 40
jlO SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Ég hef hann! Ég hef hann! Hvað ertu að öskra? Ég er ekki búinn að kasta boltanum. Ekki kasta honum á mig! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Endurskoða þarf kvótakerfí í sjávar- útvegi og landbúnaði? Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: EKKI ER ráð nema í tíma sé tekið og tíminn bíður ekki eftir ráðum okkar manna, við verðum að gjöra svo vel að taka með í reikninginn komandi tíma til handa þeim er lifa munu og búa í landi okkar í framtíðinni. Stóriðjust- efnan í sjávarútvegi og landbúnaði þar sem markaðsnautinu hefur verið sleppt lausu og það látið valsa um landið undir formerkjum frelsis, ár eftir ár, hefur gert það að verkum að nautið hefur skilið eftir sig, rústir óheftrar markaðshyggju, með öðrum orðum Island á góðri leið með að verða borgríki á Reykjanesskaga. Milljarða fjárfestingar landsmanna á undanfómum árum og áratugum á landsbyggðinni, standa auðar og yfir- gefnar, verðlausar vegna þess að ekki var hugsað um að girða rétta girð- ingu í upphafi fyrir markaðsnautið. Ónýtt land og lítill fiskur Ef stærstu útgerðarfyrirtækin í sjávarútvegi skila ekki hagnaði með sínum stóreflis togurum, og hluta verðmæta er kastað á glæ, sökum ágalla í lögum, hvemig munu þá stór- eflis fjós landsmanna skila hinu sama? Ef til vill mætti nýta eitt stykki úthafsveiðiskip er lagt hefur verið af í sjávarútvegi sem verk- smiðjufjós, meðan núverandi mjólkurkvótakerfi landbúnaðar held- ur á sömu braut með markaðsnaut- inu. Verksmiðjubændur vilja ólmir flytja inn norskar kýr sem era stærri og henta betur í verksmiðjumar sem enginn veit enn hvort skili hagnaði til langtíma. Ef verksmiðjuíramleiðsla búafurða leggur upp laupana, hvað á þá að gera? A að borga smábændum til þess að koma aftur að bústörfum þegar búið hafði verið að borga þeim íyrir að hætta? Spurningar hrannast upp en atvinnumálastefna með tilliti til þjóð- hagslegrar hagkvæmni s.s. nýtingar mannvirkja, lands og umhverfissjón- armiða almennt er eitthvað sem virð- ist vanta í framtíðarstefnumótun nú- verandi stjórnmálamanna að því er virðist, þ.e.a.s. ef stefna er yftrhöfuð sú að viðhalda byggð í landinu öllu. Pegar stefna sú sem uppi er gerir það að verkum að allt í senn er hluta bænda og sjómanna, sjúkra og aldr- aðra og fjölskyldum þeirra ásköpuð fátækt, sökum stefnu aðalatvinnu- veganna, sem ekki skilar raunveru- legum þjóðhagslegum hagnaði, skattalega, er illa í ár tekið. Þess bera nú afkomutölur fyrirtækja í sjávar- útvegi vitni milli ára. Afkoma sauð- fjárbænda á Islandi og bænda al- mennt er ekki mikið til að tala um. Hinn almenni launamaður uppsker ekki enn lægri skatta. Markaðshyggjan á sér mörk Ef augu ráðamanna fara ekki að opnast fyrir mikilvægi þess að girða nauðsynlegar girðingar til handa landi og lýð svo markaðsnautið valsi ekki endalaust óheft um að vild, þá fara framtíðarmarkmiðin fyrir lítið. Girðingamar þurfa nefnilega að vera miklu hærri og sterkari og fyrir það fyrsta ákvarðanataka er byggist á umhugsun um framtíðina, ekki bara líðandi stund. Skipta þarf kvótakerfum landbún- aðar og sjávarútvegs í tvennt með mismunandi lögmálum. Númer eitt era umhverfismark- mið, umhverfisvæn veiðarfæri, um- hverfisvænn búskapur, smábátar og smábændur til helminga á við stór- veiðiskip og verksmiðjur. í hinum helmingnum má leyfa markaðsnaut- inu að ganga lausu innan girðingar. Þessi girðing er bráðnauðsynleg ef halda á uppi búsetu í landinu öllu, sem og að hefta fákeppni og einokun, sem hefur ekki verið á dagskrá okkar íslendinga, hingað til, en slík þróun lamar allt frumkvæði einstaklinga með fyrirhyggju til framtíðar og fær- ir okkur stöðnun í stað framfara. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, Heijólfsgötu 18, Hafnarfirði. Um Kristnihátíð Frá Haraldi Óla Haraldssyni: FYRIR eitt þúsund og einu ári kúg- aði erlendur þjóðhöfðingi íslendinga til þess að leggja niður trúfrelsi, af einhverjum ástæðum var því fagnað núna um helgina. Á milli 14 og 16 þúsund manns mættu hvorn daginn, skipuleggjend- ur hátiðarinnar segja þess vegna að um 30 þúsund manns hafi mætt í allt og það séu 10% þjóðarinnar (ef eng- inn mætti báða dagana). Mikið hefur verið rætt um 75 þúsund manna töl- una, mig langar að vita hvort hún var miðuð við að 37.500 manns kæmu hvorn daginn? Ætli hún hafi ekki frekar verið miðuð við að 75.000 manns kæmust á svæðið í einu. Aðst- andendur hátíðarinnar taka nú samt og bera saman 75 þúsund manna töl- una (þeir sem hefðu getað komist á svæðið í einu) við 30.000 manns (þar sem hver einstaklingur mætti bara annan daginn). Aðstandendur hátíð- arinnar telja sig þurfa að plata fólk með þessu vegna þess að þeim finnst mjög greinilega ekki mikið að fá 16 þúsund manns á Þingvelli til að fagna kristnitökunni, mér hins vegar finnst það mikið. Þessi hátíðahöld vora óþörf og þau era óréttlætanleg, þau vora móðgun við trúleysingja og alla sem era ekki kristinnar trúar. Alþingi ætti að biðjast afsökunar á að hafa staðið að þessum hátíðahöldum. Þessi hátíð sýndi að við þurfum að losna við þjóðkirkjuna, enginn trúar- hópur á að hafa svona mikil áhrif. Biskupinn stendur uppi glottandi eftir að hann er búinn að troða trú- frelsið niður á sjálfum Þingvöllum. Við þurfum að leggja niður þjóð- kirkjuna, ríkið á að hætta að skipta sér af trúmálum. Það sem Alþingi hefði átt að gefa þjóðinni á þessu af- mæli er það sem var tekið af henni fyrir þúsund og einu ári, trúfrelsi. HARALDURÓLI HARALDSSON, Stekkjargerði 6, Akureyri Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.