Morgunblaðið - 09.07.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
llnisjón: Ouðmundur I'áll
Arnarson
SUÐUR á 25 punkta, en án
tíguldrottningarinnar sem
makker hans leggur í púkk-
ið væri lítil von í þremur
gröndum. En viðbót makk-
ers gerir spilið ekki borð-
leggjandi:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
* 752
v 62
* D10963
* 753
Suður
* ÁK8
v ÁKD
♦ KG4
+ ÁG42
Vestur Norður Austur Suður
2lauf
Pass 2 tíglar Pass 3grönd
Pass Pass Pass
Vestur kemur út með
hjartagosa. Hvernig er best
að spila?
Þetta er einfalt ef vörnin
tekur strax á tígulás, en ef
ásinn er úti við þriðja eða
fjórða spil verður dúkkað í
tvígang, og þá fást ekki
nema tveir slagir á litinn.
Til hliðar eru sex slagir í
háspilum, svo málið snýst
um það að búa einn til í lauf-
inu. Sem ætti að takast ef
laufið er 3-3, en hvað með
4-2-leguna? Er þá einhver
von?
Norður
+ 752
y 62
♦ D10963
+ 753
Vestur Austur
* G643 * D109
y G1097 y 8543
♦ Á82 »75
+ D9 * K1086
Suður
♦ ÁK8
y ÁKD
♦ KG4
+ ÁG42
Til að byrja með ætti
sagnhafi að spila smáu laufi
að heiman. Hvort sem vörn-
in kemur hjarta eða spaða
til baka spilar sagnhafi næst
tígulkóng og á slaginn. Þá
leggur hann niður laufás-
inn! Sem er lykilspilamenn-
skan því þannig fellir hann
háspil annað í vestur, eins
og legan er. Síðan er tígul-
gosinn yfirdrepinn (og auð-
vitað dúkkar vestur). Inn-
koman er svo notuð til að
spila laufi að gosanum og
þar kemur níundi slagurinn.
Þetta er dæmigert vand-
virknispil þar sem nauðsyn-
legt var að „forvinna" lauf-
litinn til að hægt væri að
nýta tígulinnkomuna sem
best.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara vii’ka
daga og þriggja daga
fyiúrvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
ÍDAG
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar söfnuðu 2.586 kr. til styrktar
krabbameinssjúkum börnum. Þau heita Ágúst Lofts-
son og Kristín Margrét Jakobsdóttir.
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu 1.171
kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita
Þóra Katrín Gunnarsdóttir og Anna Kristín
Einarsdóttir.
skÆk
Ilinsjón Ilelgi Áss
Grétarsson
Alexander Aljékín er sá
heimsmeistari sem Garry
Kasparov (2851) hefur einna
helst tekið sér til fyrirmynd-
ar. Fléttur og leiftrandi
ímyndunarafl eru einkenni
þeirra beggja ásamt þrosk-
uðu stöðumati. Aljékín var
svo ógæfusamur að andstæð-
ingar hans vörðust hvergi
nærri jafn vel og samtíðar-
menn Kasparovs en það
veldur erfiðleikum við að
bera þessa miklu
meistara saman.
Staðan kom upp á
risaatskákmóti Fu-
jitsu-Siemens er
lauk iyrir skömmu
í Frankfurt í
Þýskalandi. Stiga-
hæsti skákmaður
heims hafði hvítt
gegn einum af
hryggbrotnum
áskorendum sín-
um, Alexei Shirov
(2751). 21.Bxg6!
hxg6?! 21...£xg6 var
leikur sem kom til
greina þar sem eftir 22.Rxe6
Hxdl+ 23.Hxdl Kf7 er erfitt
að sjá að hvítur hafi mikið
meira úrað moða en jafntefli.
22.Rxe6! fxe6 23.Dxg6+
Kh8 24.Dxf6+ Kh7 25.Hhel
Hxdl+ 26.Hxdl Dc5 27.g5
Hf8 27...DÍ8 hefði veitt harð-
vítugri vöm þar sem eftir
28.g6+ Kg8 29.Dxe6+ Kg7
er sóknarkraftur hvíts minni
en eins og skákin tefldist.
28.Dh6+ Kg8 29.Dxe6+ Kg7
30.Dh6+ Kg8 31.Dg6+ Kh8
32.Dh6+ Kg8 33.De6+ Kg7
34.Hd6! Be8 35.De7+! og
svartur gafst upp enda tapar
hann drottningunni eftir t.d.
35...HÍ7 36.Hg6+.
UÖÐA B FÍOT
EIR
Jón Sigurðsson, forseti, standmynd, sem steypt er í eir,
og stjarna, sem vökul á bládjúpum kvöldhimni skín.
í sölnuðu grasinu þýtur hinn hvíslandi þeyr:
Ó, þú, sem einn sólbjartan morgun varst hamingja mín.
Ó, herra, sem sendir oss spámenn og spekingafans,
og spanskgrænu heimsins þvoðir af volaðri sál.
Eg hef legið á gægjum við ljóra hins nýríka manns,
og látið mig dreyma hið fánýta veraldarprjál.
Eitt þögult og dularfullt hús stendur andspænis oss,
en enginn veit lengur til hvers það var forðum reist,
og nafnlausir menn, eins og nýkeypt afsláttarhross,
standa náttlangt á verði svo það geti sjálfu sér treyst.
Og nóttin leggst yfir hið sorgmædda sjálfstæði vort.
Úr saltabrauðsleik þessa heims er ég kominn til þín.
Eg veit að mitt fegursta ljóð hefur annar ort,
og aldrei framar mun dagurinn koma til mín.
Jón Sigurðsson, forseti, standmynd, sem steypt er í eir,
hér stöndum við saman, í myrkrinu - báðir tveir.
Steinn Steinarr.
SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2000 43
STJÖRJVUSPA
eftir Frances llrake
KRABBI
Þú ert allur fyrir rannsóknir
og athuganir á öllum sköp-
uðum hlutum og átt til að
vera stífur við aðra.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Hleýptu nú í þig kjarki og
taktu til hendinni. Hálfnað er
verk þá hafið er. Ljúktu þeim
verkefnum, sem fyrir liggja
áður en þú tekur að þér ný.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það gerist ekkert nema fólk
tali saman. Brjóttu odd af of-
læti þínu, hreinsaðu and-
rúmsloftið og gakktu tii sátta
við samstarfsmann þinn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þótt aðrir kunni að hafa
réttu svörin er óvíst hvort
þeir hafi rétta afstöðu til
mála. Hættu að reiða þig á
aðra og farðu eftir eigin sam-
vizku.
Krabbi ^
(21. júní - 22. júlí)
Þú mátt ekki lengur bara
einblína á vinnuna, því nú er
þér nauðsyn að einbeita þér
að þínum innri manni. Holl
hugleiðsla og bæn eru beztu
ráðin.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Vertu nú stór og sýndu öðr-
um vinskap, líka þeim, sem
þér er Htið um gefið. Hrana-
skapurinn hefur ekkert upp
á sig en góðvildin sigrar allt
og alla.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) iStfL.
Varaðu þig á því að festast í
einhverju leiðindafari.
Brjóttu þér nýjar leiðir og
bættu við menntun þína til að
mæta nýjum áskorunum.
V°g HTX
(23.sept.-22.okt.)
Þér vinnst ekki tími til þess
að framkvæma allar þínar
hugmyndir. Vinzaðu þær úr,
sem þér finnast beztar, og
einbeittu þér að því að hrinda
þeim í framkvæmd.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er oft skammt öfganna á
milli. Reyndu að finna skoð-
unum þínum farsælan farveg
og fylgdu þeim þar eftir, þótt
meðalhófið sé vandratað.
Bogmaður % ^
(22. nóv. - 21. des.) SCr
Þótt þú eigir erfitt með að
sætta þig við takmarkanir,
sem starfi þínu eru settar, þá
skaltu líta til þess að þær eru
þér í hag.
Steingeit „
(22. des. -19. janúar) 4K
Nú er komið að því að þú
þarft að leita til vina og
vandamanna um aðstoð, ef
þú ætlar að koma hugðarefni
þínu í endanlegan búing.
Vertu óhræddur.
Vatnsberi f .
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu sem minnst á því bera,
hvað þú heldur um framtak
samstarfsmanna þinna. Þeir
munu á endanum komast að
þvi að þú ert þeirra lykilmað-
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þú hafir aldrei litið á
sjálfan þig sem listamann, er
ekki þar með sagt að þú getir
ekki haft gaman og gott af
því að stunda listsköpun.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Útsalan
T, hefst á morqun
Tiskuverslunin °
Smort Grímsbæ, s:t 588 8488
Flugulínur
undirlínur
taumar
girni
Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500
J!
Sumarferð Dómkirkjunnar
Fimmtudaginn 13. júlí verður farin
árleg ferð eldri borgara. Farið verður kl. 13
frá Safnaðarheimilinu í Lækiargötu 14a.
Ekið verður að Skógum undir Eyjafjöllum
þar sem drukkið verður kaffi, byggðasafn-
ið skoðað og höfð helgistund í safnkirkj-
unni.
Innritun í ferðina verður í
síma 5622755 kl. 10-12
á mánudag og þriðjudag.
Gjald er kr. 800.
1965 vv 2000
c
GLERAUGNABUDIN
Hclrrxjut Krekller
D
35%
afmælisafsláttur
af gleraugum í júlí
Gleraugnabúðin,
Laugavegi 36, s: 5511945.
áTTÁPAN'
Laugavegi 66, sími 552 5980,