Morgunblaðið - 09.07.2000, Side 56
VlÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
<Q>
NÝHERJI
S: 569 7700
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍms69UOO, SÍMBRÉF569 USl, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
SUNNUDAGUR 9. JULI 2000
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK.
Fjárhund-
ar leika
.listir sínar
ÞARNA er skoski fjárhundurinn
Snerpa á ferð. Hún heldur kindun-
um, sem henni hefur verið falin um-
sjón með, saman í þéttum hópi og
rekur þær til og frá samkvæmt
skipunum. Þegar Snerpa leggst
niður staðnæmast kindurnar en
halda þétt hópinn, reiðubúnar til að
hlaupa næst þegar Snerpa stekkur
af stað.
Snerpa er ein margra hunda sem
taka þátt í sýningu Vestur-
landsdeildar Smalahundafélags Is-
lands á skoskum fjárhundum. Fjár-
hundasýningin er hluti af
landbúnaðarsýningunni Bú 2000 í
Laugardal og leika skosku fjár-
vJiundarnir listir sínar á túni við hlið
Laugardafshallar á klukku-
stundarfresti yfir daginn.
Morgunblaðið/Kristinn
*
1
Góð veiði
Grímsey
Grímsey. Morgfunblaðið.
MJÖG góð veiði hefur verið hjá sjó-
mönnum í Grímsey nú síðustu daga
að sögn Gunnars Hannessonar,
skipstjóra á Sæbjörgu EA 184, og
eru menn að fá allt að þrjú til fjögur
tonn á smæstu bátana. Veiðin er góð
bæði á færi og línu. Veiðin fór rólega
af stað í byrjun en hefur vaxið mikið.
Aðallega eru menn að físka í kring-
um eyna og norður að Kolbeinsey.
Að sögn Gunnars er hann ánægð-
ur með aflann en öðru máli gegni
með selinn. Hann segir hann vera
algera plágu hér á Norðurlandinu á
vorin og fara versnandi. „Selurinn
kemur eftir fengitímann alveg glor-
hungraður og er hér í um mánuð.
Hann bítur á kviðinn, sýgur lifrina
og eyðileggur fískinn. Við höfum
reynt að færa netin en hann finnur
þau alltaf aftur og aftur,“ sagði
Gunnar. Hann bætti því við að nauð-
synlegt væri að yfírvöld færu að
gera eitthvað í þessu máli.
Affoll húsbréfa hafa
aukist úr 9% í 14%
AFFÖLL á húsbréfum hafa aukist
talsvert það sem af er mánuðinum
og voru afföll á nýjasta flokki hús-
bréfa, sem mest viðskipti eru með,
14,34% á fóstudaginn. Fyrir mánuði
námu afföllin 9,04%. Guðmundur
Bjamason, framkvæmdastjóri
Ibúðalánasjóðs, sagði að þessi miklu
afföll endurspegluðu hátt vaxtastig í
landinu. Þrátt fyrir mikil affoll hefur
lítið dregið úr umsóknum um hús-
bréf.
Miklar sveiflur hafa orðið á ávöxt-
unarkröfu húsbréfa að undanförnu.
Afföllin jukust hratt í maí og fóru þá
Mikil afföll sögð endurspegla
hátt vaxtastig í landinu
Geysir gýs enn
EKKI virðist ætla að draga úr
virkni á Geysissvæðinu í Hauka-
dal og enn gýs Geysir, að sögn
Más Sigurðssonar, áhugamanns
um Geysissvæðið.
Nýir hverir eru enn að koma í
ljós að sögn Más. Geysir skvettir
úr sér með um 8 tíma millibili og
Strokkur gýs hærra og oftar en
hann á vanda til. Undir þetta tek-
ur Þórir Sigurðsson í Haukadal,
en hann hefur einnig fylgst með
breytingunum á svæðinu.
Eins og flestum er kunnugt
jókst virkni á hverasvæðinu í
Haukadal mikið í kjölfar Suður-
landsskjálftanna. Þórir segir
breytingarnar þó ekki allar á þann
veginn. Lækkað hafi í nokkrum
hverum á svæðinu og virkni
þeirra minnkað, þótt heildarvirkni
svæðisins sé vissulega meiri en
áður.
Ferðamönnum var talin stafa
hætta af Geysi ef hann gysi
skyndilega. Því var rauf sem gerð
hafði verið fyrir alllöngu í skál
Geysis stífluð með torfi og
sandpokum til að draga úr gos-
virkni. Geysir gýs þó enn.
hæst í nærri 20%. Affóllin minnkuðu
í lok mánaðarins og í byrjun júní
voru þau komin í 9%. Affóllin jukust
aftur eftir að Seðlabankinn tilkynnti
hækkun vaxta 16. júní sl. og á föstu-
daginn náðu afföllin nýju hámarki
þegar þau fóru upp fyrir 14%.
„Meðan stjórnvöld eru að hækka
vexti í landinu er þess vart að vænta
að ávöxtunarkrafa húsbréfa lækki.
Þetta er því í takt við það sem er að
gerast á markaðinum. 14% afföll eru
meira en við viljum sjá. Við teljum
að við þessar aðstæður sé óraunhæft
að gera ráð fyrir að afföllin fari niður
í núll, en við teldum að það væri
kannski hægt að sætta sig við 6-8%
afföll eins og aðstæðurnar eru,“
sagði Guðmundur.
Ibúðalánasjóður ætlar að
kaupa húsbréf fyrir 6 milljarða
Guðmundur sagði að íbúðalána-
sjóður ætti erfitt með að hafa mikil
áhrif á markaðinn. Það hefði þó ver-
ið ákveðið að sjóðurinn keypti hús-
bréf á markaðinum í þeim tilgangi
að draga úr spennu. Hann hefði
keypt húsbréf fyrir 500 milljónir í
júní, en hann hefði verið búinn að
kaupa fyrir 1,3 milljarða fyrr á ár-
inu. íbúðalánasjóður áformaði að
kaupa húsbréf fyrir samtals um 6
milljarða á árinu, en markaðsaðilar
hefðu ráðlagt sjóðnum að dreifa
þessum kaupum yfir árið. Um síð-
ustu mánaðamót tóku Landsbankinn
og Búnaðarbankinn við viðskipta-
vakt með húsbréf, en Guðmundur
sagði að þess væri ekki að vænta að
sú breyting yrði til að snöggar
breytingar yrðu ó markaðinum.
Guðmundur sagði að um 750 um-
sóknir um húsbréfalán hefðu borist í
júní, en að meðaltali bærust um 800
umsóknir á mánuði. Venjulega dreg-
ur úr umsóknum yfir sumarmánuð-
ina. Heildarviðskipti með húsbréf á
Verðbréfaþingi íslands námu 590
milljónum á föstudaginn og 1.672
% ÁVÖXTUN HÚSBRÉFA 98/2
milljónum alla vikuna. Talsvert dró
úr viðskiptum með húsbréf í maí
þegar affóllin voru sem mest og voru
viðskiptin t.d. ekki nema 400 milljón-
ir í vikunni þegar afföllin fóru upp
undir 20%.
Guðrún Árnadóttir, formaður Fé-
lags fasteignasala, sagði að þessi
miklu afföll á húsbréfum hefðu haft
þau áhrif að dregið hefði úr fast-
eignaviðskiptum. Hún sagði afföllin
endurspegla vaxtastigið í landinu.
Afföll segðu einfaldlega til um hvaða
kröfu fjárfestar gerðu um ávöxtun.
Húsbréf bera 5,1% vexti en kjör-
vextir á almennum skuldabréfalán-
um eru á bilinu 12-13%.
Elsta ljósmyndin af
Islandi á sýningu
®BÚNAÐARBANKINN
Tmatur bomU 170 tr
FYRSTU ljósmyndir sem teknar
voru á íslandi, á árinu 1845, eru á
sýningu sem opnuð var um helgina í
Hafnarborg. Myndirnar eru svokall-
aðar sólmyndir, teknar með hinni
fyrstu daguerro-aðferð af franska
Ijósmyndaranum Des Cloizeaux og
hafa varðveist í Musée des arts et
métiers du C.N.A.M. í París sem
lánaði frummyndirnar hingað.
Þetta eru að sjálfsögðu mjög dýr-
mætar myndir og sendiboðinn sem
sérstaklega kom með þær hingað
var djúpt snortinn yfir að geta nú
komið með myndirnar til Islands 150
árum eftir að þær voru hér teknar.
Þessar tvær fyrstu myndir sem
teknar voru utandyra á koparplötur
af Reykjavík og skipalæginu eru á
sýningu á ijósmyndum sem franskir
ljósmyndarar tóku hér á landi á ár-
unum 1845-1900, hluti þeirra feng-
inn að láni úr frönskum söfnum og
hluti úr Þjóðminjasafni íslands.
Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur,
sem búsett er í Frakklandi, hefur í
mörg ár gert leit að slíkum ljós-
myndum í frönskum söfnum, og gef-
ur nú að líta fjölda þeirra, sem aldrei
hafa sést hér fyrr, á sýningunni í
Hafnarborg, sem er á vegum Hafn-
arborgar og Þjóðminjasafns í tilefni
þess að Reykjavík er menningar-
borg Evrópu árið 2000. Hafa
frönsku söfnin lánað hluta af þessum
fundnu myndum af því tilefni.
Samtímis kemur út á vegum JPV-
forlagsins vegleg myndabók eftir
Æsu Sigurjónsdóttur með öllum
myndunum og lesmáli á íslensku og
frönsku undh nafninu Island í sjón-
máli, franskir ljósmyndarar á Is-
landi 1845-1900.
■ ísland/bls 23