Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 12

Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lögreglan telur að góður árangur hafí náðst á „slysalausum degiu ÁRANGUR „slysalauss dags í um- ferðinni", sem lögreglan í Reykjavík stóð að á fimmtudag, var kynntur í gær. Haldinn var blaðamannafundur í höfuðstöðvum lögreglunnar, þar sem yfirstjóm hennar ásamt Sól- veigu Pétursdóttur dómsmálaráð- herra gerðu grein íyrir árangri átaksins og beindu augum fram á veginn í umferðaröryggismálum. Umferðaróhöpp langtum færri Samkvæmt upplýsingum lögreglu urðu 11 umferðaróhöpp á fimmtudag. Gera má ráð fyrir því að raunveruleg- ur fjöldi óhappa sé eitthvað meiri þar sem þau koma ekki öll til kasta lög- reglu.Hinn 26. ágúst fyrir ári voru umferðaróhöppin 25, sem skráð voru hjá lögreglunni. Tryggingarfélögin skráðu áftur á móti 39 tilfelli þann dag. Að meðaltali hefur lögreglan skráð 16 tilfelli það sem af er þessu ári. Tvö slys en ekki alvarleg Því miður varð dagurinn ekki slysalaus. Tvö slys urðu en í hvorugu tilvikinu voru meiðsl talin alvarleg. Ekið var á níu ára gamlan dreng í Einholti í öðru tilvikinu en í hinu var ekið á hjólreiðamann í Fellsmúla. Samanburðardaginn í fyrra urðu þrjú slys. Lögreglunni eru það viss von- brigði að ekki tókst að gera daginn al- veg slysalausan en hún er ánægð með þann árangur sem náðist í að fækka umferðaróhöppum. Fleiri teknir á of miklum hraða Óhöppum fækkaði verulega en mun fleiri voru kærðir fyrir hrað- akstur sl. fimmtudag en í fyrra. Er það væntanlega hertu eftirliti að þakka, að fleiri voru gripnir nú, frek- ar en að fleiri hafi ekið hraðar. Hvemig túlka skal slíkar tölur verður þó alltaf álitamál. 26 voru kærðir fyr- ir hraðakstur nú en 10 í fyrra. Einn var gripinn ölvaður við akstur nú. Á heildina litið, þá komu upp 62 brota- mál í umferðinni fyrir utan óhöpp og slys. I fyrra voru slík mál 68 talsins. 14 skemmd ökutæki á móti 92 í fyrra skemmdust 92 ökutæki samanburðardaginn 26. ágúst og kostuðu skemmdirnar tryggingafé- lögin nær 10 milljónir. Samkvæmt nýjustu upplýsingum lögreglunnar skemmdust 14 ökutæki sl. fimmtu- dag. Endanleg tala verður þó ekki ljós fyrr en að nokkrum dögum liðn- um, þegar upplýsingar frá trygginga- félögum liggja fyrir. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, sagðist á blaðamanna- fundinum vera ánægður þrátt fyrir að dagurinn hefði ekki verið að fullu áfailalaus. Hann höfðaði til ábyrgðar ökumanna sjálfra og sagði, að ef landsmenn fylgdu reglum um há- markshraða, ækju ekki drukknir og notuðu ávallt öryggisbelti, þá sýndi tölfræðin okkur það, bæði héðan og af Norðurlöndunum, að það væri meira en góður möguleiki til þess, að alvar- legum slysum og dauðsföllum fækk- aði strax um helming. Skref í átt til bættrar umferðar Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra óskaði lögreglunni og borg- arbúum til hamingju með vel heppn- aðan umferðardag. Sagði hún að þrátt fyrir góðan árangur væri átak sem þetta einungis eitt skref í átt til meira umferðaröryggis og bættrar umferðarmenningar og við ættum mörg skref eftir. Sólveig sagði að tökin í umferðar- málum hefðu verið hert allverulega og minnti á umferðarátak það, sem dómsmálaráðherra boðaði til í sam- starfi við ýmsa aðila undir yfirskrift- inni „bætt umferðarmenning - burt með manníórnir". „En við höfum séð á atburðum í sumar, að við þurfum að taka enn bet- ur á; því miður hefur verið allt of mik- ið um alvarleg slys. Og engin af þess- um aðgerðum, sem við höfum staðið í sameiningu fyrir, hefur verið hugsuð sem einhvers konar skyndilausn. Þær eru hluti af langtímaverkefni, sem miðar að slysalausri umferð. Það er vissulega stórt verkefni. En þessi góði árangur, sem náðist í gær, sýnir Eram á gdðri leið en langt er í lokatakmarkið Umferðaróhöpp voru mun færri en endranær sl. fimmtudag, er lögreglan í Reykjavík stóð fyrir umferðarátakinu „slysalaus dagur í umferðinni“. Ellefu umferðaróhöpp voru skráð hjá lögreglu og einungis urðu tvö slys, án alvarlegra meiðsla. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sólveig Pótursdóttir dómsmálaráðherra og yfirstjórn lögreglunnar í Reykjavík kynntu árangur umferðar- átaksins „slysalaus dagur í umferðinni" á blaðamannafundi í gær. okkur hvers megnug lögreglan er og árangurinn er sýnilegur í fækkun slysa og umferðaróhappa." Sólveig sagði ennfremur að það væri ekki síð- ur mikilvægt að átakið hefði styrkt tengslin á milli lögreglunnar og al- mennings, sem hún teldi ákaflega mikilvægt. „Slysalausa daga“ um allt land Sólveig sagðist telja hinn góða ár- angur í Reykjavík gefa tilefni til þess, að lögregluembætti úti um allt land beittu sér fyrir álíka degi og „slysa- lausum degi“ í Reykjavík. Hún myndi beita sér fyrir því að svo gæti orðið og að hún myndi innan skamms senda erindi til allra lögreglustjóra á land- inu. Benti hún á að framundan væri upphaf skólaárs og af því bæri að taka mið. Dómsmálaráðherra fannst ástæða til að þakka fjölmiðlafólki sérstaklega fyrir áhuga þeirra á umferðar- átakinu. Stuðningur þeirra væri mjög mikilvægur. Undir þetta tók Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Sagði hann að umfjöllun fjölmiðla næstu daga á undan sjálfum átaksdeginum hefði strax leitt til þess að umferðar- slysum fækkaði. „Þetta segir okkur það, að þegar við þurfum að koma mjög skýrum, afmörkuðum, ákveðn- um skilaboðum til almennings, þá þurfum við að eiga mjög gott sam- starf við fjölmiðla. Þai- er fagfólk og mjög áhugasamt fólk um það, sem við erum að gera.“ I yfirlýsingu lögreglunnar vegna átaksins kemur fram, að ef tekið sé mið af því tímabili, sem lögreglan og samstarfsaðilar hafa haft uppi sér- stakan áróður og hvatningu til öku- manna, þá hafi umferðaróhöppum fækkað um helming. Mikill fjárhagslegiir ávinningnr Geir Jón sagði að ef miðað væri við þriggja daga tímabil, sl. fimmtudag og næstu tvo daga á undan, þá væri nær helmingsfækkun á óhöppum. I fyrra hefðu þau verið 85 en í ár 44. Mismunur á skemmdum ökutækjum væri 89 ökutæki. Sagði hann að þetta sýndi að með samstilltu átaki og sýni- leika löggæslunnar væri hægt að lyfta grettistaki. „Við höfum svo sem bent á það að ef við værum vel mann- aðir, þá gætum við gert stóra hluti í þessum málum.“ Sagði Geir Jón að hann liti svo á, að með fækkun óhappa undanfama daga væru ökumenn að leggja inn á reikning hjá tryggingarfélögunum og ef vel tækist til í framhaldinu, ættu ökumenn myndarlega og mikla inn- eign sem þeir ættu heimtingu á að fá aftur til baka næst þegar tryggingar- iðgjöld yrðu ákveðin. Lögreglumenn fleiri en verkefnin einnig Er dómsmálaráðheiTa var spurður að því hvort það, að ljóst þætti að aukinn viðbúnaður lögreglu bætti umferðina, gerði ekki kröfu til stjóm- valda um að auka fjárveitingar til lög- reglunnar, þá svaraði hún því til að það væri mál, sem væri velt upp á hverju ári og væri í stöðugri endur- skoðun. Nú væri það svo, að það hefði verið fjölgað í lögreglunni en verk- efnum lögreglunnar hefði að sama skapi fjölgað, t.d. mjög alvarlegum fíkniefnamálum. Sagði hún að sjá þyrfti til hvað aðstæður leyfðu í þessu tilliti. Ökutækjum fjölgar mikið í septem- ber, að sögn Geirs Jóns, með því, að framhalds- og háskólanemai' utan af landi streyma til borgarinnar. I ljósi þess, sem framundan er, mun lög- reglan viðhafa sérstakt eftirlit með umferð í grennd við grannskóla eins og venja er á þessum tíma árs og koma til að mynda Iögreglumenn úr rannsóknardeildum til hjálpar við umferðareftirlit á þessum árstíma. Einnig hefur lögreglan gott samstarf við gangbrautarverði við grannskól- ana. Geir Jón lagði áherslu á það, að þrátt fyrir góðan árangur nú, þá dygði ekki að fyllast værðarlegri sig- urvímu. Það yrði að beijast áfram og það hvíldi ekki eingöngu á herðum lögreglunnar eða dómsmálaráðu- neytisins að bæta umferðarmenning- una, það væri vinna okkar allra og við þyrftum að virkja alla til samvinnu í þessu verkefni. Lögreglan í Reykja- vík væri að byrja á nýjum áherslum og ætlaði að fylgja þeim eftir. „Og við ætlum að gera allt, sem í okkar valdi stendur - allt - til að skapa betri um- ferðarmenningur hér á okkar svæði. Við eram á góðri leið en það er langt í lokatakmarkið." Málm- bræðslan seld úr landi MÁLMBRÆÐSLA íslenska stálfé- lagsins hefur verið seld erlendum aðilum, að sögn Haralds Þ. Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra og eig- anda brotajárnsvinnslunnar Furu, en fyrirtækið keypti bræðsluna úr þrotabúi stálfélagsins sem lok- aði henni sex mánuðum eftir að fyrirtækið hóf starfsemi árið 1989. „Það kostaði tvo milljarða að byggja bræðsluna á sínum tíma,“ segir Haraldur. Að sögn hans hefur bræðslan verið seld aðilum í Tyrklandi og ísrael. „Bræðslan samanstendur af mörgum mismunandi hlutum, svo sem ofni, dælu- og hreinsibúnaði og steypuvél. Dælu- og hreinsi- búnaðurinn var seldur til ísrael en ofninn og steypuvélin til Tyrk- Iands,“ segir Haraldur, en verið var að lesta 4000 tonna skip í Hafnarfjarðarhöfn í gær sem flyt- ur hluta búnaðarins til kaupanda. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Stórt skip liggur nú í Hafnarfjarðarhöfn sem flytur búnað úr stálbræðslunni til kaupanda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.