Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 21 Vann Grett- isbikarinn í annað sinn Hvammstanga - Um sfðustu helgi fór fram keppni um Grettisbik- arinn við Byggðasafnið á Reykjum við Hrútafjörð. Var keppnin liður í dagskrá Grettisdags-Bændadags, sem var síðasti liður í sumarhátíð- inni Bjartar nætur, sem haldin er árlega í Húnaþingi vestra. Dagurinn hófst með söguskoðun á Bjargi í Miðfirði og guðsþjónustu á Melstað. Hópur fólks fór því næst í táknræna ferð úr Miðfirði yflr í Hrútafjörð eftir fáförnum vegi úr Vesturárdal, en oft segir frá ferðum Grettis sterka milli þessara sveita. Við Byggðasafnið á Reykjum fór fram skemmtidagskrá, þar sem m.a. var keppt í kálfaþrautabraut, sem gestir úr Búðardal unnu, kúa- dómum og kúadelluveðbanka, þar sem menn veðjuðu á merkta reiti í kúagirðingu. Hápunktur dagskrár- innar var árleg keppni aflrauna- manna um Grettisbikarinn. sem Gísli Jón Magnússon, júdókappi frá Stað, stjórnaði. Keppt er í nokkrum þrautum, steinalyftu, þar sem steinar eru 55, 90 og 112 kfló og er þeim lyft upp á olíutunnur, þá er dreginn Trupper-jeppabif- reið, fengist við stærstu traktors- hjólbarða og bændaganga, sem er kapphlaup með tvo 30 h'tra brúsa. Alls kepptu átta um bikarinn og hlutskarpastur varð Siguij'ón Þor- steinsson á Reykjum, en hann var handhafi bikarins frá síðasta ári. íöðru sæti var Reynir Guðmunds- son og í þriðja Jakob Hermanns- son. Gestum var einnig boðið að skoða Byggðasaftiið, meðal annars sýninguna Refsingar á íslandi, en sú sýning var opnuð í Hillebrands- húsi á Blönduósi fyrr í sumar. Gönguferðir um Þingvelli NÚ UM helgina eru síðustu forvöð að taka þátt í hefðbundinni sumar- dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Laugardaginn 26. ágúst gefst kostur á gönguferð um eyðijörðina Arnarfell við Þingvallavatn. Farið verður frá þjónustumiðstöð kl. 13 og ekið að afleggjaranum að Arnarfelli þaðan sem lagt verður upp kl. 13.30 og gengið á fellið. Gera má ráð fyrir að ferðin taki ríflega 3 klst. Það er nauðsynlegt að vera vel skóaður og sjálfsagt að taka með sér nestisbita. Sunnudaginn 27. ágúst verður einnig lagt í gönguferð kl. 13. Þá verður gengið meðfram gjábarmi Snókagjár, niður Langastíg og um Stekkjargjá. Byrjað verður við þjónustumiðstöð og í göngunni einkum rætt um jarðfræði og nátt- úrufar Þingvallasvæðisins. Búast má við að gangan taki um 2 klst. Guðsþjónusta verður í Þingvalla- kirkju kl. 14 og eftir messuna geng- ið um þingstaðinn forna í fylgd stað- arhaldara. Sú ganga hefst við kirkjuna og tekur ríflega 1 klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. ---------------- Göngudagur FÍ og SPRON BOÐIÐ verður upp á gönguferð milli eyðibýla á Þingvöllum sunnu- daginn 27. ágúst. Leiðsögumaður í þessari ferð verður Þór Vigfússon, kennari á Selfossi, sem gjörþekkir Þingvallasvæðið og búsetusögu þess. Meðal viðkomustaða á þessari göngu má nefna Selkot en þar var búið fram til 1953, Svartagil, þar sem búið var fram til 1970 og Hrauntún. Brottför er frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 11 á sunnudagsmorgun og áætluð heimkoma síðdegis. Létt hressing verður í boði að göngu lokinni og á göngudegi F.í. og SPRON er allt frítt; rúta, fararstjórn og hressing en þátttakendur þurfa sjálflr að sjá um nesti til hádegisverðar. Sigurvegararnir (f.v.) Reynir Guðmundsson, Siguijón Þorsteinsson og Jakob Hermannsson. Keppnisandinn var mikill - Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson hlaupið með brúsana. Ökkar árlega p®i§&§áMfíJÚMk er byrjuð með gfæsibrag. Stútfull gróðurhús af pottaplöntum og nú bjóðum við leirpotta á betra verði en sést hefur á Íslandi. Byltfngnrkennt verð Begonía Stofuaskur Drekatré Jukka Burkni- Rifblaðka Gróour mold Friðarlilja jKam Æf 12 lítrar ALLT A SAMA STA6 Uppiý s i n g a s í m ?: 5800 500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.