Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 21 Vann Grett- isbikarinn í annað sinn Hvammstanga - Um sfðustu helgi fór fram keppni um Grettisbik- arinn við Byggðasafnið á Reykjum við Hrútafjörð. Var keppnin liður í dagskrá Grettisdags-Bændadags, sem var síðasti liður í sumarhátíð- inni Bjartar nætur, sem haldin er árlega í Húnaþingi vestra. Dagurinn hófst með söguskoðun á Bjargi í Miðfirði og guðsþjónustu á Melstað. Hópur fólks fór því næst í táknræna ferð úr Miðfirði yflr í Hrútafjörð eftir fáförnum vegi úr Vesturárdal, en oft segir frá ferðum Grettis sterka milli þessara sveita. Við Byggðasafnið á Reykjum fór fram skemmtidagskrá, þar sem m.a. var keppt í kálfaþrautabraut, sem gestir úr Búðardal unnu, kúa- dómum og kúadelluveðbanka, þar sem menn veðjuðu á merkta reiti í kúagirðingu. Hápunktur dagskrár- innar var árleg keppni aflrauna- manna um Grettisbikarinn. sem Gísli Jón Magnússon, júdókappi frá Stað, stjórnaði. Keppt er í nokkrum þrautum, steinalyftu, þar sem steinar eru 55, 90 og 112 kfló og er þeim lyft upp á olíutunnur, þá er dreginn Trupper-jeppabif- reið, fengist við stærstu traktors- hjólbarða og bændaganga, sem er kapphlaup með tvo 30 h'tra brúsa. Alls kepptu átta um bikarinn og hlutskarpastur varð Siguij'ón Þor- steinsson á Reykjum, en hann var handhafi bikarins frá síðasta ári. íöðru sæti var Reynir Guðmunds- son og í þriðja Jakob Hermanns- son. Gestum var einnig boðið að skoða Byggðasaftiið, meðal annars sýninguna Refsingar á íslandi, en sú sýning var opnuð í Hillebrands- húsi á Blönduósi fyrr í sumar. Gönguferðir um Þingvelli NÚ UM helgina eru síðustu forvöð að taka þátt í hefðbundinni sumar- dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Laugardaginn 26. ágúst gefst kostur á gönguferð um eyðijörðina Arnarfell við Þingvallavatn. Farið verður frá þjónustumiðstöð kl. 13 og ekið að afleggjaranum að Arnarfelli þaðan sem lagt verður upp kl. 13.30 og gengið á fellið. Gera má ráð fyrir að ferðin taki ríflega 3 klst. Það er nauðsynlegt að vera vel skóaður og sjálfsagt að taka með sér nestisbita. Sunnudaginn 27. ágúst verður einnig lagt í gönguferð kl. 13. Þá verður gengið meðfram gjábarmi Snókagjár, niður Langastíg og um Stekkjargjá. Byrjað verður við þjónustumiðstöð og í göngunni einkum rætt um jarðfræði og nátt- úrufar Þingvallasvæðisins. Búast má við að gangan taki um 2 klst. Guðsþjónusta verður í Þingvalla- kirkju kl. 14 og eftir messuna geng- ið um þingstaðinn forna í fylgd stað- arhaldara. Sú ganga hefst við kirkjuna og tekur ríflega 1 klst. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. ---------------- Göngudagur FÍ og SPRON BOÐIÐ verður upp á gönguferð milli eyðibýla á Þingvöllum sunnu- daginn 27. ágúst. Leiðsögumaður í þessari ferð verður Þór Vigfússon, kennari á Selfossi, sem gjörþekkir Þingvallasvæðið og búsetusögu þess. Meðal viðkomustaða á þessari göngu má nefna Selkot en þar var búið fram til 1953, Svartagil, þar sem búið var fram til 1970 og Hrauntún. Brottför er frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 11 á sunnudagsmorgun og áætluð heimkoma síðdegis. Létt hressing verður í boði að göngu lokinni og á göngudegi F.í. og SPRON er allt frítt; rúta, fararstjórn og hressing en þátttakendur þurfa sjálflr að sjá um nesti til hádegisverðar. Sigurvegararnir (f.v.) Reynir Guðmundsson, Siguijón Þorsteinsson og Jakob Hermannsson. Keppnisandinn var mikill - Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson hlaupið með brúsana. Ökkar árlega p®i§&§áMfíJÚMk er byrjuð með gfæsibrag. Stútfull gróðurhús af pottaplöntum og nú bjóðum við leirpotta á betra verði en sést hefur á Íslandi. Byltfngnrkennt verð Begonía Stofuaskur Drekatré Jukka Burkni- Rifblaðka Gróour mold Friðarlilja jKam Æf 12 lítrar ALLT A SAMA STA6 Uppiý s i n g a s í m ?: 5800 500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.