Morgunblaðið - 26.08.2000, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Gulf Air útilokar „á þessari stundu“ að mistök hafí valdið flugslysinu á Barein
Flugritar sendir til Evrópu
eða Bandaríkjanna
Hamad Ali, yfirflugstjóri á Airbus A320-flota Gulf Air, á fréttamanna-
fundi í gær ásamt Sheikh Ahmed bin Saif al-Nehyan, framkvæmda-
stjóra félagsins, og Saalim al-Salmi, aðstoðarmarkaðsstjóra þess.
Manama í Barein. AP, AFP, Reuters.
FLUGRITAR Airbus A320 þotu
flugfélagsins Gulf Air, sem fórst í
aðflugi á Barein í Persaflóa á mið-
vikudagskvöld, verða sendir til
Evrópu eða Bandaríkjanna til rann-
sóknar og túlkunar, að því er fram-
kvæmdastjóri félagsins sagði á
fréttamannafundi í gær. Sheik
Ahmed bin Saif al-Nahayan sagði
ennfremur að hvorki flugritinn, sem
geymir tækniupplýsingar um flugið,
né hljóðritinn úr stjómklefa vélar-
innar, hefðu verið opnaðir.
Þotan var í aðflugi að flugvellin-
um í Manama á Barein en steyptist í
hafið og fórust allir sem með henni
vora, 135 farþegar, flestir Egyptar,
og átta manna áhöfn. Flugstjóri vél-
arinnar tilkynnti ekki um nein vand-
kvæði í aðfluginu og talaði með eðli-
legri röddu fáeinum mínútum áður
en vélin fórst, sagði Hamad Ali, yfir-
flugstjóri Airbus 320-flota Gulf Air,
á fréttamannafundinum í gær.
„Enn sem komið er bendir allt til
þess að ekkert hafi verið að. [Flug-
stjórinn] hélt áfram að lækka flugið
uns hann var kominn í einnar sjó-
mílu hæð og bað þá um að fara hring
og koma aftur. Ekki er vitað hver
ástæða þessa var,“ sagði Ali. „Hann
fór hring [...] og u.þ.b. eina sjómílu
frá lendingu hvarf vélin af ratsjá.“
AIi sagði ennfremur að öll sam-
skipti áhafnar vélarinnar við flug-
turn hefðu verið eðlileg, þ.á m. tónn-
inn í rödd flugstjórans. Enn ætti
eftir að komast að því hvers vegna
hann hefði farið fram á að fara hring
og koma aftur. Blaðið Bahrain
Tribune hafði eftir ónafngreindum
AP
heimildamönnum að flugstjórinn
hefði nálgast flugbrautina á miklum
hraða og hefði flugumferðarstjórnin
beðið hann að fara hring og draga úr
hraðanum.
Þá kom fram í máli Alis á frétta-
mannafundinum að „á þessari
stundu“ væri ekki talið að mistök
flugmanna væru orsök slyssins.
Hann bar líka til baka fréttir bar-
einskra flugmálayfirvalda um að
vélin hefði verið í þriðju aðflugstil-
raun þegar hún fórst og sagði ein-
ungis eina tilraun hafa verið gerða
áður en vélin steyptist í hafið.
Ali bar einnig til baka fréttir um
að eldur hefði komið upp í hreyfli
vélarinnar. Airbus A320 er tveggja
hreyfla og eru mótorarnir fram-
leiddir af bandaríska fyrirtækinu
General Electric og franska ríkis-
fyrirtækinu SNECMA. Engar vís-
bendingar hefðu komið fram um að
eldur hefði kviknað í öðrum hreyfl-
inum eins og sjónarvottar hefðu
borið um.
Dýpi á þeim stað sem vélin lenti í
sjónum er um þrír metrar og í gær
héldu kafarar frá Barein og banda-
ríska flotanum áfram að leita að
braki úr vélinni. Fulltrúar banda-
ríska samgönguöryggisráðsins,
NTSB, og franskir rannsóknar-
menn eru komnir til Barein til að að-
stoða við opinbera rannsókn á slys-
inu, en hún hefst formlega í dag.
Auk þeirra er fulltrúi frá framleið-
anda vélarinnar, evrópsku flugvéla-
samsteypunni Airbus Industrie,
kominn til Barein vegna rannsókn-
arinnar.
Sameiningarhugmyndir
Baraks „síðasta hálmstráið“
ísraelskir fréttaskýrendur segja forsætis-
ráðherrann róa lífróður til þess að bjarga
ríkisstjórn sinni frá falli, og leiðtogar hinna
flokkanna hafa ekki sýnt hugmyndum
Baraks um þjóðstjórn neinn áhuga.
HÁTT í tveir þriðju ísraela eru
þeirrar skoðunar að Ehud Barak
forsætisráðherra hafi ekki góða
stjórn á málefnum ríkisins, sam-
kvæmt niðurstöðum skoðanakönn-
unar sem ísraelskir fjölmiðlar
greindu frá í gær. Var könnunin
unnin af Dahaf-stofnuninni, og
leiddi hún í ljós að 64% aðspurðra
voru sammála þeirri fullyrðingu að
stjórn Baraks væri „léleg“, en 33%
voru ósammála fullyrðingunni.
Aftur á móti kvaðst meirihluti
vera hlynntur þeim stjórnarfars-
umbótum sem Barak hefur nýlega
lagt til og fela meðal annars í sér
samþykkt stjómarskrár þar sem
kveðið er á um aukin réttindi
kvenna, afnám sérréttinda strang-
trúaðra gyðinga, t.d. undanþágu
þeirra frá herskyldu, og skipulag
skóla í samræmi við ríkisskólana.
Þá vill hann að borgaraleg
hjónabönd verði leyfð og trú-
málaráðuneytinu verði lokað. Blað-
ið Jerusalem Post hefur eftir hon-
um í gær að fyrirætlanir hans séu
ekki andstæðar trúnni og að hann
muni ekki gera neitt nema „með
viðræðum." Hann muni þó ekki
láta viðgangast að viðræður við
flokka trúaðra leiði til þess að allt
sigli í strand. Sextíu og fjórir af
hundraði lýstu sig hlynnta áform-
um Baraks um samfélagsumbætur.
Óvinsælli en Netanyahu
En forsætisráðherrann er enn
ekki eins vinsæll og forveri hans af
hægri vængnum, Benjamin Netan-
yahu, og segjast aðeins 43% myndu
kjósa Barak ef efnt yrði til kosn-
inga nú, en 47% myndu kjósa Net-
anyahu. í ísrael er forsætisráð-
herra kosinn sérstaklega í al-
mennri atkvæðagreiðslu.
Flokkar strangtrúaðra, t.d.
Shas-flokkurinn, hafa eindregið
hafnað tillögum Baraks um „ver-
aldlega byltingu" og hafa forystu-
menn trúaðra sagt að Barak vilji
útrýma þætti trúarinnar í ísra-
elsku samfélagi.
Ríkisstjóm Baraks hefur ekki
lengur meirihluta á þinginu, en í
kjölfar þess að friðarviðræður hans
við Yasser Arafat, leiðtoga Palest-
ínumanna, fóru út um þúfur í
Bandaríkjunum í síðasta mánuði
sögðu fjölmargir þingmenn sig úr
stjórninni, þ. á m. yfirgaf Shas-
flokkur strangtrúaðra stjómina.
Var Barak legið á hálsi fyrir að
hafa gefið of mikið eftir í viðræðun-
um við Arafat.
í biðilsbuxurnar
ísraelskir fréttaskýrendur segja
að Barak hafi í vikunni tekið fyrsta
eiginlega skrefið í átt að myndun
þjóðstjórnar, er hann biðlaði til
Likud-bandalagsins um að það
gangi til stjómarsamstarfs innan
fárra vikna ef friðarviðræður við
Palestínumenn sigla endanlega í
strand. Kemur þetta fram í blaðinu
Ha’aretz í gær.
í útvarpsviðtölum sagði Barak
að félagar í Likud væm „gott fólk“
og hrósaði í hástert leiðtoga flokks-
ins, Ariel Sharon, og gaf í skyn að
hann gæti gegnt embætti utanrík-
isráðherra í þjóðstjórninni. Sagði
Barak m.a. að „aðdáun" sín á Shar-
AP
Ehud Barak mætir ásamt ráð-
herrum sínum til vikulegs rík-
isstjómarfundar.
on væri „ekkert leyndarmál." En
Sharon sagði í viðtali við Ha’aretz
að ef hann gengi til liðs við stjórn-
ina - sem hann hygðist alls ekki
gera - myndi David Levy verða ut-
anríkisráðherra.
Levy gegndi reyndar því em-
bætti í stjórn Baraks, en hann var
einn þeirra sem sögðu skilið við
stjómina í kjölfar friðarfundarins í
Bandaríkjunum.
Barak sagði að hann vildi koma á
„borgaralegri stefnu" ásamt Lik-
ud, Meretz-flokknum, Shinui-
flokknum og Miðjuflokknum. „Við
eram á sama báti,“ sagði Barak,
„og ég er viss um að Sharon er líka
að hugleiða þetta alvarlega vegna
þess að þetta er alvarlegt mál.“
En hvatningarorð Baraks til
sameiningar hlutu yfirleitt dræmar
undirtektir, að sögn fréttaskýr-
anda Ha’aretz, og er litið á orð for-
sætisráðherrans sem örvænt-
ingarfulla tilraun - síðasta
hálmstráið áður en boðað verði til
kosninga.
Sharon hafi sagt að hann hafi
engan vilja til að starfa með Barak
vegna þess að forsætisráðherrann
hafi gefið of mikið eftir í viðræðun-
um við Palestínumenn, einkum
hvað varðar Jerúsalem.
Heimildarmenn innan Likud
segja auk þess, að jafnvel þótt
Sharon vildi ganga til liðs við Bar-
ak myndi það reynast honum erf-
itt, því ólíklegt sé að miðstjóm
flokksins myndi samþykkja slíkt í
ljósi þess hve veik pólitísk staða
Baraks er. Þá megi Sharon ekki
láta í það skína innan flokksins að
hann standi í vegi fyrir endurkomu
Netanyahus, sem njóti mikils
stuðnings í miðstjóminni.
Á ljörur við Meretz
í yfirlýsingu frá forsætisráð-
herraembættinu segir að Meretz-
flokkurinn sé „náttúralegur félagi"
Verkamannaflokks Baraks og að
forsætisráðherrann sé sannfærður
um að Meretz verði fyrstur flokka
til að koma til samstarfs þegar
stjórnin verði stækkuð. En við-
brögðin hjá Meretz vora fráleitt já-
kvæð, að sögn Ha’aretz. Sagði leið-
togi flokksins, Yossi Sarid, að
flokkur sinn myndi aldrei taka þátt
í stjórn með aðild Likud eða ann-
arra hægriflokka.
Stjórnmálamenn sem ekki era
nafngreindir era hafðir fyrir því í
Ha’aretz að hvað svo sem komi út
úr tilraunum Baraks til að bjarga
stjórn sinni með því að mynda
þjóðstjórn, kunni þessar tilraunir
að gera út um alla möguleika á frið-
arsamningum við Palestínumenn
einmitt núna þegar þær era á hvað
viðkvæmustu stigi. En aðrir túlka
aðgerðir forsætisráðherrans aftur
á móti sem svo að hann sé að senda
Arafat óbein skilaboð um að ef
hann sýni ekki meiri sveigjanleika
kunni hann að tapa því sem hefur
þó áunnist.
Íg
Fylgi
Schröders
eykst
GERHARD Schröder, kanslari
Þýskalands, kom afar vel út í
skoðanakönnun þar sem svar-
endur vora spurðir um álit sitt á
helstu stjómmálaflokkum
Þýskalands. Samstarfsmenn
Schröders í rfldsstjórninni
þóttu enn fremur koma óvenju
vel út í könnuninni.
Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar hefur Jafnaðar-
mannaflokkur Schröders aukið
fylgi sitt um 2% frá því síðasta
könnun var gerð og fylgi sam-
starfsflokks Jafnaðarmanna,
Græningjaflokksins, hefur auk-
ist um 1%.
Kristilegir demókratar, sem
era í stjómarandstöðu og
misstu fylgi eftir að fregnir af
fjármálamisferli Helmuts
Kohls, fyrram kanslara, komust
í hámæli, urðu hins vegar á ný
fyrir nokkra fylgistapi og
standa í 36%.
Kwasniewski
sigurviss
ALLS tilkynntu þrettán fram-
bjóðendur þátttöku sína í kom-
andi forsetakosningum í Pól-
landi í gær. Núverandi forseti,
Alexander Kwasniewski, sem
talinn er líklegur til að bera sig-
ur úr býtum, lét kosningastjórn
nöfn 1,7 milljón stuðnings-
manna í té í gær en frambjóð-
endur þurftu að sýna fram á
stuðning 100.000 manna a.m.k.
Kwasniewski mun þurfa að
kljást við marga frambjóðendur
sem teljast á miðju eða vinstri
væng stjómmála. Samkvæmt
skoðanakönnunum nýtur
Kwasniewski um 65% fylgis
kjósenda.
Trúboði
myrtur
BANDARÍSKUR trúboðs-
prestur, John Kaiser, sem bú-
settur var í Kenýa, fannst látinn
á fimmtudag við bíl sinn og
hafði hann verið myrtur með
haglabyssu. Kaiser var 67 ára
gamall og einn af ötulustu tals-
mönnum mannréttinda í land-
inu. Hafði hann meðal annars
afskipti af máli sem reis vegna
nauðgunarkæra sem borin var
fram gegn háttsettum embætt-
ismanni á skrifstofu Daniels ar-
ap Mois, forseta Kenýa.
Kaiser var afar umdeildur
vegna gagnrýni sinnar á forset-
ann og stuðningsmenn hans.
Fyrr á árinu sakaði hann ráð-
herra í ríkisstjórninni um að
hafa æst til ættbálkaóeirða árin
1991 og 1997 og síðan hefðu ráð-
herramir lagt undii’ sig jarðir
sem fólk flúði af vegna ótta við
ofbeldið.
Stöðva vél-
hjólamenn
LANDAMÆRAVERÐIR
hindraðu S gær tugi evrópskra
vélhjólamanna í að komast til
Finnlands en þar verður um
helgina haldinn alþjóðlegur
samfagnaður liðsmanna Hell’s
Angels-vélhj ólasamtakanna.
Talsmenn lögreglu sögðu í gær
að eingöngu því fólki sem væri á
sakaskrá hefði verið meinaður
aðgangur en Finnar hafa miklar
áhyggjur af því að átök meðal
vélhjólagengja kunni að brjót-
ast út í tengslum við fagnaðinn.
t