Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 27
Reykj avíkurborg
Morgunblaðið/Kristinn
Heitar máltíðir í
alla grunnskóla
FRÆÐSLURÁÐ hefur samþykkt
að öllum einsetnum grunnskólum í
Reykjavík verði gert kleift að bjóða
upp á heitar og kaldar máltíðir frá
og með 1. september. „Lögð verður
áhersla á að maturinn verði hollur,
fjölbreyttur og lystugur og er þar
gengið út frá manneldismarkmið-
um um hvað almennt er talið hollt,“
segir Brynhildur Briem, lektor við
Kennaraháskóla Islands, sem á
sæti í vinnuhóp á veg-
um Fræðslumiðstöðv-
ar Reykjavíkur sem
unnið hefur að þessum
málum. Boðið verður
upp á heitar máltíðir
2-3 daga í viku en hina
dagana kaldar máltíðir.
Þannig verður það að
vera fyrst um sinn að
sögn Brynhildar vegna þess að
aðstaðan í eldhúsum skólanna er
þannig að ekki er hægt að hafa
heitan mat alla daga. Þetta verður
valmöguleiki fyrir bömin og verður
maturinn seldur á ko.stnaðaiverði.
Skólamáltíðirnar verða teknar upp
í áföngum, nú í haust er gert ráð
fyrir að allir einsetnir gmnnskólar
muni geta boðið þær í fyrsta til
fjórða bekk en gert er ráð fyrir að
haustið 2002 verði allir grunnskólar
í Reykjavík með skólmáltíðir í þess-
um bekkjum. Síðan mun þetta fær-
ast upp í efri bekki eftir því sem
unnt er. „Þetta er mikil fram-
kvæmd sem tekur tíma að koma á
en verður unnið að í skólunum fi-am
eftir hausti. Síðastliðinn vetur vom
heitar skólamáltíðir þegar komnar í
um 15% skóla á höfuðborgarsvæð-
inu svo þetta stefnir í rétta átt,“
segir Bryndhildur. Hún segir
vinnuhóp hjá Fræðsluráði Reykja-
víkur hafa unnið að þessu um nokk-
urt skeið en nauðsynlegt hafí verið
að gera úrbætur í
matarmálum barna í
skólum.
„Skóladagurinn er
að lengjast og börnin
borða ekki heima í há-
deginu. Flestir for-
eldrar vinna lengi á
daginn og fá mat í
vinnunni þannig að
kvöldmaturinn er víða léttur mat-
ur. Þess vegna er nauðsynlegt að
koma þessum máltiðum á í skólan-
um og á í rauninni að vera sjálfsagt
mál. Vinnandi fólk gerir samning
um að fá sinn matartíma þar sem
boðið er upp á mat í vinnunni eða
það getur nálgast heitan mat. Skól-
inn er vinnustaður barnanna þann-
ig að þau eiga rétt á mat ekki síður
en hinir fullorðnu. Ég held að borg-
arstjórinn í Reykjavík sætti sig
varla við að þurfa að fara í vinnuna
með tvær þurrar samlokur á hverj-
um einasta degi.“
Mikilvægt
að nestið sé
lystugt og
hollt
í MÖRGUM skólum þurfa börnin
enn að koma með nesti en að sögn
Brynhildar sýna kannanir að
yngstu börnin séu duglegust að
koma með nesti í skólann. Þegar
þau eldist fari hins vegar nestis-
pökkunum fækkandi af einhverj-
um ástæðum. Hún segir gott ef
skólarnir sjálfir setji sé vinnuregl-
ur um nestistíma og að þau mál séu
líka rædd í foreldrasamfélaginu.
Góð næring í skólanum hefur mikil
áhrif á líðan og getu bamanna í
skólanum og því er mikilvægt að
huga vel að nestisgerðinni.
„Fyrst og fremst þarf nestið að
vera lystugt svo að bömin borði
það, vera í hagkvæmum umbúðum
svo það geymist vel og fari vel í
töskunni og vera hollt.“ Hún segir
gróf brauð og bollur með áleggi
vera hentug og mikilvægt sé að
hafa áleggið ljölbreytt til dæmis
ost, grænmeti, ávexti, skinku og
kæfu. „Rætt hefur verið um að
skinka og kæfa henti ekki sem
álegg í nesti því þetta séu við-
„HÉR erum við ekki byrjuð að
bjóða upp á heitar máltíðir en verið
er að skoða möguleika á því,“ segir
Regína Höskuldsdóttir skólastjóri
Mýrarhúsaskóla á Seltjamamesi
þegar hún er spurð hvort ná-
grannasveitafélög eins og Sel-
tjamarnes ætli að feta í fótspor
Reykjavíkur með því að bjóða upp á
heitan mat í skólanum. „Skipaður
hefur verið starfshópur á vegum
skólans sem hefur kannað þessi
mál. Við höfum verið að safna upp-
lýsingum og reyna að sjá hentug-
ustu leiðina." Hún segir að gerð hafí
Gott er að setja grænmetisbita
með í nestisboxið.
kvæmar vörur sem geyma þurfí í
kæli en þá er gott að nota frosið
brauð sem þiðnar með álegginu á
og helst þannig kalt fram eftir
morgni." Hún segir að gott sé að
setja ávexti og grænmeti með í
nestispakkann til dæmis henti epli
og bananar vel og mandarínur
þegar þær séu fáanlegar. Af græn-
meti má benda á gulrætur, tómata,
rófubita og bút af agúrku sem
pökkuð er inn í plast. í skólunum
séu síðan yfírleitt seldar mjólkur-
vörur og þá er um að gera að velja
þær sem innihalda minnstan sykur.
verið könnun meðal foreldra og
komið hafi í ljós að skoðanir séu
skiptar. Sumir taki vel í þessar hug-
myndir en aðrir vilji sjá um nestið
sjálfir. Hún segir að frumskilyrði
fyrir því að skólar bjóði upp á mál-
tíðir sé að viðunandi aðstaða sé fyrir
hendi í skólanum tO að matast.
Plássleysi hamli því að þetta verði
að veruleika nú, skólinn sé yfirfullur
og ekki gert ráð fyrir mötuneyti. „í
augnablikinu er þetta því þannig að
heimilin sjá um nestið en við seljum
mjólk og skyr í skólanum og höld-
um vatninu að börnunum."
Skólinn er vinnu-
staður barnanna
þannig að þau
eiga rétt á mat
ekki síður en hinir
fullorðnu
I Mýrarhúsaskóla er ekki
boðið upp á máltíðir
Er verið að skoða
möguleikana
Heitar máltíðir
í Arbæjarsköla
Börnin
hressari
og betur
upplögð
til náms
í ÁRBÆJARSKÓLA hefur
verið boðið upp á heitan mat í
hádeginu fyrir yngstu börnin
síðastliðin tvö ár að sögn Þor-
steins Sæberg skólastjóra.
„Börnin fá hálftíma matarhlé
í hádeginu þar sem boðið er
upp á heitan mat í en við höf-
um matráðskonu sem eldar
matinn. Matseðillinn er send-
ur út til foreldra mánuð fram
í tímann þannig að þeir vita
hvað barnið borðar hvern ein-
asta dag. Þannig er hægt að
forðast að barnið fái sama
matinn um kvöldið.“ Hann
segir um 90% foreldra nýta
sér þessa þjónustu. „Þetta er
alger bylting í starfinu hjá
okkur. Við tökum eftir því að
börnin eru hressari, betur
upplögð til náms og líður
gi-einilega mun betur þegar
þau fá góða næringu í hádeg-
inu.“ Hann segir eldri bömin
ekki fá heitan mat en að
stefnt verði á að það verði í
boði fyrir þau með tímanum.
„I augnablikinu stendur þeim
annars konar fæða til boða,
brauð, samlokur og þess hátt-
ar. Það væri gaman ef hægt
væri að bjóða þeim upp á
heitan mat líka og spennandi
að sjá hvaða viðtökur það
fengi hjá þeim.“
Iðnbúð 1,210 Garðabæ
sími 565 8060
Tvö þúsund við-
skiptavinir 11-11
verslana fá send
bréf í pósti
Rukka
matar-
innkaupin
frá því í
fyrra
UM tvö þúsund viðskiptavinir
11-11 búðanna og nokkrir við-
skiptavinir Nóatúns hafa undan-
fama daga verið að fá send bréf
heim frá kortafyrirtækjum og
Kaupási, þar sem þeim er gerð
grein fyrir því að vegna mistaka
hafi þeir ekki verið mkkaðir um
matarinnkaup í maí árið 1999.
Þeim er boðið að koma með at-
hugasemdir áður en upphæðirn-
ar sem um ræðir verði teknar af
korti viðkomandi.
Bjarki Júlíusson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs
Kaupáss, segir að vegna bilunar
í tölvukerfi hafi um 2.000 ein-
staklingar ekki verið rukkaðir
og það hafi því miður ekki upp-
götvast fyrr en löngu síðar.
Hann segir að meirihluti við-
skiptavina hafi tekið þessu vel
og segir að meðalupphæðirnar
sem um ræði nemi um 1.500
krónum.
Nýtt
Tæki gegn
flugnabiti
INNFLUTNINGUR
og dreifíng ehf. hef-
ur sett á markaðinn
Zanza-Click, tæki
sem vinnur á flugna-
biti. I fréttatilkynn-
ingu segir að tækið
minnki þörfina á að
klóra sér og dragi
úr bólgum við flugnabit, en megi
einnig nota á brunasár eftir
brenninetlur. í tækinu er kristall
sem gefur frá sér rafbylgjur. Setja
á tækið við bitið og smella af fimm
sinnum. Þannig sendir tækið frá
sér rafbylgjur sem eiga að minnka
kláða og særindi við bitið. Áríð-
andi er að nota tækið sem fyrst
eftir bit. Tækið gengur ekki fyrir
rafhlöðum og það má nota á böm.
Það er selt í lyfjaverslunum og
Fríhöfninni í Leifstöð.
Krem
KOMIÐ er á mark-
aðinn krem, In-
tensive Moistur-
izing Balm frá
Stendhal. í frétta-
tilkynningu frá
Gasa segir að
kremið sé raka-
krem sem inni-
haldi öragnir sem
mýki húðina.
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir hefur gert
kjarasamning við eftirtalin 18 fyrirtæki:
Sérleyfisbíla Akureyrar hf., P. Hannesson, Bifreiðastöð Lyngáss, Hópferðabíla Bjarna og
Braga, Guðmund Tyrfingsson ehf., Hópferðabíla Suðurlands, Vestfjarðaleið, Jóhannes
Ellertsson ehf., Hópferðabíla Jónatans Þórissonar, Hópferðabíla Hauks Ægis, Hópferða-
bíla Þórðar Jónssonar, Erlend Björnsson, Hópferðabíla Reynis Jóhannssonar, Snæland
Grímsson hf., Hópferðabíla Inga Erlingssonar, Hópferðabíla Magnúsar Þórs Einarssonar,
Ferðaþjónustu ÞIÞ ehf., Hópferðabíla Valgarðs Sigmarssonar og Hópferðabíla Kristgeirs
Sigurgeirssonar.
Birtum við hér með þá launataxta sem síðast voru gerðir og er gildandi samningur um
lágmarkskjör.
Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist til 15. mars árið 2004 með þeim breyt-
ingum og fyrirvörum sem í þessum viðbótarsamningi felst og falla þá úr gildi án sér-
stakrar uppsagnar.
Launataxtar Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis eru því svo hljóðandi:
Mánaðarlaun Tímakaup Yfirvinna Stórhátíð
Fyrsta árið: 90.560,00 532,71 911,94 1.024,51
Eftir eins árs starf: 96.899,00 570,00 975,77 1.096,22
Eftir þriggja ára starf: 103.682,00 609,89 1.044,08 1.172,96
Eftir sex ára starf: 110.940,00 652,59 1.117,16 1.255,06
Eftir níu ára starf: 118.706,00 698,27 1.195,37 1.342,92
Eftir tólf ára starf: 127.015,00 747,15 1.279,04 1.436,92
Þessir taxtar hækka um 3% hinn 1. janúar nk., 3% 1. janúar 2002, 3% 1. janúar
2003 og 3% 1. janúar 2004.
Bifreiðastjórafélagið Sleipnir