Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 29

Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 29 LISTIR Karlakórinn Heimir hefur stuttan stanz og heldur tónleika í Langholtskirkju Úr vöggu karlakóranna á heimssýninguna KARLAKÓRINN Heimir er einn af ástsælustu karlakórum landsins og starfar í vöggu karlakóranna, Skaga- firði. Kórinn heldur tónleika í Lang- holtskirkju í Reykjavík á morgun, sunnudag, klukkan 17, áður en hann heldur upp í ferðalag til Hannover í Þýskalandi. Þar mun hann koma fram á heimssýninguni Expo 2000 á þjóð- ardegi íslands, 30. ágúst, ásamt fleiri listamönnum. Kórinn var í hópi fjöldamargra listamanna sem sóttu um að taka þátt í heimssýningunni. Var hann valinn úr og hlaut styrk frá menntamálaráðu- neytinu til að greiða hluta fararinnar. „Við fengum að vita þetta snemma í vor og höfum verið að undirbúa ferð- ina síðan,“ segir Þorvaldur G. Óskars- son, formaður kórsins, í samtali við Morgunblaðið. „AUs fara 63 félagar, með söngstjóranum Stefáni R. Gísla- syni og undirleikara, en í kómum held ég að séu venjulega um 68 manns.“ Heimir mun koma fram á þjóðar- degi Islands á hátíðinni, þann 30. ágúst. „Við förum bara þama út til' þess að taka þátt í hátíðinni. Við kom- um fram þrisvar þennan dag og dag- skráin hefst snemma um morguninn." Kórinn hefur verið að æfa upp nýja efnisskrá síðan í vor, en að sögn Þor- valds var það gert að skilyrði að eingöngu yrðu flutt íslensk lög. ,Á efnisskránni höfum við því ein- ungis íslensk kórlög, auk þýska þjóðsöngsins," útskýrir hann. „Flest þessi lög höfum við sungið einhvern tíma áður, en þurftum að æfa þau upp á nýtt þar sem við emm ekki með þau á okkar söngskrá núna. Það ligg- ur því heilmikill undirbúningur að baki.“ Á leið kórsins frá Skagafirði til Keflavíkur mun kórinn hafa stutta viðdvöl í Reykjavík og halda tónleika á Langholtskirkju. Þeir verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 17. ,Á þess- um tónleikum flytjum við blöndu af efnisskránni sem við emm að fara að syngja í Hannover og öðmm verkum sem em á söngskrá okkar. Beint eftir tónleikana höldum við svo út á flug- völl og tökum næturvélina til Dússel- dorf.“ Orugffur með sig oo o Renault Megane er öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki samkvæmt öryggisprófunum NACP Renault Mégane Berline 17.130,- a manuor Verð frá 1.398.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1400cc - 4 loftpúðar - abs- fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Classic 19.556,- á mánuði* Verð frá 1.598.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar Renault Mégane Break 19.920,- á mánuði* Verð frá 1.628.000,- 5 dyra - 5 gíra - 1600cc - 4 loftpúðar - abs - fjarstýrð hljómtæki - fjarstýrðar samlæsingar *meðalútborgun á mánuði miðað við 25% útborgun (t.d. notaðan bíl) og afganginn á 84 mánuðum. Gtjótiiáls 1 Sími 575 1200 Söludeild 5751220 Komdu og prófaðu þann sem hentar þér RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.