Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
i
meðferd
Börn
Sagt frá höfuðbeina-
og spjaldhryggs-
jöfnun.
Astmi tengdur við
aukna neyslu
ruslfæðis.
mm g
Bót á psoriasis kann
að vera innan seilingar
The New York Times Syndicate.
SKJÓT og full bót á psoriasis og
skjallbletti kann að vera innan seil-
ingar fyrir þær milljónir manna sem
þjást af þessum kvillum. Um er að
ræða nýtt tæld, svonefndan „eximer-
leysi,“ sem bæði nær skjótum árangri
og virðist ekki hafa neinar aukaverk-
anir vegna þess að það ræðst einungis
gegn skemmdri húð, að því er vísinda-
menn segja.
Með tækinu er beitt útfjólubláum
B-geislum, og geta þeir eytt ein-
kennum sjúkdómanna á aðeins broti
af þeim tíma sem þarf við beitingu
eldri aðferða með útfjólubláum geisl-
um, að því er læknar segja. Þá er
hættan á húðkrabba mun minni, en
hún var erfiður fylgifiskur eldri að-
ferða.
Psoriasis (einnig nefndur sóri á ís-
lensku) er ólæknandi og veldur því að
húðfrumur fjölga sér mun hraðar en
eðlilegt er og myndast þykkar skellur
á andliti, hnjám, olnbogum, höndum
og fótum sjúídinga. Alls þjást um 1-2
prósent jarðarbúa af sjúkdómnum.
Skjallblettur lýsir sér í því að allur
litur hverfur úr húðinni á ákveðnum
stöðum, oftast mjög áberandi stöðum
eins og í kringum augu, munn og á
höndum. Segja sérfræðingar þetta
geta haft mjög alvarleg sálræn áhrif
og einnig eykst hættan á húðkrabba á
þeim stöðum þar sem litefni hverfa úr
húðinni. Tilfelli skjallbletts eru um
það bil jafntíð og tilfelli psoriasis,
nema á Indlandi þar sem um átta
Associated Press
Leysitækni verður sífellt meira
áberandi innan læknavísindanna.
prósent íbúa þjást af sjúkdómnum.
Hvorki psoriasis né skjallblettur er
smitandi, en ekki er vitað hvað veldur
þessum sjúkdómum. Eldri aðferðir
við meðhöndlun psoriasis fela í sér að
sjúklingar þurfa að standa í litlum
klefa þar sem annaðhvort útfjólublá-
um A- eða B-geislum er beint að
þeim. Segja sérfræðingar að nauð-
synlegt hafi verið að meðhöndla sjúkl-
ing allt að 30 sinnum til þess að halda
einkennum niðri í nokkra mánuði.
Við tilraunir með nýju aðferðina,
sem gerðar voru á 13 psoriasis-sjúkl-
ingum, kom í ljós að ef sterkum geisla
írá eximer-leysinum var beint að húð-
skellu hvai'f hún samstundis og að
fjórum mánuðum liðnum hafði hún
ekki komið aftur. Greint var frá nið-
urstöðum tilraunarinnar í Archives of
Dermatology.
Byltingar að vænta
í annarri tilraun, sem gerð var með
nýja tækið, var notaður veikari geisli,
en árangurinn var hinn sami. Dr.
James M. Spencer, fi-amkvæmda-
stjóri húðskurðlækninga við Mt. Sin-
ai-læknamiðstöðina í New York,
greindi frá niðurstöðunum á fundi
Bandarísku húðsjúkdómalækna-
akademíunnar. „Þetta er mjög spenn-
andi,“ sagði Spencer. Hætturnar við
eldri aðferðir hafi að mestu verið úti-
lokaðar. Útfjólublátt ljós veldur
hrukkum og húðkrabba, segir
Spencer, en þar eð hægt er að halda á
nýja tækinu er hægt að beina því ein-
ungis að þeim stöðum á líkamanum
sem þörf sé á.
Dr. Steve Feldman, aðstoðarpró-
fessor í húðsjúkdómafræði við lækna-
deild Wake Forest-háskóla, tekur
undir það að nýja tækið sé spennandi,
en bendir jafnframt á að það sé bara
ein af mörgum, nýjum leiðum sem
psoriasis-sjúklingum gefist nú á með-
ferð. „Það má vænta algerrar bylting-
ar í meðferð á psoriasis,“ segir hann.
Tenglar
Samtök psoriasis- og exemsjúkl-
inga á fslandi'.www.psoriasis.is/
Astmi
tengdur
ruslfæði
The Daily Telegraph.
AUKIN neysla ruslfæðis og til-
búinna rétta sem seldir eru í
stórmörkuðum hefur verið
bendluð við mikla fjölgun astma-
tilfella í börnum á Vesturlönd-
um. Slíkum tilfellum hefur fjölg-
að svo mjög á undanliðnum
áratugum að sérfræðingar ræða
nú um „faraldur".
Nýjasta vísbendingin um skað-
semi þess mataræðis sem rutt
hefur sér til rúms meðal barna á
Vesturlöndum berst frá Aber-
deen-háskóla. Vísindamenn þar
könnuðu tíðni astmatilfella í
börnum í Sádi-Arabíu í samstarfi
við lækna þar syðra. Þykir hún
hafa leitt í Ijós skýr og ótvíræð
tengsl á milli astma í börnum og
mataræðis þar sem lítið fer fyrir
fersku grænmeti, vítamínum og
steinefnum.
Hópur visindamanna undir
stjórn Anthony Seaton bar sam-
an mataræði og heilsufar 100
barna með astma eða öndunar-
erfiðleika og 200 barna sem eng-
in merki sýndu um sjúkdóminn.
Greint er frá niðurstöðunum í
nýjasta hefti tímaritsins Thorax
og kemur þar fram að fjöl-
skyldusaga og lélegt mataræði
tengist sjúkdómnum. Þau börn
sem neyttu minnst af grænmeti,
mjólk, E-vítamíni og steinefnum
reyndust þrisvar sinnum líklegri
um er mörgum áhyggjuefni.
til að þjást af astma og „blæstri“.
I rannsókninni kom fram að
fjölskyldustærð breytti engu í
þessu efni né heldur önnur veik-
indi, fjárhagsleg afkoma eða
reykingar foreldra.
Um þetta sagði Anthony Sea-
ton: „Með aukinni velmegun í
Sádi-Arabíu siðustu 30 árin hef-
ur vestrænt mataræði gerst al-
gengara. Nú liggja fyrir sönnun-
argögn í þá veru að mataræði sé
mikilvægur þáttur í því hvort
einstaklingur sem tilheyrir
erfðafræðilegum áhættuhópi fær
astma.“ Og prófessorinn bætti
við: „Mataræði á meðgöngu get-
ur verið sérlega mikilvægt til að
mynda vörn gegn ofnæmi, þar
sem það getur haft áhrif á þróun
ónæmiskerfis fóstursins.“
Tenglar
Um astma í börnum: www.net-
doktor.is/Sjukdomar/Efni/
Astmi_i_bornum.htm
Tímaritið Thorax: http://
thorax.bmjjournals.com/
Hvað er melatonin ?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Melatonin er víða selt,
t.d. í Bandaríkjunum, sem nátt-
úrulegt hjálparmeðal við svefn-
leysi og til að jafna dægursveiflur
líkamans, t.d. á ferðalögum. Einn-
ig var talið að það kynni að draga
úr streitu og ynni gegn krabba-
meini. Fróðlegt væri að fá frekari
upplýsingar um melatonin og áhrif
þess, kosti, galla, aukaverkanir.
Er ráðlegt að taka það á ferðalög-
um og sem hjálp við tímabundnu
svefnleysi? Er óhætt að taka það
að staðaldri, t.d. fyrir þá sem
vinna á síbreytilegum vöktum?
Hvers vegna er það ekki selt hér á
landi?
Svar: Melatonin er efni sem
myndast í heilakönglinum (pineal
gland), sem er staðsettur nálægt
miðju heilans. Efni þetta hefur
verið þekkt lengi (í meira en 40 ár)
en lítið er vitað með vissu um þýð-
ingu þess í líkamanum. Mun meira
af melatonini losnar út í blóðið að
nóttu en degi og hafa sumir túlkað
þetta svo að efnið taki þátt í að
stjórna dægursveiflum líkamans.
Það einkennir mjög rannsóknir á
þessu lyfi að mismunandi rann-
sóknarhópar fá iðulega ólíkar nið-
urstöður. I sumum tilvikum
hengja menn sig í niðurstöður ein-
hverrar rannsóknar þar sem út-
koman var mjög jákvæð fyrir nota-
gildi melatonins, jafnvel þótt aðrir
hafi ekki fundið það sama eða feng-
ið þveröfuga útkomu. Sumt af því
sem haldið er fram um melatonin
byggist á frásögnum eintaklinga af
áhrifum eða bata, sem þeir telja sig
hafa fengið, en slíkar frásagnir hafa
því miður ekkert vísindalegt gildi,
heldur þarf skipulagða rannsókn á
stórum hópi fólks. Hvorki er með
þessu verið að vefengja slíkar frá-
sagnir né gera lítið úr þeim á nokk-
um hátt en þær duga ekki til að
dregnar séu víðtækar ályktanir.
Við skulum líta á dæmi um rök-
semdafærsluna. Oft er talað um að
magn melatonins í blóði minnki
með aldrinum og með því að gefa
efnið megi hægja á öldrun. Þessu
til stuðnings er vitnað í dýratilraun-
ir þar sem meðalaldur dýranna
hækkaði um 20-25% ef þeim var
gefið melatonin. Á þessu eru nokkr-
ir gallar: Þó að flestir hafi fundið
minnkað magn melatonins með
hækkandi aldri er ekki þar með
sagt að uppbótarmeðferð með
melatonini dragi úr öldrunar-
einkennum; sjaldan er talað um
hinar dýratilraunimar þar sem
meðalaldur hækkaði eldd eða jafn-
Óþekkt
áhrif
vel lækkaði. Því er haldið fram að
melatonin örvi kynhvöt og bæti
kynlíf fólks en ekki er vitað til þess
að slíkt hafi verið rannsakað hjá
mönnum og reyndar hefur sést
rýmun kynkirtla hjá tilraunadýr-
um sem fengu lyfið. Einnig hafa
sumir gert mikið úr því að melaton-
in sé andoxunar-efni en aftur vantr
ar á því rannsóknir hvort þessi eig-
inleiki gagnist líkamanum á
einhvem hátt.
Á einu sviði eru niðurstöður
rannsókna nokkuð sannfærandi,
en það er varðandi notagildi
melatonins við svefntruflunum
sem stafa af ferðalögum yfir mörg
tímabelti, vaktavinnu eða háum
aldri. Margt bendir til að sumt
gamalt fólk sem þjáist af svefn-
truflunum geti haft gagn af því að
taka melatonin sem svefnlyf, en
gamalt fólk þolir venjuleg svefnlyf
oft illa.
Þegar melatonin er gefið sem
lyf hefur þó reynst erfitt að finna
hæfílega skammta. Skammtar
hafa oftast verið á bilinu 0,1 til 200
mg en algengast er að gefin séu
1-3 mg í senn. Talsvert af rann-
sóknum á melatonini em í gangi
og stöðugt eykst vitneskja okkar
um hugsanlega kosti þess og galla.
Þeir sem stunda slíkar rannsóknir
kvarta þó undan erfiðleikum við að
fjármagna rannsóknirnar og bera
þar einkum við áhugaleysi lyfja-
fyrirtækja. Lyfjafyrirtækin hafa
takmarkaðan áhuga vegna þess að
melatonin er ódýrt efni sem ekki
er hægt að fá einkarétt á, frekar
en önnur efni sem myndast í
líkamanum og gróðavon er því lítil.
Hversu hættulegt er þetta lyf
og hvaða áhættu er fólk að taka?
Svo virðist sem bráð eituráhrif
melatonins séu lítil, taka má mjög
stóra skammta án þess að hætta
sé á ferðum. Þetta gildir þó ekki
endilega alltaf, t.d. hafa sést fóst-
urskemmdir hjá dýram og ættu
konur alls ekki að nota lyfið á með-
göngutíma. Sömuleiðis er lítið sem
ekkert vitað um áhrif melatonins á
vöxt og þroska barna og unglinga,
fólk sem tekur önnur lyf og fólk
með sjúkdóma þar sem ónæm-
iskerfið er of virkt (ofnæmi, sjálfs-
ofnæmissjúkdómar, o.fl.). Um
hugsanlega eiturverkun við lang-
tímanotkun er einfaldlega sáralítið
vitað. Vonandi á eftir að koma í Ijós
að melatonin sé gagnlegt lyf með
sem fæstum aukaverkunum. Stað-
an er einfaldlega sú að við vitum
ekki enn við hverju við ættum að
nota lyfið og ekki heldur hvaða
skammta við ættum að nota. Eina
undantekningin er að nota má
melatonin, stundum með góðum
árangri, sem svefnlyf hjá öldraðum
eins og áður er sagt. I Banda-
ríkjunum er melatonin flokkað sem
fæðubótarefni en í Evrópu, Kanada
og víðar sem lyf. Melatonin er ekki
á markaði í Evrópu vegna þess að
enginn hefur sótt um að fá að setja
það á markað sem lyf.
Á NETINU: Nálgast má skrif
Magnúsar Jóhannssonar um
læknisfræðileg efni á heimasíðu
hans á Netinu. Slóðin er: http://
www.hi.is/~magjoh/
• Lesendur Morgunblaðsins
geta spurt lækninn um það sem
þeim liggur á hjarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 f síma
5691100 og bréfum eða símbréf-
um merkt: Vikulok. Fax 5691222.
Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á
netfang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
f,
I
1