Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.08.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 (JMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Atak gegn slysum í umferðinni . A SIÐASTA Alþingi flutti undirritaður frum- varp til laga um sam- ræmdan ökuhraða bif- reiða. Frumvarpið var samið eftir viðræður við ýmsa aðila sem vinna í umferðinni, s.s. flutn- ingabflstjóra, lögreglu- menn o.fl. Skemmst er firá því að segja að firum- varpið var ekki sam- þykkt, m.a. vegna um- sagnar umferðarráðs þar sem vitnað var í hemlunarvegalengd þungaflutningabifreiða og var tínt til m.a. að í Svíþjóð væru í gildi hraðatakmarkan- ir mismunandi eftir biireiðategund- um. Það kom hinsvegar ekki fram, í álitsgerðinni frá umferðarráði, að á helstu umferðaræðum í Svíþjóð eru Umferðarmál Mín skoðun er sú að ef ekki verður fjölgað verulega í umferðar- lögreglu, segir Gísli S. Einarsson, séu hert viðurlög haldbesta hjálpartækið. tvær til þrjár akreinar og oftast mjög þægilegt að aka fram úr. Þar eru einnig langir kaflar með útskotum tfl hliðar svo unnt er fyrir þungaflutn- ingabifireiðar að hleypa hraðari um- ferð fram úr þar sem ekki eru tvö- faldar akreinar til beggja átta. Þannig að þessi atriði vantaði í 'samanburðinn milli landa. Reyndar held ég að umferðaraðstæður á fs- landi séu ekki sambærilegar við að- Gísli S. Einarsson stæður annarsstaðar í Evrópu. Slysahætta við framúrakstur Flestir eru sammála um að alvarlegustu slysin í umferðinni skapist af of hröðum akstri og einnig við framúrakstur eða óað- gæslu á einhvem hátt. Sem betur fer bijóta flestir þungabifreiðar- stjórar lög um öku- hraða (án athuga- semda lögreglu) til að mynda ekki stíflur á vegum, þannig að ekki myndast sí- felld hætta við framúrakstur. En svo eru það ýmsir aðrir sem aka á „sín- um“ hraða, sem venjulega er vel und- ir hámarksökuhraða og þeir eru hættulegir sér og öðrum sem nálægt þeim koma. Rétt er að geta um dæmi. Ég kom að tíu bfla röð við Hafnarskóg sem ók á 60 km hraða, það kom slitr- ótt umferð á móti þannig að ekki var unnt að taka fram úr röðinni fyrr en sást langt fram á veg rétt austan Hafnarár. Þegar undirritaður komst fram með röðinni háttaði þannig til að fremstur var útlendur húsbfll og öku- maður hans virtist vera að bregða upp sjónauka öðru hveiju, e.t.v. í leit að dvalarsvæði. Næsti bfll var lítill fólks- bfll með heljarstórt fellihýsi aftan í bflnum. I þriðja fremsta bflnum var eldri maður sem líklega hefur sætt sig við hraðann. Það sem verra var, að einn af bflunum sem komu á móti röð- inni var lögreglubfll, sem ekki gerði athugasemd við þetta aksturslag. Þessi slysagildra leystist upp án óhappa, en við svona aðstæður gerast oft slæmir hlutir. Ég viðurkenni mína sök í þessu dæmi, en ók þó ekki fram úr fyir en ég var öruggur um að kom- ast. Nákvæmlega svona væru að- stæður á vegum ef þungaflutningabfl- Bætum hag aldraðra ÞAÐ er ánægjulegt að fylgjast með fréttum af bættum hag rflds- sjóðs og lækkun skulda okkar sameiginlega iRjóðs - ríkissjóðs - þrátt íyrir að auknu fé sé varið til ýmissa gagnlegra fram- kvæmda eins og kom fram í viðtali í Morgun- blaðinu við okkar ágæta fjármálaráðherra, Geir Haarde, sem gefur von um áframhaldandi grósku í þjóðh'íinu með góðæri og aukinni vel- ferð þjóðfélagsins. Fyrir tæpum tveimur árum var fyrir tilstilli Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra skipuð nefnd, sam- ráðsnefnd um málefni aldraðra. Sam- ráðsnefiidin var skipuð þremur j-áðherrum og þremur fulltrúum aldr- aðra. Þetta voru þau Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðherra, Geir Haarde fjármálaráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra, en fulltrúar aldraðra voru Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, Hafsteinn Þorvaldsson, stjómarmaður í LEB, og Ólafur Ól- afsson, formaður Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni. Eitt af meginverkefnum í stjóm landsins er samningur fjárhagsáætl- unar fyrir rfldssjóð, fjárlögin. Nú «#fikna ég með að þessi lög séu í burð- arliðnum og því sérstök ástæða til að huga að hlut aldraðra, sem margir eiga við bág kjör að búa, að minnsta kosti þeir sem lifa á lífeyri Trygg- ingastofnunar rfldsins eingöngu eða að mestu leyti. Hlutur 7-8000 manns er ekki beysinn, þeir hafa farið á mis við „velferðina". í síðustu fjárlögum Páll Gíslason var staðfest að hlutur aldraðra hefði lítið batnað, enda er það svo að þegar stuðst er við prósentur af lágri tölu, þá kemur lflca lág tala út% í fyrra kom þetta út svona: Ellilífeyrir hækkaði um 157 kr. á mánuði fyrir einstakling en 141 kr. fyrir hjón. Heimilis- uppbót hækkaði um 129 kr. og nú er óskert heimilisuppbót ellilíf- eyrisþega 14.463 á mán- uði. Það er því Ijóst að ekki eru þessar upphæðir til þess fallnar að hagur fólks batni. Nú er staðreynd að fleiri hafa feng- ið nokkra bót á kjörum en héma eru Lífeyrir í ár hafa hækkanir orð- ið, segir Páll Gíslason: Ellilífeyrir um 157 kr. á mánuði. Heimilisuppbót um 129 kr. á mánuði. u.þ.b. 7-8000 manns, sem farið hafa á mis við bætt kjör. Nú er sennilega verið að ganga frá fjárlögum árið 2001. Vil ég nú skora á samráðsnefnd ríkis og félaga eldri borgara að fara vel ofan í málin og sjá um að kjör þessa hóps aldraðra verði bætt verulega, til þess er nauðsynlegt að hækka grunnlífeyri vemíega í krónum ekki prósentum. Höfundur er læknir. stjórar velflestir ækju á þeim há- markshraða sem þeim er ætlaður. Geta hert viðurlög bætt ástandið? í greinargerð með umi-æddu fium- varpi voru tínd til rök fyrir samræm- ingu hámarkshraða flutningabifreiða og fólksbifreiða. Ekki virðist sá þátt- ur hafa verið skoðaður vel. Einnig var í ræðu sem flutt var með frumvarpinu velt upp möguleikum á hertum viður- lögum við hraðakstursbrotum. Þær vangaveltur hlutu hvorki náð fyrir umferðarráði né allsherjamefnd á þann veg að menn gerðu nokkuð með útfærslu á þeim. í grunninn var gert ráð fyrir því að sá sem væri stöðvaður vegna of hraðs aksturs ætti að greiða kr. 1.000 í sekt fyrir hvem km sem of hratt væri ekið. Dæmið liti þá þannig út að vinnuregla lögreglu héldist, þ.e. að ökumaður bif- reiðar sem ekið væri á 99 km hraða slyppi við sekt, en þegar ekið væri á 104 km hraða og bifreið stöðvuð af lögreglu yrði refsing ökumanns kr. 14.000. Sambærileg vinnuregla gilti einnig í þéttbýli. Mín skoðun er sú að eftir því sem viðurlög með peningasektum em strangari þeim mun meiri árangur náist í umferðarstjómun. Að minnsta kosti brynni slíkt heitast á undirrituð- um. Aðgerðir Ef við ætlum að fækka alvarlegum slysum og dauðsföllum í umferðinni verður að gera átak! Það verður að efna til þjóðarátaks um bætta umferð, það verður hver einasti ökumaður að líta í eigin barm með það sem aflaga fer, það þýðir ekki að fækka lögreglumönnum á sama tíma og ökutækjum fjölgar um 40% eins og raun er á fyrir síðustu ár. Undirrritaður dáist að dugnaði þeirra lögregluþjóna sem vinna í umferðinni og m.a. get ég vitnað um aðgerðir, t.d. í Hvalfjarðargöngum, á Kjalamesi og víðar. Áthygli vert er vinnulag í um- dæmi lögreglunnar á Blönduósi. Þar stöðva lögreglumenn bfla og dreifa áróðri um bætta umferðarmenningu. Ámóta umsögn má hafa um lögreglu víðar á landinu. Mín skoðun er sú að ef ekki verður fjölgað vemlega í umferðarlögreglu séu hert viðurlög haldbesta hjálpar- tækið. Ég fagna aðvömnar- og ábend- ingaskiltum sem sett vom upp af yfir- völdum umferðarmála nú fyrir skömmu, þau hafa öragglega sldlað árangri, en betur má ef duga skal. Höfundur er þingmaður Samfylking- ar á Vesturlandi. ISLENSKT MAL Hörður Kristinsson grasa- fræðingur skrifar mér af- bragðs bréf um orðið flóra, sjá 1069. þátt. Birti ég hér bréfið, að slepptum ávarps- og kveðju- orðum, með kærri þökk: „Það gladdi mig að sjá bréf frá Sigursteini Hersveinssyni í 1069. þætti þínum. Það sýndi mér að fleirum gremst mis- notkun orðsins flóra en mér einum. Fyrir alllöngu síðan sendi ég pistla til Morgun- blaðsins og til Dags til að kvarta yfir misnotkun blaða- manna á þessu orði, og vitnaði þá í dæmi. Það virtist hafa tímabundin áhrif í þessum blöðum, en fór fljótlega aftur í sama farið, ekki síst vegna mikillar sóknar viðmælenda blaðanna í ýmiss konar mis- notkun orðsins flóra. Hún virð- ist vera orðin svo almenn að jafnvel stjórnmálamenn láta glepjast. Eg hef orðið vitni að misnotkun þessa orðs í útvarpi og sjónvarpi hjá sjálfum menntamálaráðherra okkar, sem ég þó held að sé vel máli farinn að öðru leyti, og borgar- stjóra Reykjavíkur sem eitt sinn talaði um „kvennaflóru" í sjónvarpinu. Tæplega eru þetta áhrif frá erlendum tungumálum, eins og oft vill verða í máli okkar. Orðið „flora“ hefur mjög hefð- bundna og fasta merkingu í þeim málum sem ég þekki, og því heldur leitt ef Islendingar ætla að fara að leiða inn alveg nýja merkingu orðsins. í þessu sambandi hef ég farið að skoða svolítið í eigin barm, og hvern- ig við grasafræðingar notum orðið flóra. Ekki ætla ég mér þó neitt sjálfdæmi um það hvað sé rétt og hvað rangt í því efni. Tilefni þessa bréfs er einkum að segja þér frá hvern- ig þetta lítur út frá mínum sjónarhóli. Algengast er eins og alkunn- ugt er að tala um flóru ákveð- inna svæða: Flóra íslands, flóra Evrópu, flóra Grímseyjar o.s.frv. Þá merkir orðið ein- faldlega plönturíki þess svæðis sem tilgreint er. Oft er skeytt nafnorði fram- an við orðið flóra, og sýnist mér það gert í tvenns konar tilgangi. I fyrsta lagi til að þrengja merkingu orðsins við ákveðinn hluta plönturíkisins: Fléttuflóra, sveppaflóra, mosaflóra o.s.frv. í þessum til- fellum er fjallað um allar flétt- ur, alla sveppi eða alla mosa ákveðins svæðis, en allar aðrar Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1072. þátturþáttur plöntur undanskildar. Fyrri hluti orðsins merkir þá ætíð ákveðinn flokk plantna. í öðru lagi til að þrengja svæði enn meira, t.d. við sérhæfar að- stæður eða ákveðin búsvæði: Eyjaflóra, tjarnaflóra, há- fjallaflóra, strandflóra, þarma- flóra. Þarna er átt við plöntur sem vaxa í eyjum, tjörnum, á háfjöllum, við sjávarströndina og gerlaflóru smáþarmanna. Ef við lítum á nokkur þeirra orða sem vinsæl hafa orðið síð- ustu árin, t.d. 1) bílaflóru, 2) fjallaflóru, 3) kvennaflóru og 4) fuglaflóru, þá er í mínum huga ljóst hvað þau merkja á íslenzku, enda þótt sú merking sé önnur en notendur þeirra virðast hafa í huga: 1) Mosar og fléttur sem vaxa á gömlum bílhræjum, 2) plöntur sem vaxa á fjöllum, en á lifandi 3) konum og 4) fuglum vaxa tæp- ast aðrar plöntur en gerlar og sveppir, og því hlýtur þarna að vera átt við þá, væntanlega bæði útvortis og innvortis flóru. Ekkert get ég séð í orð- inu „flóra“ sem feli í sér fjöl- breytni, eins og margir virðast meina með því. Flóran er oft mjög fábreytt, og raunar býð- ur fánan upp á mun meiri fjöl- breytni en flóran, þar sem fjöldi dýrategunda er að jafn- aði miklu meiri víðast hvar í veröldinni en fjöldi plantna. Og hver skyldi svo vera or- sök þessarar nýju notkunar orðsins flóra í íslenzku? Getur verið að við grasafræðingar, eða kannski fremur líffræðing- ar og líffræðikennarar hafi of- notað svo orðið við að lýsa fjöl- breytileika náttúrunnar og hinni líffræðilegu fjölbreytni, að nemendur hafi gripið það á lofti, hagrætt merkingunni, og sleppt því síðan lausu til al- mennrar notkunar? Spyr sá sem ekki veit.“ Umsjónarmaður spyr hins sama. ★ Inghildur austan kvað: Sleði dró hestínn að húsi, svo hófamir lágu í rúsi; vepjafrá Níl gleyptívömbinaúrfíl og Vilfríði gjörtamdi brúsi. ★ „Málræktin gerir annað og meira en að krefjast orku, hún er orkugjafi. Glíman við tungumálið skapar ný sjónar- horn, nýja heimssýn, ýtir und- ir nýja og skapandi vitund, endurskapar og endurnýjar í sífellu menningartengsl, við önnur lönd, aðra menningar- heima, og tryggir að þau tengsl verði skilin á okkar for- sendum ekki síður en hinna „stóru mála“.“ (Ástráður Ey- steinsson, sjá Mbl. 10. ágúst sl.). ★ _ Svo er sagt að Magnús Ólafsson (I. Haraldssonar helga eða digra væri fyrsti Magnús á Norðurlöndum. Kom íslenskur maður þeirri nafngift til leiðar. Varð kon- ungur styggur við og sagði að það nafn væri ekki úr sinni ætt, enda er magnus latína og þýðir mikill. En þá var vitnað í Karlamagnúó sem var kristinn og hafði látið dubba sig til keis- ara árið 800; sótti hann og fast kristniboðið. Sefaðist þá kon- ungur og varð Magnús kon- ungur I. svo vinsæll, áður en lyki, að hann fékk viðurnefnið „hinn góði“. Sumum lærðum mönnum þótti ekki norræna nafnið Karl mikli nógu fínt, og var hann þá nefndur á latínu Carolus magnus. Það varð svo að einni runu og hjá okkur Karlamagnús. Ekki töldu menn að Karlamagnús keisari myndi hafa barist á óvirðuleg- um stöðum, og Þórður Magn- ússon á Strjúgi í Langadal segir í Fjósarímu: Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina. Aldrei hann fyrir aftan kýr orustu háði neina. Fyrsti Magnús á íslandi á að hafa verið Magnús Þorsteins- son Hallssonar af Síðu, fæddur um 1040, afi Magnúsar Einars- sonar Skálholtsbiskups. Vin- sældir Magnúsarnafns hafa aldrei þorrið okkar á meðal. Það hefur alltaf verið meðal 10 algengustu karlheita hér, og nú eru vel á þriðja þúsund er þetta nafn bera. ★ Magnús raular, músin tístir, malar kötturinn. Kýrin baular, kuldinn nístir, kumrarhrúturinn. (Skammhenda frumhend.) ★ Auk þess fá Telma Tómas- son plús fyrir: „fór fyrir rann- sóknarhópnum" (sniðgekk leiðindasögnina að leiða í þessu sambandi), og Eva Sólan fyrir að nota sígilt mismunar- þágufall (lat. ablativus differ- entiae) „stundarfjórðungi síð- ar“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.