Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 55

Morgunblaðið - 26.08.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 55 > Senda ljósmyndir með tölvupósti VÍKINGASKIPIÐ íslendingur kem- ur í dag til Halifax í Kanada eftir að hafa komið við í fjölmörgum höfn- um á Nýfundnalandi. „Áhöfnin er í miklum samskiptum við umheim- inn, bæði síma- og töl vusambandi í gegnum gervihnetti. Til að auð- velda tölvusamskipti var settur upp MarStar-hugbdnaður frá Net- verki,“ segir í fréttatilkynningu frá GSP almannatengslum. Þar segir jafnframt: „Áhöfnin hefur mikil samskipti í gegnum tölvu skipsins og sendir meðal ann- ars allar myndir sem teknar eru um borð sem viðhengi með tölvupósti. Þær myndir má meðal annars sjá á heimasíðu leiðangursins, viking- 2000.com.“ Ungir jafnaðarmenn mót mæla heimsókn Li Peng MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun ungra jafnaðar- manna vegna heimsóknar Li Peng til íslands: „Ungir jafnaðarmenn lýsa andstöðu við því að íslensk stjóm- völd bjóði Li Peng, forseta þjóðþings Kína, hingað til lands í opinbera heimsókn þar sem Li Peng var for- sætisráðherra Kína þegar fjölda- morðin á Torgi hins himneska friðar voru fyrirskipuð þann 4. júní 1989. Þar voru þúsundir mótmælenda ein- ræðisstjórnarinnar í Kína særðir eða drepnir þegar mótmælendur kröfð- ust frelsis og lýðræðis á friðsamleg- an hátt. Með komu Li Peng til íslands senda íslensk stjórnvöld þau skila- boð til umheimsins að þau sætti sig við blóðuga fortíð Li Peng. Það er óréttlætanlegt með öllu og minnir á ósiðleg samskipti Margareth Thatcher við harðstjórann Pinochet sem hafði þúsundir mannslífa á sam- viskunni. Ungir jafnaðarmenn skora á ís- lenska ráðamenn að hunsa heimsókn Li Peng og mótmæla þannig heim- sókn manns sem ber ábyrgð á hörmulegum fjöldamorðum. Sam- skipti við slíka menn eru með öllu óréttlætanleg." Mótmæla hugmyndum um fjölgun veiðifugla FUGLAVERNDARFÉLAG ísland hefur sent frá sér eftirfarandi álykt- un vegna krafna Skotvís um fjölgun veiðifugla: „Fuglaverndarfélag íslands leggst eindregið gegn hugmyndum Skotveiðifélags Islands um fjölgun veiðifugla hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi er leyft að drepa hærra hlutfall af varpfuglafánu en hér á landi eða nærri 40%. Frekar ætti að hætta veiðum á sjaldgæfum fuglum, sem standa tæpt eins og dflaskarfi og toppskarfi. Einungis 3.200 dflaskarfspör verpa hér og 7.000 toppskarfspör, svo afar sterk vistfræðileg rök eru því fyrir því að hætta veiðum á þessum fuglum. Verði veiðar á hrossagauki leyfðar er stutt í að seilst verði lengra og farið fram á að veiða aðra mófugla eins og lóur, spóa eða jafnvel þresti. Flestir þessara fugla eru veiddir einhvers staðar erlendis. Tilfinningaleg rök vega afar þungt í þessu máli og þjóð- arsátt er um að vorboðana okkar drepum við ekki. Fuglaverndarfélagið álítur þá röksemd skotveiðifélagsins, að hrossagaukarnir drepist hvort sem er algera hundalógík. Allar lífverur deyja fyrr eða síðar og samkvæmt því ætti að leyfa veiðar á miklu fleiri fuglum eða jafnvel öðrum dýrum. Einnig eru þær röksemdir afar vafa- samar, að hefja beri hrossagauks- veiðar, vegna þess að þeir eru skotn- ir annars staðar eða að þeir vilji frekar láta lífið hér á landi en erlend- is. Æðarfuglar eru t.d. skotnir í stór- um stfl á Norðurlöndum, stofninn er stór og ætti því ekki að hefja æðar- fuglaveiðar hér á landi? Félagið leggst einnig gegn þvi, að veiðar verði hafnar á súlu. Súluungar eru slegnir í Vestmannaeyjum, um 10% unga þar eru drepin, og vafa- samt hvort súlustofninn megi við frekari afföllum af mannavöldum." ------*+*------- Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á gatnamótum Nýbýlavegar og Dal- brekku 21. ágúst sl. kl. 21.50. Þar rákust á bifreiðar sem ekið var um Nýbýlaveg úr gagnstæðum áttum. Umferðarljós eru á gatna- mótunum. Vitni vatnar að árekstrin- um því ágreiningur mun vera um stöðu umferðarljósa er hann átti sér stað. ------I-H------ Opið hús í Barnabæ OPIÐ hús verður í dag, laugardag- inn 26. ágúst í Leikskólanum Barna- bæ, Hólabergi 74, frá kl. 14-16. Leikskólinn er fyrir börn á aldrin- um 6 mánaða til 3ja ára. Allir vel- komnir. NO NAME og Professionails / 80 §ifi$t*itc! kr. vintiitigisrf Þeir sem skrá sig í tísku- og Ijósmyndaförðun eða I naglaskólann þennan dag eiga möguleika á að vinna vörupakka að verðmæti 80.000 kr. Þeir sem áður hafa skráð sig á haustönn fara sjálfkrafa í pottinn. Auk þess fó þeir sem skrá sig í tísku- og Ijósmyndaförðun (12 vikur), kvikmyndaförðun (13 vikur) eða Naglaskóla Professionails og greiða 15.000 króna staðfestingargjald, 10% afslátt af skólagjaldi. PR0FE^£#NAILÍ> NONAME Slmi 588 8300 • Fax 588 8500 | Bolholti 6-105 Reykjavlk | Sími 588 6525 eða 588 6526 • www.noname.is ( boði verður einstaklega litrík og skemmtileg dagskrá: Nemendur úr leikhús- og kvikmyndaförðun sýna m.a. sviðsförðun, latexförðun og fantasíuförðun. Nemendur úr tísku- og Ijósmyndaförðun sýna m.a. tímabilaförðun, tískuförðun, „smoky“ og brúðarförðun. Boðið verður upp á fría förðun og ráðleggingar frá nýútskrifuðum förðunarfraeðingum. Nemendur úr Naglaskóla Professionails sýna naglaskreytingar, litað gel á táneglur og styrktargel fyrir herra. Kynntir verða ýmsir valmöguleikar í naglaásetningu. Útskriftarmyndir nemenda verða til sýnis ásamt vinnubókum. Kennarar Förðunarskóla NO NAME og Naglaskóla Professionails verða á staðnum og veita allar upplýsingar um námið. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.