Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 68

Morgunblaðið - 26.08.2000, Síða 68
Ciscg Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED TæknivaS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Arnaldur UA með mestan kvóta ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. er kvótahæsta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins miðað við úthlutun aflamarks innan fiskveiðilög- sögunnar í upphafi nýs fiskveiðiárs, með rétt um 20.000 tonn í þorskígild- um eða 5,82% af heildarúthlutun aflaheimilda. Kvóti stærstu sjávar- útvegsfyrirtækja landsins hefur minnkað töluvert frá síðustu fisk- veiðiáramótum, m.a. vegna minni þorskveiðiheimilda og minni ugp- hafsúthlutunar i loðnu. Kvóti ÚA hefur hins vegar aukist töluvert frá síðustu úthlutun en félagið samein- aðist Jökli hf. og Hólmadrangi hf. á Hólmavík á árinu. Sé kvótanum utan lögsögu á þessu almanaksári bætt við er Samherji með mestan heildar- kvóta íslenskra útgerða eða 23.900 þorskígildistonn. Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd er sem fyrr kvóta- hæsta skip landsins með ríflega 6.140 tonna kvóta eða um 1,94% heildarúthlutunarinnar. Athygli vekur að línuskipið Tjaldur SH frá Rifi er nú í öðru sæti yfir kvótahæstu skip landsins með 6.048 tonna kvóta. ■ ÚA með mestan/24 ' Veisla á trénu Ekið á karlmann í bifreiðageymslu í Kópavogi Nú er sá tími ársins þegar íslendingar geta sótt sér ávexti í faðm náttúr- unnar með því að eta ber af trjám og lyngi. Rifsberin eru orðin þroskuð á runnunum í garðinum hjá honum Orra í vesturbæ Reykjavíkur. Grunur um tilraun Tillaga landlæknis um gagnagrunn á aðalfundi Læknafélags fslands Upplýst sam- -þykki taki gildi um áramót MIKLAR umræður um gagna- grunnsmálið hafa verið á aðalfundi Læknafélags íslands, sem nú fer fram á ísafirði. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Islands, sagði í sam- taii við Morgunblaðið að umræður um gagnagrunninn hefðu verið fyrirferðarmiklar á fundinum í gær. M.a. lagði Sigurður Guðmunds- >«on landlæknir fram tillögu um að frá og með áramótum yrði farið fram á upplýst samþykki sjúklinga fyrir upplýsingum sem fara eiga í gagnagrunninn, en gengið yrði út frá ætluðu samþykki fram að þeim tíma. Sigurbjörn sagði að landlæknir legði tillöguna fram sem einn fé- lagsmanna í Læknafélaginu og hún færi í starfshóp sem ynni úr öllum tillögum sem varða gagna- grunn á heilbrigðissviði. „Hvaða örlög þessi tillaga fær þar er óljóst en kemur fram [í dag],“ sagði Sig- urbjörn, en í dag verður álykt- unartillaga aðalfundar félagsins um málið rædd og greidd um hana atkvæði. til manndráps KARLMAÐUR á sextugsaldri var í gær úrskurðaður af Hæstarétti til að sitja í gæsluvarðhaldi til 3. októ- ber nk., en hann er grunaður um til- raun til manndráps. Manninum er gefið að sök að hafa vísvitandi ekið niður mann í Kópavogi sl. sunnudag. Með dómi sínum staðfesti Hæsti- réttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Síðdegis á sunnudaginn var lög- reglan í Kópavogi kölluð að bíla- geymslu í Hamraborg þar sem bif- reið hafði verið ekið á mann. Þegar lögreglan kom á staðinn lá maður- inn á gólfi bílageymslunnar. Vitni sögðu að bíl hefði verið ekið í átt að manninum þar sem hann var á gangi ásamt tveimur konum. Þær náðu að forða sér en maðurinn lenti á bflnum með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaðurinn stöðvaði ekki bifreið sína heldur forðaði sér af vettvangi. Lögreglan hafði uppi á honum um hálftíma síðar. Hann játaði við yfir- heyrslur að hafa ekið á manninn en bar við að hann hefði einungis ætlað að skjóta honum skelk í bringu. Ökumaðurinn hefur verið í vörslu lögreglunnar síðan á sunnudag. Maðurinn sem varð fyrir bílnum er kínverskur og hefur búið hér á landi um nokkra hríð. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, slasaðist ekki alvarlega þegar hann varð fyrir bílnum en lögreglan telur að mun verr hefði getað farið. Talið er að at- vikið megi rekja til skilnaðarmáls, en á síðustu vikum hafa komið upp átta atvik þar sem karlmaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, er grunaður um áreitni. Borgarstjóri og formaður KSÍ Stærri stúka í Laugardal? FORMAÐUR Knattspymusam- bands Islands kynnti borgarstjóra í gær hugmyndir um að ráðist verði í framkvæmdir til að fjölga sætum í stúku Laugardalsvallar í 10-12 þús- und, en þar eru nú um 7 þúsund sæti. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra varð nið; urstaða fundarins sú að forysta KSI ynni áfram að málinu, m.a. að athug- un yrði gerð á því hvernig unnt yrði að fjármagna framkvæmdimar. Borgarstjóri sagði að á fundinum hefði Eggert Magnússon, formaður KSI, kynnt hugmyndir KSÍ um þetta efni. „Þetta vom fyrstu hug- myndir og spumingin var um að heimila þeim að vinna áfram á þeim grundvelli og skoða leiðir til að fjár- magna þá uppbyggingu." Borgarstjóri sagði að niðurstaða fundarins hefði ekki verið önnur en sú að ákveða að Eggert ynni áfram á grundvelli hugmyndadraganna og kannaði leiðir til að fjármagna fram- kvæmdimar. Um það hvaða leiðir væm þar taldar færar sagði borgar- stjóri að nefndar hefðu verið hug- myndir um að kanna möguleika á að fá fleiri rekstraraðila inn í myndina. „En það var ekkert ákveðið í þeim efnum,“ sagði hún. Nú em um sjö þúsund sæti í stúku Laugardalsvallar en vegiia alþjóða- reglna um knattspyrnumót er ekki lengur leyfilegt að selja í stæði á al- þjóðlega kappleiki. Af þeim sökum geta aðeins um 7.000 áhorfendur fylgst með landsleiknum við Dani þann 2. september nk. Hitaveita enn í vanda í Breiðholti og Kópavogi HEITAVATNSLAUST varð í hluta Breiðholts og Kópavogs um kl. 17 í gær og var vatns- laust í um tvær klukkustundir. Bilun kom upp í dælubmnn- inum við Stekkjarbakka á þriðjudag og hefur viðgerð staðið yfir síðan, en á meðan hefur heitu vatni verið veitt til þessara hverfa um önnur rör. Sigurður Guðmundsson, stöðvarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að í gær hafi ver- ið gerð tilraun til að veita vatni aftur um aðalæðina. Þá hafi önnur bilun komið í ljós og olli hún tímabundnu vatnsleysi. Heitu vatni hefði því aftur verið veitt um önnur rör til bráða- birgða og sagði hann að viðgerð við aðalæðina yrði haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.